Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Síða 15
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. 15 Mitt líf - Ég vel legri vellíðan okkar," segir Unnur m.a. í grðininni. Fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, Guðmundur Bjamason, skipaði í byrjun ársins 1988 starfs- hóp sem ætlað var það verkefni að efla heilbrigða lífshætti æskufólks. í starfshópnum voru fulltrúar frá Ungmennafélagi íslands, íþrótta- samhandi íslands, Bandalagi ís- lenskra skáta, landlækni, Æsku- lýðsráði ríkisins og heilbrigðis- ráðuneytinu. Starfshópurinn vann að ýmsum verkefnum sem stuðlað geta að heilbrigðum lífsháttum meðal æskufólks. Gefið var út veggspjald og límmiðar með slagorðinu „Mitt líf - Ég vel“ sem var ábending til imgs fólks um það að við getum sjálf haft mikil áhrif á líf okkar með þvi sem við gerum daglega. Veggspjaldið og límmiði með já- og nei-merkinu var sent til allra ungmenna á aldrinum 11 til 14 ára. Eins og allir vita er margt sem ungt fólk á völ á hvem einasta dag. Þessi tilboð geta verið jákvæð og neikvæð. Miklu skiptir að reynt sé að taka ákvörðun að vel hugsuðu máh, þ.e. hvort til dæmis sagt er já eða nei við vímuefninu, eða hvort sagt er já eða nei við því fé- lagslega tilboði sem býðst. Avallt eru það fullorðnir sem era fyrirmyndin og því miður vill það alltof oft koma fyrir að þeir era ekki góð fyrirmynd. Sérstaklega er það áfengisneyslan sem er ekki til fyrirmyndar hjá þeim eldri. Þitt er valið Starfshópurinn lét einnig gera myndband sem ber heitið „Þitt er valið“ og fjallar um mikilvægi þess að borða hollan mat og stunda íþróttir og útivist í góðum félags- skap. Myndbandið er tæplega 40 mínút- ur og er til útláns hjá Námsgagna- KjaJlaiiim Unnur Stefánsdóttir fóstra stofnun ásamt kennsluleiðbeining- um. í myndbandinu er leitast við að fá unghnga til þess að átta sig á því að þeirra er vahð og að það skiptir t.d. miklu máh að borða næringarríkan mat. Hohur matur er undirstaða þess að okkur hði vel. Of mikih sykur og fita í daglegu fæði, sem því miður er algengt, veldur því ekki eingöngu að við fltnum heldur hður okkur gjaman iha og einbeitingu skortir. Að stunda íþróttir og útivist getur átt stóran þátt í andlegri og líkam- legri velhðan okkar. Margar kann- anir, sem gerðar hafa veriö, hafa leitt í ljós að unghngar, sem stunda íþróttir og annað félagsstarf, ánetj- ast vímuefnum miklu síður en hin- ir sem ekki hafa slík áhugamál. í myndbandinu gefa ungt fólk og sér- fræðingar leiðbeiningar sem kenn- arar og aðrir sem vinna með ungl- inga geta notfært sér til leiðbein- ingar okkar tápmikla unga fólki. Heilsudagar í skólum í mars- og aprílmánuði sL gekkst starfshópurinn fyrir tilraunaverk- efni í 5 grunnskólum á landinu og var það nefnt „Heilsudagar í skól- um“. Lögð var áhersla á mikhvægi morgunverðar, hreyfingar og heh- brigði. Hver skóh skipulagði hehsudagana hjá sér og vann ýmist ahur skólinn eða einstakir árgang- ar að verkefninu í 3-5 daga. Fram- leiðendur gáfu aht efni sem var notað th morgunverðar en ahs vora það 2130 einstaklingar sem þáðu morgunverð vegna þessara hehsudaga. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála gerði úttekt á því hvort það hefði áhrif á nemendur að taka þátt í verkefninu. Þar kom m.a. fram að hehsudagamir virtust hafa talsverð áhrif á unghngana hvað varðar mikhvægi morgun- verðar og þess að hreyfa sig. Fyrir hehsudagana vora margir unghng- ar vanir því að borða ekki morgun- verð áður en þeir fóru í skólann. Bindindisdagur fjölskyldunnar Kynntur var bindindisdagur fjöl- skyldunnar. Spyija má hvort einn shkur dagur á ári sé nægjanlegt fyrir okkur. Nei, okkur veitti ör- ugglega ekki af 365 dögum á ári ef vel á að vera. Margir reyna að hafa áhrif á aö áfengisneysla minnki og er það vel. En eins og við öh vitum þá við- gengst það í flestum mannfögnuð- um að áfengi er haft um hönd og þykir flestum það sjálfsagt. Bindindisdagur getur verið góður en við þurfum að taka okkur mikið á ef við ætlum að sýna verulegan árangur í því að minnka áfengis- neyslu og vera unglingum fyrir- mynd í þeim efnum. Þau verkefni, sem starfshópur fyrrverandi hehbrigðisráðherra vann að, geta haft áhrif á imgt fólk og mikilvægt er að unga fólkið velji það sem því er fyrir bestu. Boð og bönn eru aldrei líkleg til árangurs. Það sem við ættum helst að hafa í huga varðandi lífsstíhnn er það að beina athyglinni að íþrótta-, æsku- lýðs- og tómstundastarfi og fá fólk til þess að njóta þeirrar vehíðunar sem slikt veitir. Margir áhta að dansinn, þ.e. okk- ar „gömlu dansar", tjútt og rokk, séu nú aftur að komast í tísku. Starfshópurinn sem fyrr er getið hefur fuhan hug á því að koma af stað „dansátaki" þar sem ung- menni eigi þess kost að læra „gömlu dansana" á auðveldan hátt og virkhega njóta þess að dansa og vera th. Unnur Stefánsdóttir „Margar kannanir, sem gerðar hafa verið, hafa leitt í ljós að unglingar, sem stunda íþróttir og annað félagsstarf, ánetjast vímuefnum miklu síður en hinir sem ekki hafa slík áhugamál.“ Dægurmáladeildin flutt á Austurvöll „Þar eru engir simatimar en fylgismenn þingmanna mega koma á palla og hvetja sína menn.“ Ljóst er að ekki hefur tekist að sameina Alþingi í eina þingdehd, eins og th stóð, með því að feha niöur efri og'neðri dehd og hafa aðeins sameinað Alþingi. Undanfarnar vikur hafa tvær dehdir starfað af krafti við Austur- vöh, önnur þó af meiri krafti en hin. Þetta eru hinar nýju dægurmála- dehdir og þjóðmáladeildir Alþingis. Yfirburðir dægurmála- deildar Alþingis Einn vinsælasti hðurinn í þing- skapaþættinum er leikur sem nefn- ist „Hvar er Davíð?“ Þá bíða þing- menn eftir því að Davíð fari úr þingsalnum og sá fær að ver’ann sem er fljótastur að komast í pontu og segja „Hvar er Davíð?" Dægurmáladehd Alþingis hefur það fram yfir dægurmáladehd rík- isútvarpsins að ekki þarf að hlusta á aðra en þá sem sæti eiga í dehd- inni. Þar era engir símatímar en fylgismenn þingmanna mega koma á paha og hvetja sína menn. Mikhl munur er á mannahaldi í dægurmáladehd og þjóðmáladehd. í dægurmáladehd era 75% þing- manna en í þjóðmáladehd aðeins 25% þingmanna. Ræðutíma er hins vegar ekki alveg skipt jafnt mihi dehdanna, því dægurmáladehdin hefur aht að 90% ræðutímans. Skýring þess felst auðvitað í því að í dægurmáladehd éra mun vinsaélh umræðuefni en í þjóðmáladehd. Sannleikshornið „Sannleikshomið" er einn for- vitnhegasti þátturinn á dagskrá dægurmáladehdar. Hann felst í því að þingmenn koma í pontu og krefj- ast þess að aðrir þingmenn eða ráð- herrar segi sannleikann. Þeir slyngustu í þessum þætti era yflr- leitt fyrrverandi ráðherrar, sem KjaUarinn Ólafur Hauksson blaðamaður krefjast þess að núverandi ráðherr- ar segi sannleikann í sama mæh og þeir sjálfir lugu, þegar þeir vora ráðherrar. Sá sem kemst næst því að heimta jafn stóran sannleika og fyrram eigin lygi vinnur. Th þessa hefur sami maðurinn ahtaf unnið. Enn einn stórkostlegur þáttur hjá dægurmáladehd Alþingis er ekki einu sinni á dagskrá hennar. Enda ber þátturinn heitið „Utandag- skráramræður". Hver maður hlýt- ur að skhja fima vinsældir þessara umræðna, því að kvöldi dags veit enginn hvað rætt verður utan dag- skrár næsta dag. Það fer eftir vind- átt og hver hefur móðgað hvem í fjölmiðlunum. Ráðherra getur th dæmis móðgað þingmann í morgunþætti Eiríks Jónssonar á Bylgjunni og aðeins einum og hálfum tíma síðar hefst utandagskrárumræða um móðgan- imar. Svo miklar era vinsældir dægur- máladehdar Alþingis aö í könnun meðal félagsmanna Framtíöarinn- ar, málfundafélags MR, kom fram að alhr félagar nema einn hyggjast gera þingmennsku aö ævistarfi. Þessi eini ætlar að verða stjóm- málamaður. Vesælt hlutverk þjóðmáladeildar Þjóðmáladehd Alþingis á erfitt uppdráttar í skugga hinnar dehd- arinnar. Þingmenn þjóðmáladehd- ar þykja upp th hópa leiðindapúkar og hafa sýnt ótrúlega frekju með því að heimta ræðutíma th að fjalla um efnahagsmál og annað smálegt sem varðar framtíð landsins. Enda hafa þingmenn þjóðmála- dehdar óspart veriö hafðir að háði og spotti í umræðum dægurmála- dehdar. Gott dæmi um það er um- ræða um efnahagsráðstafanir rík- isstjómarinnar. Eftir að einn fræg- asti gleðigjafi dægurmáladehdar hafði haldið ræðustólnum dag eftir dag svo vikum skipti, þá sló hann þingmenn þjóðmáladehdar gjör- samlega út af laginu með því að spyrja með þjósti: „Og hvenær ætl- ar ríkissljómin að skýra Alþingi frá efnahagsráðstöfunum sínum? Við bíöum.“ Þetta var endursýnt hægt í íþróttaþætti sjónvarpsins, svo fyndið þótti það. Móögunarmáttur sannleikans Á mánudögum er beðið með spenningi eftir umræðu dagsins í þættinum „Sannleikiuinn er sagna verstur". Þá era gerð hróp að þeim ráðherra sem komst næst sann- leikanum um gang mála í fjölmiðl- um yfir helgina. Þjóðin stendur á öndinni yfir þessum þætti og hann er ætíð sendur heint út. Sá ráð- herra, sem hefur slegið öh met í ósvífni í þessum þætti, var grýttur úti á götu og smáböm hræktu á hann. Hann hafði í viðtaU við DV sagt: „Hvar á að fá peninga fyrir þessu og hvar á að skera niður?" Þingmenn gera sér glögga grein fyrir mikhvægi dægurmáladehdar- innar. Th dæmis telur enginn þeirra minnstu von rnn endurkjör ef hann lætur ekki heyra hátt í sér í dehdinni. Einn fyrrverandi ráð- herranna fékk GaUup á íslandi th að gera könnun á því hvort væri líklegra th endurkjörs, að hann fengi sér koUu og byijaöi aftur með íþróttafréttir eða galaði manna hæst í dægurmáladehdinni. Yfir- gnæfandi meirihluti aðspurðra vhdi frekar hlusta á gól ráðherrans fyrrverandi og vinnur hann nú að endurkjöri sínu af miklum krafti, líkt og aUir hinir. Ólafur Hauksson „Enn einn stórkostlegur þáttur hjá dægurmáladeild Alþingis er ekki einu sinni á dagskrá hennar. Enda ber þátt- urinn heitið „Utandagskrárumræður“. Hver maður hlýtur að skilja firna vin- sældir þessara umræðna...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.