Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Page 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Bitstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
Sigrún SK sökk:
Tveimur
- bjargað
„Lögreglan á Sauðárkróki hringdi
til mín klukkan að verða sjö í gær-
kvöldi og sagði að bátur væri að
sökkva austur af Málmey á Skaga-
firði. Ég gat útvegað bát strax og tíu
mínútur yfir sjö vorum við komnir
af stað á Sómabátnum Geisla SK 66.
Við vorum komnir á slysstað klukk-
an kortér fyrir átta. Sigrún maraði
þá í hálfu kafi og mennimir tveir
vora í gúmmíbát en höfðu taug á
milli,“ sagði Einar Jóhannsson,
formaður björgunarsveitarinnar á
Hofsósi, við DV í morgun.
Tveimur mönnum á þrítugsaldri,
þeim Hjálmari Höskuldi Hjálmars-
syni og Jónasi Einarssyni frá Hofs-
ósi, var bjargað úr sjónum um 10
sjómílur frá heimabæ þeirra um
áttaleytið í gærkvöldi. Sigrún SK var
sex tonna plastbátur. Báturinn var á
heimleið með afla þegar hann reis
skyndilega að framan. Sjór komst í
bátinn að aftan. Annar mannanna
var við stýrið en hinn var í koju.
Dauft neyðarkall bátsins heyrðist
síðan hjá Siglufjarðarradíói. Það
varð til þess að mönnunum var
bjargað. Þeir fóru strax í gúmmíbát-
inn.
„Mönnunum leið í sjálfu sér vel.
Þeir vora báðir í flotvinnugöllum og
höfðu ekkert farið í sjóinn,“ sagði
Einar. „Það gekk vel að ná þeim um
borð. Við tókum Sigrúnu í tog en
Geislinn fékk síöan línu frá henni í
skrúfuna. Línunni hafði skolað fyrir
borð á Sigrúnu sem var að koma úr
línuróðri. Viö náðum að skera úr
skrúfunni en töfðumst við þetta. 15
mínútum eftir að því lauk lagðist
Sigrún á hliðina og hvolfdi. Þá var
klukkan að verða níu. Við skárum
þá á taugina og slepptum henni. Hún
var að vísu ekki sokkin og siglinga-
ljósin loguðu ennþá í kafi. Þaö er
furðulegt hvað báturinn flaut," sagði
Einar. Á slysstað var sunnan 2-3
- J^vindstig en norðan kvika með tals-
vertþungriöldu. -ÓTT
Fengu loksloðnu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta er eitthvað að koma loksins
enda kominn tími til,“ sagði Bjarni
Bjarnason, skipstjóri á loðnuskipinu
Súlunni frá Akureyri, er DV haföi
samband við hann á miðunum aust-
ur af Kolbeinsey snemma í morgun.
Það var fyrst núna í morgun sem
loðnan fannst loksins í veiðanlegu
ástandi en fjögur skip fóru á miðin á
fóstudagsmorgun. Þrjú skipanna
voru með fyrsta kast í morgun þegar
,^-PV talaði við Bjama. Þeir á Súlunni
höfðu hins vegar kastað tvívegis,
fengu um 100 tonn í fyrra kastinu,
og vora að „hífa" seinna kastið um
kl. 7 í morgun.
gerð og landbunað?
Um helgina hafa ráðherrar fund- hagssérfrajðinga og þeir munu síð- frekari niðurskurð í ríkisfjármál- Verkamannasambandsins að
að stíft með efnahagssérfræðingum an leggja tillögur sínar fyrir ríkis- um til að draga úr eftirspum láns- stöðva útflutning ó ferskum þorski
vegna væntanlegra efnahagsráð- stjómina. Auðvitað er vaxtalækk- flármagns sem myndi leiða til og ýsu til aö auka atvinnu í fisk-
stafasemboðaðarhafaverið.Ýms- un það sem stefnt er að. Hún hefur vaxtalækkunar. Þá er rætt um að vinnslunni. Hvoragur stjórnar-
um hugmyndum hefur verið velt alltafveriömarkmiðríkisstjómar- ríkissjóður lækki vexti á spariskir- flokkanna hefur hafnaö þeirri hug-
upp varðandí þessar efnahagsráð- innar.Þaðþarfaðskapaforsendur teinum rikissjóðs. Hugmyndir era mynd að auka aflakvóta á næsta
stafanir en engar endanlegar fyrir vaxtalækkun og aö því stefn- um að skera niður prveitingar til ári. Sá möguleiki opnast við endur-
ákvarðanir teknar, nema hvað allir um við. Það er einnig ljóst að for- landbúnaðar og draga úr fjárveit- skoðun Hafrannsóknastofnunar á
era sammála um að ná fram vaxta- sendur þjóðhagsspár hafa breyst ingum til samgangna. lnni í þeim kvótanum sem á að liggja fyrir
lækkun. Þar mun ríkisstjómin og því þarf að endurskoða hana. hugmyndumermeðalannarsjarö- þann 1. apríl næstkoraandi.
ætla að taka höndum saman við Við þurfum að fá að vita nákvæm- gangagerð á Vestfjöröum sem fyr- Sjálfstæðismenn hafna alfarið
aðila vinmunarkaðarins sem setja lega hver staðan er og ég fæ ekki irhugað er að 1200 milljónir króna auknum erlendum lántökum
vaxtalækkun á oddinn í þeim annaðséðenaðþessivinnaölltaki fari í á næsta ári. vegna þess hve skuldsett þjóðin er.
samningaviðræðum sem hafnar einhverjar vikur,“ sagði Friörik Vegna minnkandi aflakvóta era Kratar hafa ekki hafnaö þeirri leið
eru. Sophusson tjármálaráðherra í alþýðuflokksmenn inni á því að en þeir, sem DV hefur rætt viö, eru
„Þessar aðgerðir veröa ekki morgun. öllum afla af íslandsmiöum verði samthræddirviðaðaukaerlendar
hristar fram úr erminni á örfáum Varðandi endurskoðun á fjár- landað hér heima. Þeir munu einn- lántökur. Því er líklegast að sú leið
dögum. Nú fer af stað vinna efna- lagafrumvarpinu er rætt um enn ig vera til viðtals um þá kröfu verðiekkifarin. -S.dór
Skíðagöngumenn á Akureyri hafa tekið gleði sina, enda hefur þeim verið búin geysigóð æfingaaðstaða í Kjarna-
skógi. Þar eru lagðar brautir eftir gangstigum um skóginn og þær eru upplýstar þegar skyggja tekur. Um helgina
notfærðu fjölmargir sér þessa aðstöðu, enda mikill snjór í skóginum og ágætisveður var þar t.d. í gærmorgun
er myndin var tekin. DV-mynd gk
Getraunir:
Risapottur
á laugardag
Fyrsti samsænski getraunapottur-
inn deildist á marga tippara.' Ná-
kvæmar tölur liggja ekki fyrir en þó
er ljóst að fyrsti vinningur fyrir
þrettán rétta er um það bil 65.000 ís-
lenskar krónur og annar vinningur
fyrir tólf rétta er 1.200 krónur. Of
margar raðir fundust með 11 rétta
og 12 rétta og verður ekki greitt fyrir
þá vinningsflokka.
Vinningsupphæðin fyrir 11 rétta
og 10 rétta leggst við 1. vinning á
laugardaginn. Sú upphæð er um þaö
bil 80 milljónir króna og því má bú-
ast viö því að 140 milljónir króna
muni deilast út milli þeirra tippara
sem ná þrettán réttum á laugardag-
inn. -E.J.
4 sjálfsvígsmá! eft-
irsjónvarpsþátt
Lögreglan í Reykjavík hefur á síð-
ustu dögum haft afskipti af fjórum
tilfellum sem tengjast sjálfsvígum.
Einn svipti sig lífi, tvær tilraunir
voru gerðar til sjálfsvígs en í fjóröa
tilfelhnu var um hótun að ræða.
Að sögn talsmanns lögreglunnar
er talið að þessi óvenjuháa tiðni komi
í kjölfar þess að í síðustu viku var
sýndur sjónvarpsþáttur um sjálfsvíg.
Að undanförnu hefur lítið verið um
slík tilfelli. -ÓTT
Veðriöámorgun:
Hægvestlæg
átt
Á morgun verður hæg vestlæg
átt. Skýjað verður en úrkomulítið
við vesturströndina en bjart veð-
ur austanlands. Dregur úr frosti,
einkum við suður- og vestur-
ströndina.
LOKI
Ánúaðgangafrá
göngunum?
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TM-HÚSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822