Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 52
60
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
Menning
Mozart kvöldlokka
Blásarakvintett Reykjavíkur hélt tónleika í Krists-
kirkju á laugardag. Flutt var Kvöldlokka eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart. Stjórnandi var Bernharður
Wilkinsson. Félagar Blásarakvintettsins eru auk Bern-
harðs þeir Einar Jóhannesson, klarínett, Daði Kol-
beinsson, óbó, Jósef Ognibene, hom, og Hafsteinn
Guðmundsson, fagott. Kvöldlokka Mozarts er fyrir 13
blásara og voru á þessum tónleikum kvaddir til aðstoð-
ar þeir Peter Tompkins, óbó, Ármann Helgason, klarí-
nett, Kjartan Óskarsson, bassetthom, Sigurður I.
Snorrason, bassetthorn, Bijánn Ingason, fagott, Rúnar
Vilbergsson, kontrafagott, Lilja Valdimarsdóttir, horn,
Þorkell Jóelsson, hom, Anna Sigurbjörnsdóttir, hom
og Dean Farrell, kontrabassi.
Kvöldlokkan er um margt sérkennilegt verk. Yfir-
leitt má búast við tónbst af léttara tagi þegar verk
með þessu heiti ber fyrir eym. Þaö hefur og áreiðan-
lega verið ætlun Mozarts að ná vel til fólks með þessu
verki. Á ytra borði hefur það öll venjuleg einkenni
kvöldlokkunnar. Þættir eru 7 talsins og töluvert er
um endurtekningar. Hins vegar er hér mun dýrar
kveðið en venjulegt er um svona verk. Þá er verkið
langt, um 55 mínútur í flutningi. Merkilegast er verk-
ið fyrir það hve fagurt það er og vel gert að öllu leyti.
Ef ekki væri hin sérkennilega hljóðfæraskipun mætti
ímynda sér að um meiri háttar hljómsveitarverk væri
að ræða. Hljóðfæraskipunin gefur verkinu sérkenni-
legan blæ og á ríkan þátt í því hve það er áhrifaríkt.
Það er athyglisvert að engin flauta er notuð í verkinu
en öll hin tréblásturshljóðfærin og þar með talin tvö
bassetthom. Þetta gefur óbóinu sérstakt tækifæri til
að njóta sín og Daði Kolbeinsson, fyrsti óbóleikari,
greip það á lofti og spilaði eins og engill á tónleikun-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
um. í þessum flutningi var notað bæði kontrafagott
og kontrabassi til að sjá um dýpstu röddina en Mozart
gerði aöeins ráð fyrir kontrabassa. Þetta gaf botninum
sérstaka fyllingu sem naut sín vel í kirkjunni.
Sá kafli verksins, sem býr yfir mestri fegurð, er
Adagio-kaflinn, þar sem Mozart fer á kostum. Loka-
kaflinn er sérkennilegur, í eins konar furðustíl með
yflrbragði þjóðlags. Flutningur þessarar myndarlegu
blásarasveitar var mjög góður og Bemharður stóð sig
mjög vel í stjómuninni. Tókust þessir tónleikar með
miklum ágætum.
Tónleikar Operusmiðjunnar
í gærkvöldi yoru tónleikar í Langholtskirkju þar
sem meðlimir Óperusmiðjunnar sungu ýmis lög við
píanóundirleik. Söngvararnir, sem fram komu, voru
Ingveldur Ólafsdóttir messósópran, Magnús Steinn
Loftsson tenór, Sigurður Bragason baríton, Jóhanna
Linnet sópran, Jóhann Smári Sævarsson bassi, Björn
Bjömsson baríton, Þórunn Guðmundsdóttir sópran
og Inga Backman sópran. Undirleikari á píanó var
Þorsteinn Gauti Sigurðsson og í nokkrum laganna lék
Hallfríður Ólafsdóttir með á flautu.
Efnisvalið á þessum tónleikum var fjölbreytt, allt frá
aríum eftir Bach og Hándel til atónal jólalaga eftir
Frank Martin. Það síðastnefnda var sungið af Þómnni
Guðmundsdóttur með miklum ágætum. Oft er talað
um grósku í söngmálum íslendinga og var forvitnilegt
að fara á þessa tónleika með það fyrir augum að kynn-
ast breiddinni meðal söngvara. I Óperusmiðjunni er
söngfólk sem búast má við að láti til sín taka í tónleika-
lífi á næstu ámm og sumt hefur þegar skapað sér
nafn. Ekki er rúm til að fjalla sérstaklega um hvem
söngvara sem þarna kom fram en óhætt er að segja
að menn geti verið bjartsýnir um framtiðína. í heild
var söngurinn á þessum tónleikum góður og sumir
söngvaranna sungu framúrskarandi vel. Aðrir eru
efni sem gefa góðar vonir. Ópemsmiðjan mun hafa á
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
pijónunum að setja upp óperu í Borgarleikhúsinu
seinna í vetur og verður forvitnilegt að fylgjast með
hvernig það mun takast.
Þorsteinn Gauti hefur ekki látið mikið fyrir sér fara
sem undirleikari hingað til. Hann stóð sig mjög vel í
því hlutverki og var mjög vakandi fyrir þörfum söngv-
aranna auk þess að leika sitt eigið efni vel. Hallfríður
flautuleikari komst einnig vel frá sínu.
Jólatónleikar Tónlistar skóla Kópavogs
Seinni jóíatónleikar Tónlistarskóla 18. desember kl. 20.30 í Kópavogskirkju.
Kópavogs veröa haldnir miövikudaginn Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Andlát
Valgerður Sigurðardóttir andaðist í
Landakotsspítala 13. desember.
Steinþóra Þorvaldsdóttir, Norður-
brún 1, lést föstudaginn 13. desemb-
er.
Glúmur Björnsson, Hátúni 4, er lát-
inn.
David Foss Gisholt andaðist í Osló
12. desember.
Björn Björnsson, Kögurseli 20, and-
aðist um borð í bv. Gnúpi GK-U
fimmtudaginn 12. desember.
Victor Jacobsen, Nesvegi 43, andað-
ist á heimili sínu 12. desember.
Jóhann Marel Jónasson stórkaup-
maður, Laugavegi 55, Von, Reykja-
vík, lést í Landspítalanum 12. des-
ember.
Jaröarfarir
Ingveldur Valdimarsdóttir útibús-
stjóri, Reynigrund 2, Akranesi, lést á
heimili sínu miðvikudaginn 11. des-
ember. Útförin fer fram frá Akranes-
kirkju þriðjudaginn 17. desember kl.
11.
Ingibjörg Gísladóttir, Bárugötu 36,
verður jarðsungin miðvikudaginn
18. desember kl. 13.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Bára Björgvinsdóttir, Ofanleiti 5,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
í dag, 16. desember, kl. 13.30.
Björgvin Símonarson, Skúlagötu 68,
lést 2. desember sl. Útför hans fer
fram frá bænahúsi Fossvogskirkju
þriðjudaginn 17. desember kl. 15.
Þorbjörg Pálsdóttir frá Kaldárholti
andaðist 4. desember sl. Útfórin hef-
ur farið fram.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu kl. 15-17. Bridge og
fijáls spilamennska.
Félagsvist A.B.K.
Spilað verður í Þinghól, Hamraborg 11, í
kvöld, 16. desember, kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Jólatréssala íþrótta-
félags fatlaðra
íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík hefur
hafið sámstarf við Reykjagarð hf. í Mos-
fellsbæ varðandi sölu á jólatrjám til
styrktar félaginu. Um er að ræða sérstak-
lega fallegan og barrheldinn norðmanns-
þin frá Danmörku og verðið með því
lægsta sem gerist á markaðnum. Salan
fer fram í Bílaborgarhúsinu að Fosshálsi
1. Opiö virka daga kl. 13-22, laugardaga
og sunnudaga kl. 10-22.
Hjálparstofnun Ananda
Marga
(Amurt-Ananda Marga Universal Relief
Team) stendur fyrir fjársöfnun til handa
bágstöddum bömum víða um heim.
Tékkareikningsnúmer 180, Búnaðar-
banki 7 miðbæjarútibú, og 27052, Lands-
banki íslands, Bankastræti. Upplýsingar
í síma 674991 og 27050.
Landssamtök áhugamanna
um flogaveiki
Lauf, landssamtök áhugamanna um
flogaveiki, gangast fyrir stofnun for-
eldradeildar. Markmið deildarinnar
verður ráðgjöf, fræðsla og stuðningur viö
flogaveik böm og aðstendendur þeirra. Á
fundinum mun Pétur Lúðvígsson bama-
læknir flyija erindi um flogaveiki hjá
bömum. Foreldrar og ættingjar floga-
veikra bama em eindregið hvattir til
þess að mæta á stofhfundinn, sem verðúr
haldinn þriðjudaginn 17. desember kl. 20
í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b, 2. hæð.
Námskeið
Prjón- og heklnámskeið
hefjast 14. janúar 1992. Hvert námskeið
stendur yfir í sex vikur. Skráning er haf-
in. Leiðbeinendur verða Amdís Bjöms-
dóttir og Inga Þórðardóttir. Allar nánari
upplýsingar í síma 11616.
Myndgáta
-vvv
\ui
\\* •
Z08
/vA
EYkol^--A_
Myndgátan hér að ofan
lýsir orðatiltæki.
Lausn gátu nr. 207:
Kornabarn
Sérdeild hjá Sævari
Karii
Nýlega var opnuð sérdeild innan fyrir-
tækis Sævars Karls, Bankastræti 9.
Deildin sérhæfir sig í imdirfatnaði frá
þekktum framleiðendum Þýskalands, ít-
alíu og Frakklands í þessari grein. Á
myndinni em Erla Þórarinsdóttir versl-
unareigandi og Arielle Mabilat starfs-
maður í nýju deildinni.
Neistaflug
Út er komin harmóníkusnælda með hin-
um kunna harmóníkuleikara Karh Jón-
atanssyni og félögum hans í hljómsveit-
inni Neistum, en þeir em Edwin Kaaber,
Ingi Karlsson, Sveinn Rúnar Bjömsson
og Óm Arason. Snældan inniheldur hefð-
bundna harmóníkutónlist og sérgrein
Karls: swing og sönleikjastef. Snældan
fæst í öllum helstu tónlistarverslunum
landsins.
Jólasveinar heimsækja
Þjóðminjasafnið
Á morgun kl. 11 kemur Askasleikir í
heimsókn á Þjóðminjasafnið ásamt
Bamakór Vesturbæjarskóla.
Leikhús
[ ÍSLENSKA ÓPERAN
I
eftir
W.A. Mozart
Örfáar sýningar eftir.
Ath. Breytlng á hlutverkaskipan
Næturdrottnlng:
Sigrún Hjálmtýsdóttir
l.hirðmær:
Elisabet Eiriksdottir
Papagena:
Katrín Sigurðardóttir
Föstudaginn 27. des. kl. 20.
Sunnudaginn 29. des. kl. 20.
Föstudaginn 3. jan. kl. 20.
Ósóttar pantanir seldar
tveimur dögum fyrir sýningar-
dag.
Miðasalan opin frá kl. 15-19,
simi 11475.
Greiðslukortaþjónusta
VISA - EURO - SAMKORT
Gjafakort
-töfrandi jólagjöf