Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 45
TPPI Hrqa7/aSrRn V ÍTTTnAdHADIIA.I LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. 57 DV Verðugir fulltrúar siraiar stéttar Sá siður hefur færst í vöxt hin síðari ár að bókaforlög hafa gefið út bækur sem helgaðar eru fyrst og fremst ákveðnum þjóðfélagshópum eða stéttum svo sem sjómönnum, bændum, konum o.s.frv. Segja má að þess háttar útgáfustarfsemi sé tvíþætt: Annars vegar vekur hún athygli á ein- staklingum sem á ýmsan hátt skara fram úr í sinni stétt eða hún kynnir stéttina sem heild meðal þeirra sem önnur störf stunda. Þó að vakin sé athygli hér á þessari tegund bók- mennta er það síður en svo gert í neikvæðum tilgangi. Margar eru bækur þessar vel skrifaðar og út- gáfan vönduð af hálfu forlagsins og því báðum til sóma. Það á að minnsta kosti við hér. Ein þessara bóka barst mér í hendur nýlega. Hún heitir: Bændur á hvunndagsfótum III. bindi og er skráð af Helga Bjarnasyni. Höfund- ur velur viðmælendur eða frásagn- armenn sína sinn úr hverjum landsfjórðungi. Þó að þeir séu ólík- ir og viðfangsefni þeirra sitt með hverju móti eru þeir verðugir full- trúar sinnar stéttar og flestir eða allir þjóðkunnir menn á sína vísu en þeir eru: Egill Ólafsson á Hnjóti í Barðastrandarsýslu, Eiríkur Sig- fusson á Sílastöðum í Eyjafirði, Björn Sigurðsson í Úthlíð í Bisk- upstungum og Egill Jónsson á Seljavöllum í Hornafirði. Helgi Bjarnason hefur skráð viðtöl við fjóra bændur. Bókrnenntir Albert Jóhannsson ________________Menning ítarlegri og betri stangaveiðibók Þeir stangaveiðifréttamenn Gunnar Bender og Guö- mundur Guðjónsson hafa sent frá sér bókina Stanga- veiðibókin 1991. Þeir hafa sent frá sér slíka árbók um stangaveiði þrisvar áður. Það er óumdeilt að fyrir stangaveiðimenn er árbók þeirra félaga ómissandi. Það er einnig gleðiefni að bækurnar hafa batnað ár frá ári og sú sem nú var að koma út ber af á öllum sviðum. Hún er stærri og ítarlegri en fyrri árbækur, í henni er fjöldi ljósmynda sem fyrr en í fyrsta sinn er fjöldi fallegra litmynda í bókinni. Bókin skiptist í þrjá meginkafla. Það eru frétta- annáll, laxveiðin í einstökum ám og silungsveiðin. í fréttaannál bókarinnar er að finna næstum allt sem varðar laxveiðarnar á árinu. Auk þess er fjöldi af skemmtilegum veiðisögum frá liðnu sumri. Þar er líka að fmna verðskrá yfir allar laxveiðiár landsins sem er afar gagnleg. Þessi kafli er bæði fróðlegur og skemmtilegur. Fyrir laxveiöimenn er hins vegar kaflinn um veiðar í einstökum ám áhugaverðastur. Þar er í fyrsta lagi skrá yfir hve mikið veiddist í hverri á árin 1989,1990 og 1991. Þetta er ekki bara fróðlegt heldur afar gott fyrir þá sem eru að spá í veiðamar næsta sumar, þeg- ar menn spyrja hvar séu mestar líkur á sæmilegri veiði. Þá er og rakið hvernig gekk í sumar í hverri á fyrir sig. Þátturinn um silungsveiðamar er fyrirferðarm- innstur. Hann er þó snöggtum meiri en í síðustu bók. Þar sem mun stærri hópur fólks stundar silungsveiði en laxveiði vegna verðs á veiðileyfum ættu þeir félag- ar að sinna enn betur þættinum um silungsveiðar, bæði í vötnum og ám landsins. Stangaveiði, hvort heldur rennt er fyrir lax eða sil- img, á sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Þeg- ar hin furðulega verðskrá yfir laxveiðiámar er skoðuð og þær fréttir í bókinni lesnar að ekki hafi tekist að selja nærri því öll veiðileyfin í laxveiðiánum síðastlið- ið sumar vegna verðs á veiðileyfum gæti svo farið að innan ekki langs tíma verði seljendur veiðileyfa komn- Gunnar Bender, annar höfunda Stangaveiðinnar 1991. Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson ir niður á jörðina og að almenningur geti farið að stunda laxveiðar í sæmilegum ám. Þá verður heldur ekki langt í það að Stangaveiði áriö 1991 verði metsölu- bók. Gunnar Bender og Guömundur Guðjónsson Stangaveióin 1991 ísafold 1991 Varðveitir víkingaskipið Egill á Hnjóti er fyrst og fremst þjóðkunnur maður fyrir söfnun og varðveislu sjaldgæfra muna. Þegar hann var búirm að koma á stofn væn- legu minjasafni ákvað hann að gefa Vestur-Barðastrandarsýslu það ef hún vildi byggja yfir það. Hún tók gjöfinni og byggði myndarlegt safnhús á Hnjóti. Þegar safnið var vígt 1983 geymdi það rúmlega 2000 muiú. En Egill lét þar ekki staðar numið. Hann varðveitir svokallað víkinga- skip frá þjóðhátíðarári 1974 og vélbátinn Mumma sem smíðaður var 1935. Árið 1973 gerðisf'EgiIl starfsmaður Flugmálastjórnar. Síðar kom hann á fót vísi að flugminjasafni sem hann svo gaf Flugmálastjóm. Auk alls þessa hefur Egill verið forystumaður í bændastétt á ýmsum sviðum. Landgræðsla og landvemd á og sterk tök í honum. Fer sínar eigin götur Eiríkur Sigfússon er yngstur viðmælenda Helga Bjamasonar, fimmtug- ur að aldri. Við kynnumst í þætti hans athafnamanni sem fer sínar eigin götur og lætur engan binda sig eða skipa sér fyrir. Frásaga hans er í hnotskum þverskurður af landbúnaðarsögu síðustu áratuga. Hún lýsir því á óbeinan hátt hvemig frumbýlingi tekst að verða sjálfbjarga og efna- lega gildur bóndi sem færist mikið í fang. Hann rekur félagsbú í sam- vinnu við mág sinn, Stefán Bjömsson, og það á ef til vill sinn þátt í vel- gengninni. Eiríkur lýsir á hreinskiptan hátt viöskiptum sínum við bankavald, fé- lagsskap samvinnumanna, sigrum og ósigrum. Hann fer sínar eigin götur og oft held ég að lesandinn hefði kosið að vera honum samferða. Nú sinnir Eiríkur félagsstörfmn í heimabyggð sinni. Þar sem annars staðar mætir hann mótspyrnu en verður ekki auðveldlega ofurliði borinn. íleitað heituvatni Björn Sigurðsson í Úthlíð er meðal annars þekktur fyrir það að búa á stærstu séreign á Suðurlandi eins og segir í kynningu. Hann hóf búskap í Úthlíð og bjó þar í sambýli við bróður sinn, Jón, þar til Jón slasaðist við bústörf sín og hefur verið fatlaður síðan. Úthlíö mun vera talin ein besta fjárjörð landsins og Bjöm átti margt fé þegar riðuveiki tók aö herja á fjárstofn hans. Niðurskurður var bjarg- ráðið en reglur þær sem settar voru við fjárskipti komu illa við hann. Þrautaráðið var að snúa sér að öðm. Hann leigði lönd undir sumarbú- staði og byggði aðstöðu fyrir ferðaiðnað, m.a. sundlaug. Þá er barátta hans í leit að heitu vatni hetjusaga sem endaði vel. Ryðjur nýjum starfsháttum veg Síðastur til frásagnar er EgOl, bóndi og alþingismaður á Seljavöllum í Nesjum í Homafirði. Egill á Seljavöllum er löngu þjóðkunnur maður og því vart þörf á því að kynna hann hér. Saga hans er samtengd bænda- menningu okkar, dugnaðarbóndans sem aflar sér góðrar og hagnýtrar menntunar, miðlar henni til stéttar sinnar, gerist bóndi á nýbýli og á þátt í því bæði sem bóndi og héraðsráðunautur að ryðja nýjum starfsháttum veg. Árangur þeirra starfa verður sá að sýslungar hans og samferðamenn í stjórnmálum velja hann til forystu. Það er alkunn saga og verður ekki rakin hér: Á bókarkápu er falleg mynd af góðu, sunnlensku býlf, Fit undir Eyja- fjöllum. Höfundur á þakkir fyrir þessar bækur BÆNDUR Á HVUNNDAGSFÖTUM III. Höfundur: Helgi Bjarnason. Hörpuútgáfan 1991 JOLIJAPIS Technics xuocd Fullkomin og kraftmikil samstæða og allar einingar eru stakar í þessari skemmtilegu hljómtækjasamstæðu Aisjáífvirkur plötuspilari tvöfalt seguiband fuilkominn geislaspiiari magnari 2 x 40 fi,v's W m/surround tengimöguleikum útvarp m/FM, MW, LW og timer kraftmiklir hátalarar 2way, 50 Rm W / 100 Ms W fuilkomin fjarstýring JAPIS3 BRAUTARHOLTl 2 OG KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.