Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. Fréttir i>v Togarinn Viðey sigldi á tvö varðskip 1 Reykjavikurhöfn: Vél togarans setti allt í einu á fulla ferð áfram - óþægilegt að vera í stjómlausu skipi í miðri höfn, segir Olafur Om Jónsson skipstjóri „Við vorum að snúa skipinu í bak til þess að fara fara út úr höfninni við Norðurgarð og setjum á ferð áfram. Þá gerist eitthvað í skrúfubúnaðin- um sem setur hann á fulla ferð áfram og festir hann þar. Þegar við sláum af með skrúfustiUingunni svarar skrúfan ekki og helst í fullri ferð áfram og véhn keyrir á sama hraða. Skipiö tekur kipp áfram og snýst hratt á bakborða. Véhn er stöðvuð með neyðarrofa en þá er ferðin orðin það mikil á skipinu að dráttarbátur- inn Magni nær ekki að stöðva okkur og við rekumst á varðskipin," segir Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri á Við- ey sem rakst á danska varðskipið Hvítabjörninn og varðskipið Tý klukkan 10.30 á jóladagskvöld þar sem þau lágu hhð við hlið utan á Óðni við Ingólfsgarð. Viðey var að halda til veiða þegar óhappið varð og seinkaði um nokkr- ar klukkustundir meðan viðgerð fór fram. Skemmdir voru óverulegar á Viðey en þyrlupallurinn á Hvítabim- inum laskaðist töluvert og skuturinn stjómboðsmegin á Tý. Engar skemmdir urðu á varðskipinu Óðni. Ólafur Örn sagði að Magni hefði ekki verið í neinni hættu að lenda á miUi því hann væri lipur og snögg- ur. Skipstjórinn á Magna gaf hljóð- merki til að aðvara mennina um borð í Hvítabirninum sem vom að halda sín jól í rólegheitum þegar Viðey bankaði svona hressilega upp á. „Höggið var ekki mikið því skipiö var á 2 mílna ferö í mesta lagi. Við runnum með stefniö á milh skipanna og það dró úr högginu að kaðallinn á milli þeirra var fyrir og við slitum hann. Annars hefðu orðið miklu meiri skemmdir á okkur og öðru hvoru varðskipanna," segir Ólafur Örn. „Við þetta skemmdist skutur- inn á báðum skipunum en við lentum á þyrlupalhnum á Hvítabiminum. Hann lá fyrir utan og við fáum hann á stjómborðskinnung en Tý á bak- borðskinnung og slitum Hvítabjörn- inn lausan frá Tý aö aftan. Það kom smárifa á hvalbak Viðeyjar á stjórn- borða og síðan 20 cm gat bakborðs- megin á svokallaðri lappaloku. í það var soðin lítil plata. Alhr menn um borð hjá okkur vom uppi í við- bragðsstöðu því það er óeðlilegt að drepið sé á vél í hasti,“ segir Ólafur Örn. „Það er ákaflega óþægileg til- finning að vera um borð í stjórnlausu skipi inni í miðri höfn og ráða ekki við neitt. En þetta er eins og hvert annað óhapp og ekki ósvipað því þeg- ar bremsubúnaður fer í bU. Þetta er hálffornfálegur búnaður aö hafa ekki gír th að kúpla beint frá heldur verð- ur að drepa á öhu ef á að stoppa skrúfu og öðmvísi en á flestum skip- whkbbm Styttur og rekkverkið bakborðsmegin á Hvítabirninum lagðist saman þegar Viðey sigidi á skipið að kvöldi jóladags. Tjónið vel á aðra milljón - segir Ingvar Kristjánsson, eftirlitsmaður hjá Gæslunni „Viðgerðir hefjast strax í fyrramál- ið og verður væntanlega lokið í byrj- un janúar, þann þriðja eða fjórða ef allt gengur að óskum. Við reiknum með því að þetta sé svona fimm til sex daga vinna,“ sagði Ingvar Kristj- ánsson, skipaeftirhtsmaður Land- helgissgæslunnar í gær, eftir aö hann hafði metið skemmdimar á Tý. „Það er ekki gott að segja til um heildar- kostnað að svo komnu máh en reikna má með að þetta verði vel á aðra milljón með efni og launum." Að sögn Ingvars eru skemmdir á stjórnborðshomi Týs og fjóra metra fram stjómborðsmegin. Einnig skemmdist þyrlupahurinn stjórn- borösmegin og þar eyðilögðust um fjórir metrar af rekkverki. Þar viö bætast 11 metrar af rekkverki fram- an th á skipinu. „Það gerðist þannig að þegar Viðey lenti á milli skipanna shtnaði Hvíta- bjöminn frá að aftan og lagöist að aö framan og braut inn rekkverkið á Tý. Hvítabjöminn skemmdist hins vegar ekkert að framan viö þetta því að síðan er það sterk miðað við rekk- verkið á Tý,“ segir Ingvar. Eins og áöur sagði verður strax hafist handa við viðgerðir en að sögn Ingvars verður að brenna skemmdu hlutana burtu og sjóða nýjar plötur, smíða nýjar styttur og setja ný bönd á rekk- verkið að framan og á þyrlupalU. -JJ um.“ Viðgerð á Viðey stóö frá klukkan 12 til klukkan 5 að morgni annars dags jóla. Það þurfti að hafa hraðar hendur því Viðey er bundin af sölu- degi þann 13. janúar. Samkvæmt reglunum hefði skipið átt að fara út fyrir hádegi á Þorláksmessu en áhöfnin var á undanþágu til að ná helsta jólahaldinu. Það er tahnn hálf- gerður happdrættisvinningur að ná fyrstu sölum eftir áramót, segir Ólaf- ur, en um borð eru sautján manns af fastaáhöfn skipsins. Þegar DV hafði samband við Ólaf Öm í gær var áhöfnin að karfaveið- um suður af Reykjanesi í ágætu veðri og vonaðist Ólafur til að ná minnst 150 til 200 tonnum af karfa fyrir söl- una þrátt fyrir að túrinn hefði ekki verið áfaUalaus í upphafi. -JJ Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÚVERÐTRYGGD Sparisjóðsbækur óbundnar 2,5-3 Landsbanki Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 2,25-5 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 3,25-6 Sparisjóöirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 2,5-3 Landsbanki VlSITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3 Allir 1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb., Búnaðarb. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb. överðtryggð kjör, hreyföir 3,25-3,5 Búnb.,Landsb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR Vísitölubundnir reikningar 2,5-6 Búnaðarbanki Gengisbundir reikningar 2,5-6 Búnaðarbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki óverðtryggð kjör 7-8,25 Sparisjóöir INNLENDIR GJALDEVRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 3,25-3,75 Islandsbanki Sterlingspund 8,5-9 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,25-7,8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) * lægst útlAn óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 15-15,5 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 15,75-16,5 Búnaðarbanki Viöskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 17,75-18,75 Islandsbanki ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ Almenn skuldabréf 9,75 10,25 Búnaðarbanki AFURÐALÁN Islenskar krónur _ 15,25-16,5 Allir nema Lb SDR 8,5-9,25 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,75-7,5 Landsbanki Sterlingspund 12,4-1 2,75 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 11-11,5 Búnaðarbanki Húsnæðlslán 4,ð Ufeyrissjóðsién 6-9 Dráttarvextir 26,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf desember 17,9 Verðtryggð lán september 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjáravísitala janúar 31 96 stig Lánskjaravísitala desember 31 98 stig Byggingavísitala desember 599stig Byggingavísitala desember 1 87,4 stig Framfærsluvísitala desember 1 59,8 stig Húsaleiguvísitala 1,1% lækkun 1. janúar VERDBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF Gengi bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,037 Sjóvá-Almennar hf. 5,05 5,15 Einingabréf 2 3,209 Armannsfell hf. 2,15 2,40 Einingabréf 3 3,968 Eimskip 5,53 5,95 Skammtímabréf 2,012 Flugleiöir 2,03 2,20 Kjarabréf 5,672 Hampiðjan 1.72 1,90 Markbréf 3,047 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10 Tekjubréf 2,149 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,10 Skyndibréf 1,762 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1,73 Sjóðsbréf 1 2,895 islandsbanki hf. 1,61 1,74 Sjóðsbréf 2 1,931 Eignfél. Alþýðub. 1,58 1,71 Sjóðsbréf 3 2,002 Eignfél. Iðnaðarb. 2,12 2,29 Sjóðsbréf 4 1,748' Eignfél. Verslb. 1,41 1,53 Sjóðsbréf 5 1,200 Grandi hf. 2,60 2,80 Vaxtarbréf 2,0400 Olíufélagið hf. 4,50 5,05 Valbréf 1,9120 Olís 2,10 2,28 Islandsbréf 1,264 Skeljungur hf. 4,87 5,45 Fjóröungsbréf 1,147 Skagstrendingur hf. 4,65 5,05 Þingbréf 1,260 Sæplast 7,28 7,60 öndvegisbréf 1,244 Tollvörugeymslan hf. 1,07 1,12 Sýslubréf 1,284 Útgerðarfélag Ak. 4,50 4,85 Reiöubréf 1,227 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Launabréf 1,014 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 Heimsbréf 1,073 Auölindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Slldarvinnslan, Neskaup. 3,30 3,50 1 Við kaup á viðskiptavixlum og viöskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.