Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 62
74 LAUGARDAGUÍl 7. ÖESEMBER 1991. Afmæli Jón Sigurðsson Jón Sigurösson framkvæmdastjóri, Rituhólum 3, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Jón fæddist í Ólafsvík en ólst upp í Borgamesi og á Hvítárvöllum. Hann lauk námi frá VÍ1962 og fram- haldsnámi á Englandi áriö eftir. Á skólaárunum vann Jón viö ýmis landbúnaöarstörf, verslun og sjó- mennsku en að námi loknu stundaöi hann ýmis verslunar- og skrifstofu- störf. Hann var fulltrúi viö Verslun- arráð íslands 1967-68, hjá The Un- ited Nation Conference on Trade and Development í Genf 1968-70, framkvæmdastjóri íslensks mark- aöar hf. á Keflavíkurflugvelli 1970-82, skipufagöi og stjórnaöi stofnun Miklagarðs hf. og fram- kvæmdastjórifyrirtækisins 1982-88, framkvæmdastjóri íslenska sjón- varpsfélagsins hf. - Stöövar 2 - 1988-90 og hluthafi og framkvæmda- stjóri Rammageröarinnar hf. frá 1990. Jón hefur tekiö virkan þátt í hin- um ýmsu félagsstörfum. Hann var varaþingmaöur fyrir Sjálfstæöis- flokkinn í Vesturlandskjördæmi 1974-78, sat í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sinnti formennsku í sjálfstæðisfé- lögum og stjórnum auk ýmissa ann- arra starfa fyrir Sjálfstæöisflokk- inn.^ar fyrsti sóknarnefndarfor- maður Hólabrekkusóknar, formaö- ur Foreldra- og kennarafélags Hóla- brekkuskóla, stöðvarstjóri alþjóða radíóáhugamannastöövarinnar 4UI ITU, í stjórn International Amateur Club í Genf og í stjórn International DX Organization í Genf 1969-70, hef- ur starfað í Rotary síöan 1978 eftir fyrirlestra og kynnisferö til Ástralíu á vegum Rotary International en Jón er nú forseti Rotaryklúbbsins Reykj avík - Austurbær. Fjölskylda Jónkvæntist 14.11.1964Ólöfu J. Sigurgeirsdóttur, f. 16.9.1944. For- eldar hennar eru Sigurgeir Ólafs- son, fyrrv. skipstjóri, og Elísa G. Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Böm Jóns og Ólafar eru Olafur Jón, f. 5.8.1966, tölvuforritari, kvæntur Gerði P. Guðlaugsdóttur, f. 29.6.1966, og eiga þau einn son, Guðjón Bjarka, f. 26.3.1989; Asgeir, f. 1.10.1967, nemi í Myndlista- og handíðaskólanum; Elísa Guölaug, f. 16.4.1973, nemi viö Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. Systkini Jóns eru Ingibjörg Sig- uröardóttir, f. 13.1.1940, banka- starfsmaður á Akranesi, gift Helga Björgvinssyni og eiga þau fjögur börn; Gústav Hannesson, f. 18.6. 1949, sölustjóri, í sambúð meö Svönu Ingvaldsdóttur og á Gústav fjögur börn; Ingólfur Hannesson, f. 23.6. 1954, íþróttafréttamaöur, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Jóns: Siguröur Jó- hannsson, f. 1.11.1904, d. 8.2.1965, framkvæmdastjóri í Reykjavík og Borgarnesi, og Ása Bjömsson, f. 14.9.1913, húsfreyja. Sigurður og Ása skildu en fóstri Jóns var Hann- es Ólafsson, laxveiðib. frá Hvítár- völlum. Meöal systkina Siguröar má nefna Guörúnu skáldkonu, Guömund, bæjarfulltrúa og formann Varðar í Reykjavík, og Eyjólf, forstjóra Inn- kaupastofnunar ríkisins. Siguröur var sonur Jóhanns, alþingismanns í Sveinatungu, bróður Sæmundar, guöfræðings og skálds, forvígis- mann íslenskrar landgræðslu, og bróöur Jóns á Háreksstöðum, lang- afa Pálma Gíslasonar, formanns Ungmennafélags íslands. Jóhann var sonur Eyjólfs, skálds í Hvammi í Hvítársíðu, Jóhannessonar. Móðir Jóhanns var Helga Guömundsdótt- ir, b. á Sámsstöðum, bróður Sigurð- ar, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Guömundur var sonur Guömundar, ættfoður Háafellsætt- arinnar, Hjálmarssonar. Móöir Sig- urðar framkvæmdastjóra var Ingi- björg Siguröardóttir, sjómanns í Geirmundarbæ á Akranesi, Er- lendssonar. Ása er dóttir Jóns, kaupmanns í Borgamesi, bróður Kristjáns, fööur Þuríðar, prófessors viö KHÍ. Annar bróðir Jóns var Guömundur, sýslu- maöur í Borgamesi, afi Ottós J. Björnssonar dósents. Jón var sonur Björns, b. á Svarfhóli, Ásmundsson- ar og Þuríðar Jónsdóttur ljósmóður, systur Málfríðar ljósmóöur, móður Málfríðar Ei'narsdóttur rithöfundar. Móðir Ásu var Ragnhildur, systir Karls skurðlæknis og Gústavs ráðu- neytisstjóra. Ragnhildur var dóttir Jónasar, b. í Sólheimatungu, Jóns- sonar, stúdents á Leirá og ættföður Leirárættarinnar, Ámasonar. Móð- ir Jóns var Halldóra Kolbeinsdóttir, prests og skálds í Miðdal, Þorsteins- sonar. Móðir Jónasar var Ragnhild- ur, systir Ólafs, hreppstjóra í Lund- um, afa Guðrúnar í Engey, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Ragnhildur var dóttir Ólafs, ættföður Lundaættarinnar, Þor- bjarnarsonar. MóðirRagnhildar Jónasdóttur var Guðríður Tómas- dóttir. Jón tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109-111, klukkan 16.00-18.00. Jón Sigurðsson. Ingimundur Reimarsson Ingimundur Reimarsson útgerðar- maður, Árbliki í Ölfusi, verður sex- tugur á mánudaginn. Starfsferill , Ingimundur fæddist í Víðinesi í Fossárdal í Suður-Múlasýslu og ólst þar upp til ellefu ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum að Núpi í sömu sveit. Tvítugur fór hann til vinnu í Vestmannaeyjum og stund- aöi þar almenn störf til sjós og lands 1951-57. Hann var vinnumaður aö Hvítárholti í Hrunamannahreppi 1957-61 en flutti þá til Þorlákshafnar þar sem hann stundaði sjómennsku og fiskvinnu. Þá flutti hann á Sel- foss 1972 þar sem hann starfaði við trésmíðar. Ingimundur hóf sumar- útgerð á Bakkafirði 1980 og stundar þar enn útgerð. Fjölskylda Ingimundur kvæntist 12.9.1965 Steinunni Hermannsdóttur, f. 11.6. 1939, verkakonu. Hún er dóttir Her- manns Þorsteinssonar, b. að Lang- holti í Hraungerðishreppi, og Guð- bjargar Pétursdóttur húsfreyju. Böm Ingimundar og Steinunnar eru Reimar, f. 24.1.1961, vélstjóri í Þorlákshöfn.kvænturBrynju . Þrastardóttur, f. 4.7.1965, húsmóður og eiga þau tvö börn; Sigríður Stein- unn, f. 11.6.1962, d. 13.4.1983; Guð- björg Stefanía, f. 29.10.1963, hús- móðir og verslunarmaður á Sel- fossi, gift Karli Óskari Agnarssyni, f. 8.12.1962 og eiga þau tvö böm; Herdís Halla, f. 10.6.1965, hár- greiðslunemi á Selfossi, gift Birgi Hilmarssyni, f. 11.9.1963 og eiga þau eina dóttur; Jón Hermann, f. 14.7. 1973, starfsmaður í verksmiðjunni Alpan á Eyrarbakka. Systkini Ingimundar urðu sextán og eru fimmtán þeirra á lífi. Systk- ini Ingimundar: Garðar, f. 8.5.1923, fiskvinnslumaður á Djúpavogi; Að- alsteinn, f. 8.5.1924, b. í Kelduskóg- um; Guðlaugur, f. 24.6.1925, tré- smiður á Djúpavogi; María, f. 11.8. 1926, d. 1988, húsmóðir á Stöðvar- firði; Ámý, f. 26.10.1927, húsmóðir og dagmóðir í Reykjavík; Ingólfur, f. 18.8.1929, b. á Kleif í Breiðdal; Hjalti, f. 1.11.1930, búsettur í Hvera- gerði; Hólmfríður, f. 21.1.1933, hús- móðir á Egilsstöðum; Margét, f. 19.5. 1934, starfsmaður við sjúkrahús í Hafnarfirði; Sigríður, f. 8.12.1935, húsfreyja að Ásgarði í Breiðdal; Guðbjörg, f. 14.2.1937, fiskvinnslu- kona á Stöðvarfirði; Sigurbjörg, f. 13.5.1938, verslunarmaður í Reykja- vík; Gestur, f. 28.6.1940, b. á Skjöld- Ingimundur Reimarsson. ólfsstöðum í Breiðdal; Jóna, f. 15.6. 1941, búsett í Reykjavík; Vilborg, f. 10.8.1942, fiskvinnslukona á Akur- eyri; Reynir, f. 31.1.1944, fisk- vinnslumaður á Breiðdalsvík. Foreldrar Ingimundar: Reimar Magnússon, f. 13.9.1894, d. í júní 1982, b. í Víðinesi, og kona hans, Stefanía Jónsdóttir, f. 16.4.1900, húsfreyja í Víðinesi, nú búsett hjá elsta syni sínum á Djúpavogi. Ingimundur og Steinunn taka á móti gestum að heimih sínu sunnu- daginn 8.12. Sigfús Þorgrímsson Sigfús Þorgrímsson verkamaður, Selnesi 42, Ásbrún, Breiðdalsvík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Sigfús fæddist í Breiðdalsvík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Laugarvatnsskóla 1940-42. Sigfús hefur stundað almenna verkamannavinnu til sjós og lands en þó lengst af starfað í landi. Hann hefur búið á Breiödalsvík nánast alla tíð, fyrst á æskuheimili sínu að Selnesi en hann byggði síðar eigið hús á Breiðdalsvík 1954, Ásbrún, og hefur búið þar síðan. Fjölskylda Kona Sigfúsar var Ásta Erla Björgvinsdóttir, f. 13.6.1929, d. 4.8. 1989, húsfreyja og verkakona, en þau stofnuðu heimili um 1950. Ásta Erla var dóttir Björgvins Þórðar- sonar, b. í Jórvík á Breiðdalsvík, og Guðrúnar Guðmundsdóttur hús- freyju. Börn Sigfúsar og Ástu Erlu eru Sævar Björgvin Sigfússon, f. 1953; Erlingur Sigfússon, f. 1953, dó í bernsku; Þorgrímur Sigfússon, f. 1956, kvæntur Berit Hordvik og eiga þau þrjú börn, Erlu Silfá, Bjarna Sigfús og Bergá Sonju; Þráinn Sig- fússon, f. 1959 og á hann eina dótt- ur, Kristey; Bryndís Ósk Sigfúsdótt- ir, f. 1962, gift Jakobi Magnússyni og eiga þau eina dóttur, Ástu Erlu; Óðinn Elfar Sigfússon, f. 1970. Systkini Sigfúsar urðu þrettán. Systkini hans: Guðrún, dó í bemsku; Guðmundur; Helgi, nú lát- inn; Sigríður, dó í bemsku; Sigfús; Erlingur, nú látinn; Valborg; Eirík- ur; Sverrir, nú látinn; Þórður; Krist- ín, nú látin; Garöar; Geirlaug; Þröst- ur. Foreldrar Sigfúsar vom Þorgrím- ur Guðmundsson, f. 1883, d. 1956, Sigfús Þorgrímsson. lærður húsgagnasmiður frá Kaup- mannahöfn en lengst af sjómaður og bóndi, og kona hans, Oddný Þ. Erlendsdóttir, f. 1897, d. 1987, hús- freyja. Sigfús verður að heiman á afmæl- isdaginn. Til hamingju með afmælið 7. desember 90 ára_____________________________ 70 ára________________________ Unnur Sturlaugsdóttir, Guðmundur Georgsson, Faxabraut 18, Koflavík. Túngötu 24, Bessasíaðahreppi. Kristin Halldórsdóttir, Pálína Eggertsdóttir, Ásholtí 34, Reykjavík. Árni VigfÚBSon, Kirkjubraut 11, Njarðvík. Gísli Jónsson, i Markholti 1. Mosfellsbæ. Pálmi GuðmundKKon, Ásholti ;í4. Reykjavik. 60 ára Safnaðarheimili ---------------------- Bústaðakirkju á afmælisdaginn milli Sigvaldi Kristjánsson, klukkan 15.00 og 17.00. Skipasundi 12, Reykjavík. Ailaianm 7, Reykjavík. Maður hennar var Guðjón A. Kristjánsson, f. 1.7. 1897, d. í fe- brúar 1967, sjó- maður. Kristín tekur á móti gestum í Arnþrúður Aspelund, Torfunesi, Hlif n, ísafirði. 75 ara Ágúst Birgir Karlsson, Miðvangi 27, Hafnarfiröi. Vigfús Aðalsteinsson, Amartanga 80, Mosfellsbæ. Guðbjörg Magnúsdóttir, 40 ara Krókatúni 4, Akranesi. ------------------------------- Jakob Jónsson, Stefán Ásgrímsson, Varmalæk, Andakílshreppi. Álfatúni 25, Kópavogi- Sigurður Sigurðsson, Már Elisson, Prestbákka 5, Reykjavík. Unufelh 21, Reykjavík. Til hamingju með afmælið 8. desember 95 ára Margrét Sigurðardóttir, Lyngheiði 6, Kópavogi 85 ára Jenný Lúðvíksdóttir, Bólstaöarhlíö 45, Reykjavík. 80 ára Helga Sigurðardóttir,. Skagabraut 28, Akranesi. Jóhannes Kristjánsson, Torfnesi, Hlíf B, ísafirði. Böðvar Jónsson, Háteigsvegi 54, Reykjavík. 75 ára Sigurgeir M. Jónsson, Efri-Engidal, ísafiröi. Guðbjörg H. Einarsdóttir, Barmahliö 38, Reykjavík. 60 ára Óskar Vigfússon, Álfaskeiði 3, Hafnarfirði. Vilborg Jónsdóttir, Dalbraut 42, Sufturfjarðarhreppi. Dodda Runólfsdóttur, Byggðarholti 11, Mosfelisbæ. 40 ára Ceniza G. Munoz, Stapasíðu 10, Akureyri. Kristrún Valtýsdóttir, Engihjalla 9, Kópavogi. I.iljíi Guðlaugsdóttir, Espigrund 11, Akranesi. Borghildu r Viibjálmsdóttír, Brautarholti 21, Ólafsvík. Jóna Guðrún Oddsdóttir, Krókaraýri 40, Garðabæ, Sigríður HjaUadóttir, Helgalandi 1, Mosfellsbæ. Hrefna Torfadóttir, Suðurbyggö 27, Akureyri. Einar Hjörleifsson, Skaftahlíð 34, Reykjavík. Hólmfríður Jónsdóttir í afmælisgrein um Hólmfríði Jónsdóttur, sem birtist mánudaginn 2.12. sl., féll niður nafn einnar tengdadóttur Hólmfríðar. Sú tengdadóttir Hólmfríðar og kona Jóns Þórmundssonar er Jóhanna Hannesdóttir, f. 11.4.1958, húsmóð- ir, og eiga þau Jón og Jóhanna þrjá syni. Viðkomandi eru þeðnir velvirð- ingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.