Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Page 22
42 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. Fréttir , Kirkjur voru yfirfullar yfir hátíöarnar, bæði á aðfangadag og jóladag, og þurftu margir frá að hverfa. Herra Olafur Skúlason biskup þakkar aðsóknina auknu mikilvægi aðventunnar. DV-mynd Brynjar Gauti Kirkjur yfirfullarum hátíðamar: Þakka aðventunni kirkjusóknina - segir herra Ólafur Skúlason biskup „Það var fullt í hverri einustu kirkju á höfuðborgarsvæðinu á að- fangadagskvöld og víðar um land einnig. Eg frétti af því að á Akranesi hefði kirkjan verið troðfull og safn- aðarheimilið að auki þannig að mess- unni var sjónvarpað yfir í safnaðar- heimilið. Og kirkjur voru ekki bara fullar á aðfangadag heldur líka á jóladag. Ég hef þá skýringu á þessari auknu kirkjusókn að aðventan hefur vaxið í hugiun fólks,“ segir herra Ólafur Skúlason biskup. Víða var svo þétt skipaður kirkju- bekkurinn að fólk þurfti frá að hverfa og mynduðust langar biðraðir sums staöar. „Það hafa verið aðventuHvöld í kirkjunum og það hefur tekist að vekja tilfinningu fólks fyrir aðvent- unni. Fólk sá þarna möguleika í ann- ríki hversdagsins, sá friðsæla vin á sunnudögum og hefur hagnýtt sér þetta mjög mikið. Og nú er svo kom- ið að aðventuhátíðin úti um alit land er orðin einhver mesta hátíðin sem söfnuðimir bjóða upp á. Fólk þiggur útrétta hendi kirkjunnar í jólaann- ríkinu," segir biskupinn. Lögregla um allt land: Róleg og tíðindalaus jól Jólahald landsmanna fór fram þess vegna. á jóladagskvöld. með mesta friði og spekt sam- Áfengisneysla á Þorláksmessu Margir varðstjórar höfðu orð á kvæmt upplýsingum hjá lögreglu- var hvergi til vandræöa og fáir því að þessi jól væra með þeim stöðvum um landið. Veður var alls þurftu að gista fangageymslur. í rólegustu síðustu ár og vonuöust staöar mjög gott á jólanótt og jóla- Reykjavík voru fangageymslur til að áramótin yrðu jafn friðsæl. dag og enginn lenti í vandræðum tómarfráaðfangadágsmorgnifram -JJ Friðarjól í höf uð- stað Norðurlands Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri. „Þessir jóladagar hafa verið með því allra rólegasta sem ég þekki og er ég þó búinn að vera hérna lengi,“ sagði Matthías Einarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, en jólin voru ákaflega friðsöm og róleg í höf- uðstað Norðurlands og reyndar um allt Norðurland. Matthías sagði að ekki hefði veriö mikil umferð í bænum en þó var nokkur umferð fólks til kirkju hátíð- isdagana og á milli húsa eins og ger- ist og gengur. Að öðru leyti var allt ákaflega rólegt og friðsamt og lög- reglan þurfti ekki að hafa afskipti af nokkrum nianni. Sömu sögu er að segja frá Slökkvi- liðinu. Þar var aðeins um eitt útkall að ræða. Það var að Fjórðungs- sjúkrahúsinu á aðfangadag. Þar hafði sprungið hitalögn og gufa, sem myndaðist, setti af stað aðvörunar- kerfi. Það er óhætt að segja að friðaijól hafi verið á Norðurlandi. Veöur var ákaflega fallegt, logn og blíða, og hiti við frostmark. Samgöngur fyrir há- tíðina gengu mjög vel. Öllu flugi tókst að ljúka á Norðurlandi nema til Grímseyjar en þangað tókst ekki að fara síðustu ferð, m.a. með mjólk og rjóma. Samgöngur á landi gengu einnig mjög vel og voru allir vegir færir. Mikið var af skipum í höfninni á Akureyri. Voru þau ljósum prýdd og settu hátíðarsvip á bæinn. Rafmagnsbilanir um hátíðamar: Háspennustrengur sló út í Kópavogi - selta á búnaði olli rafmagnsleysi sunnan Skarðsheiðar Rafmagnslaust varð í Kópavogi á jóladag og stóð rafmagnsleysið í um klukkutíma. Aðalháspennustreng- urinn í Kópavogi bilaði og olli það því að ekkert rafmagn var í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur er orsök bilunarinnar ekki ljós en líklegt þyk- ir að um hrörnun á strengnum sé að ræða. Þá var rafmagnslaust í sveitunum sunnan Skarðsheiðar á aðfangsdags- kvöld. Rafmagnið fór af um klukkan 18 og rafmagnslaust var í um tuttugu mínútur. Ásgeir Þór Ólafsson, svæð- israfveitustjóri á Vesturlandi, segir að ástæðan fyrir rafmagnsleysinu hafi verið selta á búnaði. „Við þurftum að færa á milli spenna á aðveitustöð á Brennimel til að fá rafmagnið á aftur en þessi selta hefur verið að valda okkur erflðleik- um yfir hátíðarnar því að rafmagn hefur dottið út örskamma stund í senn nokkrum sinnum. Það er illt að ráða við þetta og við erum að bíða eftir að fá dágóða rigningardembu til að skola seltu af einángrun og bún- aði,“ segir Ásgeir Þór. Ekki er ljóst hversu margir bæir urðu rafmagnslausir en nokkuð stórt svæði datt út, eða Leirársveit, Mela- sveit, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Skilmannahreppur. -ns Hefst verkfall á miðnætti? „Viðræðurnar hafa gengið nokk- að verkfall skellur á á miðnætti í uð vel og samkomulag hefur náðst kvöld. Þetta er spurning um að um öll atriðin nema eitt. Ég mun mjólkurfræðingar gera kröfu um væntanlega boða til fundar klukk- að fá launahækkum umfram acra an þrjú í dag," segir Guðlaugur og á þvi eigum við engan kost. Við Þorvaldsson ríkissáttasemjari. höfum gengið frá samkomulagi við Mjólkurfræðingar hafa boðað sex ófaglært starfsfólk í öllum mjólk- sólarhringa verkfall sem hefst á urbúunum um afkastahvetjandi og miðnætti í kvöld ef ekki nást samn- framleiöniaukandi launakerfi sem ingar milli þeiira og Vinnuveit- við vonum að skili öllum árangrl endasambands íslands og Vinnu- Við höfum boöið mjólkurfræöing- málasambands sveitarfélaga, urn þátttöku í því og þurfum nátt- Ef af verkfalli verður munu um úrlega á því að halda en það er 50 mjólkurfræðingar leggja niður engiim vegur til að við getum fall- störf frá og með miðnætti í kvöld ist á sérstaka launahækkun gagn- til 2. janúar. Verkfall verður þá hjá vartþessum hópi,“ segir Þórarinn. Mjólkurbúi Flóamanna, Mjólkurs- Kristján Larsen, formaður amsölunni, Mjólkursamlagi Borg- Mjólkurfræðingafélags íslands, flrðinga, Mjólkursamlaginu á segir að krafa mjólkurfræðinga sé Sauðárkróki, Mjólkursamfagi KEA ekki umfram það sem aðrir hópar á Akureyri og Miólkursamlagi KÞ hafi fengiö. á Húsavík. „Við erum að tala um allt aðra Þórarinn V. Þórarinsson, fram- prósentu í starfsaldurshækkunum kvæmdastjóri VSÍ, segir að þaö atr- heldur en til dæmis hjá ófaglærðu iði sem ekki hefúr náðst samkomu- starfsfólki í mjólkurbúunum. Við lag um sé að miólkurfræðingar vilji teljum að okkar krafa vegi um 4 fá aukahækkun í forroi starfsáld- prósent yfir heildina og við vifjum urshækkana. Sú hækkun væri ræða þessi mál. Okkarviðsemjend- umfram það sem ófaglært starfs- ur hafa ekki viljaö ræða neinar fólk í mjólkurbúum hefur fengið. sérkröfur og við höfum haldíö þess- „Um þessa hækkun getur ekki ari kröfu á lofti. En við erum til- orðið aö ræða og viö erum hrein- búnir til að skoða ýmsa hluti.“ lega ekki til viðræðu um þetta atr- -ns iði. Ég er ekki i nokkrum vafa um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.