Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991.
Fréttir
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Hagsmunaaðilar vissu
um kröff u EB um karffa
„engar rangar upplýsingar hafa verið gefnar í þessu máli“
Jón Baldvin Hannibalsson boðaði
til fréttamannafundar í gær til að
leiðrétta margar rangar fullyrðingar,
að hans sögn, sem fram hefðu veriö
settar varöandi EES-samninginn og
þá sérstaklega langhala/karfamálið
sem til umræðu hefur verið í gær og
fyrradag, bæði á Alþingi og í íjölmiðl-
um.
Jón sagði aö það hefði verið fullyrt
að gefnar hefðu verið rangar upplýs-
ingar um þetta mál í utanríkismála-
nefnd og hjá hagsmunaaðilum að því
er varðar stöðu málsins. Þar hefðu
menn haldið því fram að utanríkis-
ráðherra hefði sagt að tvíhliða samn-
ingurinn væri í höfn. Einnig að það
hefðu verið gefnar rangar upplýs-
ingar um stöðu málsins vegna þess
að gefið hefði verið í skyn að EB
heföi ekki hreyft neinum athuga-
semdum við þann þátt tvíhliða samn-
ingsins sem lýtur að veiðiheimildum
á langhala og karfa. Jón sagði að
þetta hefði verið leiðrétt í utanríkis-
málanefnd þá um morguninn. Það
eru til upptökur af öllum fundum
nefndarinnar og með því að fá út-
skrift af fundi þar sem ráðherrar
kynntu þetta mál hafi hið rétta kom-
ið i ljós.
„Þar kom fram að ég varaði við því
að Evrópubandalagið myndi áreið-
anlega beita okkur þrýstingi til að fá
breytt hlutföllum í veiðum á lang-
hala og karfa. Sjávarútvegsráðherra
tók það skýrt fram að þar sem rann-
sóknir ættu eftir að fara fram á lang-
halastofninum ætti ugglaust eftir að
semja um þetta hlutfall og EB myndi
án efa óska eftir því að veiðiheimild-
irnar yrðu að uppistöðu hreinn karfi.
Þannig var málið kynnt á utanríkis-
málanefndarfundi. Það er því rangt
hjá Hjörleifi Guttormssyni, Ólafi
Ragnari og Steingrími Hermanns-
syni að þetta hafi veriö kynnt á ann-
an veg,“ sagði Jón Baldvin.
Hann sagði að fyrir iægju minnis-
punktar sem Þorsteinn Pálsson
dreiföi þann 22. október meðal hags-
munaaðila i sjávarútvegi. í því skjah
segir:
„Af hálfu íslands hefur verið lagt
til að 70 prósent af veiðiheimildum
EB verði langhali en 30 prósent karfi.
Eftir er að ganga endanlega frá
samningnum en bandalagið hefur
látið í ljós ósk um að veiða einungis
karfa.“
„Hvernig hagsmunaaðilar í sjávar-
útvegi geta í ljósi þessarar skriflegu
heimildar frá sjávarútvegsráðherra,
sem ber ábyrgð á kynningu málsins
gagnvart hagsmunaaöilum í sjávar-
útvegi, látið eins og þeir hafi ekki
heyrt um þetta, get ég ekki skýrt,“
sagði Jón Baldvin.
Hann sagði að það heföi frá upp-
hafi verið ljóst að sjávarútvegssamn-
ingurinn í heild heföi byggst á þeirri
forsendu aö Norðmenn og íslending-
ar tækju upp tvíhliöa samninga við
Evrópubandalagið. Sá árangur, sem
náðist varðandi markaðsaðganginn
og sá árangur sem náðist við að
brjóta á bak aftur kröfur EB um íjár-
festingar og veiðiheimildir, byggðist
á þessu. Varðandi tvíhliða samning-
inn hefði ekkert breyst, þeir samn-
ingar stæðu enn yfir. Þar er verið
að talað um allt að þrjú þúsund lest-
ir í karfaígildum í skiptum fyrir allt
að 30 þúsund tonn af loönu.
„Það er óbreytt og öll önnur út-
færsluatriði í þessu eru óbreytt,"
sagði Jón Baldvin.
-S.dór
Krafan um frelsi í rækjuviðskiptum hljómaði í sjávarútvegsráðuneytinu i gær er 9 sjómenn frá Bildudal gengu á
fund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráöherra. Sjómenn hafa ekki haft leyfi til að selja rækju sína á frjálsum
markaði heldur hafa þeir orðið að leggja upp hjá vinnslustöövum i sínum heimabyggðum. í haust gerðist það
hins vegar að Rækjuver á Bíldudal neitaði að kaupa rækju af sjómönnum. Kvörtuöu þeir við sjávarútvegsráðu-
neytið og fengu svar um hæl þess efnis að þeim væri frjálst aö ráðstafa afla sinum fram til áramóta. Sjómenn
vilja hins vegar að þeirri kvöð að þeir veröi að leggja upp hjá ákveðnum vinnslustöðvum verði aflétt. Ráðherra
mun svara erindi þeirra í næstu viku. DV-mynd BG
Hitaveita Reykjavíkur:
Kvörtunum vegna lélegs
heitavatnsrennslis rignir yf ir
í kuldakastinu í kringum miðjan
nóvember fjölgaði mjög kvörtunum
hjá Hitaveitu Reykjavíkur vegna lít-
ils heitavatnsrennshs sem stafaði af
óhreinindum í síum í vatnsinntökum
húsa á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt upplýsingum Gunnars
Kristinssonar hitaveitustjóra höföu
borist 863 kvartanir fram til 18. nóv-
ember. Þann dag höföu 200 manns
samband við Hitaveituna og kvört-
uðu undan tregu vatnsrennsli. Allan
daginn unnu 16 menn sleitulaust viö
að hreinsa síur.
Daginn eftir, þann 19., bárust 106
kvartanir og 20. þessa mánaöar bár-
ust Hitaveitimni 60 kvartanir. Síöan
hafa borist á milli 22 og 25 kvartanir
á dag vegna tregs heitavatnsrennslis.
„Það er viðbúið aö það komi rusl
og óhreinindi í síur í vatnsinntökum
hjá húseigendum. Útfellingamar
sem settust í rörin í fyrravetur
hreinsuðust ekki út áöur en hlýnaði
í veðri og álagið minnkaði á hita-
veitukerfinu. Þær hafa því legið í
pípunum síðan í fyrra," segir Gunnar
Kristinsson hitaveitustjóri.
„Það er ómögulegt að segja til um
það hversu miklar útfellingar sitja
innan í pípunum en þær fara af stað
þegar kólnar í veðri og notkun á
heitavatninu eykst því um leið eykst
straumurinn í pípunum. Það eru
ekki bara útfelhngar sem setjast í rör
og í síur heldur er þaö einnig sandur
og ryð. Þetta hefur verið árvisst
vandamál hjá Hitaveitunni.
Viðskiptavinir okkar eru um 30
þúsund og þó það kvarti 200 manns
á einum degi þá er það ekkert voða-
lega mikið.
Kvörtunum gæti fiölgað ef það
kólnar aftur snögglega í veðri. Við
beinum því tfi fólks aö hafa strax
samband við okkur ef heitavatns-
rennslið er lélegt svo það sé hægt að
hreinsa síurnar áður en kólnar í
veðri."
Fjöldi þeirra sem kvartar nú er þó
miklu minni heldur en í fyrra því í
nóvember það ár bárust 3300 kvart-
anir vegna htils heitavatnsrennshs,
3900 í desember og 2300 í janúar.
Árið 1989 bárust hitaveitunni 650
kvartanir vegna lélegs heitavatns-
rennshs í nóvember og í desember
það ár voru þær á mihi 700 og 800.
-J.Mar
Magnús Gunnarsson:
Hvers vegna
sagði Jón ekki
rétt frá i upphaf i?
- vildi hann bara sýna þaö sem gengi best í þjóðina?
Jón Baldvin Hannibalsson utan
ríkisráðherra fullyrti á fréttamanna-
fundi í gær að hagsmunaaðilum í
sjávarútvegi heföi veriö ljóst frá því
22. október að EB myndi gera kröfu
tíl að fá að veiða aðeins karfa en
ekki langhala. Sjávarútvegsráðherra
hafi kynnt hagsmunaaðilum EES-
samninginn þannig:
„Af íslands hálfu hefur verið lagt
th að 70 prósent af veiðiheimildum
EB verði langhaldi en -30 prósent
karfi. Eftir er að ganga endanlega frá
samningum að þessu leyti en banda-
lagið hefur látið í ljós ósk um að veiöa
einungis karfa.“
„Það eru ekki og hafa aldrei verið
neinar fréttir fyrir okkur aö Evrópu-
bandalagið óski frekar eftir því að
veiöa karfa en langhala. Það hefur
legið fyrir frá upphafi. En þegar farið
er ofan í texta utanríkisráðherra þeg-
ar hann kynnti þetta mál og þennan
samning þá talaði hann alltaf, und-
antekningarlaust, um langhala og
karfa. Ég get vitnaö í viðtal í Morgun-
blaðinu og Tímanum 29. október.
Hann hefur haldið því fram við þjóð-
ina aö EES-samningurinn feli í sér
skipti á veiðiheimhdum á langhala
og karfa fyrir loðnu. Við höfum ekki
tekið það sem frágengið mál að þeir
fái karfa, út frá þessum minnis-
punktum sjávarútvegsráðherra. Og
það alvarlegasta í þessu máli er að
Jón Baldvin vissi þegar hann kom
heim með EES-samningana að hann
myndi aldrei komast upp með aö
seipja um annað en bara karfa. Þess
vegna hlýt ég að spyija: Hvers vegna
kynnti utanríkisráðherra þetta mál
fyrir þjóðinni eins og hann gerði? Ég
segi að hann vhdi koma hérna fram
með þá hlið af þessum samningi sem
seldist best. Síðan að stilla öllum upp
við vegg, þegar ganga ætti frá samn-
ingunum og segja þá að viö yrðum
að gefa eftir,“ sagði Magnús Gunn-
arsson, formaður samtaka atvinnu-
rekenda í sjávarútvegi, um ummæli
utanríkisráðherra vegna viðbragða
samtakanna við kröfu EB um að
veiða bara karfa á íslandsmiðum.
„Dettur einhveijum í hug að við
Kristján Ragnarsson og aðrir tals-
menn sjávarútvegsins værum búnir
að vera á fullri ferð í öllum ijölmiðl-
um og á fundum talandi fyrir þessum
EES-samningi, notandi þessar lang-
halaveiðar EB-skipanna sem megin-
röksemd fyrir því að við ættum aö
samþykkja samninginn, ef við hefö-
um verið sannfærðir um það í upp-
hafi aö við yrðum aö gefa allt eftir
yfir í karfa? Menn verða bara að trúa
því að svo vitlausir erum við Kristján
Ragnarsson ekki aö viö heföum gert
það ef okkur heföi verið sagt satt og
rétt frá hvemig hlutimir væru.
Menn hljóta því að spyrja hvort það
sé ekki í þessu tilfelli eins og svo oft
hjá pófitíkusum að orðum og gerðum
er hagað eins og vindurinn blæs.
Menn þora ekki að standa í stormin-
um. Af hveiju var ekki sagt satt og
rétt frá í upphafi kynningar á þessum
samningi? Var þaö ekki bara vegna
þess að utanríkisráðherra vhdi láta
sjá þá hUðina á þessu sem hentaði
honum best við kynningu á mál-
inu?“ sagði Magnús Gunnarsson.
-S.dór
Freri RE festist á klöpp
Frystitogarinn Freri RE 73 tók
niðri og sat fastur á klöpp fyrir
utan Laugamestanga um kvöld-
matarleytið í gær. Þegar atvikið
varð var verið að halda kynningar-
fund fyrir fuUtrúa Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna og því nánast
látið reka fyrir utan Laugames.
Skipið færðist síðan nær landi en
efni stóðu th. Togarinn ristir mjög
djúpt.
Dráttarbátur var fenginn th aö
toga í Frera og losa hann. Togarinn
lagöist síðan að bryggju í Reykja-
vík. Kafari kannaði botn skipsins
sem reyndist nánast óskemmdur.
Málning skrapaðist hins vegar af.
Freri hélt th veiða í gærkvöldi.
Skipið var snemma í morgun að
nálgast Skerjadýpi í þrumum og
eldingum, aö sögn stýrimanns.
-ÓTT