Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 4
ropt íTISHM.'íRflfT V HIÍDAnHAOlIA.T 4 ' - ^ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1991. Fréttir Nær ekkert af tillögum Þorsteins er í band- orminum Þaö vakti athygli, þegar forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, flutti bandormsræðu sína í gær og vék að ýmsum nauðsynlegum efnahagsað- gerðum, að hann nefndi enga af þeim tillögum tíl aðstoðar sjávarútvegin- um sem Þorsteinn Pálsson hefur ver- ið með nema að fella niður greiðslur í verðjöfnunarsjóð á næsta ári. Davíð sagði að afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi verði væntanlega 3 miiljörðum króna lakari á næsta ári en í ár vegna aflasamdráttar. Hann sagði að vanda sjávarútvegsins mætti rekja til tveggja ástæðna. Ann- ars vegar tekjuskiptingavandamál milli útgerðar og fiskvinnslu í landi. Hins vegar fjárfestingu í sjávarút- vegi, fjölda veiöiskipa og vinnslu- stöðva sem miðast við meiri afla en nemur afrakstursgetu fiskimiðanna nú og í framtíðinni. Almennar skuldbreytingar Síðan sagði Davíð: „Aðgerðir . stjómvalda verða að taka miö af þessum orsökum. Annars vegar verða aðgerðimar að miðast við aö jafna afkomumöguleika í veið- um og vinnslu, meðal annars með eflingu fiskmarkaða og aðgerðum til að bæta samkeppnisstöðu fisk- vinnslu í landi miðað við fiskvinnslu á hafi úti og útflutning á óunnum fiski. Hins vegar verða aliar aðgerðir stjómvalda til skamms tíma, t.d. hugsanlegar lánveitingar eða frestun á afborgunum lána, að taka mið af því að þær torveldi ekki óhjákvæmi- lega hagræðingu í sjávarútvegi þar sem atvinnugreinin lagar sig að af- kastagetu fiskimiðanna með því aö fækka fiskiskipum og vinnslustöðv- um. Hann sagði aö skuidbreytingar þær sem gripið yrði til yrðu að vera al- mennar og ekki bundnar eingöngu við atvinnutryggingadeild Byggöa- stbfnunar. -S.dór Forsætisráðherra boðar frekari niðurskurð: Framkvæmdir og landbúnaður í sigti Davíð Oddsson forsætisráðherra boöaði enn frekari niðurskurð ríkis- útgjalda en fram komu í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármál- um sem hann mælti fyrir í gær. í því fmmvarpi er gert ráð fyrir niöur- skurði upp á 1,8 milljarða króna. Skera þarf niður um 2 til 3 milljarða í viðbót. Forsætisráðherra skýrði ekki frá því í ræðu sinni hvað yrði skorið niður til viðbótar enda mun það ekki endanlega frá gengið. Á næturfundi ríkisstjómarinnar í fyrrinótt var þetta mál til meðferðar. Enn frekari vinnufundir ríkisstjómarinnar um niðurskurðinn verða um þessa helgi. Þaö sem helst er rætt um núna er niðurskurður á opinberum fram- kvæmdum. Þar em vegafram- kvæmdir hvers konar ofarlega á blaði, enda dýr og stórtækur mála- flokkur. Nefnt hefur verið að fresta jarðgangagerð á Vestfjörðum en það mætir þó harðri andstöðu víða. Frestun annarra vegaframkvæmda er einnig inni í myndinni. Þá er litið til landbúnaðarins, enda af hárri upphæð að skera. Þar ræða menn um aö afnema útflutningsbæt- ur á osta og ýmsar aðrar útflutnings- bætur. Þá er verið að skoða enn frek- ari niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en þar hefur þegar mikið verið af tekið og því myndi frekari niður- skurður mæta harðri andstööu víða. Skerðing eða afnám skattaafsláttar sjómanna er aftur komin upp á borð ríkisstjómarinnar. Nokkrir þing- menn Alþýðuflokksins standa þó þar harðir á móti. Frekari niðurskurður í menntakerfmu er til umræðu en þykir þó fremur hæpinn. Þá er einnig rætt um sölu á fleiri ríkisfyrirtækjum en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Inni í því dæmi em meðal annars Síldarverk- smiðjur ríkisins. Til stendur að taka breytt fjárlaga- fmmvarp til 2. umræðu næstkom- andi þriðjudag og þá verða þessar nýju niðurskurðartillögur að hggja fyrir. -S.dór Bandormurinn: Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hvíslar hér að Þorsteini Pálssyni sjáv- arútvegsráöherra undir umræðunum um „bandorminn" í þinginu í gær. DV-mynd GVA Fæddist lítil mús - sagöiSteingrímurHermannsson Eins og vepja er, þegar ríkisstjórn að taka við hlutverki ríkisábyrgðar- leggur fram efnahagsmálafrumvarp, innar, sjóð sem atvinnuvegirnir ættu fann stjómarandstaðan bandorms- aö mynda. Hann sagöist vera sam- frumvarpinu flest til foráttu. mála Þorsteini Pálssyni um að það Steingrímur Hermannsson, for- þyrfti handleiðslu til að ná vöxtun- maður Framsóknarflokksins, sagði um niður. að Davíð hefði fyrir nokkru verið . Steingrímur J. Sigfússon var tals- búihn að boða mikið mál sem þetta maður Alþýðubandalagsins. Hann frumvarp væri og viðtengdar efna- gagnrýndi allt í frumvarpinu og tal- hagsráðstafanir en svo hefði bara aði vel á þriðju klukkustund. Mest fæðst lítil mús. gagnrýndi hann niðurskurð í skóla- Steingrímur gagnrýndi margt í málum, að leggja niöur ríkisábyrgð frumvarpinu og sagði að aögerða- á laun og niðurskurð á viðhengjum leysi ríkisstjórnarinnar stefndi nú búvörusamningsins sem síðasta rík- þjóðarsáttinni í voða. Hún væri að isstjórn gerði. egna til ófriðar á vinnumarkaði. Talsmaður Kvennalistans var Mest gagnrýndi Steingrímur þá Kristín Ástgeirsdóttir og talaði á ákvörðun að leggja niður ríkisábyrgð svipuðum nótum og aðrir stjórnar- á laun en mynda þess í staö sjóð til andstæðingar. -S.dór Davíð Oddsson forsætisráðherra 1 bandormsræðu sinni á Alþingi: Stef nt að enn frekari niður skurði ríkisútgjaldanna - staðfesti að ríkisstarfsmönnum yrði fækkað um 600 á næsta ári Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frum- varpi til laga um ráðstafanir í ríkis- fjármálum fyrir árið 1992. Þetta laga- frumvarp er gjarnan kallað band- ormur vegna þess að í því er safnað saman fjölmörgum lagabreytingum til að koma fram sparnaðarráðstöf- unum ríkisstjómarinnar. Davíð rædði vítt og breitt um þær ráðstafanir sem væri búið aö gera og boðaði enn frekari ráðstafanir. Fækkað um 600 Meðal þess sem hann nefndi í nið- urskurðartillögum stjómarinnar er fækkun ríkisstarfsmanna um 600 eins og skýrt var frá í DV síðastliðinn þriðjudag. Hann staðfesti hka í ræðu sinni aht annað sem í þeirri frétt stóð. Þar má nefna niðurskurð auka- vinnu ríkisstarfsmánna, engar nýja mannaráðningar, niðurskurð á risnu og ferðalögmn opinberra starfs- manna og lækkun dagpeninga opin- berra starfsmanna jafnt sem ráð- herra. í ræðu sinni boðaði Davíð enn frek- ari niðurskurð ríkisfjármála á næsta ári. Hann sagði að frestun álvers- framkvæmda og frekari rýmun við- skiptakjara en áður var áætlaö muni rýra fjárhag ríkissjóðs um 1,5 millj- arð króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þessum vanda mun ríkissjóður mæta með enn frekari samdrætti í útgjöldum ríkissjóðs en fjárlaga- fmmvarpið gerir ráð fyrir,“ sagði Davíð Oddsson. Forsætisráðherra sagöi að í spá Þjóðhagsstofnunar væri gert ráö fyr- ir meiri fjárlagahalla en er í fjárlaga- fmmvarpinu vegna minni tekna og meiri útgjalda ríkissjóðs. Hann sagði ríkisstjórnina staðráðna í að fjár- lagahahinn yrði ekki meiri en gert er ráð fyrir í fiárlagafrumvarpinu en það em 4 mihjarðar króna. Frjalst ohaö dagblað 277 TBL - 81 og 17. ÁRG - ÞRIOJUDAGUR 3 DESEMBER 1991 VERÐ I UUSASOLU KR. 115 Tillögur um fimm prósent almennan spamaö í rfkisrekstrmuin á næsta áit Starf smönnum ríkisins fækki um sex hundruð - afnám sjómannaafslAtbir aftur innl i myndinni hjá rikisstjáminni - s)á baksiftu Eins og hér má sjá skýrði DV frá því á þriðjudag að ríkisstjórnin hygðist fækka starfsmönnum ríkisins um 600. Davíð Oddsson staðfesti þetta í ræðu sinni í gær. Skera þrjá milljarða í viðbót Samtals mun þetta fjárlagagat, sem forsætisráðherra er að tala um, nema um 3 milljörðum króna. Nú vinnur ríkisstjórnin að því að skera ríkisút- gjöld niður sem þessu nemur. Davíð Oddsson sagði að nýjasta spá Þjóðhagsstofnunar gerði ráð fyrir að landsframleiðslan drægist saman á næsta ári um 3,6 prósent og að þjóð- artekjur minnkuðu um 5,7 prósent. Viðskiptahallinn-yrði 16 mihjarðar og atvinnuleysi færi í 2,6 prósent. Hann boðaði stöðugt gengi og að eitt helsta viðfangsefni ríkisstjómarinn- ar yrði að treysta stöðugleika þess. Forsætisráöherra boðaði að th stæði að beina fjármagni Fiskveiða- sjóðs frá því aö lána th skipakaupa í að efla innlendan fiskiðnaö. Átak í þeim efnum væri nauðsynlegt í ljósi nýgerðra EES-samninga. Hann boð- aði hertar reglur varðandi lán th skipasmíða. Þvi verði útlánareglum Fiskveiðasjóðs breytt á þann veg að opin útboö um smíðina fari fram áður en lán er veitt. Þar með gefist innlendum skipasmíðaiðnaði tæki- færi th að bjóða í verkin. Forsætisráðherra sagði þessa rík- isstjórn hafa lagt út í meiri spamað- araðgerðir en nokkur önnur ríkis- stjórn hefur gert á undan henni. „Hún hefur lagt út á alveg nýja braut og tekist á herðar vandasamara hlutverk en nokkur önnur ríkis- stjóm,“sagðiDavíðOddsson. -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.