Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. 19 Fréttir Sauðárkrókur: Bærinn með hesta- mönnum í uppbygg- ingu félagssvæðis Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Geröur hefur veriö samningur milii Sauöárkróksbæjar og Hesta- mannafélagsins Léttfeta varðandi þátttöku bæjarins í uppbyggingu á félagssvæöinu viö Flæöigeröi. Samningurinn markar tímamót aö því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem bæjarfélagið tekur þátt í uppbygg- ingu aðstöðu hjá félagasamtökum í bænum en slíkir samningar viö íþróttafélög eru famir aö tíðkast um landið og er í raun viöurkenning á því mikla æskulýösstarfi sem íþróttahreyfingin rækir. Samningurinn nær til fram- kvæmda við félagsheimili Léttfeta við Flæðigeröi. Samkvæmt honum mun bæjarsjóður greiöa 400 þús. kr. árlega næstu þijú árin eöa sömu upphæö og í ár. 1990 veitti bæjarsjóö- ur 200 þús. kr. styrk til framkvæmd- anna. Alls nemur því þátttaka bæjar- sjóös 1800 þúsundum. Hestamannafélagið mun sjálft bera ábyrgö á framkvæmdum og sjá um rekstur hússins. Hins vegar er skiln- ingur beggja aöila aö sem flestir geti nýtt sér þessa aöstööu enda vinsælt útivistarsvæði í grenndinni, göngu- leiðir um Borgarsand og þegar þann- ig viðrar skautasvell á Tjarnartjörn. Snorri Björn Sigurðsson bæjar- stjóri segir aö fleiri félög muni vænt- anlega fara aö fordæmi hestamanna. íþróttaráö bæjarins hafi þegar lagt til aö gerður verði samningur til fimm ára um stækkun golfvallarins viö Hlíöarenda úr níu í 18 holur. En vandséð er hvernig oröið veröi við því sökum landþrengsla á Nöfum. Boddíhlutir og lugtir Nýkomin stór sending af boddíhlutum og lugtum í flestar gerðir bifreiða, til dæmis: Mercedes Benz árg. ’75-’90 Ford Escort árg. ’86-’90 BMW 300 árg. ’83-’90 BMW 500 árg. ’82-’87 o.fl. tegundir. VERÐLÆKKUN Sigurlina bókavörður við nýju tölvuna. DV-mynd Kristján Stykkishólmur: Amtsbókasaf nið tölvuvætt Kristján Sigurössan, DV, Stykkishólnú: Amtsbókasafnið hér í Stykkis- hólmi hefur fest kaup á tölvu og norsku skráningarkerfi, Mikro- mark, sem ætlunin er að nota til að skrá bókakost safnsins. Kerfiö býöur upp á ýmsa möguleika til að útbúa bókalista og bókaskrár ásamt leitar- kerfi og mörgu fleiru. Kerfi þetta er nú notað í ýmsum bókasöfnum hér á landi, svo sem bókasafni Mosfellsbæjar, Amtsbóka- safninu á Akureyri, háskólabóka- safninu á Akureyri og bókasafni Sel- foss. Sigurlína Sigurbjörnsdóttir bóka- vörður ásamt starfsfólki annast skráninguna sem er gríðarlega mikið verk því aö bókakostur Amtsbóka- safnsins er mikill að vöxtum. Þetta er þó ekki eina nýjungin í starfsemi bókasafnsins því aö nú í haust hefur börnum frá 3 til 7 ára verið boðið á sögustund einu sinni í viku í bókasafninu. Þátttaka hefur veriö mjög góö og börnin skemmt sér hiö besta. Blönduós: Nóg að gera í rækjunni Þórhahur Asmundsson, DV, Norðurl. vestra: Næg atvinna hefur verið í rækju- vinnslunni Særúnu á Blönduósi í haust og vetur enda hráefnisöflun gengið ágætlega. Uppsagnir starfs- fólks, sem boðað var til síðsumars, komu ekki til framkvæmda. Störf eru því jafnmörg í Særúnu og áöur, - um 20 heilsdagsstörf. „Það var tekin sú ákvörðun að þrauka áfram,“ sagði Gísli Grímsson, skrifstofustjóri í Særúnu, „útgerð rækjutogarans Nökkva hefur gengið vel í ár, - mun betur en undanfarin ár.“ Auk Nökkvans fær Særún hráefni frá heimabátnum Gissuri hvíta og kaupir frysta rækju af Sjávarborg- inni. Þá er Húni byrjaður á innfiarð- arrækjunni en 10% af Húnaflóakvót- anum koma í hlut Blönduósinga. Húnvetmngar i blaðaútgáfu Þórhahur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: Fréttablöðum á landsbyggðinni fiölgar sífellt. Nú hafa Vestur-Hún- vetningar ákveðið aö hefia útgáfu fréttablaðs sem er ætlað að þjóna Húnavatnssýslum og Strandasýslu. Fyrsta blaöið er væntanlegt um miðj- an þennan mánuð. Hugmyndin ;á upptpiuisípj hjá f1.................................^ ' Átaksverkefni Vestur-Húnvetninga. Ritsfióri og ábyrgöarmaöur hefur verið ráðinn Jón Daníelsson á Tannastöðum en í ritnefnd fyrsta blaðsins eru Steingrímur Steinþórs- son, Sveinn Tumi Arnórsson og Karl Sigurgeirsson. Blaðið verður prentað í Húnaprenti og vænst er styrkja frá héraðsnefndum og stærri sveitarfé- lögum i sýslunni til útgáfunnar. IH- £ c Í-I-? iíVirí ð I( JI e c Íii’.: T.lílá fe Bráðum koma blessuð jólin Það er góður siður þegar líður að jólum og aðventan fer í hönd að menn komi saman og geri sér dagamun. í Viðeyjarstofu bjóðum við nú danskt jólahlaðborð að hætti matreiðslumeistara hótel Óðinsvéa fyrir minni og stærri hópa. Ekkert hús á íslandi er betur til fallið að skapa andrúmsloft friðar og hátíðleika en Viðeyjarstofa. Séra Þórir Stephensen staðarhaldari flytur jólahugvekju ef óskað er. Upplýsingar og borðapantanir hjá hótel Óðinsvé í síma 28470

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.