Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Síða 25
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
37
x>v_________________________________Merming
Ný dönsk - deluxe:
Ekkert polyester
plast og prjál
Oft hefur því verið haldið fram að óhollt sé hverri
hljómsveit að hafa of marga lagasmiði innanborðs;
slíkt leiði bara til óæskilegrar samkeppni innan sveit-
arinnar og vissulega eru mörg dæmin um að hlutir
sem þessir hafi einmitt riðið hljómsveitum að fullu.
Ekki veit ég hvort þeir félagamir í Ný dönsk eiga
við einhver vandamál að glíma í þessu sambandi en
í þessari fimm manna hljómsveit eru engu að síður
hvorki fleiri né færri en fjórir fuUgildir laga- og texta-
smiðir og annað eins af söngvuram. í það minnsta ber
þessi nýja plata frá Ný dönsk ekki merki um annað
Hljómplötur
Sigurður Þór Salvarsson
en að aHt sé í sátt og samlyndi og það sem meira er
að liðsmennirnir virðast óvenju samstiUtir í tónhstar-
stefnu og stíl og semja lög ýmist einir eða í samstarfi
við hina.
Þannig má fmna hér lög sem Björn Jr. semur einn,
lag sem Daníel semur einn, lag sem Jón semur einn
og lag sem Stefán semur einn. En svo má líka finna
lög sem Daníel og Jón semja saman og texta semja
þeir aUir meira og minna saman. Vissulega fyrirmynd-
ar samvinna.
En þó drengirnir og strengirnir séu samstiUtir má
greina áherslumun í tónsmíðum þeirra, þar sem Björn
og Daníel eru eihtið hrárri og rokkaðri en Stefán og
Jón og sá síðastnefndi er áberandi mUdastur í tónsmíð-
um.
Ný dönsk er skemmtilega út úr kú í íslensku tóniist-
arUórunni þar sem stíU hennar og stefna á rætur sín-
ar að rekja mun lengra aftur í tímann en gengur og
gerist með innlendar hljómsveitir í dag. Stíllinn er
verulega í anda sjöunda áratugarins og byijun þess
áttunda. Þar skapar kannski orgelspil Jóns mestu
Karl Örvarsson - Eldfuglinn:
Frambærlleg
frumraun
Karl Örvarsson, sem fyrst vakti á sér athygli sem
söngvari og hljómborðsleikari Stuðkompanísins sál-
uga, hefur nú sent frá sér fyrstu sólóplötu sína. Efni
plötunnar er reyndar ekki aUt nýtt því upphaHega stóð
til að platan kæmi út um síðastliðin jól en einhverra
hluta vegna var því slegið á frest.
Megnið af lögunum á þessari plötu semur Karl sjálf-
ur og sama er að segja um textana. Aðrir sem koma
við sögu laga- og textasmíða eru Þorvaldur B. Þor-
valdsson, AtU Örvarsson, Sigurður Ingólfsson og
Andrea Gylfadóttir.
TónUstin er mjög í anda þess sem Stuðkompaníið
Hljómplötur
Sigurður Þór Salvarsson
var aö gera; létt melódískt nútímapopp, svoUtiö kalt,
blandað með heitari ballöðum. Karl syngur aUar aðal-
raddir og kemst prýðUega frá þvi hlutverki, en tónUst-
in er kannski full einhæf tU að hægt sé að gera sér
grein fyrir því hvort hann ræður við fjölbreyttari verk-
efni í söng.
Þessi einhæfni háir plötunni nokkuð, lögin hljóma
hvert öðru líkt og fyrir vikið fær platan á sig einhtan
blæ sem hugsanlega hefði mátt komast hjá með íjöl-
breyttari útsetningum til að mynda.
En í heUdina séð held ég að Karl Örvarsson geti
verið þokkalega ánægður með þessa frumraun sína
og við eigum vafalaust eftir að heyra meira frá honum
í framtíðinni.
11!• 11 < •,ti()i3,1asB£____'______.r.tJ,) r.iton s
Eldfuglinn er fyrsta sólóplata Karls Örvarssonar.
Ný dönsk. Stíllinn er verulega í anda sjöunda áratug-
arins og byrjunar þess áttunda.
stemninguna en Jón er á góðri leið með að hefja gamla
Hammondinn tU vegs og virðingar á ný.
Lögin eru býsna fjölbreytt, allt frá hráum rokklögum
til fágaðra ballaða en það sem kemur kannski mest á
óvart er stórgóð samvinna þeirra Jóns og Daníels í
lögunum Alelda og Nautn, sem hvort tveggja eru fyrir-
taks popplög, einföld og grípandi og skemmtilega út-
sett. Þar vU ég sérstaklega minnast á mandólinleik
Stefáns í fyrrnefnda laginu en hann gefur því mjög
sérstakan blæ.
Nú dönsk hefur tvímælalaust styrkt stöðu sína í ís-
lensku tónUstarlífi verulega með þessari plötu og eng-
in spuming að tilkoma þeirra Jóns og Stefáns hefur
haft góð áhrif á hljómsveitina og þá hafa þeir sömuleið-
is haft greinUega hag af samstarfinu við þá Björn,
Daníel og Ólaf. Þessi blanda hefur lukkast einstaklega
vel og platan deluxe er ótvírætt sannindamerki þess.
mmmmmm
MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR
HUÓÐLÁT OG
RÁSFÖST.
HALLANDI GRIPSKUROIR.
VEL STAÐSETTIR SNJÓ-
NAGLAR.
MJÚKAR HLIÐAR, MEIRI
SVEIGJA.
ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT,
OPNARA GRIP.
TVÖFÖLD ENDING.
STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING
[J^toppurinn í dag, michelin. “TO
FLESTAR
FYRIRLIGGJANDI.
MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN.
MICHELIN.
ÖLL MICHELIN
ERU RADlAL.
MICHELIN
/4
Samkort
V/SA
HJOmmSTOM H/F
SKEIFUNNl 5. SlMAR 687517 OG 689660
MICHEUN
Lögmanns- & fasteignastofa
REYKJA VÍKUR
Skipholti 50C, sími 678844
Fasteign er okkar fag
Einbvli raðhús
Útsýni. Ca 20 km frá Rvík, einbýl-
ishús, ca 200 fm, ásamt 150 fm
skemmu.
í nágrenni Reykjavíkur er laust
mjög gott, fullbúið raðhús með
séríbúð í kjallara. Arinn, parket,
garðhús, gróinn garður. Mjög góð
lán áhvílandi.
Grafarvogur. 146 fm neðri hæð í tví-
býli ásamt bílskúr. Afhendist tilbúið
undir tréverk.
Einbýli i miðbæ. Töluvert endurnýjað
einbýlishús á rólegum stað. 4 svefnher-
bergi og setustofa í risi.
Vesturbær. Lítið snoturt einbýli, kjall-
ari, hæð og ris, ákveðin sala.
■■
Parhús í Grafarvogi. Húsin eru á 2
hæðum með innb. bílskúr, alls ca 180
mz. Afhendast fokheld með járni á þaki.
Til afh. strax. Verð 7,3 rnillj.
25 herb.
Sérhæð vesturbæ. 3 herb, sérhæð
ásamt kjaliava í nýlegu tvibýlis-
húst.
Suðurgata, Hafnarfirði. 4 herb. + bíl-
skúr. Ibúðin er stórglæsileg, í fjórbýli,
afhent fullbúin að utan, tilbúin undir
tréverk að innan. Ath.! Til afhendingar
strax.
Grafarvogur. Stórglæsileg 5-7 herb.
íbúð á tveimur hæðum, fullbúin sam-
eign. íbúð tilbúin undir tréverk. Til afh.
strax.
Hafnarfjörður. 2, 3 og 4 herb. íbúðir,
tilbúnar undir tréverk. Til afh. strax.
Álíheimar. Stórglæsileg 3ja herb.
;búð. Ibúðin er öll parketlögð og
mcð nýjum innréttingum. Ibúðin er
lnus til aOiendingar strax.
Stangarholt. Ca 80 fm, 3 herb. íbúð í
nýlegu húsi á 1. hæð. Sér garður. íbúðin
er öll parketlögð. Laus fljótlega.
Goðheimar. Ca 100 fermetrar, hæð í
fjölbýlishúsi, 3 svefnherbergi sér á
gangi, hagstæð áhvílandi lán.
Nökkvavogur. Ca 3-4 herb. íbúð. Ca
80 fermetrar, efri hæði í tvíbýli.
í hjairta borgarinnar
íbúðir fyrir 55 ára og eldri! 2ja og 3ja
herbergja stórglæsilegar fullbúnar
íbúðir. Stutt í alla þjónustu. Hagstæð
kjör og greiðsluform við allra hæfi. All-
ar upplýsingar og öll þjónusta við vænt-
anlega kaupendur.
Þverholt. Ca 75 fm íbúð ásamt bíl-
skýli. ib. afhendist tilb. undir tréverk.
Til afhendingar strax.
Miðbær. Nýleg, nijog sérstæð og
ekemmtileg íbúð í nýlegu húsi, Áhv.
m 4,6.
Engihjalli. 80 fin stórglæsileg 3 herb.
íbúð. Öll endurnýjuð.
Úthlíð. Ca 80 ftn mjög góð, lítið niður-
grafm, 4ra herb. íbúð, nýlegar innrétt-
ingar, parketlögð, hagstæð áhvílandi
lán.
Miðbær. Glæsileg ca 110 fm 5 herb.
íbúð. Allt nýtt. Parket á gólfum, tvennar
svalir, frábært útsýni. Klassaeign. Nýtt
á sölu.
Kópavogur. 3-4 herb. risíbúð í tvíbýli.
Smekkleg eign. Verð 5,6.
Kaplaskjólsvegur. 2 herb., ca 60 fm.
Mjög góð eign. Mikil sameign, gufubað
og fl.
Rauðarárstígur. 2ja herb. íbúð, ca 70
fm, ásamt bílskýli, til afhendingar strax.
Annað
Hesthús. 15 hesta stórgott hús í Víði-
dal.
Söluturn með góðri veltu. Vel staðsett-
ur.
Blóma- og gjafavöruverslun. Vel stað-
sett í austurbæ.
í Skeifunni. Verslunar; og skrifstofu-
húsnæði. Hver hæð ca 415 fm. Vel stað-
sett hús. Nánari upplýsingar á skrifst.
7 hektara land liggur að sjó. Nánari*
uppl. á skrifstofunni.
Verslunarhúsnæði við Laugaveg.
Ólafur Örn, Friðgerður Friðriksdóttir
og Sigurberg Guðjónsson hdl.