Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Side 21
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. 41 Merming Sagan af Júlíu og Rómeó Halldóra Björnsdóttir og Baltasar Kormákur í titilhlutverkunum i Rómeó og Júlíu. Frumsýningunni á Rómeó og Júlíu á Stóra sviöi Þjóðleikhússins var innilega fagnað í gærkvöldi. Gott ef ekki heyrðist „bravó“ í gegnum lófaklappið sem var óvenjulega kraftmikið og hraustlega útilátið. Það er líka djarflega staðið að þessari sýn- ingu sem einkennist af ákveðinni mótun hugmynda sem er fylgt eftir allt til enda, stíl- hreinu yfirbragði og styrkri leikstjórn. Þeir Guðjón Pedersen, leikstjóri, Hafliði Amgrímsson, dramatúrg, og Grétar Reynis- son, höfundur leikmyndar, hafa hér enn einu sinni unnið athyglisverða sýningu saman. Hún kemur í eðlilegu framhaldi af fyrri verkefnum þeirra en ber engu að síður í sér nýjar vendingar og vísar íram á veginn. Söguna af Rómeó og Júlíu þekkja allir, harmsöguna um elskendurna ungu sem ekki fá aö eigast vegna haturs á milli ættingja þeirra. Leikrit Shakespeares hafa á ýmsum tímum fengiö margvíslega „andlitslyftingu" frá hendi mishæfra og misviturra leikhúsmanna víðs vegar um heiminn. Sumt hefur tekist vel, annað miður eins og gengur og sennilega fer nú alltaf best á því að krukka sem minnst í verk þess gamla. í þessari uppfærslu fannst mér dæmið ganga vel upp, grunnhugmyndin er vandlega útfærð og nostrað við allt smátt sem stórt. Þó fannst mér hálfgerður ami að enskum texta dægurlaganna, sem flutt voru og gat ómögulega séð hvers vegna ekki mátti raula þetta á íslensku. Tónlistin sjálf var hins veg- ar vel flutt af hljómsveitinni og Edda Heiðrún Backman söng eins og lævirki. Sýningu Þjóðleikhússins hefur verið valin umgjörð sem neglir verkið ekki sérstaklega niður í tíma eða rúmi. Leikmyndin er svört og stílhrein, klárir fletir, flekar og ljós tjöld, sem mynda mismunandi rými á sviðinu eftir atvikum. Geysimikill veggur, vaxinn vafningsviði, skiptir sviðinu og hreyfist líka til eftir þörf- um á milli atriða. Hinu fræga svalaatriði er snúið við í þessari sýningu. í stað þess að Rómeó horfi upp á svalirnar til Júlíu neðan úr garðinum prílar hann hér upp á þennan háa vegg til þess að sjá sína heittelskuðu handan hans inni í garðinum en hún mænir þaðan upp til hans. Svartur bakgrunnurinn spilar á móti ljós- um búningum, sem flestir eru í beinhvítum htatónum og gerðir með ákveðið tímaleysi í huga. Þó er ljóst að þetta gerist á okkar öld og búningar Stefaníu Adolfsdóttur þjóna vel þeim tilgangi sem til er ætlast. Og þegar upp er staðið er það auðvitað sjálf- ur textinn með allri sinni orðgnótt og ljóð- rænu hrynjandi í snilldarþýðingu Helga Hálfdanarsonar sem ber uppi sýninguna, hvemig svo sem umgjörðin er. . Þetta er „ung“ sýning, þar sem æskuijör og ástríðuhiti ráða ríkjum en minna fer fyrir harmleiknum, a.m.k. framan af. Það er óhik- að spilað á það sem broslegt finnst í verkinu og mörg atriði gerð kómísk umfram það sem textinn býður upp á. Eftir hvörfin, sem verða í verkinu, breytist yfirbragðið og það verður smám saman ljóst, að elskendurnir mega sín einskis gagnvart blindri heift og hatri sem aðskilur ættmenni þeirra. Örlög þeirra eru auðvitað ráðin um leið og þau verða ástfangin. Smám saman breytist tónninn í sýning- unni og þyngist. En lengi vel lætur harmræn dýpt á sér standa. Átökin eru dálítið yfir- borðskennd og tilfinningamar skortir meiri þunga, kannski vegna þess að í nokkmm atriðum er skrúfaður upp fyrirgangur og óp, sem ekki virka sannfærandi. Átakaatriðin em tæknilega vel unnin, en minntu stundum fremur á þaulæfðar leik- fimiæfingar en illvíg áflog. Það vantaöi í þau meiri snerpu. Rússneskur leikhúsmaður Nikolaj Karpov annaðist tilsögn í slagsmálaatriðum og að- stoðaöi við sviðshreyfingar. Hann vinnur víða fimlega úr flóknum aðstæðum og leið- sögn hans skilar sér vissulega í atriðum af þessu tagi. í síðasta hlutanum kyrrist og dýpkar öll túlkunin og þar innsigla þau Halldóra Björnsdóttir og Baltasar Kormákur vandaða úrvinnslu í aðalhlutverkunum. Það er óhætt að fullyrða að þau unnu hugi og hjörtu áhorf- enda bæði tvö með innilegri túlkun sinni. Val þeirra í hiutverkin skiptir sköpum og mótar aila sýninguna, en þau hafa líka góðan stuðning af öðrum leikumm og ömggri yfir- sýn leikstjórans. Það lýsir áræðni og um leið styrkum tökum á verkefninu að velja þau, svona ung og óhjá- kvæmilega lítt reynd til þess að túlka þessi viöamiklu hlutverk. En um leið hafa þau æskuþokkann fram yfir ýmsa þá sem eldri og reyndari eru og þurfa ekki að leika aftur fyrir sig í aldri. Og þetta gekk svo sannarlega vel upp. Helgi Skúlason leikur bróður Lárens, burð- arhlutverk sem hann fyllir af lífi svo að bet- ur varð ekki gert og við borð lá að hann ætti leikinn á stundum. Lilja Guðrún Þor- Leiklist Auður Eydal valdsdóttir var líka góð í hlutverki fóstrunn- ar sem sér ekki sólina fyrir Júlíu. Hún túlk- aði vel tilfinningar sem hverfast frá áhyggju- leysi til kvíða og sorgar. Steinn Ármann Magnússon, Þór Tuhnius, Hilmar Jónsson og Ingvar E. Sigurðsson leika unga menn, frændur og vini úr beggja herbúðum sem dragast inn í deilur hinna eldri. Þeir unnu allir prýðilega úr þessum hlutverkum og mynduðu skemmtilega ólíkar en um leið skýrar persónur. Þau Anna Kristín Arngrímsdóttir og Sig- urður Skúlason leika foreldra Júliu, harðn- eskjulegt og tilfinningakalt par sem lætur stjómast af eiginhagsmunum og snobbi. Þau léku þessi hlutverk eins og þau eru lögð upp í sýningunni þó að það megi kannske setja spurningarmerki við öfgarnar. í öðram hlutverkum eru Árni Tryggvason, sem leikur þjóninn Pétur með sínum elsku- legu töktum, Erlingur Gíslason, (furstinn), Róbert Arnfinnsson, Sigríður Þorvaldsdótt- ur og Randvér Þorláksson. Já, það er sannarlega þess virði að leggia leið sína í Þjóðleikhúsið og sjá þessa perlu heimsbókmenntanna í uppfærslu þeirra fé- laga Guðjóns og Hafliða. Urvinnslan er djarf- leg og leikur Halldóru og Baltasars sannar- lega samboöinn þeim Júlíu og Rómeó. Og þá er mikið sagt. Þjóðleikhúslö sýnir á Stóra sviði: RÓMEÓ OG JÚLÍA Hölundur: William Shakespeare. Þýöandi: Helgi Hálfdanarson. Hljómsveitarstjórn og áhrifshljóð: Pétur Grétars- son. Slagsmál og aðstoð við sviðshreyfingar: Nikolaj Karpov. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Stefania Adolfsdóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Dramatúrg: Hafliði Arngrímsson. Leikstjórn: Guðjón P. Pedersen. Saga-bíó/Bíóhöllin - Góða löggan: ★★ lA Hægara pælt en kýlt Michael Keaton heldur sig við dramatísku hlutverkin eftir Batman og Pacific Heights og hann veldur þeim orðið ansi vel. Hér leik- ur hann löggu sem missir löggufélaga sinn sem skilur eftir sig þrjár munaðarlausar dætur. Keaton og konuna (Russo) langar að fá stelpumar en heimilisaðstæður eru ekki sem bestar og peningar af skornum skammti. Þó myndin sé auglýst sem spennumynd fer fjarri því að hún teljist til dæmigerðra slíkra. Aftur á móti fannst mér mjög spennandi að vita hvernig færi því persónurnar voru lif- andi og raunverulegar. Keaton er stórgóður en Anthony LaPaglia, sem leikur félagann feiga, er enn betri. Eftir Betsy’s Wedding og þessa mynd er ég sannfærður að hér sé á ferðinni leikari sem á eftir að láta mikið taka til sín ef hann verður heppinn og fær góð hlutverk. Það er í raun hann sem kemur sögunni í sterkan farveg sem hún heldur sér í nær allan sýningartímann. Mannlegi þátt- urinn er í fyrirrúmi og allar persónur óvenjuvel skrifaðar. Það eina sem heldur myndinni niðri er vöntun á sterkri atburöa- rás. Frásagnarmátinn er fullrólegur og þegar kemur að dramatískum vendipunkti mynd- arinnar er hann of harkalegur til að dæmi Kvikmyndir Gísli Einarsson gangi þægilega upp. Mjúku atriðin koma til hjálpar og eru með því besta sem sést í dag, laus við væmni eða tilgerð en um leið að- gengileg fyrir alla. Góða löggan er glöggt dæmi um góðan ásetning sem hefðj getað leitt af sér glæsilegt verk en tókst ekk'i alveg. One Good Cop (Band-1991) 114 min. Leikstjórn: Heywood Gould. Leikarar: Michael Keaton, Renee Russo, Anthony LaPaglla (Betsy’s Wedding), Kevin Conway, Rachel Ticotin (Total Recall). Michael Keaton leikur lögregluþjón sem vill taka þrjár stelpur að sér þegar faðir þeirra er drepinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.