Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 16
16 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. Merming Eiga vitringamar að hafa völdin? Lærdómsrit Bókmenntafélagsins hafa bætt miklu viö íslenskan bókaheim. Nægir þar að nefna Skáldskaparlistina eftir Aristóteles, Afstæðiskenninguna eftir Einstein og Rit- gerð um ríkisvald eftir Locke. Nú er Ríkið, höfuðverk gríska heimspekingsins Piatóns, komið út í tveimur bindum í röð lærdómsrit- anna, og sætir það tíðindum. Dr. Eyjólfur Kjalar Emilsson, heimspekikennari í Há- skóla íslands, sem er sérfræðingur í fomg- rískri heimspeki, hefur setið við það í nokk- ur ár að snara ritinu úr frummálinu og skrif- ar líka formála. Ríkið er skrifað sem samræður Sókratesar, kennara Platóns, við ýmsa borgara í Aþenu. Svo er að sjá sem höfundurinn sé þar að bregðast við því, sem hann taldi hnignun og fall heimamenningar sinnar, skipanir mála í Aþenu. Platón fæddist árið 427 f. Kr., fjórum árum eftir að Pelopsskastríðin á milli Aþenu og Spörtu hófust, og var ekki nema 23 ára gamall, þegar þessum hildarleik lauk með ósigri Aþenu árið 404. Síðan varð hann vitni að ógnarstjóm harðstjóranna þijátíu í Aþenu, sem stóð í eitt ár, og réttarhöldunum yfir Sókratesi, en þeim lauk með dauðadómi yfir honum. Vafalaust hefur þetta allt mótað Platón: Hann hefur sannfærst um það, að stöðugleiki og styrkur ríkisins skipti mestu máli og fyrir því yrði annað að víkja, en hvort tveggja væri óþolandi, harðsijóm og lýðstjóm. Meginrök Platóns gegn lýðstjóm eða lýð- ræði eru sáraeinföld. Fráleitt er, lætur hann Sókrates segja, að venjulegir skipverjar stjómi skipi. Það á skipstjóri vitaskuld að gera. Hann einn kann siglingalistina. Það er líka deginum ljósara, að læknir hefur meira vit á því en sjúklingur, hvemig lækna megi sjúklinginn. Heimspekingurinn gegnir sama hlutverki í stjómmálum, telur Platón, og skipstjóri gagnvart hásetum sínum og lækn- ir gagnvart sjúkhngum sínum. Hann á þess vegna að ráða. Stjómmálakenning Platóns er, aö hver maður eigi að gera þaö, sem hann kann og er best fallinn til. Það er hið ósvikna réttlæti: Skósmiðir eiga að smíða skó, dýra- læknar að lækna dýr - og heimspekingar að stjóma ríkinu, en hvorki hinn vitgranni lýð- ur né hinn hóflausi harðstjóri. Þá vaknar spurning: Hvernig skal koma í veg fyrir, að heimspekingamir gerist harð- stjórar, að vitringaveldið breytist í harð- stjóm? Svár Platóns er, að ala þurfi þá upp í góðum siðum og fjarlægja frá þeim freist- ingar. Þeir mega til dæmis ekki eiga eignir og þeir mega ekki heldur vera bundir mökum eða bömum tilfinningaböndum. Þeir verða að sanna það með sjálfsafneitun og siða- vendni að þeir séu raunverulegir heimspek- ingar er hafi ekkert annað í huga en heill og viðgang ríkisins. Platón lýsir Fögruborg, þar sem heimspekingarnir hafa tekið völdin, og er þar allt þaulskipulagt: Menn meö krafta í kögglum sinna vopnaburði og vörnum, venjulegir menn stunda almennt veraldar- vafstur, en heimspekingamir stjórna ríkinu og reyna að skilja hið varanlega og eilífa utan og ofan við hið stundlega og hverfula, raunveruleikann handan skynveruleikans. Platón varð sem fyrr segir vitni að ósigri Aþenu fyrir Spörtu og virðist hafa sannfærst um að einhvers konar ógnarstjórn svipuð hinni spartversku væri nauðsynleg. í Fögra- borg sinni leyfði hann til dæmis engan þann skáldskap, sem ekki væri ríkinu til dýrðar, og engir áttu heldur að hafa þar stjórnmála- réttindi aörir en heimspekingamir. En nú- tímamönnum hlýtur að finnast þessi boð- skapur ógeðfelldur. Þeir líta svo á að menn séu ekki líffæri í líkama eða hásetar á skipi, heldur ólíkir einstaklingar, hver um sig skip- stjóri á eigjn skútu. (Eg flyt á einum, eins og þú!) Hlutverk ríkisins sé ekki að móta menn eftir hugmyndum einhverra heim- spekinga um rétt og rangt, heldur að setja Dr. Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspeki- kennari hefur þýtt Ríkið. Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson almennar siglingareglur, svo að hver maður geti siglt sinni skútu í sína átt. Rökin fyrir lýðræði eru ekki að lýðurinn sé best til þess fallinn að ráða. Platón átti vitaskuld auðvelt með að hrekja þau. Réttu rökin fyrir lýðræði em að þar má skipta um valdhafa án blóðsúthellinga, reynist þeir óhæfir. Aðalatriðiö er ekki að hafa upp á „réttum" valdhöfum, heldur að takmarka valdið svo að vondir menn geti gert sem minnst af sér verði þeir fyrir einhver mistök valdhafar. Þessa hugsun lét Einar Þveræing- ur skýrt í ljós er hann sagði Þórarni Nefjólfs- syni forðum að Noregskonungur sá, er þá sæti, væri vafalaust eins góður og af væri látið, en hitt vissu menn að konungar væru misjafnir, sumir vondir og aðrir góðir, og því best að hafa engan. Nútímamenn geta ekki heldur verið hrifnir af þeirri kenningu Platóns að réttlæti sé að hver maður geri það sem hann er best fallinn til. Eiga þrælar að þrælka, eins og Platón virðist gera ráð fyrir? Hitt virðist skynsam- legra að hver maður fái að ráða því innan marka laga og siðvenju hvernig hann hagar lífi sínu, svo framarlega sem hann geri það á eigin ábyrgð og kostnað. Platón ræðir að vísu ýmsar aðrar réttlætiskenningar en sína eigin. Verður honum ekki skotaskuld úr því að hrekja þá kenningu Þrasýmakkosar nokkurs að rétturinn sé ekkert annað en réttur hins sterka, réttur sé máttur. Honum tekst hins vegar ekki að hrekja með fullnægj- andi rökum þá kenningu annars grísks heim- spekings, Glákons, að réttlæti sé eins konar samkomulagsatriði. Menn komi sér saman um réttlætisreglur, eftir að þeim verður ljóst að ranglæti borgi sig ekki, þegar til lengdar láti. Ég hef hér aðeins tæpt á nokkrum um- ræöuefnum í þessu mikla verki en lengra verður ekki komist í stuttri umsögn í blaði. Formáli þýðandans er greinargóður og skýr- ingar neðanmáls einnig. Þýðingin er læsileg en flatneskjuleg og dönskuskotin. Til dæmis notar Eyjólfur Kjalar orð og orðasambönd eins og „klár“ „ég vil meina“ og „aldeilis flott“. Smekkur minn segir mér aö þetta eigi ekki heima í bók eftir Platón, jafnvel þótt hún sé skrifuð sem samræður Sókratestar við aðra Aþeninga. Prentvillur em nokkrar og á stöku stað hafa forsetningar og önnur smáorð fallið niður. Þessi atriði breyta því þó ekki að hér hefur mikið verk verið unnið sem sómi er að. Platón: Rikið. Hið islenska bókmenntafélag, Reykjavik 1991. Mjólkin er ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum 'J.AFUR JEN ETURSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.