Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 15
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. 15 Koma þráhyggjumenn óorði á Háskólann? Þórólfur Matthíasson hagfræðingur og Þorvaldur Gylfason prófessor. - ....mega vissulega hafa stjórnmálaskoðanir sinar I friði. En þeir eiga ekki að villa á sér heimildir,“ segir m.a. í grein Hannesar. Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands hélt fyrir skömmu há- tiðlegt fimmtíu ára afmæli sitt. Margir ágætir menn hafa síðustu ár komið til Uðs við deildina. Dr. Ragn- ar Ámason, prófessor í fiskihag- fræði, hefur til dæmis skrifað nokkr- ar prýðiiegar ritgerðir á ensku og íslensku, þar sem fram kemur glögg- ur skilningur á vanda fiskveiða. , í stað hins harðskeytta sósíalista, sem ég kynntist á háskólaárum okkar, er nú greinilega kominn al- vörugefmn, íhugull vísindamaður. Dr. Þráinn Eggertsson prófessor birti nýlega fróðlega bók á ensku um svonefnda stofnanahagfræði, og hafa ýmsir erlendir fræðimenn lokið lofsorði á hana í mín eyru, þar á meðal prófessor Ingemar Stáhl í Lundi, einn þekktasti hag- fræðingur Svía. Raungengislækkun ekki nauðsynleg afleiðing kvótakerfisins Því miður hafa tveir aðrir úr hópi yngri kennara deildarinnar vakið á sér athygli síðustu mánuði fyrir blygðunarlaust lýðskmm og beina misnotkun hagfræðilegs kenni- valds síns. Þórólfur Matthíasson fullyrti til dæmis á Iðnþingi fyrir skömmu, að núverandi kvótakerfi myndi leiða til lækkunar raun- gengis íslensku krónunnar. Slík raungengislækkun myndi fela í sér kjaraskerðingu, sem bæta þyrfti almenningi upp með því að leggja auðlindaskatt á sjávarútveg. Þetta er í meira lagi hæpið: Þótt ekkert sé' unnt að fullyrða með vissu um framtíðarþróun raun- gengis, þá er hækkun þess mun lík- legri en lækkun, þar eð afkoma sjávarútvegs mun væntanlega KjaUaiinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði batna við áframhaldandi kvóta- kerfi og hagræðingu. Ef svo ólík- lega fer, að raungengi lækki, þá má gera ráð fyrir, að skattgreiðslur frá sjávarútvegi, kaup útgerðarfyr- irtækja á vöru og þjónustu og neysla og fjárfesting hluthafa bæti upp kjaraskerðingu af völdum raungengislækkunar. Auðlindaskattur ekki for- senda fastgengisstefnu Þá hélt Þorvaldur Gylfason því fram í löngu sjónvarpsviðtah á dög- imum, að auðlindaskattur væri forsenda fastgengisstefnu, og virt- ist styðjast við svipaða greiningu og Þórólfur. Þorvaldur er sem kunnugt er ötull stuðningsmaður auðlindaskatts, þótt hann kjósi að kalla hann aflagjald eða veiðileyfa- gjald. Honum er auðvitað frjálst að hafa þá skoðun. En hann á ekki að nota röng hagfræðileg rök fyrir slíkum skatti. Vitaskuld er auð- lindaskattur ekki forsenda fast- gengisstefnu. Engin hagfræðileg rök hníga að auðlindaskatti. Eins og dr. Jónas H. Haralz benti á í erindi á afmælishátíð Viðskipta- og hagfræðideildar, leysir núver- andi kvótakerfi hinn hagfræöilega vanda í sjávarútvegi, sem var, að aðgangur að fiskimiðum var til skamms tima ókeypis og nýting miðanna því óhagkvæm. Krafan um auðlindaskatt er ekkert annað en krafa um breytta tekjuskiptingu - krafa um, að fé sé tekið frá sjávar- útveginum og fært til ríkissjóðs. Tilfundin rök Rök Þorvaldar og Þórólfs eru til- fundin. Þeir geta ekki verið andvíg- ir núverandi kvótakerfi, vegna þess að það sé óhagkvæmt. Þeir hljóta að hafna því, vegna þess að þeir sætta sig ekki við þá tekju- skiptingu, sem af því hlýst: Þeir eru bersýnilega andvígir því, að nokk- ur þúsund útgerðaraðilar („sæ- greifar" eins og Þórólfur kallar þá) ráðstafi arði af fiskveiðum í stað tímabundins þingmeirihluta ein- hverra atvinnustjórnmálamanna. Þeir Þorvaldur og Þórólfur geta með öðrum orðum ekki' verið á móti kvótakerfinu sem hagfræð- ingar. Þeir geta aðeins verið and- vígir því af stjórnmálaástæðum, til dæmis ef þeir trúa því, að fjármun- ir séu betur komnir í höndum at- vinnustjórnmálamanna en hlut- hafa í útgerðarfyrirtækjum. Stjórnmálaskoðanir í bún- ingi hagfræðikenninga Af hóflausum áróðri þeirra Þor- valdar Gylfasonar og Þórólfs Matt- híassonar síðustu mánuði má ráða, að þeir séu haldnir einhvers konar þráhyggju. Þetta er alþekkt í heimi vísindanna: Menn taka skoðun inn á sig og geta ekki viðurkennt, að hún hafi reynst röng. En þessir tveir þráhyggjumenn hafa haft svo hátt, að margir aðrir hafa tengt skoðun þeirra nafni Háskóla ís- lands. Með slíku áframhaldi er því mið- ur hætt við, að þeir komi óorði á Háskólann. Þeir Þorvaldur og Þór- ólfur mega vissulega hafa stjórn- málaskoðanir sínar í friði. En þeir eiga ekki að villa á sér heimildir. Hvers vegna koma þeir ekki til dyra eins og þeir eru klæddir í stað þess að reyna að fela sig í búningi hagfræðinga? Hvaða grímudans- leikur er þetta? Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Krafan um auðlindaskatt er ekkert annað en krafa um breytta tekjuskipt- ingu - krafa um, að fé sé tekið frá sjáv- arútveginum og fært til ríkissjóðs.“ „Umhverfismál“ dul- nef ni fyrir mengun? „Umhverfisvandamál af völdum ferðafólks eru náttúruspjöll og meng- un,“ segir Ingólfur m.a. í grein sinni. í Ríkisútvarpinu sl. haust var talað um gífurleg „umhverfis- vandamál í Eystrasalti" sem yllu hinum nýfijálsu löndum fyrir botni Eystrasalts erfiðleikum. Af hverju var ekki talað um mengun eða ofveiði? Af hverju er það sem áður hétu mengun, náttúruspjöll, slæm um- gengni, ofveiði eða gróðureyðing nú köUuð „umhverfisvandamál"? Dulnefni og stofnanamál í stofnanapóUtík Vesturlanda er rík tilhneiging til að fela póUtískt og félagslegt eðh vandamála. Ein af aðferðum póUtíkusa og embætt- ismanna í ráðuneytum og öðrum stofnunum við að sölsa undir sig völd er sú að búa tíl torskUið tungu- tak. Stórfyrirtæki og stjómvöld koma sér upp svikamyUu af lögum og reglugerðum, undanþágum og fyrirvömm. Fleiri og fleiri svið mannlífs og þjóðmála eru herleidd í hendur „sérfræðinga". Nýjasta afbrigðið af stofnanamál- lýsku snertir umhverfi og náttúru- vemd. „Umhverfisvandamálasér- fræðingar" (á ensku er þetta fólk kaUað „ecocrats") era að koma sér upp sérstöku tungutaki. Orðið „umhyerfisvandamál“ er lykUorð og það nær yfir mörg hugtök sem við þekkjum úr orðræðu og fréttum undanfarinna áratuga. Umhverfisvandamál í fiskveið- um hét áður ofveiði. KjaUaiiiui Ingólfur Á. Jóhannesson uppeldisfræðingur og landvörður Umhverfisvandamál af völdum virkjana og raflína hétu áður nátt- úruspjöU. Stundum heyrist einnig orðið „sjónmengun" um ósmekk- lega reist mannvirki. Umhverfisvandamál á vinnu- stöðum eru t.d. loftmengun og há- vaði. Þannig mun ekki stafa meng- im af nýju álveri, heldur „hlutfaUs- lega minna umhverfisvandamál“ heldur en af gamla álverinu. Þetta þýðir að mengunin er minni miðað við stærð en meiri í heUdina. Umhverfisvandamál af völdum bíla eru mörg: mengun, ofmergð, hávaði. Félagsleg vandamál af völdum bíla em að sjálfsögðu ekki með í myndinni í hinu langa sam- setta orði. Ætli þyrfti ekki „um- hverfis- og félagsvandamáT? Ein- hvern veginn fengi maður miklu minna samviskubit af afleiðingum slíks orðs heldur en því að vita að maður spúði eitri, hefði hátt og eyddi peningum í bensín. Umhverfisvandamál af völdum sauðfjár og hrossa voru ofbeit og uppblástur áður en bændaleiðtogar lærðu dulmáUð. Umhverfisvandamál af völdum ferðafólks era náttúraspjöU og mengun. „Flókin umhverfismál“ En rúsínan í pylsuenda umhverf- isvandamála er fengin úr riti frá Orkustofnun' (Ársfundur Orku- stofnunar 1991) þar sem tveir sér- fræðingar stofnunarinnar lýsa því, með peningaglampa stafandi af prentsvertunni, að við Hvítá í Ár- nessýslu séu umhverfismálin flók- in. Orðrétt segir: „í Hvítá í Árnes- sýslu eru umhverfismál flókin, líkt og við jökulárnar á NA-landi; GuU- foss, Hvítárnes og Brúarhlöð." Hvað merkir þetta á alþýðumáU? Að Hvítá sé ekki hægt að virkja án þess að eyðUeggja Gullfoss, Brúar- hlöð eða Hvítárnes. TUvísunin tU jökulánna á NA-landi merkir að virkjun myndi eyðileggja Dettifoss, nágrenni Snæfells og fleiri náttúru- perlur. Umhverfi í tísku Nú keppast aUir við að vera „um- hverfisvænir umhverfissinnar" og umhverfast ef efast er um það. Það «r auðveldara að vera „um- hverfissinni“ en baráttumaður fyr- ir bættum almenningssamgöngum og baráttukona gegn Fljótsdals- virkjun. Ef það að vera umhverfis- vænn felur einkum í sér að henda ekki rusU svo að aðrir sjái og e.t.v. að nota endurunninn pappír en halda samt áfram að sóa og sukka, þá er ósköp lítið fengiö með því. Vissulega táknar orðið umhverfi víðtækara svið en orðið náttúra. Þannig nær það til borgarumhverf- is og menningar- og félagslegs um- hverfis engu síður en þess sem til- heyrir óspiUtri náttúru. Orðið er til þess faUið að átta sig á því að gömul hús, skynsamlegt gatnakerfi og almenningssamgöngur eru mik- Uvæg, engu síður en friðun nátt- úraperla og verndun gróðurlendis. Aftur á móti er orðskrípið „um- hverfisvandamál" notað til að fela það sem raunverulega er á seyði: mengun, uppblástur, ofveiði, of- fjölgun ferðafólks, hávaða. Um- hverfisvandamál eiga heima í ráðuneytum og stofnunum þar sem „sérfræðingar" sjá rnn að flækja þau og fela. Mengun, uppblástur, ofveiði, ferðafólk og hávaði eru mál sem upplýstur almenningur, sem> ekki er leyndur upplýsingum, gæti tekið upp á að skipta sér af. Von- andi verður hlutskipti hins nýja umhverfisráðuneytis á íslandi ekki að flækja mál og fela. Ingólfur Á. Jóhannesson. „Ein af aöferöum pólitíkusa og embætt- ismanna 1 ráðuneytum og öörum stofn- unum við að sölsa undir sig völd er sú að búa til torskilið tungutak.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.