Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 17
MÁNUDAGUR 18: NÓVEMBER 1991. 17
dv Fréttir
Skagaströnd:
byggðáný
Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra:
Framkvæmdir eru hafnar við
byggingu einbýlishúss að Sunnuvegi
6 á Skagaströnd á vegum húsnæðis-
nefndar Höfðahrepps. Þetta þykja
tíðindi sökum þess að ekki hefur
verið byggt íbúðarhús á Skagaströnd
1 á þriöja ár. Vonir standa til að fleiri
hús veröi byggð á Ströndinni á næsta
ári en Byggingarfélagið Strönd hefur
lagt inn lánaumsóknir til Húsnæðis-
stofnunar.
„Menn vona að þetta fari af stað
að nýju. Við viljum gjarnan að fjölgi
héma enda þurfum við væntanlega
fleira fólk þegar stóra skipiö kemur
á næsta ári. Þess utan er alltaf þörf
á húsnæði til eðlilegrar endurnýjun-
ar,“ sagði Rolf Árnason bæjartækni-
fræðingur.
Þessa dagana er verið að ljúka við
sumarverkin hjá hreppnum, gerð
gangstétta og fleira. Aðalfram-
kvæmdin er þó við höfnina. Niður-
rekstur stálþilsins er svo gott sem
lokið en ýmis frágangur eftir.
HöfnogÞríhyrn-
inguríeinasæng
Regina Thorarensen, DV, Selfossi:
Höfn hf. á Selfossi og Þríhyrningur
hf. á Hellu hófu samstarf 1988. Því
samstarfi lauk með sameiningu fé-
laganna í júlí sl. undir nafninu
Höfn/Þríhyrningur hf.
Félagið rekur þrjú sláturhús, tvær
verslanir og tvær kjötvinnslustöðvar.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Kol-
beinn Kristinsson, sem öllu stjómar
best enda ekki háskólagenginn. Skrif-
stofa fyrirtækisins er á Hellu.
Þessi einstaka úrvals-gamanmynd með Richard Dreyf-
uss, Holly Hunter og Danny Aiello undir leikstjórn Lasse
Hallström (My liffe as a dog) á eflaust eftir að skemmta
mörgum.
Myndin hefur fengið frábæra dóma og Dreyfuss kemur
enn á óvart. „Tveir þumlar upp," Siskel & Ebert. „Úr
tóminu kemur heillandi gamanmynd," U.S. Magazine.
„Hún er góð, hugnæm og skemmtileg," Chicago Sun
Times.
Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.10
RÆKTAÐU HUGANN
— en gteymdu ekki undirstöðunni!
og gefur auk þess zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg.
MJÓLKURDAGSNEFND
fc
HVÍTA HÚSIÐ /SÍA