Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. fþróttir__________________ Sport- stúfar Rangt var farið með nafn verðiaunahafa á uppskeruhátíð knatt- spymudeildar Víkings í blaðinu í síðustu viku. Þaö var Helgi Bjarnason sem var út- nefndur leikmaður ársins af deildinni, ekki Helgi Björgvins- son. Stefán var ekki framkvæmdastjóri í síðustu viku var einnig rang- hermt að Stefán Konráðsson heföi verið framkvæmdastjóri ÍSÍ og vaeri að fara aftur í þá gömlu stöðu. Stefán var starfsmaður ÍSÍ áður en hann fór til starfa hjá KSÍ og nú er hann á leið aftur til ÍSÍ sem aðstoðarframkvæmda- .... OrriogJón Birgir sigruðu Orri Björnsson og Jón Birgir Valsson, báðir úr KR, sigmðu í þyngdarflokkum karla i flokkaglímu Reykjavíkur sem fram fór í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Orri sigraði í +84 kg flokki en Jón Birgir í -84 kg flokki. Meðal keppenda í léttari flokknum var Chris Threlfall frá Bretlandi en hann er fyrsti ef- lendi einstaklingurinn sem kepp- ir hérlendis í glímu fyrir íslenskt félag. Hann keppti fyrir KR. Litháar unnu mót í Eistlandi Látháen sigraði i fjög- urra þjóða móti í hand- knattleik karla sem lauk í Tallinn, höfuð- borg Eistlands, á sunnudaginn. Litháar unnu alla leiki sína og fengu 6 stíg en Eistland, Finnland og Israel fengu 2 stig hver þjóð. 'Eistland vann Finnland, Finn- land vann ísrael og Israel vann Eistland. Dönsku stúlkurnar unnu á heimavelli Danmörk sigraði Svíþjóð, 18-15, í úrslitaleik á alþjóðlegu móti i handknattleik kvenna sem lauk í Danmörku á sunnudag. Dan- mörk, Sviþjóð og Litháen fengu 4 stig hver þjóð en markatala dönsku stúlknanna var best. Lettland tapaði öllum sínum leikjum. Elías drjúgur i Garðinum Elias Sveinsson var sigursæll á kappamóti öldunga sem haldið var í Garðinum á sunnudag. Hann kastaði spjóti 44,50 metra, Valbjörn Þorláksson kastaöi 40,80 metra og Jóhann Jónsson 34,08 metra. í kringlukasti með 2 kg kringlu kastaði Eliasl)7,60 metra, Valbjörn 35,88 og Ólafur Unn- steinsson 35,78 metra. í kringlu- kasti með 1,5 kg kringlu kastaði Valbjörn 44,96 metra og Ólafur 43,86 metra. Jóhann kastaði 1 kg kringlu 31,76 metra. Ewing þénar mest Patrick Ewing hjá körfuknatt- leiksliðinu New York Knicks er launahæsti atvinnumaðurinn i Bandarikjunum i dag. Ewing gerði á dögunum sex ára samning við félagið sem færir honum um 1,9 milljarða íslenskra króna. Annar launahæsti íþróttmaður- inn er baseball-leikmaðurinn Ro- ger Clemens hjá Boston. Houghton og Walters enn- þá meiddir Eftir læknisskoðun í gær er Ijóst að Ray Houghton og Mark Walt- ers leika ekki með Liverpool gegn Swarovski Tirol í Evrópukeppni félagsliða á morgtm. Hins vegar mun Mark Wright leika eftir meiðsli frá því i ágúst. Karen golfari ársins Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hin unga golfkona, Karen Sævars- dóttir, hefur verið kjörin „Golfmaður ársins“ af stjórn Golfsambands ís- lands. Þetta er í fyrsta skipti sem konu hlotnast þessi heiður en Karen er mjög vel að titlinum komin. Hún varð íslandsmeistari kvenna, ís- landsmeistari unglinga og vann nær alla þá titla sem hún reyndi við á árinu. Þá varð hún fyrsta íslenska konan til að leika 72 holur undir 300 höggum og einnig fyrsta konan hér á landi sem leikur 18 holur undir 70 höggum. Bæði þessi afrek vann Kar- en á Norðurlandamóti unghnga á Akureyri í sumar en þar hafnaði hún í 2. sæti í einstaklingskeppninni. Til aö sjá yfirburði Karenar í golfl kvenna hér á landi nægir að líta á forgjöf hennar, sem í dag er 4,6, og er hún í algjörum sérflokki kvenna hér á landi hvað forgjöf varðar. Mætti reyndar margur karlmaður- inn vera stoltur af að geta skartað slíkri forgjöf. Ágúst Ásgeirsson, fyrrum formaður FRÍ: Rangfærslur í máli formanns FRÍ „Það eru verulegar rangfærslur í máli formanns FRÍ í DV í dag þar sem hann segir aö skuldir sambandsíns séu á fjórðu milljón króna og þar af sé ein milljón frá síðasta ári en af- gangurinn eldri skuldir. Hið rétta er að skuldastaða sambandsins er rúm- ar 6,2 milljónir í skammtímaskuld- um, sem eru fyrst og fremst frá þessu ári, og 187.500 krónur í langtíma- skuldum, frá fyrri tíð,“ sagði Ágúst Ásgeirsson, fyrrum formaður Frjáls- íþróttasambands íslands, í samtali við DV í gær. „Þegar sú stjorn, sem ég var í for- sæti fyrir, fór frá árið 1989 var staðan ekki góð. En við útveguðum ríkis- styrk upp á þrjár milljónir króna, skömmu eftir að við hættum, og þar með er nánast hægt að segja að við höfum skilað af okkur á núlli,“ sagði Ágúst. DV fékk í gær í hendur reikninga FRÍ sem lagðir voru fyrir ársþingið um helgina. Þar kemur fram að tap ársins 1991 hafl verið rúmar 1.990 þúsund krónur, skuldir umfram eignir rúmar 4,6 milljónir og heildar- skuldir rúmar 6,4 milljónir. „Ég veit til þess að endurskoðendur neituðu að samþykkja reikninga þá sem gjaldkeri FRÍ ætlaði að leggja fyrir þingið og það þurfti að breyta þeim verulega," sagði Ágúst Ásgeirs- son. „Ekki sammála því sem Ágúst segir“ „Ég er ekki sammála því sem Ágúst segir hér að framan. Þetta sem hann heldur fram segir alls ekki alla sög- una. Áður en Ágúst lét af störfum sem formaður FRÍ voru skammtima- skuldir sambandsins upp á 2,6 millj- ónir. Við fengum 1,3 milljónir í haus- inn sem hvergi voru taldar fram í reikningi. Tapið þá var ekki 700 þús- und heldur tvær milljónir," sagði Magnús Jakobsson, núverandi for- maöur FRÍ, í samtali við DV í gær- kvöldi. „Þegar Ágúst lét af formennsku voru skuldir umfram eignir rúm ein milljón en inni í þeirri upphæð eru íþróttavörur sem voru þá allt of hátt Heimsmeistarar í röðum fatlaðra íþróttamanna íþróttadeild DV hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá íþrótta- sambandi fatlaðra, undirrituð af Önnu K. Vilhjálmsdóttur fyrir hönd stjórnar ÍF: Um leið og stjórn íþróttasambands fatlaðra óskar heimsmeisturunum í kraftlyftingum til hamingju með glæsilegan árangur sinn vill hún koma eftirfarandi á framfæri: íslenskir fatlaðir íþróttamenn hafa hlotið heimsmeistaratitla í sund- greinum og frjálsum íþróttum og hefur góð frammistaða íslenskra keppenda vakið mikla athygli á al- þjóðamótum fatlaðra. Gild heimsmet 1991 eru 12 í flokki þroskaheftra, eitt í flokki sjónskertra og sex í flokki hreyfihamlaðra. Hámark á ferli hvers íþróttamanns hlýtur að vera heimsmeistaratitill en aðeins með markvissri og þrotlausri þjálfun verður því marki náð. í tilefni af sérlega glæsilegum ár- angri fatlaðra íþróttamanna á árinu 1991, þar sem staðfest voru 7 ný heimsmet í sundgreinum, hélt stjóm ÍF sérstakt hóf 17. október sl. þar sem núverandi og fyrrverandi heims- meistarar úr röðum fatlaðra voru sæmdir einu æðsta heiðursmerki sambandsins, silfurmerki ÍF. í umíjöllun vegna heimsmeistara- titils íslenskra íþróttamanna fyrr á þessu ári og aftur nú í nóvember hafa fatlaðir heimsmeistarar þurft að sætta sig við það að þeir virðast af mörgum ekki taldir alvöruheims- meistarar í alvöruíþróttum. I heimi íþrótta fatlaðra er heims- meistaratitill hámarksárangur. í heimi íþrótta ófatlaðra er heimsmeist- aratitill einnig hámarksárangur. Því vonast stjórn ÍF til þess að heimsmeistarar úr röðum fatlaðra íþróttamanna hljóti hér eftir viður- kenningu annarra íslenskra heims- meistara og þjóðarinnar allrar á heimsmeistaratitlum sínum. reiknaðar. Skuldir umfram eignir versna á árinu 1990 í 2,5 milljónir vegna reikninga sem ekki voru bók- aðir á árinu 1989,“ sagði Magnús Jak- obsson. -VS/JKS Karen Sævarsdóttir á landsmótinu á siðs sumri. Ungmennasamband Kjalarnesþings sigraði í 2. deildar keppnim UMSK standa sunddeildir Aftureldingar, Breiðabliks og Stjörnur inn. UMSK mun því leika í 1. deild á næsti ári en SH frá Hafn: vann keppni í 1. deild um helgina í fyrsta skipti. KSÍ-þingið um næstu helgi Fangbragðamenn á mót ytra íslenska landsliðið í fangbrögðum keppir um næstu helgi á keltneska meistaramótinu sem fram fer í borg- inni Brest sem er í Bretagne-héraði í Frakklandi. Liðið skipa Pétur Yngvason, Orri Bjömsson, Ingibergur Sigurðsson, Jón Birgir Valsson, Amgeir Friðriks- son, Karl Erlingsson og Garðar Þor- valdsson og keppir einn í hverjum þyngdarflokki. Keppt er í þremur greinum, ouren, sem eru fangbrögð Bretóna, axlartökum, að hætti enskra og skoskra, og íslenskri glímu. Hver einstaklingur keppir í öllum greinun- um í sínum þyngdarflokki. ísland hefur keppt í fimm skipti á þessu móti og hafnaði í öðru sæti í fyrra en þá var í fyrsta skipti keppt í glímu. Þá vann Jóhannes Svein- björnsson sigur í öllum þremur greinunum í sínum flokki en hann getur ekki keppt að þessu sinni og þar er skarð fyrir skildi. ísland, Bretagne og England senda fullskipuð lið á mótið en Skotar, Hollendingar, Svíar og írar. færri keppendur. Þessir sjö aðilar mynda keltneska fangbragðasambandið og er Glímusamband íslands fulltrúi íslands í sambandinu. -VS Á ársþingi Knattspyrnusambands íslands, sem haldið verður á Höfn í Horna- flrði um næstu helgi, verður lagt til að leikmenn þurfi aðeins að bíða í viku með að verða 'löglegir eftir að þeir hafa haft félagaskipti. Það gildir lika þó skipt sé um félag eftir að viðkomandi leikmaður hefm- spilað á árinu. í lögum KSI segir að leikmenn þurfi að bíða í mánuð með að leika með nýju félagi eftir aö þeir hafa gengið frá félagaskiptum þannig að um talsveröa breytingu er að ræða ef þetta veröur samþykkt. i sömu tillögu er lagt til að erlendur leikmaður sem konii til íslensks liðs, þurfi aðeins að hafa verið búsettur á landinu í eina viku til að verða löglegur, í stað tveggja raánaða áður. Þaö er Fram sera leggur fram tillöguna. Fjölmargar tillögur ligga fyrir þinginu. Þar má nefna að iagt verður dl að kom- ið verði á meistarakeppní kvenna, á sama hátt og í karlaflokki. Einnig að lið í 1„ 2. og 3. deild geti sent lið í 4. deild, og aö dómarakostnaði í 3. deild karla og 1. deild kvenna verði jafnað milli félaga, eins og gert er í l. og 2. deild karia - svo eitthvað sé nefnt. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.