Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Side 38
50
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
Afmæli dv
Jóhannes Sigmundsson
Jóhannes Sigmundsson, kennari
viö Flúðaskóla í Hrunamanna-
hreppi, til heimilis aö Syðra-Lang-
holti í Hrunamannahreppi, er sex-
tugurídag. /
Starfsferill
Jóhannes fæddist í Syðra-Lang-
holti og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá ML1954, hefur
stundað ýmis kennaranámskeið og
stimdaði síðar nám við KHÍ1982-83.
Jóhannes var bóndi í Syðra-Lang-
holti 1954-80 og hefur verið kennari
við Flúðaskóla frá 1961.
Jóhannes stundaði félagsmála-
fræðslu við Lýðháskólann í Skál-
holti 1977-82 og hjá hinum ýmsu
félögum. Hann var formaður skóla-
nefndar Héraðsskólans á Laugar-
vatni 1969-80, formaður Héraðssam-
bandsins Skarphéðins 1966-76, sat í
stjórn Landverndar frá stofnun
1969-75, sat í stjórn Ungmennafélags
Hrunamanna í nokkur ár og í vara-
stjóm Ungmennafélags íslands
lÐeS-^g, var fulltrúi Ungmennafé-
lags ísalnds í stjórn Nordisk Sa-
morganation for Ungdomsarbejde
1976-80, var formaður landsmóts-
nefndar vegna sextánda landsmóts
UMFÍ1978 á Selfossi, formaður
Kennarafélags Suðurlands 1980-82,
formaður Ferðamálasamtaka Suð-
urlands frá 1987, situr í Ferðamála-
ráði frá 1989 og situr nú í fram-
kvæmdastjórn Ferðamálaráðs auk
þess sem hann hefur setið í stjórn
og varastjórn Upplýsingamiðstöðv-
ar ferðamála frá stofnun 1987-91.
Jóhannes var hótelstjóri viö Hótel
Flúðir 1985-87, var fyrsti forseti
Kiwanisklúbbsins Gullfoss 1985 og
var svæðisstjóri Sögusvæðis
1989-90. Hann hlaut gullmerki ÍSÍ
1970, heiðurskross ÍSÍ1976 og var
kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ1990. Hann
hlaut gullmerki FRI1975, guUmerki
UMFÍ1981 og heiðursfána Skarp-
héðins 1990. Jóhannes hefur stund-
að íþróttir frá unglingsaldri og
kepptá héraðsmótum Skarphéðins
í ýmsum greinum árlega frá 1949.
Jóhannes hefur skrifað greinar í
blöð og tímarit og var ritstjóri
Skarphéðinssíðunnar í landsmála-
blaðinu Suðurlandi í nokkur ár.
Fjölskylda
Jóhannes kvæntist 5.11.1954
Hrafnhildi Svövu Jónsdóttur, f. 5.11.
1934, húsmóður. Hún er dóttir Jóns
S. Sigfússonar frá Brekku í Svarfað-
ardal, b. í Bjarghúsum og víðar, en
lengst af búsettur á Sauðárkróki, og
konu hans, Sigurbjargar T. Gutt-
ormsdóttur frá Síðu í Víðidal.
Börn Jóhannesar og HrafnhUdar
Svövu eru Hilmar, f. 18.4.1955, b. í
Syðra-Langholti, kvæntur Fanneyju
Þórmundsdóttur húsfreyju og eiga
þau þrjú börn; Sigmundur, f. 25.9.
1957, b. í Syðra-Langholti, kvæntur
Önnu Mary Snorradóttur húsfreyju
og eiga þau þrjú börn; Sigurbjörg
Jóna, f. 5.1.1959, húsmóðir í Hafnar-
firði, gift Ólafi Stephensen og eiga
þau þijú böm; Snorri Freyr, f. 11.3.
1965, rafvirki í Syðra-Langholti en
sambýliskona hans er Vigdís Furu-
seth húsfreyja; Gunnar Þór, f. 30.10.
1967, stúdent frá ML; Anna Lára, f.
17.12.1969, stúdent frá Ármúlaskóla,
og nú við frönskunám í París; Ásdís
Erla, f. 2.6.1972, nemi við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla.
Systkini Jóhannesar eru Alda
Kristjana, f. 16.6.1933, húsfreyja í
Dalbæ í Hrunamannahreppi; Sigur-
geir Óskar, f. 16.3.1938, kaupmaður
í Grund á Flúðum; Sigurður, f. 16.3.
1938, ritstjórnarfulltrúi við tímaritið
Eiðfaxa; Sverrir, f. 13.9.1944, vinnu-
vélastjóri í Reykjavík.
Foreldrar Jóhannesar voru Sig-
mundur Sigurðsson, f. 8.3.1903, d.
12.3.1981, Litla-Kálfalæk í Mýra-
sýslu, b. oddviti og búnaðarþings-
fulltrúi að Syðra-Langholti, og Þur-
íður Anna Jóhannesdóttir, f. 24.3.
Jóhannes Sigmundsson.
1902, frá Fremri-Fitjum í Miðfirði,
húsfreyja.
Ætt
Sigmundur var sonur Sigurðar,
b. í Miklholti í Hraunhreppi, Sig-
mundssonar, b. á Litla-Kálfalæk,
Ólafssonar, b. í Knarrarnesi, Jóns-
sonar, langafa Sigurðar, skálds frá
Arnarholti. Þuríður Anna var dóttir
Jóhannesar Kristóferssonar á
Fremri-Fitjum sem var í Valdarási,
bróður Gunnars, langafa Friðriks
Sophussonar fjármáiaráðherra.
Jóhannes og kona hans era stödd
á Flórída um þessar mundir.
Jónína Sigurveig Gudmundsdóttir
Jónína Sigurveig Guðmundsdótt-
ir handavinnukennari, Dalbraut 18,
Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Starfsferill
Jónína er fædd á Víkingavatni í
Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu, og
ólst upp þar og á Kópaskeri. Hún
var við nám í Héraðsskólanum á
Laugarvatni 1934-36, Húsmæðra-
skólanum á Laugum í S-Þingeyjar-
sýslu 1937-38, Hálgesater Vávskola
í Svíþjóð 1939, Industriskolen í Osló
1939-AO og Handarbetets Vánner
Semenariet í Stokkhólmi 1946-48.
Jónína starfaði við handavinnu-
og vefnaðarkennslu í Reykjavík og
víðar. Hún kenndi í Húsmæðraskól-
anum á ísafirði, Húsmæðraskóla
Suðurlands á Laugarvatni og í
Verknámi í Reykjavík.
Jónína kenndi einnig hjá Náms-
flokkum Reykjavíkur og á ýmsum
námskeiðum.
Fjölskylda
Systkini Jónínu: Árni, dó í æsku;
Bjöm, f. 29.3.1918, deildarstjóri í
Reykjavík, maki Jónína S. Jónas-
dóttir, þau eiga flögur börn, Sigur-
björgu, Guðmund, Björgu og Sigr-
únu Þóru; Guðrún, f. 14.4.1922, aðal-
bókari í Reykjavík, hennar maður
var Eggert Eggertsson, látinn; Indr-
iði, dó í æsku. Hálfsystkini Jónínu,
samfeðra: Kristján, bóndi á Núpi í
Öxarfirði, dó af slysfórum; Árni
Ragnar, f. 14.2 1935, rafmagnseftir-
litsmaður í Reykjavík, maki Ste-
fanía Helgadóttir, þau eiga þrjú
böm, Ragnar, Katrínu Helgu og
Árdísi; Björg, f. 20.5.1944, húsfreyja
á Núpi í Óxarfirði, maki Jón Ingi-
mundarson, þau eiga fjögur böm,
Guðrúnu, Ingimund, Arna Björn og
Árdísi Hrönn. Fyrri maður Bjargar
var Ólafur Sigurpálsson, þau eiga
tvo syni, Reyni og Guðmund Sigur-
pál.
Foreldrar Jónínu: Guðmundur
Kristjánsson, f. 1.6.1884, d. 18.12.
1965, bóndi og sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Keldhverfinga og síðar N-
Þingeyinga, og Björg Indriðadóttir,
f. 18.8.1888, d. 25.1.1925, húsfreyja.
Þau bjuggu á Víkingavatni í Keldu-
hverfi en Guðmundur bjó-síðar á
Kópaskeri og á Núpi.
Jónina Sigurveig Guðmundsdóttir.
Jónína verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Brynjar Skarphéðinsson
Brynjar Skarphéðinsson fram-
kvæmdastjóri, Lögbergsgötu 7, Ak-
ureyri, er sextugur í dag.
Starfsferill
Brynjar fæddist á Akureyri og ólst
þar upp. Hann stundaði nám í skóg-
ræktarfræði og lauk því 1953 en
stundaði síðan framhaldsnám í Al-
aska 1953 og í Noregi 1955. Hann hóf
síðan störf hjá Skógrækt ríkisins og
var þar verkstjóri, einkum aö
Tumastöðum í Fljótshlíð og að Vögl-
umíFnjóskadal.
Brynjar lét af störfum hjá Skóg-
ræktinni 1956 til að taka þátt í upp-
byggingu fyrirtækis föður síns,
Amaro hf. Þar starfaði hann þar
óslitið til 1984, fyrstu tuttugu og tvö
árin við uppbyggingu heildsölu fyr-
irtækisins en frá 1978 var hann í
forsvari fyrir smásölu þess.
Eftir að Brynjar lét af störfum í
Amaro hf. hefur hann sinnt ýmsum
stöfum, verið í forsvari fyrir bænda-
skógrækt í Eyjafirði, unnið í bygg-
ingavinnu og reynt fyrir sér í fram-
leiðslu og sölu á plöntubökkum og
pottum.
Brynjar og kona hans hafa ætíð
búið á Akureyri að undaskildum
vetrunum 1977-78 og 1978-79 er þau
bjuggu í Þýskalandi þar sem hún
varvið nám.
Brynjar hefur gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum í félagasamtökum.
Hann var einn af stofnendum JC-
hreyfingarinnar á Akureyri og
fyrsti forseti JC Akureyri. Þá hefur
hann sinnt umhverfis- og land-
græðslumálum og var um árabil
formaður Skógræktarfélags Eyfirð-
inga og Garðyrkjufélagsins.
Fjölskylda
Kona Brynjars er Guðlaug Her-
mannsdóttir, f. 15.2.1936, fram-
haldsskólakennari. Hún er dóttir
Hermanns Einarssonar, sem fórst í
sjóslysi 1941, og Ágústu Tómasdótt-
ur húsmóður.
Börn Brynjars era Harpa Brynj-
arsdóttir, f. 5.11.1957, ritari á Ákur-
eyri, gift Ævari Austfjörð og eru
böm hennar Brynjar Már Magnús-
son og Tinna Dögg Magnúsdóttir;
Hermann Brynjarsson, f. 15.6.1960,
endurskoðandi á Akureyri og er
dóttir hans Guðlaug Hermannsdótt-
ir; Sigrún María Brynjarsdóttir, f.
Brynjar Skarphéðinsson.
27.8.1973, tamningamaöur á Akur-
eyri, gift Eiði Guöna Matthíassyni.
Systkini Brynjars era Birkir
Skarphéöinsson, f. 5.9.1938, fram-
kvæmdastjóri á Akureyri, kvæntur
Maríu Einarsdóttur og eru böm
þeirra Hildur, Laufey, Guðrún
Margrét og Skarphéðinn; Kristjáns
Skarphéðinsson, f. 21.6.1945, fram-
kvæmdastjóri á Akureyri, kvæntur
Mörtu Þórðardóttur og era dætur
þeirra Jóhanna, Þórdís og Kristín.
Foreldrar Brynjars: Skarphéðinn
Ásgeirsson, f. 3.3.1907, sem nú er
látinn, og Laufey Tryggvadóttir, f.
5.4.1911, húsmóðir.
ANITECH6Ö02
HQ rpyndbandstæki Árgerð 1992
30 daga, 8 stöðva upptökuminni,
þráðlaus fjarstýring, 21 pinna
„Euro Scart“ samtengi, sjálf-
virkur stöðvaleitari, klukka +
teljari, ísl. leiðarvísir.
Sértilboð 26.950 ," stgr.
Vönduð verslun
33 Afborgunarskilmálar E)
SIMI 688005
Til hamingju með
afmælið 18. nóvember
100 ára
Hunsína Jóhannesdóttir,
Skólastíg 14a, Stykkishólmi.
Geitastekk 4, Reykjavík.
Helgi Sigfússon,
Borgarsíðu 15, Akureyri.
50ára
80ára Rósa Finnsdóttir, Gljúfri, Þorlákshöfn.
Gunnar Sigtryggsson, Blesugróf 30, Reykjavik. . ^
40ára
75ára Þórunn K.M. Arnardóttir, Hverafold 92, Reykjavík.
Sigurjón Sigurðsson, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavik. Margrét Sveinsdóttir, Eyvindará, Egilsstööum. Guðríður Kristjánsdóttir, Túnhvammi 12, Hafnarfirði. Hermann Páll Jónasson, Hátúni lOa, Reykjavík. Helgi Steinþórsson, Freyjuvöllum 12, Keflavík.
70 ára Sigurður Daníelsson, Fálkakletti7, Borgamesi.
Hákon J. Sturluson, Hjallkárseyri, Þingeyri. Halldóra Stefánsdottir, Stekkjarhvarami 48, Hafnarfirði. Kolbrún Jónsdóttir, Þórastíg 8, Njarðvík.
60ára Barðavogi 28, Reykjavík. . Ásdis Petra Kristinsdóttir,
Sverrir Bjarnason, Urðarstekk 6, Reykjavlk. Sigrún Kristbjörg Ámadóttir, Lauíbrekku 22, Kópavogi.
r
á næsta sölustað • Áskriftarsími 62-60-10