Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 13
LÁlÍGÁÍtDAGÚR 1. DESfetáfrÉR’l99i: pv_________________________Sviðsljós Julia Roberts: Það var ekki ég sem sleit trúlofuninni Kiefer Sutherland og Julia Roberts með- an allt lék í lyndi. Julia Roberts hefur nú lýst því yfir að það hafi verið Kiefer Sutherland en ekki hún sem sleit trúlofun þeirra. Mánuðum saman hefur Juha neitað að tjá sig um hvað gerðist en nú hef- ur hún loks ákveðið að binda enda á orðróminn um að það hafi verið hún sem á síðustu stundu hætti við gift- ingu í júni síðastliðnum. „Ég veit ekki af hverju Kiefer vill láta það líta út sem það hafi veriö hann sem var fórnarlambið," segir hún. „Ég held að hann viti að það var gott fyrir mig að við skyldum ekki giftast. En hann ætti ekki að reyna að koma sökinni á mig.“ Juha segir að snuröa hafi komið á þráðinn eftir að hún kom heim úr ferðalagi th Arizona. Orðrómur var á kreiki um að hún hefði hitt þar fyrrverandi kærasta sinn, Jason Patrick. Þegar Juha kom heim var hún ákveðin í að aflýsa brúðkaupinu en þegar hún ætlaði að segja Kiefer það varð hann fyrri tiL „Ég var svo- htið hissa að hann skyldi verða á undan en ég sagði ekkert. Og hann sagði það á leiðinlegan hátt en það hafði ég ekki ætlað að gera. Svo hringdi hann nokkrum klukku- stundum seinna og spurði hvort við ættum að aflýsa brúðkaupinu eða ekki. Þá sagði ég það sem ég hafði ætlað að segja áður.“ Juha gefur í skyn að slúðursögur fjölmiðla um ástarævintýri Kiefers meö fatafehunni Amanda Rice hafi átt stóran þátt í því hvernig fór. Ráðgert hafði verið að halda brúð- kaupsveislu fyrir tvö hundruð manns í Paramount stúdíóinu. Að- eins tveimur sólarhringum áður en Julia og Kiefer ætluðu að skiptast á hringum kom tilkynningin sem féll eins og sprengja í Hollywood: Brúð- kaupinu er aflýst. Sama dag og Juha hafði ráðgert að ganga í hjónaband fór hún með Patrick, nánum vini Kiefers, til ír- lands. Þegar þau komu aftur til Bandaríkjanna Uutti Juha heim til Patricks. Hún vísar því á bug að hún sé í giftingarhugleiðingum en kveðst samt aldrei hafa verið hamingjusam- ari. Diana hættvið að skilja Diana Ross og norski skipa- kóngurinn Ame Naess em hætt við að skiija. TU þess að halda hjónabandínu gangandi æUar Diana nú að sjá til þess að hún og eiginmaðurinn hittist oftar. Hann býr nú í London og þegar Diana hafði sungið þar á tónleik- um nýlega efndi hun til veislu á þekktum næturklúbbi. Þar fór : það ekki fratn þjá neinurn að enn er líf í glæðunum því faðmlög hjónakornanna þóttu innUeg. LÍ JAPIS Panasonic VHS MOVIE Nýja Panasonic NV-Gl videotökuvélin færir þig nær raunveruleikanum hvað varðar myndgæði og verð. Hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum fókus, vegur aðeins 900 grömm og er aðeins 3 lux. Komið og kynnist þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu ríkari. Verum hagsýn þessi jól og verslum í JAPIS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.