Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
23
Fréttir
Suðuriand á 63 milljarða
samkvæmt fasteignamati
- seldist á um 100 milljarða á fasteignasölu
Kristján Einaisson, DV, Selfossi;
Samkvæmt nýjum skýrslum Fast-
eignamats ríkisins er verðmæti fast-
eigna á Suöurlandi tæplega 63 mlllj-
arðar króna. Ríkasta sveitarfélagið
er Vestmannaeyjar með eignir metn-
ar á 11 milljarða, Selfoss kemur næst
á eftir með 10,5 og Gnúpverjahreppur
í þriðja sæti með eignir upp á 6 millj-
arða. Þetta kom fram þegar DV
kannaði 10% hækkun á fasteigna-
mati íbúðarhúsa og íbúöarlóða á Sel-
fossi.
Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga,
sem haldin var nýlega í Reykjavík,
kom fram að matsverð íbúðarhúsa
og lóða í landinu hækkar milli ára
um 6%. Hjá fimm sveitarfélögum
hækkar þó matsverð meira, um 10%.
Þau eru Selfoss, Keflavik, Njarðvík,
Akranes og Höfn í Hornafirði.
Á skrifstofu Fasteignamatsins á
Selfossi fengust þær upplýsingar hjá
Samúel Smára að einungis sé um að
ræða íbúöarhúsnæði. Atvinnuhús-
næði, atvinnulóðir og bújarðir að
undanskildum íbúðarhúsum hækka
ekki milli ára.
„Ástæðan fyrir þessari hækkun er
hærra söluverð á íbúðarhúsnæði,
markaðsverö ræður þessari hækk-
un. Hér á Selfossi hefur verðið á fast-
eignum verið aö stíga síðustu tvö ár,
allir sölusamningar eru sendir til
okkar og samkvæmt tillögum frá
okkur leggur yfirfasteignamatsnefnd
til reiknistuðulinn. Reynt er að finna
út staðgreiðsluverð. Við höfum séð
sölur upp á 45 þús. kr. fyrir hvem
m2 í einbýlishúsum og 65 þús. í fjöl-
býlishúsum. í Reykjavík er algengt
fermetraverð í blokkaríbúð 70-75
þúsund," sagði Samúel.
Samkvæmt fasteignamati 1990 var
140 m2 einbýlishús byggt 1978 metið
á kr. 5,9 milljónir, að frádregnum
afskriftum hækkar matið um 8,5%,
Yfirlitsmynd af Selfossi.
Hundrað ára öldungur á Akranesi:
Læknisdómar alþýðunnar
vopnið gegn sjúkdómum
Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi:
Öldungurinn Þorkell Guðmunds-
son, nú til heimilis að Dvalarheimil-
inu Höfða á Akranesi, verður 100 ára
þann 16. apríl nk. Þrátt fyrir háan
aldur er Þorkell vel ern og fer í
gönguferðir alla daga þegar færi og
veður leyfa.
Hann hefur alla tíð verið góður til
heilsunnar en síðustu 30 árin hefur
hann lifað samkvæmt kenningum
bókarinnar Læknisdómar alþýðunn-
ar. Þessi bók kom fyrst út árið 1962
en hefur nú verið endurútgefin á
vegum Skjaldborgar.
í kjölfar veikinda, sem Þorkell átti
við að stríða í kringum 1960, keypti
hann umrædda bók. „Hún hefur
reynst mér ákaflega vel, svo vel að
minnsta kosti að enn tóri ég,“ sagði
hann í samtali við DV. Einkum er
þaö þrennt sem Þorkell notast við til
þess að lækna þá kvilla sem á hann
heija hveiju sinni: joö, laxerolía og
eplaedik.
„Finni ég til krankleika set ég tvo
eða þijá dropa af joði í bolla, síðan
svolítið vatn saman við og drekk svo.
Joöið drepur allar bakteríur og
hjálpar upp á starfsemi skjaldkirtils-
ins. Fái hann ekki nóg joð er manni
hætt við kvillum.
Laxerolíuna og eplaedikið drekk ég
ekki heldur nota sem áburð. Fyrst
ber ég olíuna á mig með klút og síðan
Þorkell Guðmundsson með bókina.
DV-mynd Sigurður
renni ég öðrum klút, vættum í epla-
ediki, yfir allan skrokkinn. Þetta hit-
ar líkamann og veitir mikla vellíöun-
artilfinningu. Ég hef stundum átt
erfitt vegna hðagigtar en það bregst
ekki að með því að bera þetta á mig
hverfa allar þrautir á bak og burt.“
verður 6,3 milljónir.
„Þetta hús gæti selst á 9,5 millj.
miðað við fullfrágengið hús með tvö-
fóldum bílskúr," sagði Sigurður
Hjaltason, fasteignasali á Selfossi.
„Yfirmatsnefnd hefði sennilega mátt
fara hærra með prósentuna."
Helgi Helgason, bæjarritari á Sel-
fossi, taldi að þetta nýja fasteignamat
myndi hækka tekjur bæjarsjóös milli
ára um 12 milljónir króna miðað við
óbreyttar álagningareglur.
KÆU- 06 FRYÍTISKÁPAR
Gerð: RF 181/80 - Verð kr. 41.900,- stgr, !!
I ATLAS
*ŒE3 JSKALT HAUSTTILBOÐ 1*033:
Rúmmál Hæð Verð
ÍSSKÁPAR lítrar cm staðgreitt
MR 284 með innbyggðu frystihólfi 280/27 145 36.900
MR 243 með innbyggðu frystihólfi 240/27 122 31.900
VR 156 með innbyggðu frystihólfi 150/15 85 26.900
KÆLISKÁPAR
RR 29/ án frystihólfs 280 143 34.900
RR 247 án frystihólfs 240 120 29.900
RR 154 án frystihólfs 150 85 24.900
KÆLI- / FRYSTISKÁPAR
RF 365 tviskiptur, frystir að ofan 300/60 160 44.900
MRF 289 tviskiptur, frystir að ofan 280/45 145 39.900
RF 181180 tviskiptur, frystir að neðan 280/80 144 41.900
FRYSTISKÁPAR
VF-223 fimm hillur 220 145 39.900
VF 123 fjórar hillur 120 85 29.900
Nýkomin
sending af Atlas
kælitækjum á
einstöku verði!
RÖNNING
SUNDABORG 15
C9i -685868
KENWOOD Chef
er kostagripur
Fáanlegir aukahlutir: Innifalið í verði:
□ Blandari □ Þeytari 0
□ Grænmetisrifjárn □ Hnoðari
□ Hakkavél □ Hrærari
□ Safapressa |H|
□ Kartöfluflysjari . Verð kr. 22.201 stgr. HEKLA
n o fl LAUGAVEGI 174
S. 695500/695550
“v.y'/V ' 'V ''V-í
—-1 1" ^ ‘ ' . ••••*• - '
Vv '■
r&l