Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991.
15
Breytingar á kvótakerf inu
Menn agnúast út í kvótakerfið
af ýmsum ástæðum en það er oftar
en ekki á misskilningi byggt, vilj-
andi eða óviljandi.
Margir telja réttilega aö núver-
andi kerfi leiði til óréttlátrar skipt-
ingar þeirrar auðlindar sem við
eigiun í hafinu umhverfis landið.
Því má breyta með auðlindagjaldi
og verður það rætt sérstaklega í
síðari grein. Sömuleiðis verður
íjaliað um byggðamál síðar.
Tveirgallar
Einn alvarlegasti gallinn við
kvótakerfið er að það getur stuðlað
að brottkasti smáfiska, þ.e. smá-
fiski er hent frá borði þar sem hann
er ekki jafnverðmætur og stærri
fiskur. Þetta er ólöglegt en stundað
engu að xíður en í hve miklum
mæh veit enginn. Við þessu verður
að bregðast, en ekki með því að
leggja kvótakerfið niður, því önnur
fiskiveiðistjómunarkerfi, t.d.
sóknarmarkskerfi, hafa mun al-
varlegri galla.
Annar galh á kvótakerfinu eru
undantekningar, en reynslan sýnir
að undantekningar eru slæmar. í
upphafi vom bátar minni en 10
brl. utan kerfisms og síðan bátar
minni en 6 brl. Vegna slæmrar
reynslu, sem mátti auðveldlega sjá
fyrir, var undantekningunum
fækkað, en ennþá em sumir smá-
bátar utan kerfisins á krókaleyfi.
Sömuleiðis em margar fiskteg-
undir enn utan kvóta en eru síðan
skyndfiega settar undir hann til
ama fyrir þá sem hafa stundað
veiðamar. Betra er að setja kvóta
Kjallarinn
Snjólfur Ólafsson
dósent við Háskóla íslands
strax á sem flestar tegundir, en
þeir sem vilja veiða vannýttar teg-
undir geta þá vitanlega fengið aUan
þann kvóta sem þeir óska eftir. í
stuttu máfi er æskUegast að allar
veiðar faUi undir eitt og sama
kvótakerfið.
Stöðugar breytingar og óviss
framtíð kerfisins gerir aðUum í
sjávarútvegi, og þjóðinni almennt,
erfitt fyrir. Hér þarf tvennt að
koma tU. Annars vegar þarf kerfið
að verða varanlégt svo útgerðar-
menn og aðrir þurfi ekki sífeUt að
spá um breytt rekstrarskUyrði.
Þess vegna er mikUvægt að þeirri
endurskoðun á sjávarútvegsstefn-
unni sem nú stendur yfir ljúki með
aðgerðum sem sátt næst um. Hins
vegar þarf að minnka sveiflur í
afla, en hvemig þar tekst tíl fer
ekki fyrst og fremst eftir því hvaða
fiskveiðistjómunarkerfi er notað
heldur hvemig það er notað.
Lítilla breytinga þörf
Samtök sjómanna hafa lýst sig
andvíga kvótakerfinu, sérstaklega
sölu á „óveiddum fiski í sjónum“.
Ástæðan fyrir því er að þegar kvóti
er fluttur miUi skipa hefur það
áhrif á laun sjómanna. Þau lækka
hjá sjómönnunum á því skipi sem
kvótinn er fluttur frá en hækka hjá
hinum. Þar sem oft er um úreld-
ingu skipa að ræða hafa kvótavið-
skipti hækkun á launum sjómanna
í for með sér þegai á heUdina er
litið.
Vegna þessara breytinga og ann-
arra þarf að endurskoða launakjör
sjómanna frá gnmni. Sjómanna-
frádráttinn ætti að leggja af í áfóng-
um, t.d. á fjórum ámm, þar sem
hann er úrelt fyrirbæri. Frádrátt-
urinn er dæmi um afskipti stjórn-
valda og á ekki heima í nútíma
þjóðfélagi. Hann er einnig dæmi
um miðstýringu sem hefur óæski-
leg áhrif sem ekki var hugað að í
upphafi, en það er eðli miðstýring-
ar.
Þessi afsláttur stuðlar að þvi að
fiskvinnsla flyst út á sjó, í frysti-
skip, því fiskvinnslufólk sem kaU-
ast sjómenn fær afsláttinn en ekki
fiskvinnslufólk í landi. Þaö tíðkast
að fyrirtæki greiði starfsmönnum
staðaruppbót, áhættuþóknun og
fleira í þeim dúr og um slíkt er að
ræða hér og á því að vera samn-
ingsatriði milh launþega og vinnu-
veitenda.
Heyrst hafa þau rök að menn fá-
ist ekki á sjóinn ef ekki komi til
sjómannafrádráttur. Nú er enginn
hörgull á sjómönnum en aftur á
móti á kennurum og hjúkrunar-
fólki. Því væri rökréttara að taka
upp kennarafrádrátt eða hjúkrun-
arfrádrátt, ef stjórnvöld vUja á ann-
að borð nota skattaafslátt til að
hafa áhrif á starfsval fóUcs.
í stuttu máU má segja að UtUla
breytinga sé þörf á kvótakerfinu.
Hins vegar þarf að breyta ýmsum
öðrum þáttum sem snerta sjávar-
útveginn, meðal annars að afnemá
sjómannaafsláttinn.
Snjólfur Ólafsson
„Sjómannafrádráttinn ætti að leggja af
í áföngum, t.d. á Qórum árum, þar sem
hann er úrelt fyrirbæri. Frádrátturinn
er dæmi um afskipti stjórnvalda, og á
ekki heima í nútima þjóðfélagi.“
Hvers virði er
hjúkrunarstarfið?
Hvers viröi er hjúknmarstarfið?
Þessu mætti svara með annarri
spumingu. Hvað væri fólk tilbúið
að greiða fyrir þjónustu hjúkrun-
arfræðinga ef það þyrfti að greiöa
fyrir hana fuUt verð á frjálsum
þjónustumarkaði svipað og með
ýmsa tannlæknaþjónustu í dag?
Þau laun sem greidd eru fyrir þau
fáu hjúkrunarstörf, sem ekki eru
ofurseld opinberri heilbrigðisþjón-
ustu, eru ljósasti vottur þess
hversu miklu meira virði þessi
störf eru en opinberir aðUar
skammta hjúkrunarfræðingum í
skjóU einokunaraðstöðu sinnar á
þessum störfum í dag.
Niðurgreidd þjónusta
Það mætti orða það svo að þjón-
usta hjúkrunarfræöinga sé niður-
greidd í tvennum skUningi tíl al-
mennings, annars vegar með skött-
um og hins vegar með rökum irni
að ekki megi hækka skatta. í fyrsta
lagi er þjónustan að mestu leyti
endurgjaldslaus tU notenda, þó
skattgreiðsla komi þar í misjöfnum
mæU á móti og í öðru lagi er laun-
um hjúkrunarfræðinga haldið
niðri með þeim röksemdum að ekki
megi hækka álögur á almenning
með hærri sköttum.
Þá má ekki gleyma aö hjúkrunar-
fræðingar greiða að nokkru léyti
launin sín sjálfir með margvísleg-
um skattgreiðslum. Því hærri laun
sem þeir fá, þvi stærri hluta greiða
þeir sjálfir fyrir þessi laun. Það
gUdir því miður ekki um öU laun á
frjálsum markaði.
Þrátt fyrir það er milljörðum af
almannafé sóað í vanhugsaðar fjár-
festingar á \ ; om hins opinbera
eða í styrkve.-'near til fyrirtækja
eða vegna afskrifta og tapaðra
skulda skuldsettra og gjaldþrota
fyrirtækja sem greiða oft a.m.k.
150.000 kr. á mánuði fyrir störf með
KjaUaiinn
Sigurbjörg Björgvinsdóttir
hjúkrunarfræðingur
meira velferðarkerfi fyrirtækja eða
fólksins?
Eingöngu útgjöld?
Þar eð viðsemjandi vor fjármála-
ráðuneytið hefur arðsemissjón-
armið iðulega að leiðarljósi og oft
í hávegum í skömmtunarhlutverki
sínu þá er vert að reyna að víkka
sjóndeUdarhring þeirra um störf
hjúkrunarfræðinga í þágu fram-
leiðslusköpunar í samfélaginu.
Vinnuafl er þýðingarmesti fram-
leiðsluþáttur í framleiöslusköpun
hverrar þjóðar. Þáttur hjúkrunar-
fræðinga og annarra heUbrigðis-
stétta er að halda þessum fram-
leiðsluþætti gangandi frá vöggu til
grafar.
Hver er kostnaður samfélagsins
af fjarveru frá vinnu vegna veik-
„Þeir sem annast hjúkrunarstörf í dag
eða hugleiða slík störf 1 framtíðinni
leita smátt og smátt í betur launuð störf
á almennum vinnumarkaði... “
sambærilegar menntunarkröfur og
hjúkrunarfræðingar hafa. Mörg
þessara fyrirtækja greiða þó Htla
sem enga skatta fyrir aUa þá þjón-
ustu sem þau hafa afnot af á vegum
hins opinbera.
Virðisaukaskattur, afnám að-
stöðugjalda, gjaldfærð kaup á töp-
um annarra fyrirtækja, útsala op-
inberra fýrirtækja o.s.frv. eru með-
al velferðaratriða fyrirtækja sem
annaðhvort eru komin tíl fram-
kvæmda eða stefnt að á næstunni.
Á sama tíma er stefnt að þjónustu-
gjöldum í stórum stíl, atlögu að líf-
eyriskerfi opinberra starfsmanna
og hækkun á dagheimUisgjöldum
heUbrigðisstétta. Hvort má sín
inda eða veikinda sem bera verður
á vinnustað fyrst og fremst vegna
skorts á hjúkrunarfólki og vannýt-
ingar á sjúkrahúsaðstöðu eins og
skurðdeUdum? Hvað eru margir á
dagpeningum eða öörum trygg-
ingabótum sem hægt er að gera
' vinnufæra ef ekki kæmu tíl sumar-
lokanir? Hvað með meira og minna
óvinnufært fólk sem er á biðlistum
sjúkrahúsa eða býr við ófuUnægj-
andi þjónustu í heimahúsum? Þetta
eru spurningar sem hægt er að
bera upp eingöngu vegna núver-
andi skorts á hjúkrunarfræðing-
um. Hvað þá ef brögð yrðu að frek-
ari skorti hjúkrunarfræðinga
vegna flótta úr eða ófullnægjandi
.Hjúkrunarfræðingar lifa einfaldlega ekki endalaust á hugmyndum ráða-
manna og almennings um fórnfýsi og hugsjónahlutverk starfsins... “,
segir m.a. í greininni.
endumýjunar í stéttinni.
Hvers vegna líta ráðmenn ein-
göngu á það sem útgjöld aö sinna
sjúku fólki eða reka heUbrigðis-
stofnanir? Er ekki eitthvað bogið
við verðmætamatið í samfélaginu?
Hjúkrunarfræðingar lifa einfald-
lega ekki endalaust á hugmyndum
ráðamanna og almennings um
fórnfýsi og hugsjónarhlutverk
starfsins í fortíð eða nútíma samfé-
lagi. Þeir sem annast hjúkrunar-
störf í dag eða hugleiða shk störf í
framtíðinni leita smátt og smátt í
betur launuð störf á almennum
vinnumarkaði ef fram heldur sem
horfir í kjaramálum hjúkrunar-
fræðinga.
Langvarandi ójafnvægi
Margoft er búið að sýna fram á í
Bandaríkjunum að séu laun hækk-
uð koma hjúkrunarfræðingar til
starfa. Þar í landi hefur verið í
gangi mikU auglýsingaherferð til
að vekja áhuga á hjúkrunarstarf-
inu og undanfarið hafa oröið mikl-
ar launahækkanir hjá hjúkrunar-
fræðingum víðast hvar í Banda-
ríkjunum vegna mikUlar sam-
keppni um að laða að hjúrkrunar-
fraeðinga. Í stöðuauglýsingum þar
er auk aUt að 50.000 doUara fastra
árslauna boðið upp á sveigjanlegan
vinnutíma, eingöngu dagvinnu,
10.000 doUara bónus, lengra orlof,
frí afnot af bíl og íbúð auk endur-
gjaldslausrar endurmenntunar
o.fl.
Samt sem áður er búist við að það
vanti milU 150.000 og 600.000 hjúkr-
unarfræðinga í Bandaríkjunum
árið 2000 en nemendum í hjúkrun-
arfræðum hefur fækkað mikið frá
1983, þó útht sé fyrir að þetta sé að
snúast við eftir dýrkeypta reynslu
af lélegum launum hjúkrunarfræð-
inga þar í lengri tíma. í Danmörku
vantar hjúkrunarfræðinga 1 um
12% stöðugilda, en margir danskir
hjúkrunarfræðingar hafa einmitt
leitað til Bandaríkjanna til að njóta
góðs af ósamræminu í framboði og
eförspum þar.
Er ekki orðið tímabært að hiö
opinbera hér á landi bregðist við
langvarandi ójafnvægi á eigin
vinnumarkaði og bæti kjör þeirra
hópa þar sem framboð er ekki í
samræmi við eftirspum. Er þaö
ekki lögmáUð sem ræður verö-
mætamatinu í samfélaginu og flest-
ir virðast aðhyUast nú í opinberri
umræðu?
Sigurbjörg Björgvinsdóttir