Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991.
9
DV
KGB hefurengin
skjöl umRosen-
berghjónin
Háttsettur starfsmaöur so-
vésku leyniþjónustunnar KGB
heldur því fram að þar á bæ hafi
menn enga vitneskju um banda-
rísku hjónin Julius og Ethel Ros-
enberg sem tekin voru af lífi fyrir
njósnir í þágu Sovétríkjanna.
Vadím Bakatín, nýr yfirmaður
KGB, sagði fyrir milligöngu tals-
manns síns að ekki væru nein
skjöl um hjónin hjá leyniþjón-
ustunni. Rosenberghjónin voru
dæmd til dauða 1951 fyrir að af-
henda Sovétmönnum kjarnorku-
leyndarmál Bandaríkjanna. Þau
voru tekin af lífi tveimur árum
síðar.
Sérfræðingur um mál hjónanna
sagði hins vegar að ólíklegt væri
að KGB-maðurinn væri að segja
sannleikann.
Skólapiltarvið-
urkennaráða-
brugg um morð
Þrír skólapiitar á aldrinum 13
og 14 ára viðurkenndu fyrir yfir-
völdum í borginni Monterey í
Kalifomíu að hafa lagt á ráðin
um að drepa 11 ára gamlan nem-
anda í bamaskóla einum þar í
bæ.
Piltamir játuðu á sig samsæri
um manndráp en höfðu upphaf-
lega verið ákærðir fyrir morð-
samsæri sem er miklu alvarlegri
glæpur. Þeir eiga yflr höfði sér
allt að ellefu ára fangelsi. Sjö aðr-
ir piltar voru ákærðir fyrir
vopnaburð á skólalóðinni og voru
reknir úr skólanum.
Að sögn lögreglunnar má rekja
samsærið til pústra sem urðu eft-
ir körfuknattleik á skólalóðinni.
Níu ára drengur
drepinn af hund-
unum sínum
Níu ára drengur var rifinn á
hol af þremur hundum sínum í
bænum Leighton Buzzard á Suð-
ur-Englandi í gær.
Þrír hundar réðust á David
Parry á heimili hans, stóri Dani,
þýskur fjárhundur og terrier-
hundur.
„Hundunum hefur öllum verið
fargað að beiðni foreldranna,"
sagði yfirlögregluþjónninn í bæn-
um. „Við erum enn að rannsaka
tildrög atburðarins."
Þekktasti nauta-
baniFrakka
sviptirsig lífi
Þekktasti nautabani Frakka
svipti sig lífi á heimili sínu á
mánudag, tveimur árum eftir að
alvarlegt vinnuslys batt enda á
starfsferil hans.
Nautabaninn kallaði sig Nim-
beno II. en raunverulegt nafn
hans var Christian Montcouquiol
og var hann frá borginni Nimes
í suðurhluta landsins. Hann lá
milli heims og helju í margar vik-
ur eftir slysið sem varð í septemb-
er 1989. Hann missti máttinn í
öðrum handjeggnum og neyddist
til að draga sig í hlé.
Komiðívegfyrir
fangaflótta
Starfsmenn fangelsis á Norð-
austur-Englandi komu í veg fyrir
flótta þriggja fanga á sunnudags-
kvöld. Einn þremenninganna er
liðsmaður írska lýðveldishersins,
IRA.
Fangaverðir fundu m.a. stiga
sem fangamir höfðu gert úr
brotnum húsgögnum og rúmfot-
um,-...............Renter
Bush Bandaríkjaforseti aldrei verið óvmsælii:
Égtrúiekkiá
skoðanakannanir
- aðeins um helmingur Bandaríkj amanna sáttur við hann
Vinsældir George Bush Banda-
ríkjaforseta hafa aldrei verið minni
frá því hann tók við völdum í árs-
byrjun 1989, samkvæmt skoðana-
könnunum sem birtar voru í gær-
kvöldi. Menn kenna þar um áhyggj-
um landsmanna hans af bágbornu
efnahagsástandi.
Aðeins 51 prósent Bandaríkja-
manna er sátt við frammistöðu Bush
í embætti, meira en tíu prósentustig-
um færri en fyrir einum mánuði.
Upplýsingar þessar komu fram í
skoðanakönnunum NBC sjónvarps-
stöðvarinnar annars vegar og CBS
sjónvarpsstöðvarinnar og blaðsins
New York Times hins vegar.
í skoðanakönnun CBS og NYT
kemur fram að minna en helmingur
aðspurðra telur að Bush verði endur-
kjörinn í nóvember á næsta ári. í
október töldu tveir þriðju aðspurðra
að hann næði endurkjöri.
Aðspurður um skoðanakannanim-
ar í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi
sagði Bush: „Ég trúi þessum skoð-
anakönnunum ekki. Eg trúði þeim
heldur ekki þegar þær voru 86 pró-
sent.“
Tæplega 90 prósent Bandaríkja-
manna voru sátt við frammistöðu
forsetans eftir að hann hafði skipu-
lagt hemaðaraðgerðirnar gegn írak
í febrúar. Síðan þá hefur stöðugt
dregið úr vinsældum hans.
í skoðanakönnun NBC kom fram
að aðeins 27 prósent aöspurðra voru
sátt við frammistöðu Bush í efna-
hagsmálum en 65.prósent vom ósátt.
Reuter
George Bush Bandaríkjaforseti kann að vera liðtækur á golfvellinum en
samlandar hans telja hann ekki standa sig að sama skapi vel i Hvíta húsinu.
Teikning Lurie
Kvikmyndaleikarinn Klaus Kinski lést á heimili sínu i Kaliforníu um helg-
ina. Hér sést hann i titilhlutverkinu i mynd Werners Herzog „Fitzcarraldo".
Kvikmyndaheimurinn syrgir stórleikara: <
Klaus Kinski fannst
látinn um helgina
Kvikmyndaleikarinn Klaus Kinski
fannst látinn á heimili sínu í Kalifor-
níu á laugardag. Hann virðist hafa
látist af eðilegum ástæðum. Kinski
var 65 ára.
Kinski fæddist í Póllandi árið 1926
og hét fullu nafni Klaus Gunther
Naksynski. Hann lék í ótölulegum
fjölda kvikmynda um ævina en
mestu leikafrek sín vann hann vafa-
laust undir stjóm þýska leikstjórans
Wemers Herzog í myndum á borð
við „Aguirre, reiði guðs“ og „Fitzc-
arraldo". Hann kom einnig fram í
myndum á borð við „Zhivago lækni“
og „Fyrir nokkra dollara til“.
Klaus Kinski var einnig faðir leik-
konunnar Nastössju Kinski.
Talsmaður líkskoðarans í Marin-
sýslu í Kalifomíu sagði seint í gær-
kvöldi að það hefði verið fjölskyldu-
vinur sem kom að Kinski látnum á
heimili hans.
, Útför Kinskis verður gerð frá
Hæðakirkjunni í bænum San Ans-
elmoíKalÍfomíU. Reuter
Pólland:
Fimm flokk-
ar vilja
mynda nýja
ríkisstjórn
Samsteypa fimm mið- og hægri-
flokka á pólska þinginu hefur alla
burði til að mynda næstu ríkisstjórn
Póllands en leiðtogar flokkanna eiga
þó eftir að sannfæra Lech Walesa
forseta um að þeir séu hæfir til að
sljóma landinu. Flokkarnir stóðust
kröfu Walesa um þingstyrk þegar
þingmenn kusu frambjóðanda þeirra
í embætti forseta þingsins á fyrsta
starfsdegi þess eftir kosningarnar.
Jan Krzysztof Bielecki, fráfarandi
forsætisráöherra, lagði fram lausn-
arbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt
við þingsetninguna í gær, þrátt fyrir
beiðni forsetans um að sitja áfram
þar til nú stjórn heföi verið mynduð.
Walesa sagði að fimmflokkarnir
yrðu að styrKja stöðu sína á þingi og
koma sér saman um stefnuskrá áður
en þeir fengju aö taka við völdum og
hann fór þess á leit við forseta þings-
ins að komið yrði í veg fyrir afsögn
Bieleckis.
. „Ný ríkisstjórn þarf góðan tima
áður en hún fæst við það erfiða hlut-
verk aö stjóma og það verður ein-
hver að stjórna landinu áður en hún
er rnynduö," sagði Walesa í bréfi til
þingforsetans.
Þingmenn verða að greiða atkvæði
um afsögn forsætisráðherrans áður
en hún tekur gildi. Líklegt er talið
að stjóm Bieleckis muni stjórna þar
til Walesa hefur tilnefnt og þingið
samþykkt nýjan forsætisráðherra.
En ef þingið fellst á afsögnina mun
fráfarandi stjóm fara með völdin til .
bráðabirgða.
Reuter
____________Útlönd
Rafmagn
frá Grænlandi
til Evrópu
„Ef viö gætum flutt rafmagn frá
Grænlandi til Evrópu þá þyrfti
vart að leita eftir öðrum orkugjöf-
um,“ sagði svissneksi verkfræö-
ingurinn Gustav Grob á ráö-
stefnu um orkumál í heimalandi
sínu fyrir skömmu.
í Evrópu hafa menn vaxandi
áhyggjur af mengun frá orku-
framleiðslu með kolum og olíu
og kjarnorkan þykir heldur ekki
góður kostur meðan enginn veit
hvað á að gera við úrganginn frá
orkuvemnum. Á ráðstefnunni
þótti þvi fýsilegt að leita eftir
vatnsafli en það er alls staðar
fullnýtt á meginlandi álfunnar.
Grænfriðungar
á móti selveið-
umsembetr-
unarvinnu
Grænfriðungar í Noregi em lit-
ið hrifhir af hugmyndumsem þar
hafa komiö fram um aö láta ung-
menni veiöa sel í norðurhöfum í
eins konar betmnarvinnu. Hug-
myndin er að gera út leiðangur
með um 600 unglingum sem ann-
ars hafa ekkert fyrir stafni og
kenna þeim list gömlu selveiði-
mannanna.
Grænfriðungar segja að það
bæti vart nokkum mann að beija
sel í höfuðið með kylfu. Þá segja
þeir að síst sé ástæða til að hafa
áhyggjur af því þótt þessi fomu
vinnubrögð gleymist.
ísraelsmenn
viljaganga
ísraelsmenn hafa áhuga á að
ganga í evrópska efnahagssvæöið
með rikjum Evrópubandalagsins
og Efta. Fyrirspurnir hafa borist
frá ísraelsstjórn um málið til höf-
uðstöðva EB í Brussel en ekkert
svar hefur borist enn.
Embættismenn í Brussel segja
að litlar lfkur séu á að ísraels-
menn fái aðgang en samt hefur
óskin veriö kynnt Efta-ríkjunum.
ísraelsmenn hafa mikinn áhuga
á aö tengjast Evrópu nánari
böndum en nú er og því er veriö
að leita eftir þessum möguleika.
Veiða meira en
kvótar heimila
Þetta ár verður það fjóröa í röð
þegar danskir sjómenn veiða
meira en takmarkaðir kvótar
Evrópubandalagsins heimila
þeim. í Danmörku hafa vaknaö
grunsemdir um aö fiskútflytjend-
ur falsi skýrslur til að koma af-
lanum á markað óskráðum.
Vegna þessa eru uppi ráðagerð-
ir um aö heröa eftirlit með út-
flutningi svo ekki veröi mögulegt
aö svindla á kvótakerfinu. Afli
dregst stööugt saman í Norður-
sjónum og kvótarnir minnka að
samaskapi.
Leiðangur
Norðmanna
f astur í ísnum
Leiðangur Norðmanna og fleiri
Norðurlandabúa til suðurskauts-
ins er fastur á ísnum vegna ill-
viðra. Sovétmenn hafa reynt aö
koma til þjálpar á isbrjót en hann
kemst ekki alla leið vegna þess
hve þykkur isinn er.
Ritzau, TT og NTB