Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Síða 3
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991. 3 Fréttir Peggy leggst alltaf á flautuna þegar henni er farið að leiðast í bilnum segja þær systur, Guðný og Elin Björnsdætur, á Húsavik. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson Hundur læsti bfl - eigendumiruröuaöleitatillögreglu „Við ákváðum að skreppa á mynd- bandaleigu Garðars og ná okkur í spólu. Ætli við höfum ekki veriö í tíu til fimmtán mínútur inni á leigunni en þegar við komum út var Peggy búin að læsa bílnum sem er af gerð- inni Mitsubishi Galant,“ segir Guðný Björnsdóttir á Húsavík. Hún og syst- ir hennar, Elín, voru svo óheppnar að lyklarnir stóðu í kveikjulásnum og engir aukalyklar að bílnum voru til. „Þetta hefur nú örugglega verið aiveg óvart. Hún hefur senniiega lagt aðra framiöppina ofan á læsinguna. Hún var ósköp róleg þegar við kom- um út, sat bara og horfði á okkur og vissi ekkert hvað var að gerast. Við kölluðum á lögregluna og hún kom á staðinn og var þó nokkra stund að opna bOinn. Ferðin á myndbanda- leiguna var því lengri en við höfðum áætlað. En hundurinn var ósköp feg- inn þegar búið var aö opna bílinn" Peggy, sem er tveggja ára poodle- hundur, er því alvön að skreppa í bíltúr með þeim systrum. Hún hefur það fyrir sið að þegar henni er farið að leiðast einni í bOnum þá flautar húntilaðminnaásig. -J.Mar Sveinbjamargeröi 1 Eyjafiröi: Tilboði íslands- banka var tekið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Anný Larsdóttir, sem átti hæsta tdboðið í jörðina Sveinbjarnargerði í Eyjafirði og fasteignir þar, utan sláturhúss, hefur falhð frá tilboði sínu. Anný, sem er eiginkona Jónasar Hahdórssonar, fyrrum eiganda jarð- arinnar og reksturs kjúkhngabúsins þar, bauð í eignirnar 65,1 miiljón króna er þær voru seldar á nauðung- aruppboði, eða 100 þúsund krónum meira en íslandsbanki bauö hæst. Anný fékk síðan frest hjá fulltrúa bæjarfógeta á Húsavík til aö stað- festa tilboð sitt og greiða fjórðung kaupverösins en nú í vikunni tíl- kynnti Anný að hún gætí ekki staöið við tilboð sitt. Berghnd Svavarsdótt- ir, fuhtrúi bæjarfógeta, ákvað því að taka tílboði íslandsbanka upp á 65,0 mihjónir króna. Arni Pálsson, lögmaður Islands- banka, sagði í .samtali við DV aö bankinn myndi auglýsa eignirnar td sölu strax nú um helgina. Kaupfélag Eyfirðinga er með rekstur kjúklinga- búsins á leigu og var gert ráð fyrir því í leigusamningi að honum lyki með því aö hænsnastofninn þar yrði fehdur. Anný Larsdóttir mun hafa óskað eftir viðræðum við íslandsbanka um kaup á eignunum í Sveinbjamar- gerði og er reiknað með að þær við- ræður hefjist strax eftir helgina. Hins vegar hefur heyrst af þrýstingi kjúkl- ingabænda á suðvesturhorninu um að lyktir þessa máls verði að kjúkl- ingabúið í Sveinbjarnargerði verði lagt niður en það hefur verið eitt af stærstu kjúkhngabúum landsins undanfarin ár, með bæði eggja- og kjúkhngaframleiðslu. Rækju- og hörpudiskframleiöendur: Fundað um af komu- málin á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: „Ég reikna með að við ræðum stöðu þessara greina almennt, af- komumálin eru sífelldur höfuðverk- ur enda era menn að deyja í þessum greinum einn af öðrum,“ segir Hall- dór Jónsson, formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, en sam- tökin gangast fyrir ráðstefnu á Akur- eyri sem hefst í dag. Hahdór sagðist frekar reikna með því að einhver þung orð myndu faha á þessum fundi enda mikhr erfiðleik- ar í rekstri vinnslustöðvanna. Erindi verða flutt á ráðstefnunni og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra mun ávarpa fundarmenn í dag. SÁÁopnar nýja endurhæfingarstöð Endurhæfingarstöðin Vík á Kjal- amesi verður formlega tekin í notk- un 14. desember næstkomandi. Munu fyrstu sjúkhngarnir koma þangað tveim dögum síðar. Stöðin er rekin af SÁÁ. Það var byggingarfyrirtækið Álft- árós sem reistí Vík. Heildarkostnað- ur við framkvæmdir nemur rúmlega 80 mihjónum króna. Byggingin er 850 fermetrar að flatarmáh. Endurhæflngarstööin Vík mun leysa stöðina að Sogni í Ölfusi af hólmi. Þar geta dvalið 30 manns í meðferð hverju sinni. Þess má geta að þau 12 ár sem stöðin að Sogni var starfrækt komu þangað rúmlega 5000 manns td meðferðar. -JSS GRUÍ1DIG Sjónvarpsmiðstöðin hf einkaumboðsaðili fyrir Grundig á íslandi Hjá okkur færðu framtíðarþjónustu fyrir Grundig á Islandi. Öll tæki keyrð heim og stillt inn, frítt!!! Sjónvarpsmiðstöðin hf umboðs-, þjónustu- og söluaðili í yfir 20 ár. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HE Síöumúla 2 - sími 68-90-90 Otrúlegt verð - góðir greiðsluskilmálar Til afgreiðslu strax Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18 laugardaga kl, 10-17, sunnudaga kl, 14-17 TM-HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.