Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991.
5
Fréttir
TF-SIF er að meðaltali 25 mínútur að búast til ferðar:
Gæslan er fljótari en
varnarliðið er öf lugra
- hrein og skýr skilaboð nauðsynleg til sjós og lands
Þessi þyrla og áhöfn hennar hefur bjargað hátt í 100 mannslífum. Áhöfnin er að meðaltali 25 mínútur að
ferðbúast eftir að beiðni berst.
Þyrla varnarliðsins var um 45 minútur að búa sig til flugs þegar skýr skilaboð bárust loks um að hennar
væri þörf.
Hrein og klár skilaboð skorti í
byrjun um að þyrlu væri þörf -
þegar þau loks bárust var slík
björgun um það bil að verða um
seinan. Þá átti eftir að ræsa út
mannskap á þyrlu varnarliðsins og
koma henni af stað. Um einni
klukkustund síðar kom þyrla tilbú-
in á vettvang. Þar af tók það þyrl-
una 45 mínútur að komast af stað
og 10 mínútur fóru í að losa bensín
um 5 mílur frá slysstað. Þetta er
meðal annars niðurstaða þeirra
sem DV hefur rætt við um björgun-
araðgerðir við Hópsnestá þegar
Eldhamar GK fórst með fimm
mönnum á föstudagskvöldið.
Hvers vegna tvær þyrlur?
Það sem glögglega hefur komið í
ljós á síðustu dögum er þörf Land-
helgisgæslunnar fyrir a.m.k. tvær
björgunarþyrlur. Þetta hafa flug-
menn Gæslunnar margsinnis bent
á á síðustu misserum. Þegar önnur
bilar, eins og raunin varð á föstu-
dag, getur hin annast björgun, svo
framarlega sem aðstæður eru fyrir
hendi. Um þetta deila menn ekki.
Miðað við tölur sem DV hefur
fengið uppgefnar virðist björgun-
arþyrlan TF-SIF og áhöfn hennar
vera fljótari að koma sér af stað frá
sinni flugstöð en þyrlur varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli. Hins
vegar hafa menn sagt: „Þetta er
eins og að bera saman epli og app-
elsínu.“
Á þessum tækjum er mikill mun-
ur. Ekki má gleyma því að vamar-
hðsþyrlumar hafa meira flugþol
og taka fleiri farþega. Það sem ís-
lenskir björgunarmenn hafa hins
vegar oft rætt um er hve mikilvægt
er að áhöfnin sé kunnug staðhátt-
um og aðstæðum á íslandi. Þar fer
björgunin fram. Reynsla og þekk-
ing á landi og veðri eru gífurlega
mikilvæg atriði, að áliti þeirra sem
að björgunarmálum standa. í þess-
um atriðum eru íslendingar á
heimavelli.
25 mínútna við-
bragð algengt
DV hefur fengið uppgeflð að í ár
hefur algengur viðbragðstími TF-
SIF verið frá 18^7 mínútur - frá
því beiðni berst um aðstoð þangað
til flugmenn heíja þyrluna á loft.
25 mínútur eru hins vegar algengur
viðbragðstími. Þetta fer eftir að-
stæðum, vegalengd og fleiru. Því
verra veður sem er framundan því
lengri tíma tekur að undirbúa sig.
Á fóstudag var verður gott og vega-
lengdin stutt. En þyrlan á Reykja-
víkurflugvelh var bara ekki fyrir
hendi.
Á fostudag var þyrla varnarhðs-
ins 45 mínútur að koma sér af stað.
Viðbragðið hjá varnarhðsmönnum
getur hins vegar farið niður í um
30 mínútur, að sögn Friðþórs Ey-
dal, upplýsingafuhtrúa varnarliðs-
ins.
Menn hafa mjög velt fyrir sér
hvort björgun hefði verið möguleg
á fostudag. Slysstaðurinn var tll-
tölulega stutt frá Reykjavíkurflug-
velh og enn styttra frá Keflavíkur-
flugvelh. Það tekur TF-SIF um 20
mínútur að fljúga til Grindavíkur.
Hefði 25 mínútna meðaltalsvið-
bragöi verið bætt við flugtímann
hefði þyrlan verið komin á staðinn
um það bil sem Eldhamar var að
fara á hliðina í brimrótinu við
^Hópsnes. Þá voru þeir sem fórust
enn á lífi. Þetta kvöld var veður
gott. Lítill tími hefði því farið í aö
kanna veðurútht fyrir áhöfn TF-
SIF. Þyrlan heföi getað farið nánast
strax af stað eftir að áhöfnin mætti
á flugvölhnn. Hvort þyrlan og
áhöfn hennar hefði getað athafnað
sig við björgun getur sennilega
enginn fuhyrt um.
Skilyrðislaust
neyðarútkall
Umrætt kvöld hefði þurft skUyrð-
islaust neyðarútkall og skUvirkt
boðkerfl til að allt hefði gengið upp
við björgun úr lofti. Það var af
'ýmsum ástæðum ekki fyrir hendi
á fóstudagskvöld. Hins vegar eru
alhr sammála um að þeir sem í
hlut áttu reyndu að gera sitt besta.
Eftir að máhð hefur verið skoðað
í heild hafa þeir sem DV hefur
rætt við látið þá skoðun í ljós að
sjálfsagt hefði verið að senda bæði
Fréttaljós
Óttar Sveinsson
þyrlu Landhelgisgæslunnar og
þyrlu frá vamarhðinu. En þetta
kvöld var aðeins um varnarliðs-
þyrlu að ræða, hún var um klukku-
stund að fara á slysstað eftir að
beiðni barst. Beiðnin barst ekki
fyrr en um það bil sem allt var að
verða of seint.
Hver átti að tala
við varnarliðið?
Þessa dagana hafa björgunaraðil-
ar reynt að komast að niðurstöðu
um hvers vegna þyrla var ekki
kölluð strax út. Sú þyrla sem var
tiltæk. Björgunarsveitin í Grinda-
vík óskaði nánast strax eftir þyrlu
þegar ljóst var að strand Eldham-
ars í britpinu var staðreynd.
Haft var samband við Slysa-
varnafélags íslands. Þar óskaði
vaktmaður eftir því við Landhelg-
isgæsluna að þyrla yrði gerð klár.
Hjá SVFÍ var samtalið ekki tekið
upp en Gæslan hefur staðfest að
orðalagið hefði verið á þessa leið,
að sögn Hálfdáns Henryssonar hjá
Slysavarnafélaginu. Landhelgis-
gæslan upplýsti í þessu samtali að
TF-SIF væri biluð á ísafiröi. Hálf-
dán segir að í beiðni SVFÍ, um að
þyrla yrði gerð klár, fælist að Land-
helgisgæslan hefði þá átt að sjá til
þess að láta Keflavíkurflugvöll
vita.
Eftir þetta samtal náði Landhelg-
isgæslan sambandi við Eldhamar
GK og í fyrstu var ekki talið að um
bráða hættu væri að ræða. Bátur-
inn skorðaðist í fyrstu í fjörunni.
Einnig var reynt að ná sambandi
við björgunarmenn í Grindavík en
það tókst ekki fyrr en klukkan
20.36. Nokkru síðar var gert viðvart
á Keflavíkurflugvöh. Að sögn varn-
arhðsmanna barst ákveðin beiðni
um þyrlu ekki fyrr en klukkan
20.46. Þremur mínútum áður til-
kynnti SVFÍ um að Eldhamar væri
kominn á hliðina.
Á þessum þremur stundarfjórö-
ungum voru menn greinilega ekki
á einu máli um að brýn þörf væri
fyrir þyrlu. Það sem alvarlegast
hefur þótt eru deilur um hver átti
að biðja um þyrlu. Þar hefur menn
verulega greint á.
Orð gegn staðreyndum
Hálfdán Henrysson hjá Slysa-
varnafélaginu sagði ákveðið í sjón-
varpsviðtali á mánudag að Land-
helgisgæslunni bæri að hafa sam-
band við Keflavfkurflugvöll. Gunn-
ar Bergsteinsson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, sagði hins vegar
að slíkt væri á valdi SVFÍ, að kalla
til varnarhðsþyrlu ef á þyrfti að
halda. Þarna stangaðist afstaða
manna verulega á með greinilegum
hætti. SVFÍ hefur sent frá sér til-
kynningu vegna ummæla Gunn-
ars. Þar segir meðal annars að frá
ársbyrjun 1987 hafl Landhelgis-
gæslan tekið alfarið við samskipt-
um við varnarhðiö. Það hafi Gunn-
ar Bergsteinsson staðfest með orð-
um sínum í ræðu á ráðstefnu um
leit og björgun í N-Atlantshafi í sem
haldin var í New York í maí síðast-
liðnum. Þar segir orðrétt:
„íslenska Landhelgisgæslan hef-
ur átt mjög gott samstarf við yfir-
stjórn varnarliðsins á íslandi á
mörgum sviðum, ekki síst við leit
og björgun. í sameiginlegri vilja-
yfirlýsingu varnarmáladeildar ís-
lenska utanríkisráðuneytisins og
yfirstjórnar varnarliðsins er Land-
helgisgæslunni ætlað að vera eini
samskiptaaðhinn fyrir íslensk
stjórnvöld við leit og björgun. Þetta
var m.a. gert til að koma í veg fyr-
ir rugling og einnig th að aðstoða
bandaríska herinn við að greina á
núlh neyuðarkalla um aðstoð og
annarra tilkynninga sem minni
þýðingu hafa,“ sagði í tilkynning-
unni.
SVFÍ hefur mótmælt þessu fyrir-
komulagi - að það hafi ekki heim-
ild tU að kalla tU þyrlu frá varnar-
hðinu. Þegar niðurstöður hafa ver-
ið dregnar úr sjóprófum vegna
þessa hörmulega slyss munu
skarpari hnur væntanlega verða
dregnar í þessum málum og ákveð-
ið hver fær hvaða tæki og hver
ákveður hvað.