Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Side 14
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B..SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND J0NSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91)27022 - FAX: Auglýsingar: (91 )626684
- aðrar deildir: (91)27079
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Eigin gæfu smiðir
Tvíhliða viðræður íslands við Evrópubandalagið um
nýjan eða breyttan viðskiptasamning verða næsta verk-
efni okkar á sviði utanríkisviðskipta, ef evrópska efna-
hagssvæðið er úr sögunni í núverandi mynd, svo sem
líkur benda til eftir rothögg Evrópudómstólsins.
Evrópubandalagið breytir ekki stjórnarskrá sinni til
að standa við samninginn um evrópskt efnahagssvæði.
Hins vegar kann það að líta mildum augum á, að efni
hans verði tekið upp í tvíhbða fríverzlunarsamningum
við þau ríki, sem ekki hugsa sér að ganga í bandalagið.
Raunar er Evrópubandalaginu siðferðilega skylt að
leysa málið eftir að hafa tvisvar sinnum klúðrað því.
Sú verður væntanlega meginforsendan, sem samninga-
menn okkar gefa sér, þegar þráðurinn verður tekinn
upp að nýju í tvíhhða eða marghliða viðræðum.
Ljóst er, að ísland mun ekki stíga lengra skref til
evrópskrar sameiningar en stigið var með hinu andvana
fædda efnahagssvæði. Við fórum þar út á yztu nöf, enda
er engin þjóðarsátt um árangur þeirrar göngu, heldur
er þjóðin klofin í herðar niður í afstöðu til hennar.
Við munum til dæmis ekki geta sætt okkur við, að
slátrari evrópska efnahagssvæðisins, Evrópudómstóll-
inn, fái meiri lögsögu yfir íslandi. Enginn póhtískur
vilji er á íslandi fyrir slíku afsah fullveldis. Við vhjum
áfram hafa lykilinn að gæfu okkar í eigin höndum.
Við munum ekki feta braut Svía, Finna og Austurrík-
ismanna inn í Evrópubandalagið. Við erum fámennari
þjóð og getum ekki leyft okkur að ganga eins langt í
afsali fullveldis. Okkar fuhveldi er ekki sterkara en
svo, að við þurfum að vaka yfir því nótt og dag.
Evrópubandalagið hefur marga kosti. Það hefur for-
ustu í ýmissi lagasetningu, th dæmis í umhverfismálum.
Það er að koma á fót Evrópumynt, sem við ættum að
taka upp í stað krónunnar. Það er þó fyrst og fremst
frjáls markaður, sem við viljum vera í tengslum við.
Evrópubandalagið hefur líka gaha, sem fæla okkur
frá. Það er skriffinnskubákn, sem hefur tilhneigingu til
að heyja viðskiptastríð út á við. Það er bákn, sem tekur
örlagaríkar ákvarðanir, þar sem kvartmihjón manna á
íslandi skipta jafnlitlu og íbúarnir í Cardiff í Wales.
Við viljum ekki vera eins og Cardiff í Wales. Við vilj-
um reka sérstakt þjóðfélag, alveg eins og Litháar og
Króatar. Við vhjum þetta, þótt leiða megi rök að því að
ódýrara væri að haga málum á annan hátt. Við teljum,
að þjóðríki sé heppheg eining, þótt lítil sé.
Nú hefur nýtt stríð tekið við af kalda stríðinu. Það
er stríðið mihi þjóðríkja og sambandsríkja, þar sem
deyjandi Sovétriki, deyjandi Júgóslavía, Bandaríkin og
forstjóri Sameinuðu þjóðanna mynda bandalag til að
reyna að koma í veg fyrir fæðingu þjóðríkja.
Þetta bandalag er dauðadæmt, því að hinn stríði
straumur sögunnar hggur í átt th þjóðríkja, sem vhja
vera eigin gæfu smiðir, en eru fús th samstarfs við aðra
um fríverzlun og önnur hagkvæmnismál, sem ekki
skerða fullveldi þjóðríkjanna að neinu marki.
Evrópubandalagið er punkturinn eftir Evrópustríðin,
eldra fyrirbæri en vakning þjóðríkja, sem einkennir
nútímann. Það hefur í krafti stærðar öðlazt sitt eigið
hreyt'iafl, sem gerir það eftirsóknarvert fyrir marga, svo
sem Svía og Finna. Við erum ekki í þeim aðdáendahópi.
Þegar Svíar og Finnar verða orðnir enskumælandi
Evrópumenn, ætla íslendingar áfram að vera íslenzku-
mælandi íslendingar og sinnar eigin gæfu smiðir.
Jónas Kristjánsson
Flestir standa víst í þeirri meiningu
aö siöferði sé aðeins eitt, nefnilega
að siðferði sé siðferði (líkt og gulrót
sé gulrót). - En það er misskiining-
ur, siöferði er tvennt: pólitískt sið-
ferði og venjulegt siðferði. Vanda-
laust er að styðja þetta með rökum
og styðja rökin með dæmum. „Sið-
ferði“ (siðgæði) er mikið patent-
orö, en hjá venjulegu fólki er það
lítið í notkun, enda mun víst flest-
um þykja það nokkuð stór munn-
biti að kingja, og eins gott að hafa
það á hreinu hvað orðið þýðir. -
Stjómmál em að vísu mál sem lúta
nokkuð eigin lögmálum og merk-
ing orða mjög afstæð, endaþótt þau
séu framsett sem Stóri sannleikur.
Afstæð kenning
Dæmi um póhtískt siðferði á
heimsmælikvarða eru aðfarimar í
Króatíu og viðbrögð vestrænnar
stjómmálaforystu (ef ekki Samein-
uðu þjóðanna) við þeim og með-
höndlun öll á þessu máli. Meðan
gamli kommúnistinn Milosevic
hagar sér líkt og Hitler í upphafi
seinni heimsstyrjaldar, dragandi
þjóðir heimsins á asnaeymnum
með endalausum samningum um
vopnahlé, sem ekki hvarflar að
homun að halda (enda dreymir
hann um ,,Stór-Serbíu“), næst eng-
in samstaða um að koma í veg fyr-
ir óbætanlegar eyðileggingar og
hroðalegar þjáningar og manntjón.
Slobodan Milosevic, leiðtogi Serbiu. „... hagar sér líkt og Hitler í upp-
hafi seinni heimsstyrjaldar," segir m.a. í greininni. Simamynd Reuter
Pólitísk siðfræði og
venjuleg siðfræði
Þarna helst stjórnmálamanni
(eða mönnum) með dyggri aðstoð
herforingja uppi að koma fram
vilja sínum í fullkominni mótsögn
við venjulega siðfræði. Þeim helst
m.ö.o. uppi að fremja svívirðu á
svívirðu ofan (í huga venjulegs
fólks) tU að ná fram pólitískum
ávinningi.
í raun og veru er ekkert dæmi
eins frægt og sláandi um póhtískt
siðferði og stríð, þegar þvinga á
fram vilja sinn (og „fólksins"!) með
gerræði. Þarna rekum við okkur
undireins á þá þversögn að allt í
einu er það orðið að „dygð“ að mis-
þyrma fólki og drepa það með eins
ruddalegum og hroðalegum hætti
og hugsast getur - meðan þetta er
að sjálfsögðu glæpur allra glæpa,
þegar einstakhngur tekur sér það
vald aö grípa til slíks einkafram-
taks. Með öðrum orðum er kenn-
ingin „þú skalt ekki mann deyða“
svo afstæð að hún verður að sið-
ferðilegu bulh meðan það er geð-
þóttamál þeirra sem ráða hvað sé
siðgæöi. Ög það eru stjómmála-
menn sem ráða því (ef þeir þá ráða
yfir sjálfum sér). Það eru stjómmál
(þar með taUn kynþáttamál og trú-
arbrögð) sem valda því að fólk, sem
hefur lifað í sátt og samlyndi, er
aUt í einu farið að berast á bana-
spjótum - og það með þvilíkri heift
að orð fá ekki lýst.
Hagsmunapólitík
Og auðvitað erum við hér komin
að hagsmunapóUtík, sem öU póUtík
snýst um, og má einu gilda þótt hún
sé kennd við stjórnmál, trúarbrögð
- eða bara einfaldlega peninga,
hvort sem það er skortur á þeim
eða ofgnótt. Með öðmm orðum
misskipting auðs og auölinda. Það
er nefnilega ekki sama hvort um
er að ræða olíuauðUndir í Kúvæt
eða skuldugt bændasamfélag í
Júgóslavíu. Þar gUdir tvennskonar
siðfræði. Þannig spaxmar póUtísk
siðfræði aUt sem henni hentar að
kaUa því nafni og ekkert mál þótt
hún sé í fuUkominni mótsögn við
sjálfa sig.
Við getum Utið á atburðina í Sov-
étríkjunum (og eru víst síðustu for-
vöð að nota það orð). Augljóslega
hafa átt sér þar stað (og eiga sér
stað) heimssögulegir atburðir og
söguleg þróun, sem varðar ekki
aðems þessar þjóðir heldur einnig
Kjallarinn
Oddur Björnsson
rithöfundur
heimsbyggðina - ef ekki framtíð
mannkyns. Flestir eru ákaflega
hressir með þessa þróun, endaþótt
áhyggjuefnin séu geigvænleg. Sá
maður sem hlýtur að teljast ábyrg-
ur fyrir henni og kannski lokið
hlutverki sínu, þegar þetta birtist,
með því að hann gerði hana mögu-
lega og gæti þessvegna kaUast
„maður aldarinnar", er nú allt í
einu orðinn misvitur og tiltölulega
áhrifalítill um gang mála í þeim
sögulegu sviptingum sem virðast
vera famar að stjóma sér sjálfar
og bera jafnvel keim af hreppapóli-
tík.
Nú eru kallar einsog Yeltsin og
allir hinir, sem ég kann ekki að
nefna, búnir að taka völdin (enda
æft sig bakvið tjöldin!), og heföi
maður þó vart heyrt þeirra getið
ef Gorbatsjovs hefði ekki notið við.
Þessi ríki væm ennþá undir jám-
hæl gömlu miöstjómarklíkunnar -
ef ekki líka Austur-Evrópuríkin og
Eystrasaltslöndin. Þetta eru hinar
dramatísku afleiðingar „Glas-
nosts“.
Lýðskrumið
Kannski er nú erfitt að tala um
siðfræði í sambandi við sögulega
þróun (þótt sumar húsmæður í
Vesturbænum og a.m.k. einn pró-
fessor við Háskólann færu létt með
þaö). En þarna spretta engu að síð-
ur upp einkennileg og erfið siðferð-
isspursmál (og nú er ég að tala um
venjulega siðfræði), sem annars-
vegar snúast um vilja fólksins og
þjóðanna í þjóðunum og hinsvegar
hvað leiðir til farsældar - helst öll-
um þjóðunum til handa (svo og
öðrum þjóðum). Svo maður tah nú
ekki um að koma í veg fyrir heims-
ógæfu.
Og þarna kemur lýðskrumið inn
í myndina: að láta fólk halda það
sem það á að halda og gera haldið
að vissu, til þess að þú sért reiöubú-
inn að berjast fyrir málstaðinn.
Stundum snýst dæmið við, að fólk-
ið (sá hópur sem mest á undir sér
og telur flest atkvæði) ræður því
hvað landsfaðirinn (eða stjórnin)
heldur. Síðan koma vestræn sjón-
armið inn í myndina og neyta sinna
áhrifa til að fullkomna heilaþvott-
inn með „ímyndafræðinni" svo-
kölluðu, svo allir haldi nú áfram
að halda það sem þeir eiga að halda.
Að vísu verða margir fyrir sárum
vonbrigðum, þegar þeir komast að
raun um að það sem þeir héldu var
ekki það sem þeir héldu.
Þaö virðist sem svo að siðferði
komi ekki alltaf að miklu gagni, ef
því fylgir ekki upplýsing - í stað
skoðanamótunar og slagorða, og
má sín kannski ekki mikils í ljósa-
dýrð vöruhúsanna, þegar maginn
er tómur. En eitt er ljóst: framtíð
mannkyns er engin - nema orðið
siðferði öðlist eina og upprunalega
merkingu, sem nær þó til allra
hluta - þ.á.m. lífríkis jarðar og vís-
indalegra frámfara.
Oddur Björnsson
„Með öðrum orðum er kenningin „þú
skalt ekki mann deyða“ svo afstæð að
hún verður að siðferðilegu bulli meðan
það er geðþóttamál þeirra sem ráða
hvað sé siðgæði.“