Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 18
MÁNl|DAGyJi2. DpiyyyRR 1991.
J*______
Menning
Tröllasögur - skáldsagnir:
Þjóðleg frásagnarlist og
ísmeygileg gamansemi
Höfundar Tröllasagna, talið frá vinstri: Gunnar Harðarson, Magnús Gests-
son og Sigfús Bjartmarsson.
Tröllasögur heitir ein þeirra íjöl-
mörgu bóka sem eru að koma út
þessa dagana. Bók þessi hefur
nokkra sérstöðu meðal annarra
skáldverka. Höfundarnir sem eru
þrír, Gunnar Harðarson, Magnús
Gestsson og Sigfús Bjartmarsson
hafa nýtt sér þjóðsögur okkar íslend-
inga, fært þær yflr í nútímann, skipt
um ömefni og endursagt þær á mjög
skemmtilegan máta. í þessum bún-
ingi fá sögurnar nýtt svipmót, verða
fyndnar og ísmeygilegar, en halda
þeirri skemmtilegu frásagnarhst
sem allir þeir sem lesiö hafa þjóðsög-
ur kannast við.
Höfundamir þrír hafa allir komið
nálægt skáldskap áður, Gunnar hef-
ur birt sögur og ljóð í tímaritum og
undanfarin ár hefur hann ritstýrt
tímaritinu Teningi. Magnús er ljóð-
skáld og hefur lagt stund á Ijóðagerð
og ljóðaþýðingar og Sigfús er einnig
kunnur sem höfimdur Ijóða, Ijóða-
þýðinga og smásagna.
í inngangi bókarinnar segir Gunn'-
ar Harðarson meðal annars: „Sögur
þær sem hér em saman komnar
nefnast einu nafni tröllasögur. Þær
teljast þó til ýmissa flokka þjóð-
sagna. Hér em álfasögur og trölla-
sögur, draugasögur og kímnisögm-,
náttúmsögur og ævintýri. Ástæðan
er vitaskuld tvíræðni orðsins trölla-
saga. Það merkir bæði sögu af tröll-
um og eins lygasögu eða ósannan
oröróm. Þessi tvíræðni orðsins lýkur
upp mörgum dyrum. Tröllasaga þarf
ekki nauðsynlega að fjalla um tröll,
hún getur einfaldlega verið einhvers
konar ýkjusaga oftast nær login eða
- ef sannleikskom skyldi leynast í
henni - ekki í samræmi við ströng-
ustu kröfur þjóðfræðinnar um með-
ferð heimilda... “
Aðspurður sagði Gunnar Harðar-
son að með því að færa þetta yfir í
nútímann hefði upprunalega þjóð-
sagan orðið dálítið furðuleg og gerð
sagnanna hefði þróast úr því að snúa
á þær sjálfar yfir í það að nota sög-
umar til að lýsa ýmsum þáttum í
nútímanum. „Ömefnih skipta auð-
vitað máh þegar sögunni er snúið
upp á nútímann. Um leið og búið er
að setja reykvísk ömefni í stað þeirra
eldri er hægt aö spinna söguþráð-
inn.“ Þeir félagar unnu sögumar
hver í sínu lagi og sögðu að engir
árekstrar milh sagna hefðu komið
upp þótt þeir hefðu ekki vitað beint
hvað hver um sig væri að vinna að.
Sögumar era mislangar, engin
löng, sumar örstuttar. Þær bera nöfn
eins og Trölhð í Fellahelh, Móðir mín
í blokk, blokk, Gulhð í Fehahelh,
Átján böm í Álfheimum 27, Meðferð-
arráðgjafinn á Staðarfelh og
drykkjudraugurinn í Gambraskerj-
um og Hehdsalinn og hryssan sem
hló. Hér á eftir fer eitt stutt sýnis-
hom:
Nátttröllið í vesturbæ
Heimspekingur einn við Vesturvalla-
götu hafði þann sið að vinna við tölvu
sína út við glugga langt fram eftir
nóttu. Þótti honum stundum sem
horft væri á sig inn um gluggann en
varð einskis var er hann fór út að
gá. Tók hann nú eitt sinn það ráö að
hann slökkti öh Ijós í herberginu svo
birtan af tölvuskjánum htaði andht
hans steingrátt. Er Uða tók á nóttina
heyrði hann þrask við gluggann. Lít-
ur hann hægt upp og bendir þeim
sem úti var að koma inn fyrir. Heyr-
ir hann þá dunur miklar á ganginum,
dyrunum lokið upp og gengið inn
gólfiö svo marraði í parketinu. Kem-
ur inn í herbergið maður nokkur
tröUvaxinn og heldur luralegur.
Bendir heimspekingurinn þurs þess-
um aö setjast, dregur upp skákforrit
og setur í tölvuna; býður svo tröllinu
að tefla við sig. Hann þiggur það og
tefla þeir lengi nætur. En með því
að trölhð kunni ekki ensku, gat það
ekki lesið leiöbeiningamar sem töl-
van birti á skjánum um besta leikinn
í stöðunni og þurfti því æ lengri tíma
til umhugsunar. Að lokum fór þó svo
að það mátaði heimspekinginn en
DV-mynd GVA
hann sat eftir sem steini lostinn
framan við tölvuna. TröUið rís nú á
fætur og býst til að taka hann. Rank-
ar heimspekingurinn þá við sér og
bendir út um gluggann. Sá þá hvar
roðaði húsþökin vestan götunnar.
Rak þá trölhö upp öskur mikið, radd-
ist út úr herberginu og hljóp af stað,
en komst ekki lengra en að Vestur-
bæjarskóla, þar sem þaö varö að
steini og stendur þar enn. Var síðar
sett á það rennibraut svo það gæti
nýst skólabömum til leikja. En það
er af heimspekingnum að segja að
hann fluttist til útlanda eftir þetta
og hafa fróðir menn það fyrir satt að
hann hafi um tíma unnið fyrir sér
sem skákkennari einhvers staðar í
Vesturheimi.
Galleri Úmbra er í gömlu og sögulegu húsi Myndin er tekin viö opnun
gallerísins. DV-mynd JAK
Nýttgalleríá
Bernhöftstorfunni
sölu en auk þess verða í gaUeríunu
sýningar á verkum annarra hsta-
manna.
Þær Bryndís og Guðný hafa báðar
starfað að hst sinni um árabU frá því
að þær útskrifuðust frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands og tekið þátt
í sýningum hér og erlendis.
-HK
GaUerí Úmbra heitir nýtt hstagah-
erí sem nýlega hefur verið opnað á
Bemhöftstorfunni að Amtmannsstíg
1. Húsnæði þetta hefur áður hýst
myndlist í björtum og hlýlegum vist-
arveram. Það era leirlistarkonumar
Bryndís Jónsdóttir og Guðný Magn-
úsdóttir sem reka gaheríið og munu
verk þeirra verða þar til sýnis og
Skrá um íslensk blöð og tímarit fra upphafi til 1973:
Rúnriega þrjú þúsund ta'marita getið
Böðvar Kvaran, sem um árartuga-
skeið lagði stimd á söfnun blaða og
tímarita og í nokkur ár skrifaði
greinar í DV, sem bára heitið Bækur
og bókasöfnun, og Einar Sigurðsson
háskólabókavörður hafa sent frá sér
bókina íslensk tímarit í 200 ár, skrár
um íslensk blöð og tímarit frá upp-
hafi til 1973. Tekur skrá þeirra til
aUra blaöa og tímarita, prentaðra og
fjölritaðra, sem til hefur náðst, aUt
frá því er fyrsta tímaritið, Islandske
Maaneds-Tidender hóf göngu sína í
Hrappsey 1773 og til ársins 1973 en
það ár komu samtals út 400 blöð og
tímarit hérlendis.
í inngangi bókarinnar segir að hér
á landi hafi verið fremur fátt um
skrár yfir blöð og tímarit. TU að
bæta úr brýnustu þörfinni á heUdar-
skrá gáfu Böðvar og Einar út slíka
skrá 1970. í henni vora tekin meö
íslensk tímarit og blöð sem höfðu
komið út frá upphafi til 1966. Fjölrit-
uð blöð vora því aðeins tekin með í
þá skrá að þau væra prentuö að ein-
hveiju leyti. Annars var einungis um
prentuð rit að ræða. Það var svo fyr-
ir nokkrum árum að Einar og Böðvar
ákváðu að endurútgefa þessa skrá
frá 1970, aukna og endurbætta, og
bæta við fuUkominni skrá um fjölrit-
uð tímarit.
Áriö 1973 er vahð lokaár vegna
þess að eftir það leggst rnður hin
árlega tímaritaskráning í Árbókum
Landsbókasafnsins og er ætlun
safnsins að viö taki sérstakar skrár
um blöð og tímarit sem nái yfir nokk-
ur ár í senn. Jafnframt vUl svo til
að 200 ár era frá því aö fyrsta eigin-
lega tímaritið hóf göngu sína á ís-
landi.
HeUdarfjöldi rita í skránni er 3187,
þar af eru rúmlega 700 fjölrituð. Bók-
in skiptist í tvo hluta: í aðalskrá era
ritin öU talin í stafrófsröð og skrá
eftir útgáfustöðum þar sem færslur
era styttri og þær flokkaðar eftir
heimkynnum ritanna hverju sinni.
Auk þess er inngangur þar sem með-
al annars er tölulegt yfirht yfir blaða-
og tímaritaútgáfuna á umræddu
tímabili. Innganginum fylgir útdrátt-
ur á ensku.
Böðvar Kvaran og Einar Sigurðs-
son hafa unnið að skránni, ýmist
saman eða hvor í sínu lagi. I höfuð-
atriðum hefur framsöfnun efnis
komið í hlut Böðvars en bókfræðheg-
ur frágangur í hlut Einars. Höfundar
vilja taka fram að fjölmargir aðhar
víða á landinu hafa lagt þeim Uð viö
efnissöfnunina. Þar eiga hlut að máh
bóka- og skjalaverðir, svo og margir
áhugamenn um söfhun blaða og
tímarita.
-HK
Ein af jólabókunum í ár er
Textabók Megasar sem Almenna
bókafélagið sendir frá sér á næst-
unni. í textabókinni eru margir
textarsemMegas hefursaraið við
lög sín og hefur hann vahð text-
ana sjálfur og spannar bókin tutt-
ugu ára ferh hans sem textahöf-
undar. í næstu viku heldur Meg-
as svo útgáfutónleika á Púlsinum
þar sem hann mun kynna texta-
bók sína í tónum ásamt hljóm-:
sveit. Verður bókin til sölu á tón-
leikunum á sérstöku tónleika-
verði, Á tónleikunum verður
einnig fiutt mikið af nýju efni
Hljómsveit Megasar er skipuð
þeim Haraldi Þorsteinssyni á
bassa, Birgi Baldurssyni á
trommur, Guðlaugi Óttarssyni á
gítar, Jóni Óiafssyni á hljómborð
og Ásgeiri Óskarssyni á slag\'erk.
listamenn
íSviss
íslenskir hstamenn láta kveða
að sér í svissnesku menningarlífi
á næstunni. Gunnar Krístinsson
er með sýningar á verkum í Flue-
len og Altdorf í kantónunni Uri
og tónverk eftir hann verður
frumflutt í Fluelen 7. desmber.
Er verkið fyrir einn sellóleikara
og þrjú selló. Sýning á verkum
eftir Rögnu Róbertsdóttur verður
opnuð í Kunstmuseum í Bera 3.
desember og stendur sú sýning
til 2. febrúar. Önnur myndhstar-
kona, Sólveig Aðalsteinsdóttir, á
málverk á sýningu í Musée de
beaux-arts í La Chaux-de-Fonds
og að lokum má geta þessað ijós-
myndir eftir Ragnar Axelsson
verða á sýningu í Martigny.
Básúnuleikarinn Frank Lacy,
sem lék svo snihdarlega með
Tómasi R. Einarssyni á geisla-
diskinum íslandsfór, er væntan-
legur til landsins í þessari viku
og mun hann leika með Tómasi
og hljómsveit hans á fernum tón-
leikum í Púlsinum á föstudag og
laugardag, á sunnudaginn á Sel-
fossi ogá þriðjudagskvöld iPúIs-
inum. Frank Lacy hefur leikið
meö ótöldum Ifljómsveitum en
kunnastur er hann þó fyrir leik
sinn með djasssendiboðum Arts
Blakey, Brassfantasíu Lesters
Bowie og sextett Hénrýs Thread-
gih. Lacy er ekki aðeins básúnu-
leikari en eins og þeir sem hlust-
að hafa á íslandsför kannast við
syngur hann þar einnig og leikur
á flygilhom en básúnan er þó
aöahújóðfæri hans og í gagnrýn-
endakosningum í Down Beat í
ágúst síðasthðnum var hann kos-
inn annar efnilegasti básúnuleik-
ari díassheimsins.
höfundur sem dvaldi hér á landi
við hám í Háskóla íslands og
kynnti sér jafnframt öll thtæk
gögn um landnám og veru íslend-
inga á Grænlandi th foraa. Þegar
hún fór á heimaslóöir ritaði hún
skáldsöguna Grænlendingamir
sem hefur undirtitihnn Gunnars
saga Ásgeirssonar, 1350-1420, og
tileinkar höfundur sér vel við-
horf, frásagnarhátt og heföir
fornra heiju- og íslendingasagna
þegar hún skrifar skáldsöguna
sem gerist á Grænlandi á timum
norrænna manna þar. Bók þessi
er nú komin út á íslensku á veg-
um Bókaútgáfunnar Hildar og er
hún gefin út með styrk frá Metm-
ingarsjóði. Þetta er löng skáld-
saga, hátt í 600 blaðsíður.