Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
11
i>v Útlönd
Terry Waite hefur verið í haldi mannræningja í Líbanon frá árinu 1987. Nú
standa vonir til að honum verði sleppt. Simamynd Reuter
- HORNSÓFAR - SÓFABORÐ -
SPEGLAR - FATAHENGI OG
MARGT, MARGT FLEIRA
SMIÐJUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 72870
Terry Waite
verður sleppt
- ættingjamirsendarisajólakort
Dagblöð í íran fluttu um helgina
fréttir þess efnis að til stæði að sleppa
Terry Waite úr haldi í Líbanon á
næstu dögum. Hann er einn átta
vestrænna gísla í landinu og hefur
veri í haldi frá árinu 1987. Fréttir af
þessu tagi hafa undanfarið reynst
fyrirboði þess að gíslar í Líbanon fái
frelsi en vitað er að mannræningjar
þar í landi fylgja flestir írönum aö
málum.
Waite er sérlegur sendimaður
bresku kirkjunnar og fór til Líbanon
í þeim tilgangi að fá gísla ieysta úr
haldi. Honum var rænt af skæruliða-
samtökum íslama og hafa engar
áreiöanlegar fréttir borist af honum
upp frá því.
Ættingjar Waites komu saman um
helgina og skrifuðu á risajólakort til
allra vestrænna gísla í Líbanon. Með
á samkomunni voru poppstjömur og
embættismenn og fylgir jólakortinu
skilaboð til mannræningjanna. Þar
segir: „Ekki halda þeim endalaust."
Þá var dúfum sleppt. ættingjar
Waites sögðust hóflega bjartsýnir á
að honum yrði sleppt. Waite var
nefndur sérstaklega í írönsku biaða-
fréttimum og vekur það vonir um að
gíshng hans sé senn á enda.
Reuter
James Baker í útistööum viö gestgjafa sína:
Kínverjar hindra f undi
með andóf smönnum
Kínversk yfirvöld komu í veg fyrir
að James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, gæti hitt kunna and-
ófsmenn í Kína að máh milli þess
sem hann ræddi við ráðamenn í
landinu.
Blaðakonan Dai Qing var handtek-
in þegar hún ætlaði að ná fundi Ba-
kers en sagt var að henni yrði sleppt
aftur síðar í dag. Kínversk yfirvöld
segja að Qing hafi aldrei verið hand-
tekin. Fjölskylda hennar segir þó að
hún hafi horfið um helgina og að boð
hafi komið frá lögreglunni í Peking
um að hún væri í yfirheyrslum.
Önnur kona var einnig handtekin
til að koma í veg fyrir að hún gæti
rætt við Baker. Hún heitir Hou Xiaot-
ian og er eiginkona andófsmanns
sem verið hefur í haldi aht frá því
barist var á Torgi hins himneska
friðar í byijun árs 1989. Henni var
sleppt rétt í þann mund sem Baker
fór frá Kína.
Ferð Bakers til Kína hefur orðið til
þess að beina athygh manna að
mannréttindamálum þar. Baker
gagnrýndi stjómvöld harðlega fyrir
að bijóta rétt á mönnum og skyggðu
deilur hans við ráðamenn mjög á
Til þess var tekið hvað Baker brosti
sjaldan í ferð sinni til Kína. Frá þvi
voru þó undantekningar.
Símamynd Reuter
heimsóknina. Kínveijar vonuöust tíl
að Baker myndi með heimsókn sinni
ijúfa einangrun Kínverja á alþjóða-
vettvangiensvovarðekki. Reuter
■Komdu vinum og vanda--
mönnum skemintilega
á óvart með jólakorti sem
skartar þinni eigin ljósmynd
og sparaðu dágóða
upphæð í leiðinni.
Öll okkar jólakort eru
til styrktar
líknarstarfsemi.
15% afsláttur
til 30. nóvember.
Verð aðeins kr. 79.
(kr. 67 með afslætti).
HANS PETERSEN HF
Bankastræti 4 • Glæsibæ • Austurveri • Lynghálsi • Kringlunni
Laugavegi 178 • Hólagarði