Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Síða 23
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. 35 Fréttir Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi 1 Kópavogi: Röng fjárfestingarpólitík hjá meirihlutanum - segir 2,6 milljónir flúka daglega út um gluggann 1 auknar skuldir „Ný og endurskoöuö fjárhagsáætlun meirihlutans er ekkert annað en ósk- hyggja. Hann telur sig geta lækkað skuidastööuna um hátt í fjögur hundruö milljónir með lóðaúthlutun á tveimur síðustu mánuðum ársins. Þessir stjórnarherrar virðast ekki átta sig á að byggingarbransinn er stopp og að fram undan er lítið annað en svartnætti. En þeir sigla á mið lóðaúthlutana rétt eins og um bull- andi góðæri sé að ræða. Ég kalla það gott ef skuldimar aukast ekki enn frekar," segir Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Valþór bendir á að fyrstu níu mán- uði ársins hafi einungis fengist 170 milljónir fyrir úthlutaðar lóðir. Því sé fráleitt að ætla að hægt verði að lækka 2,7 milljarða skuld bæjarins niður í 2,3 milljarða fyrir árslok. Hann segir skuldir bæjarins hafa aukist jafnt og þétt frá því nýr meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks tók við vorið 1990. „Samkvæmt úttekt meirihlutans vora skuldimar 1403 milljónir þegar hann tók við. í árslok 1990 voru þær orðnar 1850 milljónir og nú eru þær um 2,7 milljarðar. Á raunvirði hafa skuldimar því aukist að meðaltali um 70 milljónir á mánuði þá 16 mán- uði sem meirihlutinn hefur verið við völd. Þetta þýðir að á hverjum degi fjúka 2,6 miUjónir út um gluggann.“ Að sögn Valþórs hefur minnihlut- inn lagt á þaö áherslu í málflutningi sínum að fjárfestingarpólitík meiri- hlutans sé röng. Ekki hafi verið þörf á að fjárfesta í nýju landi til bygg- ingaframkvæmda. Fyrir hafi bærinn átt skipulagðar og tilbúnar lóðir und- ir mörg þúsund manna byggð. „Kaupin á Nónhæðinni í Kópa- vogsdal kostuðu bæinn 200 milljónir. Vemlegir fjármunir hafa farið í að skipuleggja þetta land og að auki mun það kosta hátt í 200 núlljónir að gera lóðirnar byggingarhæfar. Þessi fjárfesting mun ekki skila sér tíl baka fyrr en eftir mörg ár. Á sama tíma mun hún hlaða upp vöxtum og öðrum kostnaði," segir Valþór. -kaa Siguröur Geirdal, bæjarstjóri 1 Kópavogi: Lögðum mikið undir en vorum heppnir „Minnihlutamenn hafa gaman af því að tala um bágborna fjárhags- stöðu Kópavogs. Þeir eru að benda á stöðuna samkvæmt einhveijum milUuppgjörum. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að skuldimar hoppa upp og niður eftir því hvenær ársins uppgjörin em gerð. Þær eru hvað hæstar núna en lækka fram að áramótum. Við erum að úthluta lóð- um þessa dagana sem við erum bún- ir aö kosta miklu til og að auki eigum við von á útsvarstekjum," segir Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri í Kópa- vogi. Fjárhagsáætlun Kópavogs var end- urskoðuð fyrir skömmu og kom þá í ljós að skuldir bæjarins em um 2,7 milljarðar. Það samsvarar þvi að hver fjögurra manna fjölskylda í bænum skuldi hátt í 700 þúsund. Um síðustu áramót vom skuldir bæjar- ins 1.853 milljónir. Miðað við stöðuna hafa því skuldir aukist um 46 pró- serit. Að sögn Sigurðar var ekki gert ráð fyrir að skuldir bæjarins yrðu greiddar niður á árinu við gerð fjár- hagsáætlunar síðastliðinn vetur. Hann segir að samkvæmt endur- skoðaöri áætlun sé nú gert ráð fyrir að skuldir aukist að raunvirði um 370 milljónir og veröi 2.368 milljónir í árslok. „Það er auðvitað bölvanlegt að þessar skuldir hækka en það stafar af því aö á árinu keyptum við mikið land í Kópavogsdalnum á 200 millj- ónir. Þaö höfum við síðan verið að gera byggingarhæft og það hefur kostað okkur mikla peninga. Úthlut- un þessara lóða er ekki hafm en við byrjuðum að auglýsa í vikunni. Við gerum ráð fyrir að þetta renni allt út í einum hvelh." Sigurður segist ekki hafa áhyggjur af fjárhag Kópavogsbæjar. Hann seg- ir dæmið hta vel út en játar að við landakaupin fyrr á árinu hafi mikið verið lagt undir. Lagt hafi verið út í mikinn kostnað án þess að nokkur trygging hafi veriö fyrir því að þær seldust. Heppnin hafi hins vegar ver- ið með meirihlutanum því mikil ásókn væri í lóöirnar. „Bæjarfélögin em í sjálfu sér ekk- ert annað en stórfyrirtæki. Þau starfa aöáhega á sviði þjónustu en einnig á sviði framleiðslu. Varan sem við framleiðum er lóðir, hráefnið er landið sem við kaupum og vinnslu- stigið er holræsi, götur og vatns- leiðslur. Því meiri sem lagerinn verð- ur því hærri eru afurðalánin. Þegar svo lóðirnar fara út fáum við útgjöld- in til baka og jafnvel eitthvað að auki,“ segir Sigurður. -kaa VINSÆLIR ÁGÓÐU SKAUTAR VERÐI! Litir: Hvítt eða svart Verð 30/36, kr. 2.920 stgr. 37/41, kr. 3.888 stgr., 42/45, kr. 4.065 stgr. Skautaskerpingar á staðnum ÖRNINN E Skeifunni 11, sími 679890 Póstsendum ^^^^^/YYVYVVVVYYYVVVyYYYVVyVVYVVVVVyVVVVVVVVVVVVWAAAAAA/^UAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/VVVV ORYGGISSIMINN Fyrir þig - og þá sem þér þykir vænt um • Hjálparkall með talsambandi með því að þrýsta á einn hnapp á tækinu. • Þráðlaus aukahnappur til að senda hjálparkall með talsambandi hvaðan sem er innan íbúðar fylgir. • Viðbótar hnappar fáanlegir fyrir sambýli. Hægt að svara hringingu úr fjarlægð hvar sem er innan íbúðar með þráðlausa nnappnum. Sjálfvirkt hjáparkall ef notandi heíur ekki eðlilega fótavist. Tengist auðveldlega reyk-og innbrotsskynjurum. Hátalarastilling, endurval og beinval fyrir mikið nofuð símanúmer. • Styrkstillir fyrir heyrnardaufa og búnaður fyrir þá sem nota heyrnartæki. • Hundruðir þúsunda tækja í notkun í Evrópu. • Viðurkennt á Islandi af Pósti og síma og Brunamálastofnun ríkisins. Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar og fáðu frekari upplýsinpar. ORYGGISSÍMINN Aður óþekkt öryggi og þægindi Sala - Leiga - Þjónusta Öryggissíminn er ótrúlega þægilegur og hnappurinn tryggir að hjálp er alltaf innan seilingar. VARI ‘H1 91-29399 ALHLIÐA ÖRYGGISÞJÓNUSTA SÍÐAN 1969

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.