Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 32
40
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
Að halda við
gjaldþrotum
Seint ætlar landanum aö skiljast
að íslenska ullin er til einskis nýt
nema sem hráefni í grodda-háls-
klúta og peysur fyrir öreiga allra
landa, sem þeir hafa ekki ráö á að
borga, og í gróft vaðmál, sem land-
inn er löngu hættur að þola, en
nýttist okkur þegar allt var hér í
örbirgð og í raka og kulda þeirra
tíma.
Markaðssetning
ullariðnaðar
Afurðir úr íslensku ullinni seljast
nú hvergi nema ullin sé mikið
blönduð hvítri og mjúkri erlendri
uU, oft allt að helmingi, og nær
þrátt fyrir það engum viðunandi
gæðum miöað við nútíma kröfur.
„Fööurlandiö", sem eru síðar
nærbuxur úr íslenskri ull, er mikið
dásamað af þeim sem um vetrar-
ferðalög á landi okkar fjaila, en
landinn, svo og aðrir sem alist hafa
upp við nútíma lifnaðarhætti, þola
þann fatnað ekki hið næsta sér.
Hins vegar fæst hér í verslunum
norskur ullamærfatnaður sem er
bæði hlýr og voðfelldur og heldur
vel einangrun þótt hann vökni.
En landinn lemur hausnum við
steininn. íslenska ullin skal vera
tíska hvað sem hver segir, en þó
maður gangi undir manns hönd viö
að koma þessari vöru á framfæri,
jafnvel æðstu embættismenn þjóð-
arinnar gangi fram fyrir skjöldu,
láta útlendingar sér ekki segjast.
Það eru á markaði tískulegri vör-
ur.
í þessa markaðssetningu hefur
verið varið of fjár. Og ekki nóg með
það, eða þaö sem verra er, milljörð-
um af almannafé hefur verið varið
til þess að styðja framleiðslu á vör-
um úr islenskri ull sem enginn fýsi-
legur markaöur er fyrir. - En stór
og afkastamikil fyrirtæki í ullar-
KjaJIarinn
„En stór og afkastamikil fyrirtæki í ullariðnaði skulum við reka hvað sem
það kostar", segir greinarhöf. m.a
Benedikt Gunnarsson
framkvæmdastjóri
eina sem seldi m.a. hannyrðavörur.
Þar úti í glugga var auglýstur ís-
lenskur lopi á niðursettu verði eins
og það hét. Þetta vakti óneitanlega
forvitni mína.
Elskuleg kona innan búöarborðs
tjáði mér aöspurð að þetta gam
þætti ekki áhugavert þar um slóðir
og því yrði að losna við þessa mis-
skildu pöntun með einum eða öðr-
„íslenska ullin skal vera tíska hvað
sem hver segir, en þó að maður gangi
undir manns hönd við að koma þessari
vöru á framfæri, jafnvel æðstu embætt-
ismenn þjóðarinnar gangi fram fyrir
skjöldu, láta útlendingar sér ekki segj-
ast.“
iðnaði skulum við reka hvað sem
það kostar.
Það eru ekki mörg ár síðan ég var
staddur í bæ einum í hálöndum
Skotlands. Þar rakst ég á verslun
um hætti. Ég hefði þarna getað gert
góð viðskipti, keypt upp lopann,
tekið hann með heim og selt hann
hér með ágóða, þess vegna til út-
flutnings.
Suðureyri og fiskiðnaður
Nú um fjölda ára skeið hefur
Fiskiðjan Freyja á Suöureyri við
Súgandafjörð verið nokkuð jafnað-
arlega í fréttum vegna vandræða'
með rekstur, hún hefur um lengri
tíma riðað á barmi gjaldþrota, og
ekkert annað en óhóflegir styrkir
af almannafé hafa haldið henni á
kili.
Til þess að bjarga fyrirtækinu
einn umganginn enn er tveim betm-
stæðum fiskvinnslufyrirtækjum á
Vestfjörðum seldur aflakvótinn frá
Suðureyri, með því fororði þó, að
þau sjái Freyju fyrir hráefni svo
að fiskvinnsla á staðnum deyi ekki
út.
En nú ber það við að lánasjóðir
og bankakerfið eru búin að fá sig
fullsödd á þessum vandræðum og
er óljúft að taka þetta örvasa fyrir-
tæki í viðskipti.
Nú gengur maður undir manns
hönd til bjargar og það er auðvitað
að þeir stjórnmálamenn sem telja
sig eiga atkvæði þama munu berja
það í gegn að almenningur blæði
áfram árlega tugum eða hundruð-
um milljóna í hreint tilgangsleysi.
Benedikt Gunnarsson
Kalkúnakjöt er
ljúffengt og
bragðmikið.
Heitt eða kalt
- sannkallaður
hátíðarmatur.
Menrdng
Stórvirkií
Jólabókaflóðið er að hellast yfir okkur, og er
þar víða magur fiskur og bragðvondur. Nokkrir
laxar stikla þó um, og langar mig hér til þess
að vekja athygli á einni torfu: Síðustu ár hefur
Hafsteinn Guömundsson í Þjóðsögu gefið út at-
hyglisverða ritröð undir heitinu íslensk þjóð-
menning. Þetta mikla verk lætur lítið yfir sér,
og engar auglýsingar birtast um það, þótt þau
Qögur bindi af tíu, sem þegar eru komin út, séu
raunar í fallegu bandi og hin eigulegustu.
Markmið Hafsteins var að fá nokkra fremstu
fræðimenn þjóðarinnar til að draga upp mynd
af þeirri fátæku bændaþjóð, sem hér bjó í þús-
und ár, lífi hennar og háttum. Fyrir okkur, sem
ólumst upp, eftir að sú þjóð hætti að vera til,
og höfum aðeins kynnst af eigin raun þjóð fisk-
veiöa, orkuvinnslu og verslunar, er ritröðin eins
og lykill að fortíðinni með vonum hennar og
vonbrigöum, erfiðleikum og ávinningi, afrekum
og mistökum.
Uppruni íslendinga
Þetta er svo mikið verk, að ekki verður lesið
á einni kvöldstund eða nokkrum, jafnvel ekki á
einum mánuði. Ég hef þó verið að glugga í ein-
stakar greinar mér til gagns og gamans síðustu
vikur. Ein er eftir dr. Stefán Aðalsteinsson
erfðafræöing og um gamalt og nýtt ágreinings-
efni með íslendingum: hver er uppruni okkar?
Langflestar ritaðar heimildir, tunga okkar og
fomleifar benda til þess, aö við séum af norrænu
bergi brotin. Blóðflokkaskipting er hins vegar
svipuð blóðaflokkaskiptingu á írlandi, en ólik
blóðflokkaskiptingu á Norðurlöndum.
Ber að draga þá ályktun af því að við séum
skyldari írum en aðrar heimildir segja? Sé svar-
ið játandi, þá lendum við auðvitað í erfiðleikum
með þær heimildir, sem vísa á norrænan stofn.
Stefán varpar fram tilgátu, sem felur hvort
tvegga í sér, blóðflokkaskiptinguna og traustar
heimildir um norrænan uppruna. Hún er í fæst-
um oröiun, að íslendingar hafi orðið fyrir svip-
uöu náttúruvali og aðrar útkjálkaþjóðir: Hér og
á írlandi hafa geisaö sóttir, sem lagst hafi frekar
íslenskri bókaútgáf u
Hafsteinn Guðmundsson í Þjóösögu.
Bókmenntir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
á fólk með sumar blóðtegundir en aðrar. Afleið-
ingin hafi orðið svipuð blóðflokkaskipting.
Eftir stendur það þá óhaggað, sem er lang-
sennilegast, aö við séum að mestu leyti komin
frá Vestur-Noregi, eins og Landnáma segir. Þetta
er gott dæmi um fágaða visindalega kenningu,
þar sem fyrri kenning er endurbætt.
Þorgeir undir feldinum
Af mörgu öðru er að taka í þessari fróðlegu
ritröð um íslenska þjóðmenningu. Stefán Karls-
son skrifar til dæmis grein um þróun íslenskrar
tungu. Ég geröi mér ekki grein fyrir því, fyrr
en ég las hana, hversu mikið afrek höfundur
fyrstu málfræðiritgerðarinnar hefur unnið: Það
var greinilega ekkert áhlaupaverk að semja staf-
róf fyrir íslenska tungu, þar sem eru margvísleg
hljóð ólík latínu. Þá eru hugleiöingar Stefáns
um það, hvers vegna íslensk tunga hefur ekki
greinst í mállýskur þrátt fyrir strjálbýli, athygl-
isverðar.
Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson ræðir rækilega
um kristnitökuna, einhverja furðulegustu og
farsælustu málamiðlun, sem hér hefur verið
gerð. Hann bendir á það, sem hefur líka komið
fram í fyrri ritum hans, að sú athöfn Þorgeirs
Ljósvetningagoða að skríða undir feld á sér
margar hliðstæður með öðrum fornþjóðum.
Þetta var algengur helgisiður.
Mér faimst enn ffemur mjög fróðleg ritgerð
eftir dr. Sturlu Friðriksson erfðafræðing um
gróðurfar og gróðureyðingu á íslandi. Land-
námsmenn komu að gróðursælu og ósnortnu
landi, en við höfum stundaö hér rányrKju í staö
ræktunar í þúsund ár. Sauðkindin hélt að vísu
lengi í okkur lífinu, en nú er hún orðin vágestur
í íslenskri náttúru. Er ekki kominn tími til
að snúa blaðinu við, hefja ræktun í staö rán-
yrkju?
Að hafa og vera
Nútimamenn verða auövitað að hugsa um að
hafa í sig og á. En þeir ættu líka að hugsa um
það, hvað þeir eru, hafa verið og vflja vera.
Þeir þurfa ekki aðeins að rækta náttúruna, held-
ur líka sjálfa sig. Sagan er annað eðli þjóðarinn-
ar, og þótt íslenska bændaþjóðin sé horfin, á
hún enn djúpar rætur í okkur. Ég skrifa þessa
grein til að minna á stórvirki um íslenska þjóö-
menningu síðustu þúsimd ára. Vonandi gleym-
ist það ekki í öllum hávaöanum á markaðstorgi
jólanna.