Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 2
reer ínv 5f;3'?c íctjr a«i lím/ i/> MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. Fréttir Skoöanakönnun DV um fylgi flokkanna: Alþýðubandalag og Framsókn enn í sókn Enn dregur úr fylgi stjómarflokk- anna samkvæmt skoöanakönnun, sem DV gerði nú um helgina. Al- þýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn sækja 1 sig veðrið. Stjóm- arflokkarnir mundu missa þing- meirihlutann, ef kosið yrði nú. Kvennalistinn tapar fylgi. Þetta er útkoman úr kosningaspá DV, sem hefur verið reiknuð út frá skoðanakönnuninni. Alþýðuflokk- urinn fengi samkvæmt kosninga- spánni 10,7 prósent fylgi, sem er 0,2 prósentustigum undir fylgi sam- kvæmt DV-könnun í september. Breytingin þar er lítil, en Alþýðu- flokkurinn fengi nú 4,8 prósentustig- um minna en hann haíði í kosning- unum í fyrravor. Skekkjufrávik em hjá Alþýðuflokknum 1,3 prósentustig í plús eða mínus. Framsókn hlýtur nú 28,7 prósent samkvæmt kosningaspánni, sem er aukning um 2,9 prósentustig síðan í september og 9,8 prósentustigum meira en flokkurinn hafði í kosning- unum. Skekkjumörk hjá Framsókn em 1,8 prósentustig. Sjáifstæðisflokkurinn fengi nú 32 prósent, sem er 2,8 prósentustigum minna en í september og 6,6 pró- sentustigum minna en í kosningun- um. Skekkjumörk eru hjá Sjálfstæð- isflokknum 2,6 prósentustig í plús Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar (í %): Kosn. Sept. Nú Alþýðufiokkui 15.6 10,9 10,7 Framsóknarflokkur 18,9 25,8 28,7 SjálfstæÖBflokkur 38,6 34,8 32,0 Alþýðubandalag 14,4 17,1 20,9 KvennaSsti 8,3 9,5 6,5 Þ-listinn 1,8 1,5 0,8 Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir græða. Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrsiit skoðanakönnunarinnar verða niöurstöður þessar. Til samanburðar er staðan í þinginu nú: Kosn. Sept. Nú Alþýðuflokkur 10 7 7_J Framsóknarflokkur 13 17 18 Sjálfstæðisflokkur 26 22 21 1 Alþýðubandalag 9 11 13 Kvennaltsti 5 6 4 I Fylgi þingflokkanna — miðað við síöustu kosningar — ] Kosningar pTH Kosningaspá í sept. ■ Kosningaspá nú Alþý&ufl. SJálfstæ&isfl. Kvennalisll „ _ Framsoknaril. Alþý&ubl. g ''j -...:.....• ... - ...............ÆoaM eða mínus. Aiþýðubandalagið hlyti 20,9 pró- sent, sem er aukning um 3,8 pró- sentustig frá september og aukning rnn 6,5 prósentustig frá kosningun- um. Skekkjufrávik hjá Alþýðu- bandalaginu em 2,1 prósentustig. Kvennalistinn fengi aðeins 6,5 pró- sent, sem er 3 prósentustigum minna en í september-könnuninni og 1,8 prósentustigum minna en í kosning- unum. Skekkjufrávik hjá Kvenna- listanum era þó 1,5 prósentustig á annan hvom veginn. Ifiks fengi Þ-listinn, Þjóðarflokks og' Flokks mannsins, 0,8 prósent. Hann hafði 1,8 prósent í kosningun- um. „Öfgasinnaðir jafnaðarmenn" komast á blað með 0,3 prósent. Þessi kosningaspá er, eins og gert var í september, reiknuð út frá reynslu DV-kannana pg fundin með hjálp stærðfræðinga. Úrtakið í könn- uninni vom 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Reykjavikursvæðisins og lands- byggðarinnar. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kíósa, ef þingkosningar fæm fram nú? Fallinn meirihluti Af öllu úrtakinu í skoðanakönnun- inni fær Alþýðuflokkurinn 6,2 pró- sent. Framsókn fær 16,5 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur 23,7 prósent alls úrtaksins. Alþýðu- bandalagiö fær 11,2 prósent úrtaks- ins. Kvennalistinn fær 3,8 prósent úrtaksins. Þ-listinn er með 0,6 pró- sent. Óákveðnir em nú 33,2 prósent alls úrtaksins, svipað og áður. Þeir, sem ekki vilja svara spumingunni, em 4,7 prósent, álíka og áður. Alþýðuflokkurinn hlýtur því 9,9 prósent af þeim sem afstöðu taka, áður en kosningaspáin er reiknuð. Framsókn fær 26,5 prósent. Sjálf- stæðisflokkurinn fær 38,1 prósent. Alþýðubandalagið er með 18 prósent, áður en kosningaspáin er reiknuð. Kvennalistinn fær 6,2 prósent. Ef þingsætunum 63 er skipt í hlut- falli við fylgi samkvæmt kosninga- spánni, fær Alþýðuflokkurinn 7, lYamsókn 18, Sjálfstæðisflokkurinn 21, Alþýðubandalagið 13 og Kvenna- listinn bara 4. Skoðanakönnunin var gerð um helg- ina, frá fóstudagskvöldi til sunnu- dags. -HH „Nú eru jólin að nálgast og ég verð aö segja eins og er að stjórn- málamennimir minna mig einna helstá jólasveina núna. Ég get ekki kosið neinn flokk núna,“ sagði karl í Reykjavik. „Ég kýs Sjálfstæðis- flokkinn þótt ég sé ekki alveg sátt viö hann Ðavíð minn þessa dag- ana,“ sagöi kona í Reykjavik. „Ætli ég haldi mig ekki áfram við Alþýöuflokkinn þótt hann hafi ekki náð markmiðum sínum í þessari rikisstjórn,“ sagði karl á Vestur- landi. „Ég vil Framsóknarflokkinn og Steingrím Hermatmsson aftur við völd," sagði kona á Norður- landi. „Það er enginn listi nógu frambærilegur," sagöi kona á Suö- urlandi. „Ég kýs engan, þetta em allt sam- an menn í sandkassarifrildi,“ sagði kona í Reykjavík. „Ég hef trú á Alþýðubandaiaginu um þessar mundir," sagöi karl í Reykjavík. „Eg hef alltaf kosið Sjálfstæðis- •flokkinn en ég er hikandi núna,“ sagöi karl í Reykjavík. „Ég hef kos- ið Kvennalistann hingað til en eftir þessar vændisumræður kýs ég hann aldrei aftur,“ sagöi kona í Reykjavík. „Það er engum flokki treystandi núna," sagði karl á Austurlandi. -JGH Llkamsásláttur á kynmngarsamkomu menningarfulltrúa íslands 1 London: Ég skemmti mér konunglega - sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að flutningi loknum Axma Hildur IQdibrandadóttir, DV, London: „Ég skemmti mér konunglega vegna þess að þetta er húmor. Menn geta grett sig ef þeir vflja en það sem tríóið flutti var bæði bráðsmellið og fyndiö,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra eftir aö hið umdeilda „líkamsásláttartríó" hafði flutt atriöi sitt við opnun ís- lenskrar menningarviku Gulbenk- ina Gallery í London í gær. „Viðkvæmnin voðalega fyrir aö Diddi fiðla og félagar hafi orðið landi og þjóð til skammar er ekkert annað en þessi eilifa vanmetakennd íslend- inga,“ sagði Jón Baldvin. Magnús Magnússon sjónvarps- maður setti samkomuna, sem vakið hefur mikið umtal bæði í London og á íslandi vegna þess uppátækis Jak- obs Magnússonar, menningarfull- trúa íslands í London, að kynna lík- amsásláttinn sem gamlan þjóðlegan siö. Það var þó leiðrétt á samkom- unni í gær að áslátturinn er ekki þjóðlegur heldur tónlistin sem ræður taktinum. Atriðin vom flutt undir lögunum Hani, krummi, hundur, svín og Krummi svaf í klettagjá. Sigurður Jónsson, öðm nafni Diddi fiðla, stjómaði flutningunum en með honum vom söngvaramir Sverrir Guðjónsson og Ragnhildur Gísladótt- ir. Um 700 mann fylgdust með lík- amsáslættinum og komust færri að í salnum en vildu. Helgi Ágústsson, sendiherrra ís- lands í London, var einnig viðstadd- ur samkonuma. Hann sagðist hafa haft mjög gaman af og sagði að menn mættu ekki taka uppákomur af þessu tagi of alvarlega. Jakob Magnússon sagði aö hver yrði að dæma fyrir sig um skemmt- unina sem boðiö var upp á í gær. „Sumir hafa gaman af þessu en aðrir ekki. Það verður bara að vera svo,“ sagði Jakob. Um framtíð Jakobs í starfi menn ingarfulltrúa sagöi Jón Baldvin a< hann væri ráðinn til reynslu í tvi ár og að þeim tíma loknum yrði aí sjá hvemig til hefði tekist. „Jakol hefur unnið gott starf. Ég kem ekk auga á þann mann sem gæti ger þetta betur,“ sagði Jón Baldvin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.