Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Blaðsíða 36
FIMW’UpíA<?UE£. DE^KMBER 1991. 44r4 Afmæli__________________________ Kristín Ingibjörg Lárusdóttir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, hús- freyja að Baldca í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu, er sextug í dag. Starfsferill Kristín fæddist á Blönduósi en ólst upp í Grímstungu í Vatnsdal hjá foreldrum sínum. Kristín Ingibjörg hefur ætíð átt heima í Vatnsdalnum, fyrst í Grímstungu en er hún stofn- aði heimili bjuggu þau hjónin fyrst um stund að Eyjólfsstöðum hjá tengdafólki hennar á meðan verið var að byggja íbúðarhús ogfjós að Bakka. Þau hjónin fluttu síðan aö Bakka í árslok 1954 þar sem þau hafa búið síðan. Kristín Ingibjörg sat í hrepps- nefnd Áshrepps í fjögur ár. Fjölskylda Kristín Ingibjörg giftist 24.5.1952 Jóni Bjamasyni, f. 18.11.1925, bónda. Hann er sonur Bjarna Guð- manns Jónassonar, b. á Eyjólfsstöð- um, og konu hans, Jennýjar Re- bekku Jónsdóttur húsfreyju. Börn Kristínar Ingbjargar og Jóns em Láms Björgvin Jónsson, f. 12.3. 1953, deildarstjóri á Blönduósi, , kvæntur Sigrúnu Zophoniasdóttur og eiga þau fjögur böm, Zophonías Ara, f. 1.10.1975, Eystein Pétur, f. 20.11.1978, Kristínu Ingibjörgu, f. 21.3.1980, og Grétu Björgu, f. 17.4. 1981; Bjarni Jónas Jónsson, f. 19.11. 1954, pípulagningameistari á Blönduósi, kvæntur Sólveigu Olgu Jónsdóttur og eiga þau þijú böm, Kristínu Ósk, f. 27.4.1976, Rann- veigu Rós, f. 23.4.1979 og Jón, f. 26.6. 1980; Jakob Jóhann Jónsson, f. 9.6. 1956, húsasmíðameistari á Blöndu- ósi, kvæntur Katrínu Líndal og eiga þauþrjú böm, Jón Guðmann, f. 8.12. 1978, Pétursínu Laufeyju, f. 10.1. 1980, og Jóhann Siguijón, f. 31.7. 1990; Sveinn Eggert Jónsson, f. 18.3. 1960, rafvirki á Bakka; Jón Baldvin Jónsson, f.9.4.1974, nemi, búsettur áBakka. Kristín Ingibjörg átti sjö alsystkini og em fimm þeirra á lífi. Foreldrar Kristínar Ingibjargar vora Láras Björnsson, f. 10.12.1889, d. 27.5.1987, b. í Grímstungu, og kona hans, Pétursína Björg Jó- hannsdóttir, f. 22.8.1896, d. 23.7.1985, Kristín Ingibjörg Lárusdóttir. húsfreyja. Láms var sonur Bjöms Eysteins- sonar, b. í Grímstungu, og annarrar konuhans, Helgu Sigurgeirsdóttur, ættaðrar úr Bárðardal. Pétursína var dóttir Jóhanns Skarphéðinssonar, b. að Hvoh í Víðidal, og Ragnheiðar Höllu Egg- ertsdóttur. Kristín Ingibjörg verður að heim- an á afmælisdaginn. > Andlát Anna Pálmadóttir lést í Landa- kotsspítala þriðjudaginn 3. desem- ber. Björg Jónsdóttir, hjúkrunarheimil- inu Skjóli, lést 3. desember. Jenný Jónasdóttir, Lönguhlíð 3, lést þriðjudaginn 3. desember. Jóna Jónsdóttir frá ísafirði lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 4. desember. Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði dndaöist í Hátúni 10 þriðjudaginn 3. > desember. Magnús Gunnar Magnússon, Mela- braut 11, Seltjarnarnesi, varð bráð- kvaddur á heimili sínu 2. desember. María Guðjónsdóttir, dvalarheimil- inu Höfða, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 4. desember. Runólfur Þorsteinsson bóndi, Brekku, Þykkvabæ, andaðist 2. des- ember. Sigurður Ófeigsson, Gnoðarvogi 34, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 3. desember. Stefán Erling Einarsson, Logafold 27, andaðist á bamadeild Landakotsspít- ala aðfaranótt 3. desember. Steinunn Magnúsdóttir frá Borgar- nesi andaðist 3. desember sl. á Elli- .heimilinu Grund. Guðmundur Torfason frá Kollsvík, til heimilis á Njálsgötu 36, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 3. des- ember. , Jaröarfarir Vilhjálmur Lárusson, Frakkastíg 19, lést 23. nóvember. Jarösett hefur ver- ið í kyrrþey að ósk hins látna. Konrad Hilmar Hatlemark trésmiður lést 1 Landakotsspítala 2. desember. Útforin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. desember kl. 10.30. Magnús Einarsson frá Búðum, Stað- arsveit, er látinn. Útförin verður gerð frá Búðakirkju laugardaginn 7. nóv- ember kl. 14. Sighvatur P. Sighvatz sjómaður, Að- algötu 11, Sauðárkróki, lést á heimili sínu laugardaginn 30. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Sauðár- krókskirkju laugardaginn 7. desemb- er. Marta Kristín Eggertsdóttir, Blöndu- hlíð 27, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 6. desember kl. 15. Páll Gunnarsson, fyrrverandi skóla- stjóri á Akureyri, Lækjarási 11, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá •Akureyrarkirkju föstudaginn 6. des- ember kl. 13.30. Kristinn Vilhjálmsson, Aðalstræti 82, Akureyri, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 9. des- ember kl. 13.30. Kveðjuathöfh fer fram í Minjasafnskirkjunni á Akur- eyri föstudaginn 6. desember kl. 16. Sigríður Jónsdóttir kennari, frá Tungu í Fljótum, Safamýri 44, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 6. desember kl. 13.30. Þórdís Eyjólfsdóttir, hjúkrunar- heimilinu Skjóli, áður Vesturgötu 59, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. des- ember kl. 10.30. Fundir Digranesprestakall Jólafundur kirkjufélagsins verður í safn- aðarheimilinu við Bjamhólastíg í kvöld, 5. desember, kl. 20.30. Fjölbreytt jóladag- skrá, veislukaffi og aö lokum hugvekja. Kvenfélag Fríkirkjunnar I Reykjavík Jólafundur félagsins verður mánudaginn 9. desember kl. 19.30 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Hefst hann með borð- haldi. Munið jólapakkana. Jólafundur ITC Bjarkarinnar verður haldinn að Hótel Óðinsvé í kvöld, 5. desember, kl. 19 stundvíslega. Fundur- inn er öllum opin. Skemmtidagskrá. Nán- ari upplýsingar gefa Gyða í s. 687092 og Magný í s. 22312. Kvenfélag Hallgrímskirkju Jólafundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 5. desember kl. 20.30 í suð- ursal (aðaldyr). Mótettukórinn syngur og á borðum verður súkkulaði og jóla- brauð. Að lokum flytur sr. Karl Sigur- bjömsson jólahugvekju. Tórúeikar Bjartmar Guölaugsson á Tveimur vinum í kvöld mun Bjartmar Guölaugsson halda tónleika á skemmtistaðnum Tveir vinir og annar í frii. Bjartmar hefur litið látið á sér kræla í Reykjavík undanfariö og hefur verið að safna í sarpinn nýjum lög- um og sögum. Hann gefur út nýja hljóm- plötu eftir áramótin og mun hann flytja lög af þeirri plötu og að sjálfsögðu gömlu góðu lögin. Síðan skein sól ætlar að halda uppi dansdampi á laugardagskvöld. Egill og Draumasveitin á Púlsinum í kvöld heldur Egill Ólafsson tónleika á Púlsinum ásamt Draumasveitinm en hana skipa Ásgeir Óskarsson, trommur, Berglind Björk, söngur, Björgvin Gísla- son, gitar, Haraldur Þorsteinsson, bassi, og Þorsteinn Magnússon, gítar. Flutt verður efni af nýrri hljómplötu Egils, Tifa tifa, sem Skífan gefur út, ásamt öðru völdu efni Egils. Tónleikamir hefjast upp úr kl. 22 og standa til kl. 1. Tilkyimingar Málverkauppboð á Hótel Sögu Gallerí Borg heldur Ustmunauppboð í kvöld, 5. desember. Uppboðið fer fram á Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Boðin verða upþ um 70 verk, nær öU eftir þekkta lista- menn. Uppboðsverkin verða sýnd í GaU- erí Borg við AusturvöU í dag, 5. desemb- er, kl. 14-18. Spectrangle, nýtt og spennandi fjölskylduspil Nýlega kom á markaðinn hér nýtt spU sem kaUast Spectrangle og er nýr og spennandi fjölskylduleikur sem samein- ar fæmi og fjör og geta aUt að 8 leikmenn á öUum aldri spUað í einu. íslenskar leið- beiningar fylgja spilinu og er Spectrangle afar auðlært spU sem gengur út á það að skora fleiri stig en mótspUaramir með því að staðsetja skrautlega spUaþríhym- inga betur en mótspUaramir. Spectr- angle kom á markaðinn í Englandi í á- gúst 1990 og hefur fengið mjög góðar við- tökur þar. SpUið er að k'oma á markað í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Frakk- landi, Danmörku, ítaUu og er nú komið á markað hér á landi. HeUdsöludreifmg á Spectrangle er hjá Hans Petersen hf. Vélsleða- og útilífskynning á Akureyri Sýning á vélsleðum, útbúnaði og útilífs- vörum verður í sýningarsal við Tryggva- braut hjá íþróttaskemmunni á Oddeyri laugardaginn 7. des. kl. 11-18 og á sunnud. 8. des. kl. 11-16.1992 árgerðimar af Yamaha, Ski doo, Lynx, Arctic cat og Polaris í meira úrvaU en annars staðar hefur verið sýnt áður á íslandi. Björgun- arsveitir sýna 'útbúnað shm. Kynning og þjálfun í nýja GPS staðsetningartækjun- um, sala á alls konar aukahlutum, klæðnaði og útilífsvörum. Bílaumboð sýna glæsUega jeppa og 4x4 bfla. Sleða- kerrur og tjaldvagnar á skíðum. Árshátíð LÍV verður haldin í Sjailanum kl. 19.30 á laugardagskvöld, borðhald, skemmtiat- riði, dans. Skráning á árshátíðina í síma 96-22970. Afsláttur fyrir LÍV-félaga og sýningargesti á hótelum á Akureyri. Kolbrún S. Kjarval opnar vinnustofu í byijun nóvember opnaði Kolbrún S. Kjarval vinnustofu að Víðimel 35. Kol- brún hefur unnið að leirlist í yfir tuttugu ár, lengst af í Danmörku, haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Á vinnustofu sinni verður Kol- brún með eigin leirmúni tíl sýnis og sölu, einnig má sérpanta persónulega muni, t.d. með áletrun, í samráði við lista- konuna og er enn m.a. hægt að fá bolla með nafhi fyrir jól. Vinnustofa Kolbrún- ar verður opin mánudaga tU fostudaga kl. 14-18. AUar helgar fram tíl jóla verður vinnustofan opin lengur. Myndgáta dv Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 M. BUTTERFLY eftir David Henry Hwang 6. sýn. föstud. 6. des. kl. 20. 7. sýn. laugard. 7. des. kl. 20. Siöustu sýningar tyrir jól. etaó lija eftir Paul Osborn í kvöld kl. 20. Sunnud. 8. des. kl. 20. Siðustu sýnlngar tyrlr jól. BÚKOLLA Barnaleikriteftir Svein Einarsson. Laugard. 7. des. kl. 14. Sunnud. 8. des. kl. 14. Siöustu sýnlngar fyrir jól. Litla sviðiö: KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Föstud. 6. des. kl. 20.30. Uppselt. 40. sýning. Laugard. 7. des. kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 8. des. kl. 20.30. Uppselt. Föstud. 13. des. kl. 20.30. Laugard. 14. des. kl. 20.30. Pantanlr á Kæru Jelenu sækist viku fyrir sýningu ella seldar öör- um. ATHUGIÐ AÐ EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUMINN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram aö sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum í síma frá kl. 10 alla virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla: Leikhúsmiði og þriréttuð máltið öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Borðapantanir i miðasölu. Leikhúskjallarinn. | fSLENSKA ÓPERAN eftir - W.A. Mozart örfáar sýningar eftir. Ath. Breytlng á hlutverkaskipan Næturdrottning: Sigrún Hjálmtýsdóttir 1-hirðmær: Elisabet Erlingsdóttir Papagena: Katrin Slgurðardóttir Föstudaginn 6. des. kl. 20. Sunnudaginn 8. des. kl. 20. Ósóttar pantanir seldar tveimur dögum fyrir sýningar- dag. Miöasalan opin frá kl. 15-19, sími 11475. Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.