Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 21
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
21
Fréttir
Fiskmarkaðurinn í Ólafsvik:
„Bjartsýnn á framhaldið"
ÞórhaBur V. Einarsson, DV, Ólafevík;
Fyrsta uppboð á fiski hjá Fisk-
markaði Snæfellsness hf., sem stofn-
aður var fyrir skömmu, fór fram 9.
nóv. og annað þann tólfta. í fyrra
skiptið voru boðin upp rúm 5 tonn
af fiski, mest þorskur og ýsa, og var
hann allur seldur suður. Hæsta verð
á þorski var 94 kr. kg. Bjóðendur
voru 2 frá Ólafsvík og nokkrir frá
öðrum stöðum. Markaðurinn er
tölvutengdur beint við fiskmarkað
Suðumesja og þar með er hægt að
bjóða í fisk í Ólafsvík frá Qölmörgum
stöðum, allt frá ísafirði til Vest-
mannaeyja, og Ólafsvíkingar geta
gert shkt hið sama. Á öðru uppboð-
inu var fiskur frá vinnslustöðvum í
Ólafsvík, mest keila og ýsa. Hann fór
einnig suður.
í samtali við Ágúst Sigurðsson,
einn stofnenda, kom fram að hluthaf-
ar í Fiskmarkaði Snæfellsness hf. eru
orðnir 60, flestir úr Ólafsvík en einn-
ig frá Amarstapa og Neshreppi utan
Ennis. Fiskmarkaðurinn hefur mjög
gott 800 m2 húsnæði og segja mats-
menn að þetta sé best búni fiskmark-
aðurinn á landinu, með kæliklefa og
eigin ísframleiðslu.
Óljóst er með stofnun annarra
markaða hér vestra. Viðræður vom
í gangi um stofnun sameiginlegs
markaðar fyrir allt Snæfellsnes sem
hefði aðalstöðvar í Ólafsvík og upp-
boðsgólf á hinum stöðunum. Upp úr
þeim viðræðum slitnaði. Ágúst Sig-
urðsson telur að slíkt fyrirtæki yrði
allt of stórt og þungt í vöfum. Álítur
hann að heimamenn á hverjum stað
eigi aö sjá um stjórn og sölu síns
fisks. Frá upphafi hafi það verið ætl-
un þeirra hjá Fiskmarkaði Snæfells-
ness hf. að styðja við bakið á öðmm
og aðstoða við að koma á markaði
þegar séð væri hvernig best yrði að
þessum málum staðið og hvernig
markaðurinn gengi í Ólafsvík.
„Eg er annars ánægður og bjart-
sýnn á framhaldið og vona að eining
og friður haldist um þennan markað,
byggðunum til heilla," sagði Ágúst.
Olafsvík - myndin var tekin fyrir nokkrum dögum
DV-mynd Þórhallur
Úrfjárbúskapí
skógræktog
ferðaþjónustu
Heimir Kiistiiisson, DV, Dalvílc
Bóndinn í Syðrihaga á Árskógs-
strönd, Armann Rögnvaldsson, sem
hefur verið með fjárbúskap síðan
hann keypti jörðina 1970 - mest 350
fjár - skar í haust niður megnið af
fjárstofni sínum og seldi framleiðslu-
réttinn á 244 ærgildum. Ármann ætl-
ar nú alfarið ásamt fjölskyldu sinni
að snúa sér að ferðaþjónustu, sem
hann hefur haft sem aukabúgrein
um árabfi, og skógrækt.
Ármann sagði að undanfarið hefði
veriö þrengt aö bændum og hann sæi
lítið jákvætt í búvörusamningnum
nýja. Hann hélt þó eftir 10 kindum,
sér og fjölskyldunni til ánægju og
heimihsnota.
Hann hefur verið að byggja upp
ferðaþjónustu undanfarin ár, er með
tvö sumarhús á jörð sinni, Götu, sem
leigð eru út, auk tveggja herbergja í
íbúðarhúsinu í Syðrihaga. Hann er
einnig með hestaleigu.
Fjölskyldan hefur stundað skóg-
rækt í 10 ár í Götulandi og hefur
plantað þar um 60 þúsund plöntum
af ýmsum tegundum, mest þó lerki.
Þessa ræktun á að efla enn frekar
og íjölskyldan ætlar að lifa á ferða-
þjónustu og skógrækt í framtíðinni.
Selfoss:
Slátursala
aldrei minni
Regína Thorarensen, DV, Selfossi;
Sumarslátrun stóð yfir hjá Slátur-
félagi Suðurlands frá 26. ágúst til 12.
september og er það nýlunda að
slátrað sé yfir sumarmánuðina. Þá
var slátraö 3908 íjár, þar af 148 roll-
ur. Sumarsalan var mjög góö.
Haustslátrun hófst 17. september
og lauk 5. nóvember. Aldrei hefur
verið slátrað eins mörgu fé hjá SS -
48.860 dilkum og 10.000 af eldra fé.
Þar af voru sjö þúsund sem ríkið
kaupir. Samtals var slátrað á þessu
sumri og hausti 63.007 fjár. Meðalvigt
var 14,1 kíló
Sláturhússtjóri er Skúli Jónsson,
Selalæk. 130 manns unnu við sl’átr-
unina í haust og allt á fríu fæði að
sögn Sævars Larsen stöðvarstjóra.
Vilborg Magnúsdóttur, sem hefur
unnið 16 ár hjá SS á Selfossi, sagði
að slátursala hefði aldrei verið eins
lítil og á þessu hausti.
Steingrímsfíörður:
Veiði á rækju bönnuð vegna ýsuseiða og þorsks
ÞórhaBur Ásmundsson, DV, NorðurL vestra:
Rannsóknarskipið Dröfn kannaði
rækjumiðin í Húnaflóa og á Stein-
grímsfirði í síðustu viku. Vegna
niðurstöðu leiðangursins hefur
Hafrannsóknastofnun lagt til að
sömu veiðiheimildir verði veittar á
svæðinu og á síðustu vertíð, 2000
tonn.
Svipuð útkoma var af veiðitil-
raunum Drafnar á Húnaflóa og
Skagafirði. Minna magn er af
rækju en í fyrra en hún heldur
stærri en þá. Vegna ýsuseiða og
eins árs þorsks verða rækjuveiðar
bannaðar á Steingrímsfirði og mun
því meira mæða á Húnaflóanum á
✓ ,
þessari vertið.
Rækjukvótinn skiptist þannig
milli staða á Húnaflóasvæðinu:
Hólmavík fær 50%, Skagaströnd
22%, Hvammstangi 18% og
Blönduós 10%.
^^^mVVm»tmVVmVYW»m»mV»V»Wm»»WMWAAW^UAAAAAAAAAAAÁAAAJUt»A»AAA)WWWVV
ORYGGISSIMINN
♦
Fyrir þig - og þá sem þér þykir vænt um
Hjálparkall með talsambandi með því að þrýsta á
einn hnapp á tækinu.
Þráðlaus aukahnappur til að senda hjálparkall með
talsambandi hvaðan sem er innan íbúðar fylgir.
Viðbótar hnappar fáanlegir fyrir sambýli.
Hægt að svara hringingu úr fjarlægð hvar sem er
innan íbúðar með þráðlausa hnappnum.
Sjálfvirkt hjáparkall ef notandi heru.r ekki eðlilega
fótavist.
Tengist auðveldlega reyk- og innbrotsskynjurum.
Hátalarastilling, endurval og beinval fyrir mikið
notuð slmanúmer.
Styrkstillir fyrir heyrnardaufa og búnaður fyrir þá sem
nota heyrnartæki.
Hundruðir þúsunda tækja í notkun i Evrópu.
Viðurkennt á Islandi af Pósti og síma og
Brunamálastofnun ríkisins.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar og
fáðu frekari upplýsinaar.
..
ORYGGISSÍMINN
Aður óþekkt öryggi og þægindi
Sala - Leiga - Þjónusta
Öryggissíminn er ótrúlega þægilegur
og hnappurinn tryggir að hjálp
er alltaf innan spilingar.
VARI S 91-29399
ALHLIÐA ÖRYGGISÞJÓNUSTA SÍÐAN 1969
l