Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Qupperneq 16
16 ALTERNATORAR STARTARAR Fólksbíla Vörubíla Vlnnuvélar Bátavólar Mjög hagstætt verð - Póstsendum BÍLRAF H/F BORGARTÚNI 19, S. 24700 Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! í Lóninu á Hótel MLoftleiðum verður fram: reitt glaesilegt jólahlaðborð á aðventunni, frá 29. nóv- ember -23. desember. www ■ wv Matreiðslumeistarar I II hótelsins sjá til þess að ■ /■ i|-j|| hlaðborðið svigni undan L1 I ■ ljúffengum réttum - J. JL i-I RmJ bæði í hádeginu og á W'k f \ fk Éf kvöldin; hvítlauksrist- ■ ■ ■ I 1 | ■ aður smáhumar, síld, K I 1f ■ reyktur lax, reyksoðin IV I 1 I I V lundabringa, grísasteik, reyksteikt lambalæri, ÍHÁDE6INU 1.395 KR. Á MANN hreindýrabuff, ris á Á KVÖLDIN 1.980 KR. A MANN l’amande, kanelkrydd- uð epli og ótal margt fleira. Allir jólahlaðborðsgestir eru sjálfkrafa þátt- takendur í glæsilegu ferðahappdrætti. Það fer vel um þig í Lóninu og þjónarnir okkar leggja sig alla fram til að stundin verði sem ánægju- legust. Borðapantanir í síma 22321. Þegar matarilmurinn liggur í loftinu G F SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-81 47 88 LiífsstQl ppj Haavauao <■ HuoAauMAM MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. I>V Töluvert framboð af rjúpu - kaupmenn halda að sér höndum vegna þess hve verðið er hátt Það er ekki oalgeng sjón að sjá rjúpur hanga í rjáfri húsa enda gengur veiðimönnum illa að losa sig við þær til kaupmanna vegna hárrar verðlagn- ingar. DV-mynd GVA „Við höfum ekki tekið inn mikið af ijúpu enn sem komið er en það hefur mikið veriö hringt hingað. Það var ekki mikiö um rjúpu í fyrra en veiðimenn hringja mun meira í ár heldur en á síðasta ári og það bendir til þess aö meira sé til af henni nú. Við höfum í mörgum tilfellum haldið að okkur höndum vegna þess hve hátt verð veiðimenn vilja fá fyrir ijúpuna," sagði Jóhann Víglunds- son, yfirmaður kjötiðnaðardeildar Miklagarðs, í samtali við DV. „Það hefur ekkert af rjúpu farið í sölu hjá okkur enn, við erum að Neytendur safna einhverju af birgðum. Veiði- menn vilja fara eins ofariega í verði og þeir geta og þeir hafa verið aö bjóða ijúpuna á 650-800 krónur stykkið. Það virðist vera töluvert um ijúpu af Vestfjörðum og Austfjörðum en aftur minna af Norðurlandi. Ef veiði- menn ætla sér að selja ijúpuna verða þeir að fara neöar. Ef talað er um söluverð 650-800 krónur til okkar bætist ofan á virðisaukaskattur, vinna vegna hamilettingar og eitt- hvert álag frá okkar hendi - þá gefur augaleið að rjúpan er á alltof háu verði. Ef verðið lækkar ekki sitja veiði- menn uppi með ijúpumar án þess að selja þær. Þú getur ímyndað þér það að þegar viðskiptavinur æúar að kaupa til jólanna og þarf að velja á milli þess að kaupa ijúpu eða ham- borgarhrygg á svipuðu verði verður vahð oftast ijúpunni í óhag. Miðað við hvemig verðið var í fyrra voru margir sem ætluðu sér að hafa ijúpu en gengu frá þegar þeir sáu verðlag- ið. Því er vonlaust dæmi fyrir veiði- menn að bjóða hana á þessu verði,“ sagði Jóhann. I Kjötmiðstöðinni Laugalæk feng- ust þær upplýsingar að þangað heíði fengist frekar lítið af ijúpu en þaö sem fékkst hefði verið selt út á 800 krónur stykkið. í Kjöthöllina, Skip- holti 70, hafði komið eitthvaö af ijúpu en mest af því verið afgreitt í sérpant- anir til fastra viðskiptavina. Samkvæmt upplýsingum frá Kjöt- stöðinni í Glæsibæ er meira framboð af rjúpu í ár en á síðasta ári. Kaup- menn þar eiga von á ijúpu í þessari viku og búast við að verðið verði á bilinu 800-900 krónur stykkiö, óham- flett. -ÍS Notuð húsgögn upp í ný Heimilismarkaöurinn í Starmýri býður upp á nokkuð óvenjulega þjón- ustu á húsgagnamarkaðnum. Við- skiptavinir geta látið verðmeta göm- ul húsgögn hjá sér og látið andvirði þeirra ganga upp í ný húsgögn. Guð- rún Jónsdóttir er verslunarstjóri í Heimilismarkaðnum. „Við emm nýbúin að opna aftur í Starmýrinni en viö urðum fyrir því í sumar að það brann hjá okkur og við urðum að selja allt hjá okkur á brunaútsölu. Við opnuðum aftur þann 10. október. Öll ný húsgögn hjá okkur em frá Gamla kompaníinu en síðan emð viö með sölu á notuðum húsgögnum hjá okkur á neðri hæð húsnæðisins. Við tökum meðal ann- ars að okkur umboðssölu á notuðum húsgögnum og sendum sölumenn okkar á heimili til aö verðmeta hús- gögn,“ sagði Guðrún í samtali við Séð inn í húsnæöi Heimilismarkaöarins í Starmýri en sú verslun tekur DV. -ÍS notuð húsgögn upp i ný. DV-myndGVA Sendið jólapóstinn tímanlega Nú fer hver að verða síðastur að senda jólapóstinn til útlanda. Á næstu dögum rennur út frestur til skila á bögglapósti með flugi. Frest- urinn til að senda bréfapóst er öllu lengri en þó verður að senda bréf tii fjarlægari landa fyrir 7. desember næstkomandi. Bréfapóstur til Norðurlanda með flugi þarf ekki að vera kominn á póst- stöö fyrr en 17. desember, viku fyrir jól. Ekki skaðar þó að vera tímanlega í þessu til þess að jafna álagið fyrir Póst og síma. Það er ekki þægilegt fyrir afgreiðslumenn Pósts og síma að fá allar jólapóstsendingar til út- landa á síðasta degi frestsins. Allar nánari upplýsingar um frest til að skila af sér jólapósti sjást á töfl- unni hér til hliðar. Rétt er að taka það fram að það er orðið of seint að senda jólapóst með skipi til útlanda, með einni undantekningu. Hægt er að skila bréfapósti með skipi til Norð- urlanda allt til 2. desember. -ÍS Póstafgreiðslur tölvuvæddar Póstur og sími og Ortölvutækni- Tölvukaup undirrituðu nýlega samning um uppsetningu tölvu- vædds afgreiðslukerfis fimmtán stærstu póst- og símstöðva á næsta ári. Með tölvuvæðingunni verða stöðvamar tengdar gegnum gagna- net Pósts og síma við önnur tölvu- kerfi stofnunarinnar, svo sem Póst- gíróstofuna og Reiknistofu Pósts og síma. Stefnt er að þvi að sams konar tölvuvætt afgreiðslukei fi verði kom- ið á alla níutíu afgreiðslustaði Pósts og síma á næstu fjórum árum. Allur hugbúnaður í þessu kerfi verður ís- lenskur. Heildarkostnaður við kerfið og rekstur þess fyrstu þijú árin er ná- lægt fimmtiu milljónum króna eða sem svarar 5% af heildarfjárfesting- arfé Pósts og síma á næsta ári. Ejár- festingin mun engin áhrif hafa á gjaldskrá stofnunarinnar. Sem dæmi um umfang fjármála- og greiðsluþjónustu Pósts og síma má nefna að á næsta ári er áætlað að innstreymi í póstgíró veröi nálægt tuttugu milljörðum króna. Nærri lagi lætur að um helmingur þeirra fjármuna muni fara í gegnum hið nýja afgreiðslukerfi. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.