Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 8
8 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. Utlönd g^jARNAiy^y HVAÐA LEYNDARDOMAR TENGJAST STJÖRNUMERKI ÞÍNU? Heildsala MYNDFORM hf. Júgóslavía: Vance ætlar aðkomaá friðiídag Cyras Vance, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og sér- legur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Júgóslavíu, reynir í dag að telja deiluaðila 1 borgara- stríðinu á að leggja niöur vopn. Svo á að heita sem vopnahlé sé í gildi en það hefur verið brotið aftur og aftur um helgina. Vance hittir helstu ráðamenn í Júgóslaviu að máii í dag og á fundum þeirra verður gerð enn ein tilraunin til að fá menn til að semja um framtíð þjóðanna. Vance sagði I morgun aö það væru sér vonbrigði að enn hefði enginn raunveralegur árangur náðst. Réutfr Alþjóða eyðnidaguriim haldinn með viðhöfn um heim allan: Tíu milljónir sýktar af eyðni - Díana Bretaprinsessa fór milli sjúkrahúsa og heimsótti sjúk böm Tahð er að allt að tíu milljónir manna í heiminum hafi sýkst af eyðni. Heilbrigðisyfirvöld í flestum löndum viðurkenndu á alþjóða eyðnideginum í gær að ekki hefði tekist að hefta útbreiðslu sjúkdóms- ins eins og vonir stóðu til. Bæði í Kína og Sovétríkjunum var viðurkennt að eyðni hefði náð meiri útbreiðslu en gefið hefur verið upp til þessa. í Moskvu var smokkum dreift í gær og Míkhaíl Gorbatsjov forseti gekk með eyðnisjúkum um götur borgarinnar til að styðja þá í baráttunni gegn sjúkdómnum. í Kína var tilkynnt um opnun fyrstu sjúkra- deildarinnar þar sem eyðnisjúkum er sinnt sérstaklega. í New York var slökkt á öllum ljós- um í Rockefeller Center til að minn- ast þeirra sem látist hafa úr sjúk- dómnum. Þar vestra er eyðni mjög útbreidd í New York og San Franc- isco en sjúkdómurinn var fyrst greindur í Bandaríkjunum. í Bretlandi bar mest á Díönu prins- essu en hún hefur um árabil látiö málefni eyðnisjúkra til sín taka. Díana fór milli sjúkrahúsa og var með eyðnisjúkum bömum til að hugga þau á þessum degi. Að þessu sinni bar ekkert á gagnrýni Breta á framkomu verðandi drottningar sinnar í umgengni við sjúklingana. i i • • GOÐ GJOF A GOÐUVERÐI i i i i I Japan voru menn síður sáttir við uppákomur dagsins en þar var hafm herferð fyrir notkun smokka. Sér- stök auglýsing, sem gerð var af því tilefni, vakti hneykslan margra. Reuter Díana prinsessa sinnti eyðnisjúkum börnum sérstaklega á alþjóða eyðni- deginu í gær. Hér má sjá Nicole Gerry, fjögurra ára stúlku sem haldin er sjúkdómnum, tylla sér á tá til að kyssa prinsessuna. Símamynd Reuter Þyrluslysið í Nagomo-Karabakh: Skotsár á líkum þeirra sem f órust Rannsókn hefur leitt í ljós að skot- ið var á þyrluna sem talið var að hefði verið flogið á fjall í Nagorno- Karabakh í síðast mánuði. Með þyrl- unni fórast nokkrir háttsettir leið- togar Azera en stjómvöld í lýðveld- inu hafa alla tíð haldið því fram að þyrlan hefði verið skotin niður af Armeníumönnum. Tass-fréttastofan sagði þó í gær að niöurstöður rannsóknarinnar, sem sýndi að skotsár væru á líkum þeirra sem fórast, væra óyggjandi. Þar sagði aö Rússar væru að rannsaka máliö aö nýju því Azerar hefðu einir staðiö fyrir fyrri rannsókninni. Slæmt veður var þegar þyrlan fóst og var slæmu skyggni kennt um að hún brotlenti. Tuttugu menn vora með þyrlunni og fórust allir. Auk Azera voru embættismenn frá Rúss- landi um borð. Mál þetta hefur orðið til að auka enn á deilur Azera og Armena um yfirráð í Nagomo-Karabakh. Skæru- liðar beggja þjóða hafa barist í hérað- inu undanfarin ár en sovéski herinn hefur reynt að halda upp lögum og reglu síðasta árið. Eftir því sem rannsóknarnefnd Azera segir létust flugmenn þyrlunn- ar af skotsárum. Rannsóknin leiddi í Ijós aö skotið hefði verið á þyrluna afvélbySSUm. Reuter ITSUBISHI farsími Sérstakt jólatilboð: Mitsubishi FZ-129 D15 farsími ásamt símtóli, tólfestingu, tólleiðslu (5 m), sleða, rafmagnsleiðslum, handfrjálsum hljóSnema, loftneti og loftnetsleiðslum. VerS áöur 115.423,- Verð nú aðeins 89.900,- eða u SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.