Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. 17 Menning Tjúlli á villigötum Kötturinn Tjúlli er kominn á fulla ferö á nýjan leik og er sem fyrr duglegur aö gefa notadijúg holiráð og miðla af reynslu sinni eins og sjá má þessari tilvittiun: (bls. 6) Áður en Tjúlli gekk yfir götuna horfði hann vandlega til beggja hliða til að aðgæta hvort nokkur bíll væri að koma. Tjúlli leggur af stað frá henni Siggu fóstru sinni ásamt Þórði fisksala niður á höfn að kaupa fisk. En forvitinin ber hann ofurliði sem oft áður og hann lokast um borð í skipi og endar ferðina á ísafirði. En eins og áður verður góðhjartað fólk á vegi kattarins sem kemur honum til bjargar. Söguefnið er ekki ýkja frumiegt, það hafa verið skrifaðar ótal hrakningasögur af dýr- um áður. Sagan um Tjúlla byrjar þokkalega. Lýsing- amar á athafnalífinu niðri við höfn eru til að mynda vel úr garði gerðar. Einnig koma ýmsar skemmtilegar persónur við sögu svo sem Sigga gamla og Þórður fisksali. Sagan þynnist hins vegar út eftir því sem líður á frásögnina og endar eiginlega í engu. Það er engu líkara en höfundurinn missi flug- ið gjörsamlega. Sérstaklega þegar hann fer að lýsa vinsældum fyrra bóka um Tjúlla: (bls. 42-43) „Er þetta ekki kötturinn úr Tjúlla bókinni?" hrópaði einn strákurinn. „Jú, þetta er hann,“ hrópuðu hin börnin einum rómi: Presturinn var jafnnær. „Tjúlla-bókinni?“ tautaði hann og klóraði sér í höfðinu. „Hvaða bók er það?“ Teikningamar sem fylgja sögimni um Tjúlla em mjög misgóðar. Stærri myndimar em Bókmenntir Jóhanna Margrét Einarsdóttir margar hveijar afar vel heppnaðar, má þar sem dæmi nefna myndirnar af séra Karli Matthíassyni á bls. 43 og 45. Það em heilsíðumyndir á öllum hægri síðum bókarinnar og litlar myndir með textanum á vinstri síðunum. Litlu myndimar eru margar hveijar misheppnaðar og sumum þeirra hefði alveg mátt sleppa því þær skipta engu máli. Sem dæmi um það má nefna mynd af ljósa- krónu bls. 16, og mynd af fiski á diski bls. 44. Ekki era þó allar smámyndimar sem fylgja textanum svo tilgangslausar, sumar þeirra styðja við gang sögunnar eins og til dæmis myndin á bls. 40 sem er nú raunar einnig af séra Karli. Það er varla hægt annað en segja aö þessi Tjúlla-bók standi bókinni Lán í óláni, sem kom út í fyrra, að baki. Tjúlli á fullri ferö Texti: Haraldur Ingi Jónsson Teikningar: Haraldur Ingi Siguróarson örn og Örlygur, 1991 Saga Perlunnar er rakin í Islensk samtíð. Aðgengilegur fróðleikur Á síðasta ári hóf Vaka-Helgafell útgáfu árbókar, íslenskrar samtíðar, sem virðist vera eins konar blanda dönsku árbókarinnar Hvem-Hvad- Hvor og Almanaks Þjóðvinafélagsins. Tókst þetta framtak hið besta. Rit- ið var eigulegt og fróðlegt og línurit og skýringarmyndir sérstaklega vel heppnað. Nú er annað bindi komið út, íslensk samtíð 1992, og er Vilhelm G. Kristinsson enn ritstjóri. Fyrsti hlutinn er annáll frá júlí 1990 til júní 1991. Þar ber hæst lands- fund Sjálfstæðisflokksins, þar sem Davíð Oddsson var kosinn formaður, og þingkosningamar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sigraði, komst upp í fyrri stærð sína, en eftir þær myndaði Davíð stjórn útí í Viðey, eins og frægt er orðið. Em fjölmargar myndir af forsætisráðherranum nýja í Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson bókinni. Hvað hefði gerst, hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki skipt um for- ystu? Þá væri hér vafalaust enn vinstri stjóm og Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra. Tvennt annað vaktí sérstaka athygli mína. í nóvember 1990 tók Guð- mimdur J. Guðmundsson 100 milljónir út úr reikningi Dagsbrúnar hjá íslandsbanka: Hann var óánægður með það, hversu háa vexti hann fékk fyrir peningana! Var þetta ekki furðulegt? Var hann ekki að bregðast umbjóðendum sínum með því að flytja féð í verri ávöxtun? í febrúar 1991 strandaði Steindór GK-101, og björgðuðu þyrlur frá Landhelgisgæslunni og Vamarliðinu áhöfninni: Ekki virðist vanta björgunarþyrlur á íslandi þrátt fyrir öll stóryrði síðustu vikna, heldur sæmilega viðgerða- og síma- þjónustu við björgunarlið. Annar hlutí er um fólk í fréttum, hveijir hafa lokið doktorsprófi, hlotíð verðlaun, verið skipaðir í nýjar stöður hjá hinu opinbera, fengið störf í fyrirtækjum og svo framvegis. Þriðji hlutinn er síðan Alfræði líðandi sttmdar, margvíslegur fróðleikur í stafrófsröð, mjög aðgengilegur. Þar verðum við margs vísari. Áfengisneysla hefur minnkað á landinu. 121 maður stimdar nám erlendis í húsateiknun, arkitektúr, og 24 em í kvikmyndagerð. íslendingar spara sér rúman miHjarð vegna heita vatns- ins og raforkunnar. Vestfirðingar em tekjuhæstir allra landsmanna. (Falla ekki svigurmæli Matthíasar Bjarnasonar um ofsóknir gegn Vest- firðingum um sjálft sig, þegar þetta er upplýst: Fólk flyst greinilega ekki frá Vestfjörðum vegna slæmrar afkomu.) Stúdentspróf nýtist tiltölulega illa, nema menn ætli í háskólanám. íslenska krónan hefur rýmað frá myntbreytingunni í ársbyijun 1981 niður í 9,8 aura. íslendingar nota greiðslukort meir en nokkur önnur þjóð. Gjaldþrot em hér ótrúlega al- geng. Og þar fram eftir götunum. Gagn er og gaman að þessu fallega uppsláttarriti og fátt eða ekkert misjafnt um það að segja. Vllhelm G. Kristlnsson: íslensk samtfð 1992 Vaka-Helgatell, Reykjavfk 1991. ^4 BLÁFH'-' Fallegt útlit góð tæknileg hönnun og mikil tóngæði eru helstu kostir Vestur-þýsku Elta hljómtækjanna. ST0RK0STLEGT JOLATILBOÐ Á GLÆSILEGUM HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐUM ELTA 2561 Hljómtækjasamstæða m/plötuspilara, tvöföldu kassettutæki, útvarpi, tveimur 20w hátölurum og fjarstýringu. Jólatilboð - Verð kr. 16.990,- ELTA 2615 Hljómtækjasamstæða m/geislaspilara, plötuspilara, tvöföldu kassettutæki, útvarpi, tveimur 30w hátölurum og fjarstýringu. Jólatilboð - Verð kr. 29.970,- ELTA 2613 (SJÁ MYND) Hljómtækjasamstæða m/geislaspilara, plötuspilara, tvöföldu kassettutæki, útvarpi, tveimur lOOw hátölurum og fjarstýringu. Jólatilboð - Verð kr. 34.990,- ELTA 2616 Hljómtækjasamstæða m/geislaspilara, plötuspilara, tvöföldu kassettutæki, útvarpi, tveimur 50w hátölurum og fjarstýringu. Jólatilboð - Verð kr. 36.990,- ELTA 2710 Hljómtækjasamstæða m/geislaspilara, plötuspilara, tvöföldu kassettutæki, útvarpi, tveimur lOOw hátölurum og fjarstýringu. Jólatilboð - Verð kr. 39.990,- •8 f Gæði á góðu verði Greiðslukjör við allra hæfi Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91 -670420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.