Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. Fólk í fréttum dv Þórarinn Eldjám Þórarinn Eldjárn rithöfundur, ÁsvaUagötu 12, Reykjavík, hefur á þessu ári sent frá sér þrjár ljóðabækur en nú stendur yfir sýn- ing á ljóðum eftir hann í Norræna húsinu eins og fram hefur komið í fréttum DV. Starfsferill Þórarinn fæddist í Reykjavík 22.8. 1949. Hann lauk stúdentspróíl frá MR1968, stundaði nám í bók- menntafræði og heimspeki viö há skólann í Lundi 1969-72, var í námi í íslensku við HÍ1972-73, í bók- menntafræði við háskólannn í Lundi 1973-75 og lauk fil. kand. prófi þaðan 1975. Þórarinn samdi og hafði umsjón með hinum vinsælu útvarpsþáttum, Útvarp Matthildur, ásamt Davíð Oddssyni og Hrafni Gunnlaugssyni sumrin 1971-74. Komið hafa út eftir Þórarin bækumar Kvæði, 1.-3. út- gáfa, 1974 (4. útg. 1979); Disneyrím- ur, 1978 (2. útgáfa 1980); Erindi, ljóð, 1979; Ofsögum sagt, smásögur, 1.-2. útg. 1981; Jólasveinaheimilið: vett- vangskönnun, 1982; Kyrrkjör, skáldsaga, 1983; Ydd, ljóð, 1984; Margsaga, smásögur, 1985; Ómuna- tíð, leikrit (Nemendaleikhúsið), 1987, og Skuggabox, skáldsaga, 1988, Hin háfleyga moldvarpa, ljóðabók, útg 1991, Ort, ljóðabók, útg. 1991, og Óðfluga, ljóðabók, útg. 1991. Þórarinn er meðhöfundur í eftir- töldum leikverkum: Ég vil auðga mitt land (Þjóðleikhúsið), 1974; Grettir (Leikfélag Rvíkur), 1981; Skomir skammtar (Leikfélag Rvík- ur), 1981. Þá hefur hann sent frá sér eftir- taldar þýðingar: Sven Wernström: Félagi Jesús, 1978; Sven Wernström: Leikhúsmorðið, 1978; Sven Wern- ström: Þrælarnir, 1979; Göran Tunström: Jólaóratoría, 1984; Pam Gems: Piaf, söngleikur (Leikfélag Akureyrar), 1986, og Göran Tunström: Síamstvíbuarnir Sjang og Eng (Leikfélag Rvíkur), 1989, og Þjófurinn, 1990. Þórarinn hefur setið í stjórn Rit- höfundasambandsinsfrá 1986. Fjölskylda Þórarinn kvæntist26.8.1972 Unni Ólafsdóttur, f. 1.5.1952, veðurfræð- ingi. Foreldrar Unnar eru Ólafur Pálsson, verkfræðingur í Reykjavík, og kona hans, Anna Sigríður Björnsdóttir tónlistarkennari. Synir Þórarins og Unnar era Kristján Eldjárn, f. 16.6.1972, Ólaf- ur, f. 1.7.1975, Úlfur, f. 3.9.1976, Ari, f. 5.9.1981, og Halldór, f. 15.5. 1991. Systkini Þórarins eru Ólöf, f. 3.7. 1947, ritstjóri í Reykjavík, gift Stef- áni Erni Stefánssyni arkitekt og eiga þau tvo syni; Sigrún, f. 3.5.1954, myndlistarmaður í Reykjavík, gift Hjörleifi Stefánssyni arkitekt og eiga þau þrjú börn; Ingólfur Árni, f. 13.8.1960, tannlæknir á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Erlingsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn. Foreldrar Þórarins: Kristján Eld- járn Þórarinsson, forseti íslands, og kona hans, Halldóra Kristín Ingólfs- dóttir. Ætt Kristján var sonur Þórarins Eld- járn, b. á Tjörn, Kristjánssonar Eld- járn, prests á Tjörn, Þórarinssonar, prófasts í Vatnsfirði, Kristjánsson- ar, prests á Stærra-Árskógi, Þor- steinssonar, bróður Hallgríms, fóð- ur Jónasar skálds. Móðir Þórarins Eldjárn var Petrína Hjörleifsdóttir, prests á Völlum í Svarfaðardal, Guttormssonar, prófasts á Hofi í Vopnafirði, Þorsteinssonar. Móðir Hjörleifs var Oddný Guttormsdótt- ir, sýslumanns á Skeggjastöðum, Hjörleifssonar. Móðir Petrínu var Guölaug Björnsdóttir, prests í Kirkjubæ í Tungu, Vigfússonar, og konu hans, Önnu Stefánsdóttur. Móðir Kristjáns á Tjörn var Ingi- björg Helgadóttir, alþingismanns í Vogi, Helgasonar og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur. Móðir Kristjáns Eldjárn forseta var Sigrún Sigurhjartardóttir, b. Á Urðum í Svarfaðardal, Jóhannes- sonar. Móðir Sigrúnar var Soffia Jónsdóttir, b. á Litlu-Laugum, Þor- grímssonar. Móðir Jóns var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraunkoti, Helgasonar, ættfóður Hraunkots- ættarinnar. Móðir Soffíu var Elín Halldórsdóttir, b. í Vallakoti, Jóns- sonar og konu hans, Dórotheu Nik- ulásdóttur Buch, beykis á Húsavík, ættfóður Buchsættarinnar. Halldóra er dóttir Ingólfs, fram- Þórarinn Eldjárn. kvæmdastjóra á ísafirði, Árnason- ar, verslunarmanns á ísafirði, Árnasonar, b. í Holti í Fróðár- hreppi, Elíassonar, b. á Kleif á Ár- skógsströnd, Friðrikssonar, b. á Hálsi í Svarfaðardal, Magnússonar, b. á Grísá, Tómassonar, bróður Tómasar á Hvassafelh, ættfóður Hvassafellsættarinnar, langafa Jón- asar Hallgrímssonar skálds. Móðir Ingólfs var Halldóra Ólafsdóttir, b. í Ósi í Bolungarvík, Gissurarsonar og konu hans, Kristínar Pálsdóttur, b. í Ósi, Halldórssonar, b. í Neðri- Arnardal, Pálssonar. Móðir Halldóru var Ólöf, f. á Fossá á Barðaströnd, dóttir Jónasar Guð- mundssonar og Petrínu Helgu Ein- arsdóttur. Afmæli Sveinbjörg Jónína Guðmundsdóttir Sveinbjörg Jónína Guömunds- dóttir, húsmóðir og fyrrv. forstöðu- kona, Þiljuvöllum 35, Neskaupstað, en sem dvelur nú á sjúkrahúsinu í Neskaupstað, varð níræð í gær. Starfsferill SveinbjörgfæddistáÞórarins-. stöðum við Seyðisfjörð og ólst þar upp. Hún giftist fyrri manni sínum 1924 og eignuðust þau þrjú börn en tvö þeirra dóu ung. Sveinbjörgog fyrri maður hennar slitu samvistum 1927. Sveinbjörg giftist seinni manni sínum 1931 og hófu þau búskap að Brún í Mjóafirði en þau eignuðust tvö börn. Er þau brugðu búi fluttu þau til Neskaupstaðar þar sem Sveinbjörg var forstöðukona Elli- heimilisins Bjargs um tíu ára skeið. Þá var hún um skeið ráðskona í mötuneyti við byggingar hafnar í Neskaupstað. Sveinbjörg og seinni maður hennar bjuggu síðan um skeið á heimili dóttur Sveinbjargar frá fyrra hjónabandi. Eftir að Svein- björg missti manninn flutti hún suð- ur og dvaldi þá að Ási í Hveragerði og á Grund í Reykjavík. Hún dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstaö og er við sæmilega heilsu. Fjölskylda Fyrri maöur Sveinbjargar var Jó- hann Jónsson frá Fáskrúösfirði skipstjóri. Dóttir Sveinbjargar og Jóhanns er Unnur, húsmóðir í Nes- kaupstað. Seinni maður Sveinbjargar var Gísli Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóafirði. Börn Sveinbjargar og Gísla eru Vilhjálmur, verkstjóri á Keflavíkur- flugvelli, og Svanbjörg, starfsstúlka á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Barnabörn Sveinbjargar eru nú ellefu talsins og langömmubörnin eru orðin tuttugu og tvö. Sveinbjörg á tvö systkini á lífi, Önnu og Jón. Bróðir Sveinbjargar, Einar, lést á þessu ári. Sveinbjörg Jónína Guðmundsdóttir. Foreldrar Sveinbjargar voru Guð- mundur Beck Einarsson, umsjónar- maður við frystihús, og Vilborg Jónsdóttir húsmóðir, frá Götum í Fellum. Til hamingju með afmælið 26. nóvember 75 ára 60ára Konráð Auðunsson, Búöarhóli, Austur-Landeyja- hreppi. Sigfríður Jóna Þorláksdóttir, Sæbóli, Seltjarnarnesi. Sigríður Þorsteinsdóttir, Stapasíöu 13d, Akureyri. Elín Högnadóttir, Suðurvangi 15, Hafnarfirði. Ingólfur G. Gústafsson, Hraunbæ, Reykjavík, 70ára Bergþór Steinþórsson, StekkjarhoIti7, Ólafsvík. Hannerað heiman. 50 ára Vignir Garðarsson, Logalandi 38, Reykjavík. 40ára Kristín Magnúsdóttir, Hamrahliö9, Reykjavík. Guðríður Bergvinsdóttir, Jörvabyggð 11, Akureyri. Gunnar Valur Guðbrandsson, Borgarsíðu 33, Akureyri. Ingibjörg Pálsdóttir, Kirkjuvegi 40, Keflavík. Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir, Blómvangi 6, Hafnarfirði. Þorleifur Gislason, Vesturbergi_50, Reykjavík. Þormóður Ólafsson, Hjálmholti, Hraungerðishreppi. Steinþór Steingrímsson, Dalbraut 13,Dalvík. Ingunn Jónsdóttir, Glerárgötu 14, Akureyri. Guðmundur óskarsson, Laugateigi 3, Reykjavík. Björn Ingi Sveinsson, Kelduhvammi 12b, Hafharfirði. Páll Sigfússon 4-L Páll Sigfússon, b. á Hreiöarsstöð- um í Fellahreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Páll fæddist að Krossi í Fellum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann kynntist ungur öllum almennum sveitastörfum og stundaði þau á búi foreldra sinna en sá síðan um búið ásamt móður sinni og systkinum er faðir hans féll frá 1951. Þá var Páll sex vertíðir í Vestmannaeyjum á sjöttaáratugnum. Páll keypti Hreiðarsstaði 1962 og hefur stundað þar búskap síðan. Þá átti hann lengi vörubíl og stundaði vörubílaakstur samhhða búskapn- um en akstrinum hætti hann 1974. Fjölskylda Páll kvæntist 1961 Þóreyju Guðnýju Eiríksdóttur, f. 17.4.1943, húsfreyju. Hún er dóttir Eiríks Há- varðssonar, sjómanns í Hafnarfirði, og konu hans, Stefaníu Tryggva- dótturhúsmóður. Páll og Þórey eiga sjö dætur. Þær eru Stefanía Hildur, f. 9.3.1960, hús- móðir í Fellabæ og ekkja eftir Smára Benjamínsson, b. á Hreiðarsstöðum, og eru börn þeirra tvö; Sólrún, f. 26.5.1962, húsmóðir í Fellabæ, gift Þóri Gíslasyni er starfar í prent- smiðju og eiga þau tvö börn; Guð- björg, f. 10.8.1963, húsmóðir á Refs- mýri, gift Herði Guðmundssyni, b. á Refsmýri og eiga þau tvö börn; Sólveig, f. 25.2.1968, húsmóðir í Fellabæ, gift Kára Gunnlaugssyni vinnuvélastjóra og eiga þau tvö börn; Þórey Eiríka, f. 21.2.1972, starfsstúlka hjá verksmiðjunni Herði í Fellabæ, og er unnusti henn- ar Einar Bergþórsson húsasmiður; Stefanía, f. 23.10.1974, menntaskóla- nemi á Egilsstöðum; Ásgerður, f. 25.3.1976, nemi í foreldrahúsum. Páll á átta systkini. Þau eru Odd- ur, húsasmiöur í Reykjavík; Sólveig, húsmóðir í Reykjavík; Guttormur, b. á Krossi í Fellum, kvæntur Sig- ríði Sigfúsdóttur húsfreyju; Eiríkur, bílstjóri í Fellabæ, kvæntur Þór- laugu Jakobsdóttur húsmóður; Þó- rey, húsmóðir og ekkja á Reyöar- firði; Baldur, húsasmiður í Fellabæ, kvæntur Hólmfríði Hallsdóttur hús- móður; Jón, bifvélavirki í Fellabæ, kvæntur Svölu Óskarsdóttur hús- móður; Oddbjörg, húsmóöir í Fellabæ. Foreldrar Páls: Sigfús Guttorms- son, f. 1903, fórst með Glitfaxa 1951, b. að Krossi í Fellum, og kona hans, SólrúnEiríksdóttir, f. 1902, hús- freyja. Ætt Meöal systkina Sigfúsar má nefna Einar, lækni í Vestmannaeyjum, fóður Péturs leikara og Guttorms, forstjóra ogfyrrv. alþingismanns. Sigfús var sonur Guttorms, b. í Geitagerði í Fljótsdal, Einarssonar, b. í Fjallseli, Guttormssonar, stúd- ents á Arnheiðarstöðum, Vigfússon- ar, prests á Valþjófsstaö, Ormsson- ar, fööur Margrétar, langömmu Guttorms, fööur Hjörleifs alþingis- manns. Móðir Einars í Fjallseli var Halldóra, systir Péturs, langafa Ragnars Halldórssonar, stjómar- formanns ÍSAL. Halldóra var dóttir Jóns, vefara á Kórreksstöðum, Þor- steinssonar, ættföður vefaraættar- innar austfirsku. Móðir Sigfúsar á Krossi var Oddbjörg Sigfúsdóttir, b. í Meðalnesi, Oddssonar, b. á Hreiðarsstöðum, Jónssonar, b. á Meðalnesi, Oddssonar, sonar Ing- unnar skyggnu, Davíðsdóttur, syst- ur Árna, föður Hannesar, presta- skólakennara og heimspekings. Móðir Oddbjargar var Guðfinna Oddsdóttir, b. á Fljótsbakka, Hildi- brandssonar. Bróðir Guðfinnu var Sigfús, faðir Sigfúsar þjóðsagna- safnara. Kona Odds Hildibrands- sonar var Þuríður Hallsdóttir, b. að Sleðbrjóti, Sigurðssonar, bróðir Björns, langafa Önnu, móður Þór- halls Tryggvasonar bankastjóra. Sólrún er dóttir Eiríks, b. á Réfs- mýri, Jónssonar, b. á Kleif, Magnús- sonar. Móðir Sólrúnar var Guðbjörg Gunnlaugsdóttir frá Refsmýri. *m***99 gÉUMFERÐAR Uráð RAUTT L/ÓS/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.