Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1991. 15 Ameríski draumurinn Ég hef lengi verið svolítið veikur fyrir amerískum bílum. Þetta á sér sennilega rætur allt til bernsku eins og svo margt annað. Þannig var að foreldrar mínir áttu Fólks- vagn sem raunar er ekki í frásögur færandi. Dag einn síðsumars héldu þau með okkur krakkana í beija- mó. Það var frekar þröngt í bílnum en við létum það ekki á okkur fá. Á miðri leið í beijamóinn rýmkað- ist þó heldur um okkur. Faðir okk- ar skipti Fólksvagninum upp í doll- aragrín af Sévrólett-gerð. Eg minn- ist þess enn hve rúmt var um rassa aftur í dollaragríninu og lappir gátu teygst að vild. í harðri lífsbaráttunni hef ég þó aðeins abð þennan ameríska draum með mér og lítið gert í mál- inu. Þegar ég kynntist konuefninu átti hún einmitt Fólksvagn en ég engan enda fátækur skólapiltur. Þessi Fólksvagn var kominn til ára sinna en ágætur samt. Hann var að vísu þeirrar náttúru að ef ekið var ofan í holu og sveigja kom á bohnn þá opnuðust báðar bílhurð- irnar. Eitthvað var búkur bílsins farinn að gefa sig af ryði en þessu mátti vel venjast. Gulur Jarúzelski í áranna rás hef ég, svona rétt eins og hver annar Mörlandi, eign- ast nokkra bíia. Þar hefur öhu ægt saman. Eitt sinn átti ég Kortínu. Þannig bílar eru víst ekki fram- leiddir lengur. Þá hefur nokkra jap- anska sparibauka rekið á mínar fjörur og á meðan við hjónin vorum að koma þaki yfir höfuðið áttum við pólskan Fíat. Kært var meö mér og þeim pólska þótt hann væri ekki við alþýðuskap. Meðan ég átti hann þurfti ég bæði að skipta um hjarta og lungu í vagninum. Allt innvols var ónýtt. Hann hafði verið sóleyj- argulur þegar verkamenn Sam- stöðu ýttu honum af færibandinu en var nú tekinn að dökkna nokkuð af ryði. Það var því ekki nóg með það að innrætið væri undarlegt; útlitið var einnig svart. Ég varð því að gefa honum eina gula yfirferð. Sá pólski naut þó fuhrar virðingar á mínu heimili og var gjarnan kall- aður Jarúzelski í höfuðið á leiðtoga pólska Kommúnistaflokksins. Þeir heyra nú sögunni til Ukt og sá sól- eyjarguli. Eg losnaði við þann pólska er ég hitti mann sem var að leita sér að reiðhjóU. Ég sannfærði manninn um ágæti bílsins. Ein- hverra hluta vegna borgaði hann aldrei síðasta vrnlinn. Stéttarvitund þess pólska Eitt má þó gulur minn eiga. Hann er eiginlega undirstaða stéttarinn- ar á bílastæðinu heima hjá okkur hjónakomunum. Það atvikaðist þannig að stór dreki frá steypustöð ók á nefiö á gul þar sem hann beið þegjandi og hljóðalaus eftir frúnni. Hún sá það af hyggjuviti sínu að beyglan á nefi Jarúzelskis mátti eiga sig. Hún samdi því við eigend- ur steypudrekans og fékk steyptar hellur á planið í sárabætur fyrir andUtslýti þess pólska. Jarpureðalvagn Ameríkubakterían lifði þó þrátt fyrir skrautlega útgerð. Og eitt sinn tókst mér að komast yfir sUkan glæsivagn. Hann var rauður og af Ford-gerð. Mér er það minnisstætt að vagninn var sjálfskiptur og eftir þvi þægilegur. Ég var alsæU. Kon- an var þó aldrei hrifin. Hún hafði ekki fengið þessa hakteríu. Hún taldi bUinn hinn mesta bensínhák. Verra var þó að hún sagði húddið á honum svo langt að útilokað væri að sjá fram fyrir þessi ósköp. Ég uggði þó ekki að mér. Taldi máUð í höfn þar sem ég fékk sam- þykki fyrir kaupunum. Konan sagði síðar að hún hefði ekki haft bijóst í sér til að stöðva gjörninginn eftir að ég sá bílinn. Hún lýsti eigin- manni sínum eins og Utlum dreng sem fær stóran, harðan pakka í jólagjöf. Ég mun lítt hafa tyllt í tæmar rétt á meðan á þessu stóð. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Símhringing Ég var því óviðbúinn þegar konan hringdi eitt sinn til mín í vinnuna. Sá rauði stóð stífbónaður fyrir ut- an. Konan var mjúk á manninn í símanum. Boðskapnum kom hún þó til skUa. Þú verður, góði minn, sagði hún, að selja þennan langa hensíndreka þinn. Ég fór í morgun, hætti hún við, upp í Mazda-umboð. Þeir eiga svo Utinn og krúttlegan bíl að ég pantaði einn fyrir okkur. Ég sé enn eftir þeim jarpa. Ég gat ekki á mér setið, þegar viö náðum í nýju pútuna, að segja konunni að mér þætti saumavélarhljóð í þess- ari dós. Hún lét þessa athugasemd mfna sem vind um eyru þjóta. Sendurtil baka Síðan hafa árin Uðið. Ég geymdi með mér ameríska drauminn og bar mig karlmannlega. Sagði jafn- vel út á við að gott væri að eiga þessa sparneytnu bUa. Ég lét á engu bera og handskipti smábUum mögl- unarlaust. Draumurinn tók þó nokkrum breytingum. Nú var ekki nóg að hafa kaggann amerískan. Þetta varð helst að vera jeppi og þá af sæmilegri gerð. Á leiðinni heim úr vinnunni er bílaumboð sem býður þessa dreka. Ég gjóaði stundum augunum á þá þar sem þeir stóðu gljáfægðir í röðum. Meira lét ég þó ekki eftir mér. Þar tíl í haust. Þá prófaði ég einn og mannaði mig upp í að sýna kon- unni fákinn. Hún sendi mig með hann til baka. Ég kom því heim á mínum japanska sparibauk og bar harm minn í hljóði. Að gerast fjallamaður Nú sá ég að beita þurfti brögðum ef árangur ætti að nást. Ég hugsaði máhð og reyndi að sjá út hvernig ná mætti tökum á konunni. Ég er lítUl fjaUamaður og enn minni skíðamaður. Konan og börnin hafa aftur á móti öll yndi af skíðaferðum og konan lúmskan áhuga á hálend- inu. Þarna sá ég mér leik á borði. Ég fékk skyndUegan skíðaáhuga og fjöU og hálendi voru ekkert mál. Bara að fá sér heppUegt farartæki til þess að komast þangað. Konan sá í gegnum þetta. Hún þekkir sinn mann. Hún veit að hans áhugamál eru þau helst að Uggja uppi í sófa og lesa. Síðasta hálmstráið Þá var það örþrifaráðið. Beita börnunum. Standa sameinuð gegn skynsemi konunnar og heimta fjór- hjóladrifiö apparat. Það var UtUl vandi að snúa strákunum. Þeir eru báðir með bíladeUu og sáu ekkert nema kostina eina við jeppakaup. Skítt með milUgjöfina og bensín- eyðsluna. Það er vandamál pahba gamla. Eldri dóttirinn fékkst fljót- lega á band fóður síns. Þá var að- eins eftir sú dáUtla. Hún er aðeins tveggja ára og hefur skUjanlega ekki skipt sér mikið af bílaviðskipt- um. Nú reið á að fá hana í Uö með sér. Ég hóf því innrætingu þegar við feðginin vorum ein saman. Þeg- ar því var lokið fórum við hjónin í bUtúr á • okkar fjölskyldubíl og barnið sat bundið í sinn bUstól. Ég beið og vonaðist eftir stuðningi úr aftursætinu. Barnið brást ekki föð- ur sínum. Þegar við vorum komin af stað heyrðist prinsessan kalla: „Pabbi kaupa jeppa!“ Konan leit undirfurðulega á mann sinn en hann hélt bara um stýrið eins og þessi athugasemd barnsins væri sjálfsagt mál. Rödd skyn- seminnar kaffærð Járnið skaltu hamra heitt, hugs- aði ég með mér og fór jiegar næsta morgun á bílasöluna. Eg fékk lykla að öðrum amerískum jeppa og fékk að prófa. Annan strákinn fékk ég með mér. Vissi sem var að þar var öflugur stuðningsmaöur. Við gef- um þetta ekki eftir, sagði strákur, um leið og faðir hans rak jeppann í fjórhjóladrifið og gaf inn. Við hlustum ekki á neinn bömmer í múttu, bætti strákurinn við. Við fórum heim með trylhtækið, beittum sameinuðum sannfæring- arkrafti okkar. Það tók okkur viku með léttum tækhngum að fá sam- þykki fyrir kaupunum. Rödd skyn- seminnar á heimhinu var þó ekki sannfærð. Hún lét bara undan eins og þegar sá jarpi fékkst keyptur um árið. Nú var þaö ekki eingöngu fað- irinn sem ekki tyhti í tærnar. Nú höfðu tveir guttar bæst við með þetta sérkennhega göngulag. Beðið eftir símhringingu Ég er farinn að nota torfærutröh- ið í vinnuna. Þar stendur það gljá- fægt og bíður eftir eiganda sínum. Spurningin er bara sú, hvenær hringir þessi elska í mig í vinnuna og segir: Æ, ég sá einn svo agalega htinn og krúttlegan. Seldu nú snar- lega þessa löngu bensínhvelju þína. . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.