Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Side 13
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991.
13
Merming
Svavar Guðnason.
Þar sem skáld-
skapurinn vakir
- Thor skrifar um S vavar
Úti í Hellerup í Danmörku situr hugumstór ákafa-
maöur af íslenskum ættum, Torstein Blöndal aö nafni,
og hefur uppi lofsamlega tilburði til bókaútgáfu um
norræna myndlist. Fyrir fimm árum gaf hann út mikla
bók um norræna nýlist bæði á ensku og Norðurlanda-
málum sem bar heitið „Northern Poles - Breakaways
and Breakthroughs in Nordic Painting and Sculp-
ture“ og reit ég fyrir hann kaflann um íslenska mynd-
list. Leið svo og beið og ekki bólaði á fleiri bókum frá
Blöndal fyrr en 1989 að mér barst lítið (20x14 cm) og
nett kver um norska 19. aldar málarann Lars Herte-
vig eftir Ole Henrik Moe. Þar var þá kominn nýr bóka-
flokkur frá Blöndal, Format, þar sem telft var saman
ólíkum - og ólíklegustu - höfundum og fágætum nor-
rænum listamönnum. Myndhstarmaðurinn Per Kirke-
Bókmenntir
Aðalsteinn Ingólfsson
by hafði til dæmis tekið að sér að skrifa um gamla
expressjónistann Edward Weie, íslandsvinurinn Don-
ald Judd ætlaði að skrifa um Ofle Bærtling og Georg
Baselitz hugðist skrifa um Carl Frederik Hill, hvers
verk voru til sýnis í Norræna húsinu fyrir stuttu, og
svo framvegis.
Atburðir í myndum
Þetta er út af fyrir sig skemmtilegt uppátæki, eða
„concept" eins og sagt er á máli markaðsfræðinga,
þótt ég sé ekki alveg sannfærður um ágæti þess að
hafa bækurnar svona litlar í sniðum.
Aukinheldur skil ég ekki alveg tilganginn með því
að gefa hveija bók einungis út á móðurmáli þeirra
flstamanna sem um er fjallað. Tæplega stuðlar það að
útbreiðslu þekkingar um þá vítt og breitt um Norður-
lönd, hvað þá annars staðar í heiminum. En það er
kannski ekki markmið útgefanda.
Allt um það hefur Blöndal tekist að koma út sex
bókum í þessum flokki og barst mér sú sjötta fyrir
einskæra tilviljun nokkrum dögum fyrir jól. Hefði þó
verið full ástæða til að koma henni inn á íslenskan
jólabókamarkað í tæka tíð og með bravúr því í henni
fjallar okkar mesti töframaöur til orðs, Thor Vil-
hjálmsson, um helsta seiðmann okkar Islendinga í
myndlist, Svavar Guðnason. Þetta eru hvorki fyrstu
afskipti Thors af myndlist né af Svavari Guðnasyni.
Hann hefur ritað heila bók um Kjarval og fjölda greina
um Svavar og aðra myndflstarmenn og er það vel.
Enginn íslenskur rithöfundur hefur betra „auga“ fyrir
myndflst, það er, meira næmi fyrir útliti hvers mynd-
verks.
Djarfar fyrir bláfjallarótum
Lýsingar Thors eru svo flfandi að þær vekja með
manni löngun til að skoða gamalkunnar myndir upp
á nýtt. Þegar ég er búinn að lesa yfir mig af þyrrkings-
legum hugleiðingum um „formskapandi pensilskrift"
„snertigildi litarins" og „umskrift á hughrifum frá
náttúrunni" sem er þó ekki „vísun í ákveðið landslag
heldur eru áleitnari hugrenningatengsl við í senn hið
smágerða og stórbrotna í náttúrunni" verð ég yflr mig
glaóur að rekast á eftirfarandi umfjöllun, sem er skynj-
un Thors á málverkinu „ísabrot" eftir Svavar:
-2-
„í hinum abströktu sveiflum þar sem mest ber á
bláu og hvítu grillir í landslag úr Hornafirði einsog
minning fylgin sér smjúgi í myndina: melar haf og
djarfar fyrir bláflallarótum, jafnvel jökli íjærst í sudda.
Myndin er stefjahreimur, mest leikur hvítra misstórra
fláka, og sumstaðar grisjar í gegn annar litur undir,
nokkrir bláir og homhvassir, einn gulur femingur,
bleikur annar, það er líka til dökkgrænt og grágrænt
í myndinni, flka grátt, og bregður fyrir bláum fleti
grönnum; en miskipað er tígli úr rauðum þríhymingi
og hinn helmingurinn grænn þríhyrningur, og helm-
ingast svo. Þú heyrir ruðninginn, marr þegar jakar
skarast, og rymur í djúpi í þessum hvíta myndheimi
þar sem annað og meira býr undir“ (bls. 37).
Verk og persóna
í texta Thors fléttast saman upplifun verkanna og
margslungin persónulýsing listamannsins, svo vart
verður sagt hvar persónuleikanum sleppir og mynd-
listin hefst. Enda er Svavar Guðnason senniiega mest-
ur einstaklingur í gjörvallri myndlist okkar. Thor er
líka óhræddur við að láta í ljós ákveðnar skoðanir á
myndflst Svavars. Hann gefur til að mynda lítið fyrir
notkun flestra samferðamanna Svavars á grímu-
mótífinu og telur skilning þeirra á Freud næsta yflr-
borðslegan. Hann gengur einnig þvert á skoðanir
flestra myndlistaráhugamanna á geómetríska tímabifl
Svavars. Við listfræðingar tölum yfirleitt ekki vel um
þetta tímabil, teljum það útúrdúr á listferfl Svavars.
„Það er miklu nær að hann hafi verið að endurmeta
afstöðu sína og færa út sitt persónulega listræna land-
nám“ segir Thor, og bætir við: „.. .í þessum myndum
Svavars er náttúrusambandið aidrei rofið. Þú finnur
land, sjó, himin, veður, þyt stormsins, birtu. Náttúru-
öflin, vorleysingar, ísabrot, flug, ruðning þegar lífið
sprengir sig úr klakaböndum, rökkrið læðist yfir dag-
inn. Þetta eru myndir þar sem skáldskapurinn vakir
íbygginn og aðsjáfl" (bls. 31).
Ljóð á dönsku
í þessari litlu bók er einnig að flnna gamlan greinar-
stúf/ljóð á dönsku eftir Svavar, fallega kveðju til lista-
mannsins eftir Ejler Bille og Utmyndir, 39 að tölu, (yfir-
leitt) þokkalega prentaðar.
Thor Vilhjálmsson - Svavar, 120 bls.
Edltion Blöndal, Kaupmannahöfn 1991
Dreifing á íslandi: löunn
Blindrafélagið
SAMTÖK BLINDHA OG SJÓNSKERTRA Á ÍSLANDl
HAPPDRÆTTI
BLINDRAFÉLAGSINS
DREGIÐ 17. DESEMBER 1991
VINNINGSNÚMER:
2350 8981 12976 4895 13782
384 6693 2066 2317 2712
4618 7438 9050 9642 11032
11822 12779 13118 13120 892
1174 1486 1936 4272 4812
6556 6895 6967 7192 8395
9536 10803 11851 12804 13728
13859 14239 14560 14928
BLINDRAFÉLAGIÐ, SAMTÖK BLINDRA
OG SJÓNSKERTRA:
símsvarinn er 38181.
_Jil viðskiptamanna.
banka og sparisjóða
Lokun
2. jjanúar
og emdagar
víxla.
Vegna áramótavinnu verða
afgreiðslur banka og sparisjóða
lokaðar fimmtudaginn
2. janúar 1992.
Leiðbeiningar um eindaga víxla
um jól og áramót
liggja frammi í afgreiðslum.
Reykjavík, 17. desember 1991
Samvinnunefnd banka og sparisjóða'
99 m m ! « -•