Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Qupperneq 26
38 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. LífsstfQ Verðkönnun DV í matvöruverslunum: Iltlar verðbreytingar Neytendasíða DV gerði verðkönn- un í átta matvöruverslunum dagana 12. og 15. nóvember. Eftirfarandi verslanir voru kannaðar: Bónus Faxafeni, Brekkuval Kópavogi, Fjarðarkaup Hafnarfirði, Hagkaup ^Kringlunni, Kjötbúð Péturs Austur- ■“stræti, Kjöthöllin Háaleitisbraut, fkNITECHI Litsj ónvarpstæki 20" m/Qarst. kr. 29.950,- stgr. 5 ára ábyrgd á myndlarripa VÖNDUÐ VERSLUN HÍiJÉiiOi Mikligarður við Sund og Nóatún í Nóatúni. Sams konar kannanir hafa verið gerðar á vegum blaðsins í febrúar, apríl, júlí og september á þessu ári. Frá könnuninni í febrúar og fram í apríl kom fram lítils háttar verð- hjöðnun en frá því í apríl og þar til í júlí virtist verðlag fara eitthvað hækkandi í smærri verslununum. Lítil breyting varð á verði frá því í júlí fram í september. Ef könnunin nú er tekin til samanburðar virðist verðlag hafa tekið litlum breytingum frá því í september ef undan er skilin nokkur verðhækkun á kínakáh í flestum verslunum. Vörurnar í könnuninni eru sér- staklega valdar fyrirfram og þá teg- undir sem seljast mikið að jafnaði. Könnunin nú bendir til þess, borin saman við fyrri kannanirnar, að verðlag í matvöruverslunum hafi haldist í jafnvægi síðustu fjóra mán- uði, jafnt í smærri verslunum sem þeim stærri. þó hefur hlutfallið á milii þeirra eitthvað breyst. Valdar voru 15 vörutegundir i innkaupa- körfu í síðustu könnun og það sama er gert nú. Samkvæmt henni var inn- kaupakarfan ódýrust i Bónusi, Fjarðarkaup kom þar á eftir, síðan Hagkaup, Mikligarður, Nóatún, Ef verð er borið saman nú og fyrir tveimur mánuöum hefur það í flest- um tilfellum ekkert breyst en í sum- um tilfellum ýmist hækkað eða lækkað. Bananar hafa almennt lækkað um 2(M0 krónur á kíló í flest- um verslunum. Kínakál hefur hækk- að um 40-60 krónur í öllum verslun- unum nema Bónusi og Kjötbúð Pét- urs. Gillette Sensor rakvél hefur lækkað í flestum tilfellum. Vörur Hagkaup Mikligarður Bónus Fjarðarkaup Nóatún Kjötb. Péturs Kjöthöllin Brekkuval Hveiti, Pillsburys 2,26 kg 145 145 X 145 179 189 189 178 Cheerios, 275 g 148 149 125 139 157 159 170 149 Tómatsósa, Hunts907 g 141 179 129 137 168 X 190 X Kakó, Cadburys 250 g 198 X 189 246 X X X X Piparsósa, Toro, 32 g 38 38 35 39 50 49 49 48 Súpa, Maggi, aspas 48 48 45 49 64 62 71 66 Kaffi, Merrild, 500 g 249 269 245 257 292 282 282 289 Bananar, 1 kg 125 125 102 125 139 125 149 119 Kínakái, 1 kg 138 136 36 139 149 145 150 128 Nautafillet, 1 kg, 1 flokkur 1540 1740 1305 1542 1495 1398 1550 1799 Pilsner, Pripps, 'A I 69 76 58 69 69 82 75 69 Coke, Diet, 33 cl 69 70 63 69 66 75 75 68 Handsápa, Lux,75g 26 34 21 23 34 34 36 34 Sjampó, Nivea, 300 ml 146 163 139 151 173 176 162 169 Salernispappír, Papco,4rúllur 89 113 X 106 119 X 127 129 Eldhúsrúllur, Papco, 2 rúllur 124 127 X 104 X 122 148 129 Dömubindi, Camelia, normal, 10 79 89 68 79 116 119 119 115 stk. Colgate tannkrem, staukur 156 156 152 216 199 208 217 199 Pylsusinnep, SS 60 58 47 52 84 85 90 76 Bragate,20stk. 79 80 X 79 92 X 92 86 Rakvél, Gillette, Sensor 378 498 306 378 488 X 420 578 R EY K J LAUGAVEGI 96 - SiMI 600935 Hin vi&urkenndu KAWAI HLJÓMBORÐ og skemmtarar við ALLRA hæfi á frábæru verði frá kr. 5.900,- Það er aldrei of seint að byrja ! & Brekkuval, Kjötbúð Péturs og Kjöt- höllin. Innkaupakarfan nú sýnir að röö fyrirtækjanna hefur breyst hvaö verð snertir. Karfan er ódýrust í Bónusi sem fyrr, Hagkaup er nú ann- að í röðinni, Fjarðarkaup þriðja, Kjötbúð Péturs íjórða, Nóatún fimmta, Kjötliöllin sjötta, Mikligarð- ur sjöunda og Brekkuval er í áttunda sæti með hæsta verðið. í innkaupakörfunni eru Pillsbury’s hveiti, Toro piparsósa, Maggi aspas- súpa, Merrild kaffi, bananar, kína- kál, nautafillet, Pripps pilsner, Diet kók, Lux handsápa, Nivea sjampó, Camelia dömubindi, Colgate tann- kremsstaukur, SS pylsusinnep og Gillette Sensor rakvél. Þess ber að geta að tvær verslanir eiga ekki allar 15 tegundirnar í inn- kaupakörfunni til. Annars vegar er það Bónus sem selur ekki Pillsbury’s hveiti. Hins vegar er það Kjötbúð Péturs sem selur ekki Gillette Sensor rakvélina. í þeim tilfellum er reiknað með meðalverði þessara tegunda í innkaupakörfunni. Reiknað meðal- verð Pillsbury’s hveitis er 166 krónur og meðalverð Gillette Sensor rakvél- ar er 435 krónur. Verðmunur á ódýrustu og dýrustu innkaupakörfunni er 1.147 krónur og munurinn er 41%. í könnuninni í september var munurinn 37%. Vöruúrval misjafnt milli verslana Taka verður tillit til þess að versl- anirnar í könnuninni eru misstórar og því eðlilegt að verð sé misjafnt í þeim. Með tilliti til þess að Bónus er með færri vöruflokka heldur en flest- ar verslanir og minni þjónustu er eðlilegt að vöruverð sé lægst þar. Stórmarkaðirnir Hagkaup og Mikligarður ættu að vera með svipað verð og vera næstlægstir. Samt sem áður munar tæpum fjögur hundruö krónum á innkaupakörfu Mikla- garðs og Hagkaups. Fjarðarkaup er stórmarkaður og verð þar er á svip- uðum nótum og í Hagkaupi en hefur reyndar í fyrri könnunum DV oftast veriö lægra en þar. Nóatún er stærst þeirra verslana sem eftir eru og ætti aö geta haldið uppi lægra vöruverði en minni versl- anirnar. Verslanirnar Kjötbúð Péf- urs, Kjöthöllin og Brekkuval eru all- ar smærri verslanir og því eðlilegt að verð þar sé nokkru hærra en í stórmörkuðunum. Brekkuval er með hæsta verð á innkaupakörfunni nú. Það má að mestu rekja til hás verðs á nautafillet og Gillette Sensor rakvél en þessar vörutegundir eru á hlut- fallslega hæsta veröinu í innkaupa- körfunni. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.