Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. Fréttir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Um 60 þúsund milfj- ónir falla á ríkissjóð - fyrir þá upphæð má kaupa sextíu þúsund fjölskyldubíla beint úr kassanum Rúmlega 60 þúsund milljónir koma til með að falla á ríkissjóð vegna skuldbindinga Lífeyrissjóös starfs- manna ríkisins. Fyrir þessa upphæð mætti fá 60 þúsund fimm manna fjöl- skyldubíla beint úr kassanum, svo að dæmi sé nefnt. Fortíðarvandanefnd hefur skilað skýrslu um stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. í árslok 1990 námu heildarskuldbindingar sjóðs- ins, sem tilheyra A-hluta ríkissjóðs, 52.505 milljónum króna. Hrein eign hans nam á sama tíma 9.769 milljón- um. ÁfaUnar skuidbindingar voru því 42.736 milljónir króna. Þá námu heildarskuldbindingar vegna B-hluta fjárlaga og séraðila að LSR 23.100 milljónum króna í árslok 1990. Hrein eign til greiöslu þeirra var 4.300 milljónir króna. Áfallnar skuldbindingar námu 18.800 milljón- um króna. Samtals eru því áfallnar skuldbindingar sjóðsins vegna A- og B-hluta 61.536 miUjónir króna. Aðilar að LSR eru launþegar og launagreiðendur ríkisstofnana, rík- isfyrirtækja og aðrir séraðUar, þar með taUn nokkur sveitarfélög. Líf- eyrisréttindi sjóðsfélaga eru mun meiri en nemur þeim iðgjöldum sem greidd eru tíl sjóðsins vegna þeirra. Reiknað hefur verið út aö iðgjalda- greiðslur þurfi að vera 26,4 prósent af launum starfsmanna ríkisins til að standa undir lifeyrisréttindum þeirra. í skýrslu Fortíðarvandanefndar er vikið að breyttri starfsmannastefnu ríkisins eins og hún er boðuð í fjár- lagafrumvarpi fyrir áriö 1992. Segir að með henni skapist forsendur fyrir heUdstæðu skipulagi Ufeyrismála hér á landi í framtíðinni. Telur nefndin að sú gífurlega uppsöfnun lífeyrisskuldbindinga sem átt hafi sér stað hjá ríkissjóði á undanfóm- um árum sýni aö menn hafi gert sér ranga mynd af raunverulegum kostnaði við rekstur ríkisins. Jafn- framt sé hún til vitnis um aö auknum álögum hafi verið vísað til framtíðar og muni þær þegar fram í sækir skerða ráðstöfunarfé ríkissjóðs. Því sé endurskoðun almenna lífeyri- skerfisins brýnt mál. Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, er formaður Fort- íðarvandanefndar en með honum í nefndinni eru Hrafn Sigurðsson við- skiptafræðingur, Þorsteinn Guðna- son rekstrarhagfræðingur, Jón Ragnar Blöndal viöskiptafræðingur, Guðmundur Einarsson, aðstoðar- maður viðskiptaráðherra, og Grétar Guðmundsson, þjónustuforstjóri Húsnæðisstofnunar. -JSS Akureyri: „Jólaþjófur" á ferðinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fullvíst er tahð að sami maður eða sömu menn hafi verið á ferðinni í fjórum innbrotum og tilraun til inn- brots á Akureyri um jólin. Á fjórum stöðum var farið inn í hús með því að brjóta rúður. Síðan var farið um og ruslaö til í leit að verð- mætum en sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu lítið upp úr krafsinu. Staðirnir, sem „heimsóttir" voru, eru Síðuskóli, fyrirtækin Mat- ur og mörk hf. og Pandus hf. og dag- vistarheimilið Krógaból. Þá var gerö tilraun til að komast inn í vörugám við Fíölnisgötu. Lás á gámnum var klipptur í sundur. HlíöarQall: Enn biðeftirsnjó Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er símsvari fyrir Skíðastaði. Ef veður verður skikkanlegt reikn- um við með að lyfturnar verði opnar frá kl. ellefu til klukkan fjögur 27., 28., 29. og 30. desember." Þannig var svarið sem þeir fengu eru hringdu í Skíðastaði í Hlíðar- Qalh um jólin og hugðust komast á skíði um hátíðina. En þrátt fyrir skikkanlegt veður varð ekkert af því að hægt væri að opna í Hlíöarfjalli. „Við ætluðum aö reyna að opna þessa daga en það er vonlaust. Hér hefur hitinn farið upp í 10 stig,“ sagði ívar Sigmundsson, forstöðumaöur Skíðastaða, við DV. ' :/í: 1 fiT T ■ '£ f 1 i:-ÍíL- * swllwíyL Starfsmenn Mjólkursamsölunnar i Reykjavík unnu viö pökkun og dreifingu mjólkur af miklu kappi í gær en á miðnætti aðfaranótt laugardagsins átti að hefjast verkfall hjá mjólkurfræðingum. Sáttafundur var með deiluaðilum í gær en þegar DV fór i prentun var ekki útlit fyrir annað en að verkfallið hæfist. DV-mynd Hanna Jólasalan: Meiri en kaupmenn áttu von á - engu að síður nokkur samdráttur, sérstaklega 1 fatnaði og gjafavörum Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, segir að jólasalan hafi orðiö meiri en kaup- menn áttu von á en engu að síður sé samdráttur í jólasölunni miðað við undanfarin ár. Mest ber á samdrætti í sölu fatnaöar og gjafavara. Magnús byggir þessa niðurstöðu sína á sam- tölum við kaupmenn síðustu dagana fyrir jól. „Þetta varð betra en menn héldu. Engu að síður er samdráttur sem endurspeglar auðvitað það ástand sem er í þjóðfélaginu," segir Magnús. Hann segir ennfremur að líklegast megi rekja samdrátt í sölu fatnaðar til nokkurrar aukningar í utanferð- um fólks í haust, svonefndra Glasgow-ferða. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar var heildarvelta í smásölu á síðasta ári tæplega 91 miUjarður króna, án virðisauka- skatts. Þess utan voru fluttir inn bíl- ar í fyrra fyrir tæpa 13 milljarða. Fyrstu átta mánuði ársins var sal- an orðin í kringum 64 milljarða króna sem er aukningin frá sama tíma í fyrra. Búið var að flytja inn bíla fyrstu átta mánuðina fyrir tæpa 12 milljarða, en hrun hefur orðið í innflutningi bíla að undanfómu. Miðað við um 7 prósent verðbólgu á milli ára má gera ráð fyrir að heild- arveltan í smásölu á þessu ári verði í kringum 100 milljarðar króna. Mið- að við reynslu síðustu ára má reikna með að þar af hafi verið verslað fyrir 15 milljarða í desember, jólamánuð- inum. -JGH íþróttamaður ársins: Fresturtil hádegis á mánudaginn Á hádegi á mánudag, 30. des- ember, rennur út fresturinn til að skila atkvæðaseðlum í kjöri lesenda D V á íþróttaraanni ársins 1991. Atkvæðaseðlar hafa birst í blaðinu síðustu vikurnar og þeir hafa borist í stríðum straumum til íþróttadeildar að undanfómu. Þegar atkvæði hafa verið tahn á mánudag verður dregiö út nafn eins lesanda. Hann fær glæsileg verðlaun, fjarstýrða útvarpsvekj- araklukku frá Hijómco í Fáka- feni. Hún er ein sú veglegasta á markaðnum og verðmæti hennar er um 20 þúsund krónur. Sá sem útnefndur veröur íþróttamaður ársins fær glæsileg bókaverðlaun, bækurnar ís- landsmyndir Mayers 1936 og Líf og þjóðhættir en Örn og Örlygur gefur þær út Hann fær að auki glæsilega Nike-íþróttaskó frá versluninni Frísporti, Laugavegi 6. -VS Akureyri: Ein brenna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Aðeins ein brenna verður á Akureyri um áramótin en það er brenna sem starfsmenn bæjarins sjá um að hlaða ofan við bæinn. Brennan verður skammt fyrir ofan Hhðarbraut og sunnan við afleggjarann upp 1 Hlíðarfjall. Útht er fyrir aö þarna risi hinn myndarlegasti bálköstur og þeg- ar hafa verið fluttir í hann bátar og stór „kefli“ frá rafveitunni. Kveikt verður í bálkestinum kl. 20 á gamlárskvöld. Þrír aðilar sjá um að selja Ak- ureyringum flugelda, blys og fleira þess háttar fyrir áramótin. Það era íþróttafélögin Þór og KA sem eru meö söluna í höfuðstööv- um sínum og Hjálparsveit skáta sem selur í sínum höfuöstöövum við Skógarlund og í húsnæði böa- sölunnar Stórholts við Óseyri. Afgreiðslutíminn: Lokað2.janúar Opið verður frá kL 10-16 i versl- unum í Kringlunni í dag og sömu- leiðis i verslunum Miklagarðs. Verslanir á Laugaveginum eru opnar á sama tíma en lokað var í flestum verslunum á Laugaveg- inum i gær vegna sérsamninga verslunarfólks sem kveða á um lágmarksfjölda fridaga í mánuð- inum. Mánudaginn 30. desember veröur opið frá kl. 10 19 í Kringl- unni en frá kl. 9-18.30 í Mikla- garösverslunum. Verslanir á Laugaveginum verða opnar frá kl. 10-18 á þeim degi. Opið verður fyrir hádegi á gamlársdag í flest- um verslunum á höfuðborgar- svæöinu. Eftir áramótin verður meiri- hluti verslana lokaður flmmtu- daginn 2. janúar vegna vörutaln- ingar. Mikligarður i Garðabæ og Miövangi í Hafnarflrði verða þó opnaðir klukkan 17 þann dag. Frá og með 3. janúar verða verslanir opnarmeðvenjulegumhættL -ÍS ísiendingar eru 259.581 Um sföustu mánaðamót voru Islendingar 259.581 talsins, sam- kvæmt bráðabirgðatöium Hag- stofu Islands. Fjölgunin á einu ári nemur 3.873 íbúum eða 1,51%. Karlmenn voru nokkru fleiri en konurnar. Nánar thtekið vora karlarnir 130.166 en konumar aðeins 129.415.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.