Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Síða 25
FlMMföÚÁ'GÚÍÍ l DÖSÉMBMÁMH & tr___________________________Menning Dýrðin á ásýnd hlutanna Þetta kver er eins og Vasabók Péturs (1989) sett saman úr stuttum dagbókarfærslum frá árunúm 1972-83. Það skiptist í sjö kafla, mis- stutta, 3-10 bls. Ekki er vel ljóst hvað ræður skiptingunni, stundum ríkir árstíð, t.d. sum- arkoma í V, en vetrarkoma í VI. Einn kafli gerist aðallega erlendis, annar á íslandi. En kaflamir munu vera í einfaldri tímaröð. Annars er mikið sama efni í köflunum, það mannlíf sem sést út um glugga, skýjafar og lauffall, draumar, samtöl við eigin böm, en ekki annað fóik. Sérstaklega áberandi em flugur, svo ef þetta væri skáldverk, færi ég sjálfsagt að gera því skóna að hér væri vísað til bókmenntaverka fyrri tíðar, eftir Jón Thoroddsen yngra eða Sarte. En skýringin er augljós, þetta er það sem ber fyrir augu manns sem situr langtímum saman við skrif- borð. Það er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að líf rithöfundar hljóti að vera ósköp ein- manalegt og einhæft. En við nánari umhugs- un sést að sú mynd stafar af því að hér segir einmitt ekki frá því sem hlýtur að veita því starfi mest yndi, þ.e. sköpunin á ýmsum stig- um. En hún er þarna samt. Hversdagslegt Titill bókarinnar er tekinn úr bréfi Hall- dórs Laxness frá 1925, eins og fram kemur í tilvitnun framan við bókina. Þá var Halldór að skrifa Vefarann mikla þar sem þessi frasi er áberandi. Peter Hallberg leiðir rök að því í riti sínu um Halldór (Vefarinn II, 216 o.áfr.), að með honum sé hann að hverfa frá guðs- trú. En Halldór skýrir frasann í þessari til- vitnun: „Ekkert snertir mig dipra en hið óhrotna og látlausa sem aðeins á stirk sinn í því að vera það sem það er.“ Og Pétur seg- ir líka á þessum nótum (bls. 17): Grunsamleg þessi bið eftir því að hafa eitt- hvað að segja. Eins og stífla þurfi að fara úr eða upplifa eitthvað stórkostlegt. Hvers vegna ekki nógu merkilegt að skoða af öllu afli það sem er? Veruleikinn ótjáður eins og maís'oaunir. Pétur Gunnarsson. Bókmenntir Örn Ótafsson Skáldskapurinn hitinn sem fær þær til að springa og breytast í popp. Gera alit að skáldskap, finna alls staðar ástríðum sínum viðfang. Að skapa er jafn nauðsynlegt og nærast, fara á klósett, fá full- nægingu. Alhr hafa þessa þörf og fá henni útrás á einhverri sköpun og fá það auðvitað ekki og mæla með því óhamingju sína. Skoða af öllu afli þaö sem er, gera aht að skáldskap, það er hlutverk þessara vasabó- karfærslna. Þær eru því oftast engar venju- legar, „hlutlægar" athuganir, heldur þvert á móti mjög huglægar, eins og byggingarein- ingar í sögum Péturs. Þannig umskapar hann aht, sér t.d. persónugervingar í lands- laginu, lýsir vetri, sól og fjöllum eins og þau væru mannverur: Sumamóttin fyrsta: vetminn tryhtur af afbrýðisemi ætlar að bijóta aht og bramla áður en hann fer. Nýkomnir fuglar bæla sig eins og böm sem hlusta á fullorðna rífast. Æth veturinn sé farinn fyrir fullt og fast eða kemur hann aftur blindfullur og ær? Hvít högl sáldrast yfir flagið eins og sæði. (bls. 49) Sólin kveikir upp í jökhnum og lullar yfir himininn, hitar fyrst upp auturgluggana og fiskiflugumar stíga tryhtan dans, kveikir síðan í svefnherberginu í gegn um suður- gluggann, tekur loks stofumar vestanmegin, sest í íjörðinn og slokknar. Jöklamir yfirvegaðir og upphafnir í sinni ísköldu fegurö. Þeir era ólympskir. Þeir eru yfirburða. Flugurnar aftur á móti háðar ljós- gjafa sínum. Ahan daginn em þær að beijast við rúöuna um aðgang að sóhnni. Við sólar- fah snúa þær sér að lampanum, brenna sig og þjóta æpandi í burtu þangað til þær drep- ast eða ljósið er slökkt og þær sleikja sár sín um nóttina uns sóhn birtist á ný. (bls. 54) Blátt fjall á roðnandi himni og nálgast það bleik skýjasæng og koddi. (bls. 56) Athyglin er hér alltaf vakandi fyrir sér- kennhegu og óvæntu í hversdagsleikanum: „Enn munu ríkja naprir norðanvindar" segir stúlkan dramatískt en ljóðrænt í veður- fréttunum. (bls. 59) „Málverk af Heklu tapaðist á leiðinni frá Akureyri til Húsavíkur." Útvarpið er mesti súrrealistinn! Blóðbankinn, feimnislegir menn af góð- verkum sínum og dáldið eins og stór böm hggjandi á bekkjum. Eftir blóðtökuna látnir rétta upp hönd, kreppa hnefa og styðja hóm- uh á sárið. Krepptir hnefar hvarvetna á lofti innan um blóðið. (bls. 39) Þar með er Blóðbankinn farinn að minna á atriði úr götubardaga! Þetta þekkja alhr lesendur skáldsagna Péturs, hvemig hann gerir hversdagsleikann framandi með lang- sóttum samlíkingum. Hann er meira í því að sýna en útskýra. Þessi bók er því fróðleg um vinnubrögð hans. En spurningin er hvort hún hafi mikið gildi í sjálfri sér. Þar er ýmis- legs að gæta. I fyrsta lagi þess, að í svona samtíningi, þar sem klausurnar koma holt og bolt, gegna þær ekki neinu hlutverki innan heildar, heldur verða að standa hver og ein á eigin fótum. Því má þetta þykja „sannari list“, hér er þá naumhyggjan enn einu sinni á ferð- inni, nú skal komist af með kjamann. Auk þess má hstinn þykja sannari þegar hún er thgangur í sjálfri sér, gegnir engu hlutverki í æðri heild. Aftur á móti er alltaf hætt við því, þegar gefin eru út svona brotasöfn á hversdagsat- hugunum, að of margt fljóti með, sumt of lágkúrulegt th að eiga erindi á prent. Það sýnist mér stundum vera hér, en ekki í því magni að sphh bókinni að ráði. Hins vegar virðist mér að svona athugasemdir njóti sín ólíkt betur í skáldsögum Péturs en hér, staða þeirra innan heildarinnar gerir þær miklu ankannalegri og frumlegri en þær geta orðið í stefnulausum samtíningi. Th að styðja þessa fullyrðingu vh ég bara benda á lýsingu smábarns í upphafi Punktsins (9.k.). Hún er alveg sambærileg við ýmsar klausur í þess- ari bók, mjög framandleg, en fær ghdi sitt ekki síst af því að við sjáum þennan dæmi- gerða einstakhng mótast áfram í sögunni: Hann velti sér á magann og starði út í loft- ið þangað th hann missti andhtið ofan í tepp- ið og hefði kanfnað ef tröhskessan hefði ekki velt honum við. Hvað er tugþraut miðað við að ná sér lúsflötum upp á hnén? Á endanum þurfti að binda hann við snúrustaur bak við hús. Hann var alger óviti og ef snærið hefði verið nógu langt, hefði hann labbað út á götu og lagst undir strætisvagninn. Þótt Franken- stein hefði komið með Drakúlu á bakinu hefði hann ekki htið upp, en þegar mamma hans birtist með rúhupinna tryllist hann. Pétur Gunnarsson: Dýröin á ásýnd hlutanna. Mál og menning 1991, 69 bls. íslenski draumurinn Tithl sögu þessarar er vissulega eftirlíking af öðrum frægari; ameríski draumurinn. En auðvitað eiga íslendingar líka sinn draum um að verða að manni, eða sína drauma. Og þeir era ekki bara svolítið öðmvísi en draumar Kana, heldur líka breythegir eftir stað og stund, eins og þessi saga leiðir í ljós. Jafnframt beinir hún ljósi að því hvað geti verið sameiginlegt þessum draumum. Kynslóðir koma Sagan spannar vítt svið, a.n.l. fjórar kyn- slóðir. Það er þó minnst um þá fyrstu, at- hafnamann á horð viö Thor Jensen. Fremur htið er um afa sögumanns, sem framan af er misheppnað skáld úr hópinum í Unuhúsi, hverfur í skugga Hahdórs Laxness, Þórbergs og fleiri. Mikið er fjahað um kynslóð foreldra sögumanns og mest um vinahóp hans sjáifs. Þetta er mikið efni, og vítt að dregið, t.d. er bókmenntaarfleið íslendinga sínálæg í þess- ari sögu. En þeim mun aðdáanlegra er hversu vel þetta er fléttað saman, skáldsagan er í senn htrík og samnjörvuð hehd. Framan af þótti mér framrás hennar heldur þung- lamaleg, þar sem skiptist á saga sveitapilts upp úr seinni heimsstyijöld og unghngahóps á áttunda áratugnum. Þar kemur líka th aö unglingasagan er miklu meira lifandi en hin fyrmefnda, sú frásögn ber meiri svip af kunnum höfundum upp úr seinni heims- styrjöldinni. En sagan verður þeim mun magnaðri þegar þessir þræðir taka að tengj- ast. Það sem heldur henni saman er í fyrsta lagi þetta merkilega umfjöhunarefni, mann- dómshugsjónir íslendinga af ýmsu tagi og á ýmsum tímum, og í öðra lagi hugvitssamleg flétta í persónutengslum. Mest munar þó um sögumann, sem er sínálægur. Hann gerir raunar htið úr sér aha tíð og kemur mest fram th samanburðar við aðra, sýnir við- brögð við þeim, en birtist þó einkum í hug- leiðingum um hvaðeina. Það ætti aö vera auðvelt flestum lesendum að lifa sig inn í þennan sögumann, sem ekki hefur sterk per- sónuleg sérkenni, en uppgötvar samhengið og skýrir. Þetta er því mikh pæhngasaga, aht er vegið, metið og túlkað. En það fer þó ekki út fyrir mörk persónunnar. Hins vegar er sögumaður nánast alvitur í þeim viðtekna skhningi að hann segir frá ýmsu sem sögu- persónan Hrafn gæti með engu móti hafa verið vitni að. Þá fylgir gjarnan setningin: „Ég sé þetta.“ Hún minnir lesendur á að aht sé þetta skáldskapur. Og æth sá fyrirvari hafi ekki venjuleg áhrif, að fá lesendur th að gerast nokkuð tortryggnir gagnvart túlk- un sögumanns. Persónur Þannig varpar sagan einkum fram spurn- ingum, miklu fremur en að svara þeim. Sem Bókmenntir Örn Ólafsson betur fer, verð ég að segja, þannig er reynsla lesenda ekki takmörkuð. Við sjáum ýmsar skýringar á því hvemig helstu persónur verða misheppnaðir menn, a.m.k. að eigin mati, ef ekki líka umhverfisins. „Ættar- fylgja" segja sumir, „íslenski draumurinn" segir sögumaður (bls. 133): „þú skalt takast það á hendur í lífinu sem hæfileikar þínir standa síst af öhu th, en afrækja hitt sem þú getur hvort sem er; því að þá hefði getað orðið svo mikið úr þér“. Á öðmm stað (bls. 100) segir hann um Sigurð, að hann hafi gert sér lífsdraum úr yfirborðslegri hrifningu af fjölskyldulífi húsbónda síns. Og lesendur gætu velt því fyrir sér hvort þarna sé ekki komin skýringin á því hve „misheppnaðir" allir em. Það sé vegna þess að mælikvaröinn sé út i hött. Oft leitar sú hugsun á sögu- mann. Og í meginsögunni sjáum við fyrst unglinga sem eru öryggislausir vegna þess að þeir eiga eftir að fara í hlutverk, koma sér upp „persónuleika“. Síðan sést hvemig persónur smám saman prófa sig áfram með fyrirmyndir, skipta um þær og festast að lok- um - flestar óánægðar. Persónur sögunnar em býsna sundurleitur hópur. Vel gerður þótti mér afinn, sem verð- ur æ sérlundaðri í einlægri félagshyggju sinni, grænmetisæta, þjóðlegur, herstöðva- andstæðingur, en hvarvetna útskúfaður vegna þess hve einlægur hann er. Góð er persónulýsingin á alkanum, og best þótt mér persónan sem mest er í sviðsljósinu. En hún er eins konar líkamning þeirrar mannghdis- hugsjónar sem mest var í tísku, þegar sögu- hetjurnar mótast, fyrir tveimur áratugum. Hann er andstæða unglinganna sem lýst var hér að framan, hann er maðurinn sem lifir í augnablikinu, „spontan", ahtaf opinn fyrir einhveiju sérkennhegu í umhverfinu. Ein- mitt þetta gerir manninn hrífandi, en sagan öðlast nýja dýpt og harmræna þegar hún sýnir hvers vegna það varð barninu nauö- synlegt að verða svona. Einn helsti kostur bókarinnar er þó hve vel hún nær dæmigerðu málfari ýmissa hópa og snýr dálítið úr því th að gera það að eins konar stimph. Og máhð á sögunni er sam- þjappað svo það er víða magnað og tvíbent. T.d. er fyrsta vísbending um að alkinn sé að fara á túr þegar hann fer að syngja við morg- unraksturinn. Síðar kemur kafli sem heitir „Og seiddi þá...“ og hefst á orðunum: „í dag skein sól á sundin blá en núna er komið kvöld og hann er enn ekki kominn heim“. Með því að nota þessa thvitnun í alþekkt sönglag, þar sem sagnoröið er í þátíð, sýnir sögumaður okkur að alkinn sé farinn á túr. Tegund Þessi saga kaUast sífeUt á við kunn bók- menntaverk, beint og óbeint. Hjónabands- sagan minnir nokkuð á Sagan öU eftir Pétur Gunnarsson, en sérstaklega virðist mér vitn- að th Skuggabox Þórarins Eldjárns. Bæði er þetta orð notað hvað eftir annað, um það að boxa út í loftið, og einnig er hluti söguþráðar- ins áþekkur, tveir íslenskir nýstúdentar fara saman th Kaupmannahafnar, ahnar skhur Guðmundur Andri Thorsson. eftir á íslandi ólétta vinkonu og hendist ytra, hinn snýr skjótlega aftur til íslands og kvæn- ist þessari sömu konu. En þessi saga er sögð frá sjónarhóli hans, gagnstætt Skuggaboxi. Það er elskulegt af höfundi að vísa svona th einnar fyrirmyndar sinnar, en það er kannski ekki fyUilega sanngjamt að setja þessa sögu þannig að óþörfu í skugga Skuggabox, sem er meiri skáldskapur. Þessi bók Andra hefur frekar ghdi sem skemmtheg frásögn og pælingar. Ég hefi mikið velt því fyrir mér hvers vegna mér finnst hún ekki geta faUið undir safnheitið „hst“, svo vel byggð sem hún er og úr skarplegum athug- unum, auk þess sem hún er vel stfluð. Mér dettur helst í hug sú skýring að hún beinist jafnan aö hinu almenna, dæmigerða, það tengist öUum hennar pæhngum og útskýr- ingum. En Ust hlýtur alltaf að skapa eitthvað sérstakt, sem verður ekki skhið eins mikið og það verður skynjað. En svo skemmtheg sem mér fannst fyrri saga Andra, Mín káta angist, þá hefur hann vaxið mikið með þessari. Guðmundur Andri Thorsson: islenski draumurinn. Mál og menning 1991, 200 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.