Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 44
F R ÉTTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- I DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. Skoðanakönnunln: Glæsileg útkoma - segirÓlafurRagnar „Þetta er mjög glæsileg útkoma fyrir Alþýðubandalagið, sú besta sem við höfum fengið frá sigurárinu mikla 1978. Ég met mjög mikils hið mikla og vaxandi traust sem flokkur- inn nýtur nú með þjóðinni. Það er líka mjög athyghsvert að Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokkur- , inn séu orðnir svo sterkir að þeir séu næstum komnir með hreinan meiri- hluta á Alþingi," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, um niðurstöður skoðana- könnunar DV. „í sjálfu sér kemur mér þessi nið- urstaða skoðunarkönnunar nú ekki á óvart. Viö erum að vinna að mjög erfiðum aðgerðum. Stjórnarflokk- arnir gjaldi þess í svona skoðana- könnun að erflðleikar standa yfir,“ sagði Sighvatur Björgvinssson heil- brigðisráðherra. „Þetta er kannski of mikið fylgi til að hægt sé að trúa því. Við höfum verið með málefnalega stjómarand- stöðu og gert okkar besta til að veita ríkisstjórninni þá leiðsögn sem þörf hefur verið á. Fólk metur það að verðleikum," sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Við verðum auðvitað fyrir von- brigðum með þessar niðurstöður ^ vegna þess að við höfum fyrst og - fremst haldið mjög málefnalega á öllum málum,“ sagði Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir, þingmaður Kvenna- listans. „Ég hygg að svona skoðanakönnun endurspegli erfiðleikana í þjóðfélag- inu. Niðurstaða skoðanakönnunar- innar er mótsagnakennd. Stjórnar- flokkamir tapa fylgi en ríkisstjórnin vinnur á,“ sagði Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. -hlh -S.dór LOKI Loksins, loksinsfengum við að sjá almennilegan bumbuslátt! Atta tíma hrakningar á leið á sjúkrahúsið Tveir sjúklingar, sem slösuðust í bílslysi í Stykkishólmi um klukk- an 22.30 í gærkvöldi, komu með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, U1 Reylgavíkur um klukkan hálfsjö í morgun eftir mikla hrakn- inga. Slysið varð með þeim hætti að bíll lenti harkalega á Ijósastaur á götu í Stykkishólmi. Mikil hálka vará götumbæjarins. Tveir slösuö- ust illa en sá þriðji slapp við meiðsl. Ákveðið var aö kalla á þyrluna TF-SIF. Þar sem veöur var mjög slæmt komst þyrlan ekki yflr fjall- garðinn á Snæfellsnesl Þar er oft mikið niðurstreymi. Var sjúkling- unum því ekið áleiðís yfir Kerling- arskarð til móts við þyrluna. Ekki vildi betur til en að stór flutningabíll sem stóð þversum á veginum og lokaði skarðinu. Snjó- ruðningsbíll frá vegagerðinni fylgdi sjúkrabilnum og dró flutn- ingabílinn þá í burtu. Við þetta urðu tafir. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi var vitlaust veður á leiöinni og sóttist ferðin seint. Ákveðið var að fara með sjúkling- ana tfi Borgarness þar sem þyrlan haföi lent og var í biðstöðu. Þangað kom sjúkrabillinn klukkan 5.45. Þyrlan lenti í Reykjavík 50 minút- umsíðar. -ÓTT Veðriö á morgun: Hæg breyti' legátt Á morgun verður breytileg átt, víðast fremur hæg. Dálítil rigning eða slydda verður um landið sunnan- og vestanvert en þurrt norðaustanlands. Hiti 2-4 stig í vætunni en vægt frost á Norður- og Suðurlandi. Samtals um þúsund manns voru viðstaddir jarðarför þriggja Grindvíkinga sem fórust þegar Eldhamar GK strand- aði við Grindavík. Fullsetið var i Grindavíkurkirkju og safnaðarheimilinu. Nokkur hundruð manns voru i félagsheim- ilinu Festi en þar var hægt að fylgjast með jarðarförinni á sjónvarpsskjá. Á myndinni er kista eins skipverjanna borin úr kirkju. Stýrimaðurinn, sem bjargaðist úr slysinu við Hópsnes, Eyþór Björnsson, er næstfremstur í röð- inni nær. í baksýn standa félagar úr björgunarsveitinni í Grindavík heiðursvörð. Fjölmenni var einnig viðstatt þegar einn skipverjanna var jarðsunginn frá Blönduóskirkju á laugardag. Fimmti skipverjinn, sem fóst i slysinu, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag. DV-mynd ÆMK Egilsstaðir: Fimmásjúkrahús ogfimmíhaldi Mjög erilsamt var hjá lögreglunni á Egilsstöðum aðfaranótt laugar- dagsins vegna dansleiks sem haldinn var í Valaskjálf. Svokallað 1. desemb- erball var haldið og var aldurstak- mark 16 ár. Fimm voru fluttir sárir á sjúkrahús - dyravörður, tveir ung- ir menn og tvær stúlkur. Önnur stúlkan var tekin stífu kverkataki og þurfti hún á læknis- hjálp að halda. Sauma þurfti ungan mann sem hafði farið sér að voða þegar hann braut tvær rúður í húsinu með hnefunum. Þriðja rúðan brotn- aði einnig þegar kastað var flösku í hana. Lögreglan tók fimm manns úr umferð. Varð að geyma fólkið á tíma- bili inni í lögreglubifreið þar sem lög- reglan á Egilsstöðum hefur ekki yfir fangageýmslum að ráða. Næstu fangageymslur eru á Eskifirði í 50 kílómetra fjarlægð, en mikil hálka varáFagradalumnóttina. -ÓTT Misstiannanfótinn 66 ára starfsmaður álversins í Straumsvík slasaðist illa á fæti við vinnu sína á fostudagskvöldið. Mað- urinn varð fyrir svokallaðri áltöku- bifreið og ldemmdist annar fótur hans á milli. Meiðslin voru svo alvar- leg að taka þurfti fótinn af fyrir neð- anhné. -ÓTT ÖRYGGISSIMINN Fyrir þig - og þá sem þér þykir vænt um Sala - teiga - Þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.