Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. 15 Ursögn í sparn- aðarskyni Nokkur umræöa hefur verið í fjölmiölum um ákvöröun aðalfund- ar Hins íslenska kennarafélags (HÍK) aö segja sig úr BHM, Banda- lagi háskólamanna. Tillaga um úrsögn úr BHM er ekki nýmæli á aöalfundum HÍK. Fulltrúaráö félagsins samþykkti samhljóða 24. október 1987 að leggja til viö aðalfund félagsins í nóvember 1987 aö ganga úr BHM. Á þeim aðalfundi kom fram breyt- ingartillaga um aö fram skyldi fara allsherjaratkvæðagreiðsla í félag- inu um úrsögnina. Var hún sam- 'þykkt. - Sú atkvæðagreiðsla fór fram í október 1989, samhliða stjórnarkjöri, tæpum 2 árum eftir að samþykkt var að hún ætti að fara fram. Úrslit voru þau að 363 vildu áframhaldandi aðild en 280 vildu úrsögn. Á kjörskrá voru 1270. Alhr sem fylgdust með þessari atkvæða- greiðslu vissu að margir gerðu ekki greinarmun á BHMR og BHM í þessu sambandi enda tengsl þess- ara tveggja bandalaga enn óíjós í huga margra. Tvíþætt rök Tillagan um úrsögn sem lögð var fyrir aðalfund HÍK 1991 var frá stjórn félagsins og kom fram í henni aö hún væri í sparnaðar- skyni. í útsendum gögnum til aðal- fundarfulltrúa var fjárhagsvandi félagsins reifaður nokkuð og þessi sparnaðarhugmynd kynnt. Rök þeirra sem í umræðum á aðalfund- inum mæltu með úrsögninni voru KjaUarinn Eggert Lárusson formaður HÍK tvíþætt að um væri að ræða sparn- aðarráðstöfun og að hlutverk BHM hefði breyst þegar samningsréttur fékkst. HÍK hefur verið rekið með nokkru tapi undanfarin ár þrátt fyrir mikla aðhaldssemi í rekstri félagsins. Félagið hefur enga vara- sjóði til að grípa til við slíkar að- stæður nema vinnudeilusjóð. Nið- urstaða fjárhagsnefndar sem starf- aði á aðalfundinum var sú að ef greiðsluafgangur myndaðist vegna þess sem sparast við úrsögn úr BHM (sem ekki veröur af fyrr en 1. október 1992 skv. lögum BHM) yrði hann lagður í varasjóð. Gjald HÍK til BHM er tæplega kr. ein milljón á ári. Það munar um minna hjá félagi sem þarf að veita félags- mönnum sínum, sem eru dreifðir um allt landið, fjölþætta þjónustu, og stendur í strangri baráttu við að leiðrétta kjör félágsmanna. Einnig var bent á að BHM er fyrst og fremst faglegur umræðuvett- vangur háskólamanna. Margir af félagsmönnum HÍK eiga aðild að BHM í gegnum þau fagfélög sem þeir eiga aðild að, margir íslensku- kennarar eru þannig í Félagi ís- lenskra fræða. HÍK greiðir félags- gjald þeirra til BHM. Að auki eru á annan tug kennslugreinafélaga sem háskólamenntaðir félagsmenn HÍK eru félagar í. Var bent á aö þau félög gætu sótt um aðild að BHM „HÍK hefur átt samstarf við kennarafé- lög í EFTA-löndunum um þessi mál en vegna fjárskorts hefur það samstarf ekki verið eins mikið og það þyrfti að vera.“ „Innan vébanda HÍK eru mörg fagfélög háskólamenntaðra manna.“ - Kennarar á fundi. eins og önnur félög háskólamanna. Kennarfélög hafa sérstöðu Um þessi tvö atriði snerist um- ræðan svo og röksemdir þeirra sem vildu áframhaldandi aðild að BHM en þær verða ekki tíundaöar hér. Aðalfundur Hins íslenska kenn- arafélags fer með æðsta vald í mál- efnum félagsins eins og segir í lög- um þess. Aðalfundinn 1991 sátu 84 fulltrúar, stjórn og fulltrúaráð auk 63 fulltrúa kjörinna af svæðisfélög- um HÍK þar sem einn fulltrúi er kjörinn fyrir hverja 20 félagsmenn í svæðisfélagi. Er þannig stofnað til aðalfunda á mjög lýðræðislegan hátt. Enginn vafl er á að það var í valdi aðalfundar að ákvéða úrsögn. HÍK er með aðild að BK, Banda- lagi kennarafélaga og BHMR, sam- tökum stéttarfélaga háskóla- manna, og er auk þess í þremur erlendum samtökum kennarafé- laga. Niðurstaða stjórnar og aðal- fundar Hins íslenska kennarafé- lags var sú að minnstur skaöi væri af því að segja skihð við BHM. Talað er um að þörf sé á að há- skólamenn séu á varðbergi vegna óvissu um stöðu háskólamenntun- ar í nýju Evrópusamfélagi. Þarna hafa kennarfélög sérstöðu vegna þess að þau þurfa að standa vörð um allt skólakerfið, ekki aðeins háskólastigið. HÍK hefur átt sam- starf við kennarafélög í EFTA- löndunum um þessi mál en vegna fjárskorts hefur það samstarf ekki verið eins mikið og það þyrfti að vera. Innan vébanda HÍK eru mörg fag- félög háskólamenntaðra manna. Sem fagfélög taka þau ákvörðun um hvort þeim henti að vera í BHM, faglegum samtökum ís- lenskra háskólamanna. Eggert Lárusson Evrópumálefni og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka Drög að EES-samningum hafa ■htið dagsins ljós. Á næstu misser- um munu íslensk stjórnvöld vænt- anlega setja svokallaðar girðingar eða hindranir í löggjöf landsins til aö búa svo um hnútana að samn- ingurinn komi sem best út fyrir þjóðina. Er ríkisstjórninni treystandi fyr- ir því hlutverki? Það mun koma í ljós á næstunni en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar hafa lýst því yfir að hún muni veita ríkisstjórn- inni fullt aðhald í þeirri vinnu. Það mun ráðast af viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar við leiðbeiningum stjórnarandstöðunnar hvort breið samstaða náist um væntanlegan EES-samning. Götótt flík yfir eigið getuleysi Framsóknarflokkurinn sem for- ystuafl síðustu ríkisstjórnar tók þá ákvörðun á sínum tíma að ganga th samningaviðræðna í samfloti með EFTA-ríkjunum við EB um EES og ber því talsverða ábyrgð á að þeir liggja fyrir. Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann geti vel hugsað sér stuðn- ing við EES-samkomulagið ef í lokatexta þess sé hvergi að finna valdaafsal íslendinga til Brussel eða þar sé að finna einhverja skil- mála sem enn hafa ekki verið kynntir íslendingum. Hann hefur hins vegar lýst yfir efasemdým! um að núverandi ríkis- Kjallarmn Siv Friðleifsdóttir form. Sambands ungra framsóknarmanna vart vandamálum innanlands vekja ekki traust almennings á því að þeir séu menn fyrir slíku. Reyndar reyna þeir að draga EES- samningsdrögin eins og götótta flík yfir eigið getuleysi. Undir dóm þjóðarinnar Ungir framsóknarmenn álíta að aðild íslands að samningi um evr- ópskt efnahagssvæði muni ef af verður verða afdrifaríkasti milli- ríkjasamningur sem íslenska lýð- veldið hefur nokkru sinni gert. Áhrif hans á íslenskt þjóðfélag munu verða meiri en nokkur stjómmáláaðgerð frá því lýðveldið var stofnað árið 1944. Ungir framsóknarmenn telja að á þessari stundu sé ekki rétt að taka endanlega afstöðu th EES-samn- ingsins, efni hans liggur ekki ljóst „Það mun ráðast af viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar við leiðbeiningum stjómarandstöðunnar hvort breið samstaða náist um væntanlegan EES- samning.“ sljóm hafi vilja eða getu th að gæta hagsmuna íslendinga sem skyldi, m.a. með traustri lagasetningu Al- þingis. Úrræöaleysi ríkisstjómar fýrir. Þjóðin á kröfu á því að efni og áhrif samningsins verði ræki- lega kynnt á hlutlægan hátt svo að hún geti tekiö til hans afstöðu .tfýggð^Mkkih^i én^ektó'hiéypi- Frá kynningarfundi um EES-samninginn. dómum. Að slíkri kynningu lokinni á að skera úr um það í þjóðarat- kvæðagreiðslu hvort samningur- inn um evrópskt efnahagssvæði verður staðfestur. Ungir kratar vilja í EB Ungir framsóknarmenn hafna algerlega aðild að EB, m.a. vegna hinnar yfirþjóðlegu uppbyggingar bandalagsins og hinnar ónýtu fisk- veiðistefnu þess. Samband ungra jafnaðarmanna gengur hins vegar með Evrópuglýj- una í augum og samþykkti á síð- asta sambandsþingi sínu á Hótel Örk að íslandi bæri aö sækja um aðhd að EB. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir var ekki hægt að fá þá ályktun afhenta á skrifstofu Al- þýðuflokksins í kosningabarátt- unni í vor. Hvort það var vegna þess að forystu flokksins var sú áíyktun það óþægileg á þeim tíma að hún var læst ofan í skúffu skal ósagt látið. Vert er að velta því fyrir sér hvort stefna Alþýðuflokksins í Evrópu- málum muni breytast. Þegar ungir kratar komast th áhrifa innan Al- þýðuflokksins þá leggjast þeir upp th hópa í faðm EB, i kjötkatlana í Brussel. EB, kapítalísk ófreskja? Forysta Sambands ungra sjálf- stæðismanna er einnig haldin EB- inngöngu-einkennum. Á sam- bandsþingi þeirra í haust á ísafirði munaði minnstu að samþykkt væri að íslendingar ættu að sækja um inngöngu í EB og kanna hvað við fengjum þannig úr lófa EB-risans. Forystumenn ungra sjálfstæðis- manna beittu sér mjög fyrir slíkri tillögu sem að lokum var naumlega felld. Við kynningu þessarar tillögu á þinginu kom fram að hún miðaöi að því að vinna bug á svokallaðri Evrópubandalagshræðslu. „Menn eiga ekkert að vera hræddir. Evrópubandalagið er ekki stór, ljót kapítalistísk ófreskja sem ætlar að koma og gleypa okkur eins og þetta er oft sett upp í umræðu hér á landi. Bandalagið er einfald- lega kostur sem kemur mjög vel til greina." Það er greinhegt af þessum orð- um aö forysta ungra sjálfstæðis- manna er thbúin þess að ganga óhikað Evrópubandalaginu á hönd. Af ofangreindum atriðum er aug- ljóst að ungir framsóknarmenn og flöldi annarra landsmanna úr öll- um flokkum hafa áhyggjur af fram- tíð íslensks samfélags ef frammá- menn ungra alþýðuflokksmanna og ungra sjálfstæðismanna sem harðast ganga fram í aö ísland ger- ist aðih að EB nái áhrifum innan sinna flokka. Siv Friðleifsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.