Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 20
40
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991.
Fréttir
Istess, Akureyri:
Eignaraðilar Laxár ætla
að keppa við Skretting
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Eignaraðilar Laxár hf. horfa auð-
vitað ekki aðgeröalausir á þetta mál
og hafa verið að skoða stöðuna frá
ýmsum hliðum," segir Halldór Jóns-
son, bæjarstjóri á Akureyri, um
hugsanleg viðbrögð eigenda Laxár
hf. við tilboði norska fyrirtækisins
Skrettings í þrotabú fóðurvörufyrir-
tækisins ístess á Akureyri.
Laxá hf. er með rekstur þrotabús
fyrirtækisins á leigu og hefur gert
30 milljóna króna tilboð í eignir ís-
tess. Norska fyrirtækið hefur svarað
því með 60 milljóna króna tilboði og
verði því tekið flyst starfsemin til
Noregs.
Eigendur Laxár hf. eru Kaupfélag
Eyflrðinga, Akureyrarbær og Hrað-
frystistöð Þórshafnar sem eiga 2
milljóna króna hlut, Byggðastofnun
á 1,6 milljón og aðrir aðilar rúmlega
hálfa milljón. Hluthafar hafa fundað
um málið undanfarna daga og mun
ákvörðunar varðandi það hvort ann-
að tilboð verður gert í Istess að vænta
mjög fljótlega.
Laxa hf. a Akureyri:
Reksturinn gengur
alveg þokkalega
- segir Guömundur Stefánsson framkvæmdastjóri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Rekstur Laxár gengur alveg
þokkalega og við erum ekkert að
kvarta," segir Guðmundur Stefáns-
son, framkvæmdastjóri fóðurvöru-
fyrirtækisins Laxár hf. á Akureyri,
en það fyrirtæki var stofnað sl. sum-
ar á rústum ístess hf. sem þá var
lýst gjaldþrota.
* Aðaleigendur Laxár hf. eru Kaup-
félag Eyfiröinga, Akureyrarbær og
Hraðfrystistöð Þórshafnar en aðrir
eigendur eru Byggðastofnun, Raf-
tákn á Akureyri, Dreki á Akureyri
og Hlaðverk hf. í Kópavogi.
Guðmundur segir að þrátt fyrir að
reksturinn gangi þokkalega þá sé
mikið óvissuástand erfitt við að eiga
en fyrirtækið framleiðir fyrir fisk-
eldisfyrirtæki og fyrirtæki í loðdýra-
rækt. „Við sjáum ekki hvað verður
í þessum greinum í framtíðinni og
melbrosia
FYRIR 8REYTINGARALDU RINN
NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN
Laugavegi 25, simi 10263. Fax 621901
Vinningstölur 1 21. des. 1991
(ÍL faX4)«
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5 af 5 6 445.640
2.4a7!« W 6 77.476
3. 4a(5 532 1.507
4. 3af 5 5.953 314
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.809.662 kr.
BIRGIR
'j upplysingar símsvari91-681511 lukkulína991002
það gerir okkur erfitt fyrir. Við erum
einnig með á tilraunastigi að auka
fjölbreytni í framleiðslunni, t.d. með
gæludýrafóðri og öðru skepnufóðri.
Það er ætlunin aö reyna að skjóta
styrkari stoðum undir fyrirtækið á
þann hátt. Við erum einnig að kanna
með útflutning en það kostar mikla
vinnu og sækist frekar hægt.“
Það sem átti stóran þátt í því
hversu erfiðlega gekk hjá ístess á
sínum tíma var að fyrirtæki í fiskeldi
og loðdýrarækt stóðu ekki í skilum
við fyrirtækið en á sínum tíma fengu
þessi fyrirtæki fóður hjá fyrirtækinu
með greiðslufresti. „Það er langt síð-
an slíkum viðskiptum var hætt enda
sáu menn að þetta fyrirkomulag
gekk ekki. Menn hættu þá að safna
skuldum hjá fyrirtækinu og öll við-
skipti í dag hafa eðlilegan gang hvað
þetta snertir,“ sagði Guðmundur.
I Hrísey: bArniil
I KOvpiO ■
< á *ms og Ifaborg
Valdís Þorstemsdóttir, DV, Hrísey:
Mikill jólasvipur er nú yfir eyj-
unni okkar - falleg Ijós á jólat-
rénu við kirkjuna og ljósasería
við kirkjutröppurnar. Kaupfélag
Eyfirðina hefur um árabil gefið
stórt tré sem staðsett er hjá kirkj-
unni.
íbúar eru að setja jólaljós utan
á hús sín og í garða. Aöventuljós
eru nánast í hvetju húsí og nú
nálgast það að farið verður aö
setja jólaseríur í glugga og þegar
hátíðin gengur í garð finnst mér
alltaf að þetta litla þorp sé sem
falleg álfaborg eins og ég ímynda
mér hana.
Sú nýbreytni er nú að ljósa-
krossar eru á leiöum ástvina og
það eru Lionsmenn sem sjá um
það. Frábært framtak finnst mér.
Síðasti vinnudagur var á laug-
ardag í frystihúsi KEA. Það er
búin að vera mikil og góð vinna
allt þetta ár og því kærkomið frí
hjá mörgum. Vinna hefst aftur
13. janúar og vonandi verður
næsta ár ekki síðra hvað atvinnu
snertir og það sem nú er að líða.
Mannlíf er hér ágætt og enginn
barlómur í fólki. Því halda hér
allir gleðileg jól.
Skátar hafa sæmt Landsbankann, Umferðarráð og Umferðarnefnd Reykjavikur viðurkenningu fyrir þátttöku i um-
ferðarátakinu „Látum Ijós okkar skína". Á myndinni eru Gunnar Eyjólfsson skátaforingi, Sverrir Hermannsson
bankastjóri, Sigurður Helgason fulltrúi og Haraldur Blöndal borgarfulltrúi. DV-mynd Brynjar Gauti
Bandalag íslenskra skáta:
Heiðrar styrktaraðila
í umferðarátaki
- 40 böm verðlaunuð fyrir þátttöku í spumingakeppni
Bandalag íslenskra skáta veitti
nýlega Landsbanka íslands, Umferð-
amefnd Reykjavíkur og Umferðar-
ráði heiðursskjöl fyrir að hafa styrkt
átak í umferðaröryggi bama síðastl-
iðið haust. Átakið, sem bar yfirskrift-
ina „Látum ljós okkar skína“, var
miðað við það að gefa öllum sjö ára
börnum á landinu endurskinsborða.--
Jafnframt varfjölskyldum barnanna
gefið veglegt fjölskyldurit sem fjallar
um öryggi barna heima og að heim-
an.
í ritinu var samkeppni í formi
spurninga og tóku hátt í þúsund börn
þátt í heinni. Dregið hefur verið úr
réttum lausnum og fá 10 börn senda
reiðhjólahjálma í verðlaun og 30
börn fá send bókaverðlaun.
-kaa
Rausnariega gjöf
Lúðvíg Thorberg, DV, Tálknafirði:
Grunnskóla Tálknafjarðar var
formlega afhent nytsöm og góð gjöf
þann 3. desember sl. Hér er um að
ræða 5 tölvur og prentara, ásamt
jafnmörgum borðum, að verðmæti
425 þúsund krónur.
Leitað var til félaga og fyrirtækja
hér í þorpinu um fjárstuðning og
, brugðust þau svo vel og skjótt við
að á einum mánuði náðist saman
nægilegt fé til tölvukaupanna. Gef-
endur voru 13 fyrirtæki og félaga-
samtök.
Helga Jónsdóttir annaðist söfnun-
ina og afhenti gjöfma fyrir hönd
þeirra sem gáfu, en skólastjórinn,
Helga Sveinsdóttir, tók við og þakk-
aði hina rausnarlegu gjöf.