Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 37
I
I
I
\
i
i
i
i
i
>
i
i
i
i
i
i
i
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
ATH.: Viður-
kenndur spennir
fylgir.
BRINGS IMAGES AND THE
AMAZING REALITY!
INS-90Í
11.900,
Verðdæmi:
Nasa leikjatölva meö
Turbo stýripinnum
og 4 leikjum______
Nasa leikjatölva meb
Turbo stýripinnum
og 35 leikjum_____
Super Mario Bros. IL
The Simpsons.
Vo-N"'
BackToThe Future.
Battle-Toads_______
100 leikja pakki___
-14.900,-
.3.900,-
.3.900,-
.3.900,-
.3.900,-
.3.900,-
10.800,-
SKIPHOLT119
SÍMI 29800
Akureyri:
Ódýrasta og mest selda jólakonfektið
Fréttir
Vinna að hefj-
ast við nýja
slökkvistöð
- strætisvagnamir fá inni í slökkvistöðinni
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
„Það hefur verið unnið að rnidir-
búningi hönnunarvinnu að undan-
fömu og eins og málin standa nú
gæti verið hugsanlegt að bjóða verk-
ið út snemma á næsta ári,“ segir
Gísli Kr. Lórenzson, slökkviliðsstjóri
á Akureyri, um hina nýju slökkvi-
stöð sem taka á í notkun á Akureyri
á næsta ári.
„Það er nú reyndar þannig að ekki
em allir sammála rnn hvort stöðin
verður tekin í notkun á næsta ári eða
árið 1993, það ræðst án efa ekki síst
af því hversu mikla peninga bæjaryf-
irvöld hafa til þess að leggja i þetta
mál. í húsinu verður auk okkar að-
stöðu öll starfsemi Strætisvagna
Akureyrar og það þarf að breyta
húsinu talsvert. Það þarf nýjar
útaksturshurðir á norðurgafl og að
innrétta aðstöðu inni í húsinu.“
- Þetta er það rúmgott að þið getið
tekið strætisvagnana þama inn með
ykkur?
„Við erum auðvitað að fara í nýtt
og miklu stærra húsnæði en við höf-
um verið í og ég hef nú orðað það
þannig að sennilega fáum við víð-
áttubijálæði þama inni. En þegar á
heildina er htið held ég að allir geti
verið sáttir við þessa niðurstöðu sem
náðist eftir margra ára baráttu fyrir
betri aðstöðu slökkviliðsins,“ sagði
Gísli.
Slökkviliðið á Akureyri er til húsa
á jarðhæð bæjarskrifstofanna i hús-
næði sem er bæði allt of lítið og hent-
ar alls ekki starfseminni. Hluti
tækjakosts liðsins kemst ekki fyrir
inni í húsinu og reyndar er slökkvi-
Uðið með tæki í geymslu á fleiri en
einum stað úti í bæ.
Fjarðarkaup - Hafnarfirði - sími 53500
Fiskiðjan Freyja á Suðureyri:
Nýir eigendur ráða
70,2% hlutafjár
- hlutafé fyrirtækisins fært niður um helming
Jón Víðir Njálsson, DV, Suðureyii:
Á hluthafafundi Fiskiðjunnar
Freyju hf., sem haldinn var 6. des-
ember, var gengið formlega frá þeim
skilyrðum sem vom í kaupsamningi
Frosta hf. í Súðavík og Norðurtang-
ans hf. á ísafirði, en það var að hluta-
fé félagsins skyldi fært niður um
helming, úr kr. 179 milljónum í kr.
89,5 miUjónir og var það samþykkt.
Þeir einstaklingar, sem settu nýtt
hlutafé, kr. 8,5 milljónir, í Freyju hf.
haustið 1989, höfnuðu lækkun hluta-
fjár á þeim forsendum að þeir telja
sig hafa verið illa blekkta til hluta-
fjárkaupanna. Að hlutafjársjóður
hafi ekki farið eftir settri reglugerð.
Um Hlutafjársjóð Byggðastofnunar
var á þeim tíma í gildi reglugerð nr.
100 frá 11. mars 1989.
í 12. grein reglugerðarinnar segir
að sjóðnum sé heimilt í tengslum við
fjárhagslega endurskipulagningu
fyrirtækja aö kaupa hlutabréf í við-
komandi fyrirtækjum að uppfyllttnn
ákveðnum skilyrðum, meðal annars
þeim skv. 2. tölulið aö sýnt þyki að
fyrirtækið búi við jákvæða rekstrar-
afkomu og viðunandi greiðslustöðu
að lokinni flárhagslegri endurskipu-
lagningu.
Einnig skv. 3. töluliö að samhliða
hafi tekist með frjálsum samningum,
nauðarsamningum eða öðrum að-
gerðum að gera eignarflárstöðu við-
komandi fyrirtækis jákvæða miðað
við matsverð fasteigna, véla, tækja
og áætlað endursöluverð skipa og
loks skv. 4. tölulið að fullnægjandi
skil hafi verið gerð á iðgjöldum líf-
eyrissjóða vegna starfsmanna sem
starfað hafa hjá viðkomandi fyrir-
tæki.
Með hlutaflárloforðum og síðan
greiðslum gengu allir út frá því að
Hlutaflársjóður Byggðastofnunar
kæmi því aðeins inn í reksturinn að
öll skilyrði reglugerðarinnar væru
uppfyllt. Var það forsenda hlutaflár-
loforða af þeirra hálfu.
Á aðalfundi í Freyju hf. í desember
1990 var fyrst upplýst að létta þyrfti
Stjóm Freyju. Efri röð: Páll, Auðunn og Ingimar. Þá Óðinn og Lárus.
DV-myndir Jón Víðir
200 milljónum króna til viðbótar af
skuldum fyrirtækisins svo það gæti
starfaö áfram með eðlilegum hætti.
Á þeim tíma rirðist fyrirtækið því
þá þegar hafa verið komið í greiðslu-
þrot, aðeins ári eftir að flárhagslegri
endurskipulagningu þess átti að vera
lokið. Hlýtur það að teljast í meira
lagi undarlegt miðað við þær áætlan-
ir sem uppi voru þegar hlutaflár-
loforðum var safnað.
Forsendur hlutaflárloforða og
hlutaflárkaupa telja þeir því brostn-
ar og áskilja sér rétt til endurgreiðslu
og að veðböndum verði aflétt.
í framhaldi aflækkun hlutaflár var
samþykkt aukning á hlutafé um 50
milljónir, þannig að hlutafé félagsins
er nú 139,5 milljónir. Nýir eigendur
lögðu að stærstum hluta fram þessa
upphæð, eða 49,4 milljónir króna, og
eiga þeir nú 70,2% í Fiskiðjunni
Freyju hf.
Ný stjóm var síðan kjörin, Jón
Páll Halldórsson frá Norðurtangan-
um, Ingimar Halldórsson frá Frosta
hf., Auðunn Karlsson frá Frosta hf.,
Óðinn Gestsson f.h. Suðureyrar-
hrepps og Lárus Hagalínsson f.h. ein-
staklinga í hópi hluthafa.
Ekki er ákveðið hver verður næsti
framkvæmdastjóri Freyju hf. en það
mun skýrast fljótlega.
m
og 2 Tu _
á abeins ”
leikjum
innum