Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 42
54
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
Búandmaður
í ráðherrastól
- útdráttur úr bókinni Hann er sagður bóndi - æviferilsskýrslu Vilhjálms Hjálmarssonar
Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrver-
andi ráðherra, hefur komið víða við.
Hann hefur verið alþingismaður,
bóndi, kennari, bókavörður, blaða-
maður, ritstjóri og oddviti, svo að
eitthvað sé nefnt. „Hann er sagöur
bóndi,“ skrifaði nemandi Vilhjálms
er hann lýsti kennara sínum í tíma-
stil „en er víst flest annað frekar."
Þaðan er nafnið fengið á nýútkomna
æviferilsskýrslu Vilhjálms þar sem
hann segir frá sér og sínum, sýslan
og samferðamönnum. Helgarblaðið
birtir hér útdrátt úr einum kafla bók-
arinnar.
í ráðherradómi
Kosningaúrslitin 1974 kröfðust
uppstokkunar. Ríkisstjórnin missti
meirihluta en stjórnarandstaðan
náði aðeins jafntefli, 30:30. Þess
vegna varð aö finna nýjan meiri-
hluta.
Einsdæmi
Sjálfstæðiflokkurinn hafði bætt við
sig þremur þingsætum og formaður
flokksins, Geir Hallgrímsson, hóf
stjórnarmyndunartilraunir. Þær
runnu út í sandinn. Næst reyndi Ól-
afur Jóhannesson, formaður Fram-
sóknarflokksins, myndun vinstri
stjómar tjögurra flokka. Það fór á
sömu leið. Þá sneri hann sér til Sjálf-
stæðisflokksins og var loks mynduð
stjóm þessara tveggja flokka 28. ág-
úst en undir forsæti Geirs Hallgríms-
sonar. Aðrir ráðherrar frá Sjálfstæð-
isflokknum vom Gunnar Thorodds-
en, iðnaðar- og félagsmálaráðherra,
Matthías Á. Mathiesen fjármálaráð-
herra og Matthías Bjamason, sjávar-
útvegs- og heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra. Og frá Framsóknar-
flokknum Einar Ágústsson utanrík-
isráðherra, Ólafur Jóhannesson
dóms-, kirkju- og viðskiptaráðherra,
Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðar-
og samgönguráðherra, og Vilhjálm-
ur Hjálmarsson menntamálaráð-
herra.
Þessi ríkisstjórn sat, að öllu
óbreytt, út kjörtímabilið, nánar til-
greint fjögur ár og fjóra daga. Hafði
það ekki áður gerst í sögu lýðveldis-
ins og raunar aldrei frá því að ríkis-
stjóm íslands varð fjölskipuð 4. jan-
úar 1917.
Forgangsmálið
Hér verður ekki fremur en áður
fjölyrt um landsmálin almennt. Við-
leitni fráfarandi ríkisstjómar í
byggðamálum var haldið áfram,
meðal annars með aukinni fjáröflun
til Byggöasjóðs. Unnið var að orku-
málum, virKjun fallvatna ogjarðhita,
einkum til húshitunar, og sóttist vel.
Erfiðleikar í verðlags- og efnahags-
málum vom viðvarandi og þyngdust
þegar leið á kjörtímabilið.
Stærsta mál þessarar ríkisstjómar
var þó tvímælalaust að færa fisk-
veiðilögsöguna út í 200 sjómílur.
Þannig varð landhelgismálið for-
gangsmál tveggja ríkisstjóma í röð.
Gefur það vísbendingu um mat ís-
lendinga á fiskistofnunum í sjónum
umhverfis landið og ásigkomulagi
þeirra verðmætustu.
Þegar fært var út í 12 mílumar
1958 vom sjálfstæðismenn erfiðir og
eins 1971 þegar þáverandi stjómar-
flokkar imdirbjuggu 50 mílumar þótt
samstaða tækist að lokum. Nú vom
allir eitt með útfærslunni og engin
vandkvæði heima fyrir.
Vilhjálmur Hjálmarsson við störf heima á Brekku. DV-mynd GVA
Út á við var allt sem fyrr og Bretar
upphófu enn eitt þorskastríðið. Var
það sótt með meira offorsi en nokkm
sinni fyrr svo gífurlegt hættuástand
skapaöist á hafinu. Hvorki urðu þó
skipskaðar né manntjón. En varð-
skipin vora löskuð og skipshafhir
þeirra höfðu sætt ómannlegu álagi.
Þótti mér furðu gegna gálausleg
umfjöllun og auövirðilegar árásir
stjómarandstæðinga þegar samn-
ingar tókust við Breta 1. júní 1976 og
hinn ójafni og Ijóti leikur á miðunum
var stöðvaöur. Vert er þess að minn-
ast að íslenska ríkisstjómin varð að
beita ýtrastu hörku áður en samn-
ingar tækjust, slíta stjórnmálasam-
bandi við Breta og hóta úrsögn ís-
lands úr Atlantshafsbandalaginu.
Einnig hins að gífuryrði sumra
stjómarandstæðinga út af gerðum
samningum reyndust gjörsamlega
marklaus.
Besta ráðuneytið
Nú vill hvorki betur eða verr til en
svo að fyrir réttum tíu árum skrifaði
ég heila bók um það sem verið var
að sýsla í ráðuneyti menntamála á
meðan ég var þar við hús. (Raupað
lir ráðuneyti. Innandyra á Hverfis-
götu 6 í fjögur ár og fjóra daga.).
Ég hlýt þó að gera lesendum þess-
arar bókar nokkra grein fyrir sama
efni en í grófum dráttum.
Ýmsum þótti skothent að setja lítt
„skólaðan" búandmann til þessa
starfs og var ég einn í þeim hópi. En
traust flokksbræðra minna í þing-
flokknum mat ég mikils. Og hafði
ekki lengi veriö að störfum í mennta-
málaráðuneytinu né setið marga rík-
isstjómarfundi þegar ég tók að hall-
ast að því að mitt ráðuneyti væri
best! Það var margt og mikið að ger-
ast á mörgum sviðum skólamála. í
öðrum greinum menningarmála var
allt á ferð og flugi, fjöldi manns
brennandi í andanum að láta nokkuö
að sér kveða og þoka fram góðum
málum. Og mjög gott samstarf tókst
við ráðuneytisstjórann, Birgi
Thorlacius, og liössveit hans sem þá
vora í um áttatíu manns.
Fréttamenn spyrja gjarnan nýbak-
aða ráðherra hvað þeir ætli nú að
gera! Þegar manni hefur verið ýtt inn
fýrir dyrastafinn óviðbúnum verður
fátt um svör. Ég álpaðist þó til að
segja: Ég kem um borð á miðri vert-
íð. Það verður haldið áfram að róa.
Sjálfsagt hef ég sagt fleira. En þetta
var allt!
Dagleg störf
í menntamálaráðuneytinu er, í
sannleika sagt, allt á hreyfingu. Og
flest hin stærri mál, sem unnið var
að næstu misseri á vegum ráðuneyt-
isins, áttu sér langan aðdraganda og
voru lengi í vinnslu áður en kæmi
að markverðum áfangaskilum. Og
sum era í deiglunni enn, þrettán
árum eftir að ég hvarf á braut.
Þegar til kom voru dagleg störf í
ráöuneytinu ekki eins snúin og mað-
ur hafði gert sér í hugarlund - ekki
öll. Og kemur þá aftur til samhengið
frá ári til árs. Rétt eins og annars
staðar í lífinu og tilverunni er hluti
viðfangsefna menntamálaráðuneytis
þeirrar náttúra. Þegar þar við bætist
að þau eru jafnan unnin af hæfu
starfsfólki með starfsreynslu þá er
ljóst að hlutur ráðherra, þar sem svo
er ástatt, er viðráðanlegur.
Sem dæmi um þetta era kennara-
ráðningar á lægri skólastigum, mý-
margar á hveiju hausti. Þar sem
annars staðar í skólakerfinu er unn-
ið eftir bundnum verklagsreglum og
fremur fá álitamál koma raunvera-
lega til aðgerða og ákvörðunar ráð-
herra. Hitt er svo annar handleggur
að einmitt slík álitamál geta verið
mjög snúin. Minnist ég þess glögg-
lega að þetta var frá byrjun eitt af
því sem mér þótti hvaö viðurhluta-
mest og líkt því að ráðherra hefði í
höndum sér tímanlega farsæld fólks
í nokkrum tilvikum. Út af fyrir sig
var kannski ekki fráleitt að hafa
þetta í huga. En við eram nú einu
sinni stöðugt aö velja og hafna.