Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. 17 dv Menning, Pétur Eggerz. Ást, morð og dulrænir hæfileikar, áttunda bók hans. Dulræn áhrif Pétur Eggerz hefur nú sent frá sér áttundu bókina á tuttugu ára tíma- bili eða frá því fyrsta bók hans Minningar ríkisstjómaritara kom út árið 1971. Bókin, Ást, morð og dulrænir hæfileikar er skáldsaga, þótt ósjálfr- átt hvarfli að manni að Pétur hafi raunveruleikann að bakgrunni að ein- hveijum hluta. Markús er íslendingur sem starfar fyrir amerískt flugfélag og hefur aðsetur í Bonn og starfs síns vegna hefur hann talsverð samskipti við þýsk ráðuneyti. Pétur er því á heimavelli á söguslóðum, hafandi verið sendiherra íslands í Bonn. Pétur fellir sig vel við nafnið Markús, það kemur víðar fyrir hjá honum, Markús sendiherra er aðalsöguhetja Pét- urs í bók hans Sendiherrann frá sagnalandi. Athyghsvert er að Pétur skrifar bókina ýmist í 1. persónu eða sem áhorf- andi, sögumaður. Markús er einmana og auglýsir í blaði eftir að komast í kynni við konu. Hann fær 20 svör, en velur eitt og er heppinn, Mary, sem er rithöfundur, og Markús fella hugi saman. Garðyrkjumaður Markúsar er Asíumaður, Sakon, en Sakon kemur fyr- ir í fleiri bókum Péturs. Sakon býr yfir dulrænum hæfileikum, hann er skuggn og sér fyrir óoröna hluti. Þessi Asíumaður reynist Markúsi hinn besti vinur, beinir Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinsson hug hans að dulspeki og segir honum, hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér. Reyndar eru margar persónur, sem fram koma í bókinni eða sagt er frá, búnar dulrænum hæfileikum. Grímur skipstjóri býr yfir yfir- skilvitlegri reynslu. Markús og Mary eru hamingjusöm en Markús skynjar aðógæfan grúf- ir yfir þeim. Mary er myrt, og þaö syrtir í lífi Markúsar. Hann verður sem tilfinningalaus, aht hefur misst gildi sitt. Enn býr Asíumaðurinn Sakon yfir ráðum. Til þess að vekja þær tilfinn- ingar Markúsar sem sofnaöar eru og fá hann til að lifa, sendir Sakon hina fihpseysku eiginkonu sína í rúm Markúsar að næturþeli. Vinar- bragð th þess að bjarga sljóum og andlega dofnum vini. Og árangur er talsverður. Markús flytur heim til íslands og einmanakenndin sækir að. Prestam- ir verða htið til hjálpar. Á erfiðri stundu hringir Sakon frá Þýskalandi. Hann skynjar gegnum óravíddir að Markús þarf á hjálp að halda. Enn fer Markús til Þýskalands. Honum þykir til htils lifað, eför aö Mary hvarf úr hfenda tölu, en er sannfærður um að hitta hana aftur á æðra tílverustigi. Sakon segir honum að honum sé ætlað ákveðið verk sem hann veröi að vinna áður en hann sé ahur. „Líthl drengur mun beina athygh þinni að síðasta verkefni þínu á þessu thvistarstigi.“ Og óvænt stingur hthl kaldur lófi sér í hönd Markúsar þar sem hann stendur á götu í Reykjavík. Síðasta ævintýrið, verkefnið er hafið. En endalokin em óvænt. g Þessi bók Péturs er hpurlega og létt skrifuð. Honum tekst að halda le- sandanum fóngniun og flestir hygg ég lesi þessa bók i einni lotu. Ég lagði hana ekki frá mér fyrr en ég hafði lokið henni og svo veit ég að fleirum hefur farið. Dulræn áhrif era alls staðar vakandi í þessari bók og þeir sem kunna að lesa milh hnanna skynja önnur og æðri thvistarstig. Þessi bók gei ; reynst mörgum ágæt afþreying og sumum talsvert umhugsunarefn Pétur Eggerz: Ást, morö og dulrænlr hæflleikar Skuggsjá, Reykjavik, 1991. EIGINLEIKAR: • Mjög hljóðlátt • Takir þú upp fleiri en einn þátt á spólu merkið tœkið staðinn. Með því að ýta á DBSS finnur tœkið staðinn sjálft. Ýtirðu tvisvar fœrðu þátt númer tvö o.s.frv. • 100% skýr kyrrmynd • Þú getur tekið upp átta mismunandi þœtti 365 dagafram í tímann. • Tvöfaldur og áttfaldur hraði með mynd • Rammi fyrir ramma • Hægspilun • Móttakari fyrir kapalsjónvarp • Fjölpinnatengi fyrir mynd og hljóð • Tekur spólur bæði fyrir PAL og SECAM kerfið • Stilling á myndgæðum með fjarstýringu. • Barnalæsing sem tryggir að skipanir haldi og gerir tækið óvirkt án fjarstýringar. SJÓNVARPSTÆK/ /// Eigum fyrirliggjandi á lager takmarkað magn Sharp sjónvarpstækja á verði sem er lægra en þig grunar. Stærðir; 28, 21, 20, 14 og 3ja tommu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.