Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 24
36 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. Háskólinn og stjórnun fiskveiða Við Háskóla íslands starfa nokkrir hagfræðingar. Flestir þess- ara hagfræðinga virðast hafa verið ráðnir reynslulitlir, flestir ný- komnir úr háskólum erlendis. Þekking þeirra á atvinnurekstri er takmörkuð. Við Háskólann gildir ekki sú regla að menn sanni sig áður en menn eru ráðnir til starfa, starfa sem felast í því að miðla öðr- um. - Prófskírteini er látið duga. Fyrir þessari hjörð fer doktor Gylfi Þ. Gíslason, prófessor og fyrr- verandi ráðherra og alþingismað- ur. Hann hefur nú dustað rykið af hugmyndum sínum um ríkisrekst- ur og þjóðnýtingu frá því á fimmta áratugnum. Doktor Gylfi hefur nú fundið það út að hann er ekki að- eins hagfræðingur heldur líka fiskihagfræðingur. Fiskihagfræði er ung fræðigrein sem Norðmenn hafa óspart kennt og beitt við stjórnun fiskveiöa og árangurinn er sá að norskur sjávarútvegur er gjaldþrota og er haldið uppi af norska ríkinu. í minnisvarða Parkinsons á ís- landi, Seðlabankanum, yfirfullum af dýrindis málverkum og með stórt bókasafn ásamt starfsliði, hafa skoðanabræður doktors Gylfa og ritstjóra Morgunblaðsins ekki látið sitt eftir liggja að koma fiski- miðum ásamt útgerð, fiskverkun- arfólki, sjómönnum og heilu byggðarlögunum undir ríkið. Vant- ar nú ekkert nema að yfirblýanta- nagarinn lýsi því yfir að hann sé fiskihagfræðingur. KjaUarinn Sigurgeir Jónsson sjómaður Verðlagsráð sjávarútvegsins í marga áratugi var allur fiskur, sem landað var hérlendis, seldur á fostu verði sem í raun var ákveðið af ríkinu. Þetta kerfi var við lýði allan ráðherraferil doktors Gylfa og fyrst núna að líða endanlega undir lok. Þessi verðlagning ríkis- ins á fiskinum hafði þær afleiðing- ar að útgerðin var rekin með tapi en fiskverkunin skrimti. Engir fiskmarkaðir voru til staðar í land- inu þótt þeir væru í öllum nálægum löndum nema í Færeyjum. Ein hryllilegasta afleiðing þessa kerfis var sú að menn umgengust fiskinn nánast eins og skít. Fisk- kaupendur neituðu að taka við ákveðnum tegundum (innanlands). Keyptu kannski þorskinn og sölt- uðu en borguðu nánast ekkert fyrir það sem með flaut svo sjómenn hentu því eða þá fiskkaupandinn henti því sjálfur. Ekki er lengra síðan en 1985 að undirritaður var á skipi þar sem keilunni var hent. Nú er öldin önnur, flskmarkaðir þar sem hægt er að losna við allan flsk. Rétt er að minna á að á blóma- tíma verðlagningar ríkisins á fiski voru hagfræðingar, menntaðir hjá doktor Gylfa, ásamt Morgunblað- sjónum." inu, að reifa hugmyndir svipaðar þeim sem komið hafa frá þeim und- anfarið, að skerða skiptaprósentu sjómanna og fella síðan gengið stórt. Nú heitir það að fella gengið að setja veiðileyfisgjald á fisk. Skatt sem rynni í ríkissjóð. Skatt sem kæmi í staðinn fyrir skerta skipta- prósentu og sjómenn tækju þátt í að greiöa. Þetta átti og á að hleypa lífi í útflutning á iðnaðarvörum. Skiptaprósentan var skert 1969, 1976 og aftur 1987. Ofan á þetta hefur bæst aö sjómenn taka þátt í olíukostnaði. - Óþarft er að telja upp allar þær gengisfelhngar sem dunið hafa yfir þjóðina. En árang- urinn af þessari hagfræði lætur á sér standa. Lausn vandans Vandinn í sjávarútvegi felst fyrst og fremst í því að of lítiö er af fiski í sjónum. Kanna þarf til hlítar hagkvæmni veiða, bæði með tilliti til nýtingar fiskimiðanna og þess að byggja upp fiskistofnana, hagkvæmni veiðar- færa í því sambandi, kanna mark- aðsverð á fiski eftir dagaljölda þeg- ar honum er landað, kostnað gjald- eyris við að veiða fiskinn, hlutfah vinnandi fólks við veiðar, löndun, sölu og vinnslu aflans. Það kvótakerfi,. sem nú er við lýði, hefur aðeins einn kost og þarf að afnema það eins fljótt og kostur er. Þessi eini kostur er sá að það minnki flotann þótt hægt hafi geng- ið í því efni. Fella verður niður að menn fái að smíða nýtt ef skip ferst eða verður ónýtt eða úrelt. Leggja á niður Fiskveiðasjóð. Ríkið getur keypt skip og kvóta meðan þetta ástand varir og selt síðan kvótann innanlands en skipið úr landi. Ef við gefum okkur að það sem talið er upp hér að framan verði gert getur flotinn verið kominn í eðli- lega stærð eftir nokkur ár. Þá er hægt að afnema allan kvóta, þá hirða menn allan fisk sem kem- ur um borð en hætta aö henda hon- um í stórum stíl. Kvóti keyptur af ríkinu verður til þess að meira fer fyrir borð en það gerir í dag. Sigurgeir Jónsson „Fiskihagsfræði er ung fræðigrein sem Norðmenn hafa óspart kennt og beitt við stjórnun fiskveiða og árangurinn er sá að norskur sjávarútvegur er gjaldþrota og er haldið uppi af norska ríkinu.“ Viltu verða óvirkur ökuníðingur? Þegar landinn þarf að fá útrás fyrir gremju sína er umferðar- menning (ómenning) okkar íslend- inga vinsælt umræðuefni. Við slík- ar aöstæður fara menn gjaman út í samanburð við nágrannalöndin og oftar en ekki förum við íslendingar hahoka út úr þeim samanburði. Og víst hafa lærðir sem leikir nokkuð til síns máls. Það þarf nefnilega ekki glöggan mann til þess að átta sig á hversu langt í land við eigum til þess að standast nágrannaþjóð- unum snúning hvað varðar örugga umferð og manneskjulega umferð- armenningu. Þetta vita þeir sem ekið hafa er- lendis og þannig séð hvemig eitt htið hugtak, sem landar þeirra skhja illa og kallast „thhtssemi", öðlast tilgang og verður virkt í þeirri viðleitni að sporna gegn einu mesta meini hverrar þjóðar - um- ferðarslysunum. Þegar sólin rís Þeir sem einu sinni hafa lært að theinka sér tilhtssemi í umferö átta sig íljótt mikhvægi þess í samskipt- um manna á meðal þar sem ahir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta; þ.e. að komast hehir á leiðarenda. Það er því sannarlega umhugs- unarefni hvað veldur því að hin íslenska þjóðarsál hefur ekki enn náð að tileinka sér þennan guh- væga eiginleika. Þrátt fyrir fram- sækni okkar á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins er eins og þróunin í umferðarmálunum hafi staðnað. Þar virðist enn gilda lögmáhð sem kennt hefur verið við frumskóginn, þ.e. að „halda fast í sitt og komast leiðar sinnar hvað sem það kostar". Þegar sólin rís að morgni vaknar þessi skelfilegi frumskógur til lífs- ins þar sem hin mörgu saklausu KjaHarinn Ragnheiður Davíðsdóttir þátttakandi í Áhugahópi um bætta umferðarmenningu skógardýr halda út úr fylgsnum sínum. En inn á milli leynast vihi- dýr sem svífast einskis til þess að ná settu marki; vhlidýr sem skhja eftir sig blóðuga slóð á þeim stóra vígvelli sem orrustan, sem viö verðum öll að taka þátt í, skhur eftir sig. Eftir standa aðeins þeir sem voru svo blessunarlega heppn- ir að verða ekki á vegi vilhdýr- anna. - Og svo rennur upp annar dagur... og annar og orrustan heldur áfram. Spennan eykst. Hver verður næsta fórnarlamb vhhdýr- anna skelfilegu? Nærtæk vopn Það er vissulega ófögur mynd sem hér er dregin upp af umferðar- ómenningu okkar Islendinga og ef th vhl kaldhæðnislegt að líkja henni við hina óvægnu baráttu upp á líf og dauða sem á sér stað meðal dýra frumskógarins. En líkingin er engu að síður nærtæk þegar litið er th þeirrar miklu fórnar sem við færum umferðinni á ári hveiju í formi örkumla og látinna vegfar- enda. Við áramót er okkur gjarnt að hta um öxl og horfa yfir farinn veg. Þá eru gjarnan tíundaðar tölur yfir slasaða og látna úr umferð- inni. Á slíkum tímamótum horfum við einnig fram á veginn og berum í brjósti von um betra og fegurra mannhf. Og víst er að fáir velta fyrir sér þeim möguleika að ein- mitt umferðin geti breytt lifs- mynstri þeirra eða aðstandenda þeirra. Engu að síöur gefa tölur yfir slasaða og látna í umferðinni skýlaust th kynna aö á níunda hundrað manns eigi eftir að slasast í umferðinni á árinu og um 25 manns láta lífið. Og ef við höldum áfram að leika okkur með líkingar er ljóst að öh verðum við að taka þátt í þeirri orrustu sem háð er á götum og vegum þessa lands. En við þurfum sannarlega ekki að vera í fremstu víglínu. Við getum minnkaö lík- urnar á að hreppa hinn vafasama „vinning" með því að beita þeim vopnum sém best duga til þess að komast heil úr þeim hildarleik sem umferðin á stundum er. Slík vopn eru nærtækari en margur hyggur og alltaf innan seihngar. Þau finn- um við hjá okkur sjálfum og nefn- ast einfaldlega tillitssemi, lög- hlýðni og umhyggju fyrir öðrum. Nú, þegar dagurinn styttist og skammdegið er á næsta leiti, er mál að taka th í hugskotum sálar- innar og theinka sér breytta og betri siði í umferðinni. Tölulegar staðreyndir sýna okkur fram á að í svartnættinu leynast margar hættur. En hið raunverulega og óumflýjanlega skammdegismyrk- ur getur þó aldrei orðið eins dökkt og svartnættið sem heltekur þá ógæfusömu vegfarendur sem verða fyrir þeirri bitru reynslu að slasa eða deyða samferðamenn sína. Við shkan harmleik breytist ekki bara tilvera þeirra í varanlegat svart- nætti heldur einnig fjölda annarra sem eiga um sárt að binda. Tillitsleysi Nei, það eru ekki bara „hinir“ sem lenda í umferðarslysum. Af hveiju? Jú, vegna þess að þessir „hinir“ geta allt eins átt við okkur sjálf. Bjartur og fallegur morgunn gæti breyst í svartnætti á einu augnabliki. Ein hth yfirsjón, van- hugsuð ákvörðun, flaustursleg fljótfærni, vanmat _á aðstæðum, hraðakstur, hroki, drambsemi, óbhgirni og frekja; allt þetta er ávísun á þann vafasama heiður að verða töluleg staðreynd í næstu ársskýrslu Umferöarráðs yfir slas- aðaeða látna. „Ég gerðist óvirkur ökuníðingur eftir að ég missti vinkonu mína í umferðarslysi," sagði ein af stöll- um undirritaðrar í Áhugahóp um bætta umferðarmenningu. „Ég ákvað að reyna að breyta umferð- armenningunni með því að byrja á því að breyta eigin hegðan í um- ferðinni," bætti hún við. Þessi óvirki ökuníöingur hitti einmitt naglann á höfuðið. Hún byriaði á því að rækta eigin garð og hefur frá þeim tíma reynt aö hafa áhrif á aðra. Þannig varð sorg- in og sú lífsreynsla að missa ástvin þess valdandi að hún breytti akst- ursvenjum sínum. Og vissulega hafa margir sömu sögu að segja. Sögu af biturri lífs- reynslu sem varð til þess að þeir sáu að sér. En nú er komið að okk- ur hinum sem enn erum svo lán- söm að hörmungar umferðarslys- anna hafa farið hjá garði okkar. Nú tökum við til í hugarfylgsnun- um og byijum á því sem auðveld- ast er: að líta í eigin barm og breyta því sem við getum breytt. Þá fækk- ar óðum villidýrunum í skóginum og hugtakið „tillitssemi" fær raun- verulega merkingu í þágu okkar allra. .........Ragnheiðurpayíðsdóttir „Eftir standa aðeins þeir sem voru svo blessunarlega heppnir að verða ekki á vegi villidýranna. - Og svo rennur upp annar dagur...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.