Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991.
Fréttir
H valveiðar þó ekki
haf nar við svo búið
- segirÞorsteinnPálssonsjávarútvegsráðherra
„Úrsögn íslands úr ráöinu þýöir
ekki að hvalveiðar verði hafnar að
nýju við svo búið. Fram undan er að
leita eftir alþjóðlegu samstarfi um
vemdun og nýtingu hvalastofna. í
því sambandi munum við halda
áfram þeim viðræðum sem við höf-
um átt við þjóðir sem hagsmuna eiga
að gæta í þessu sambandi," segir
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra.
Eins og DV spáði í gær ákvað ríkis-
stjómin á fundi sínum í hádeginu að
„Við höfum alltaf verið með í jóla-
getraun DV en aldrei dottið í lukku-
pottinn. Nú ákváðum við að nota
nafn dóttur okkar í von um að hún
veitti okkur lukku og það má svo
sannarlega segja að hún hafi gert
það. Við verðum að launa henni þetta
einhvern tíma seinna en ég er ansi
hrædd um að tölvan komi henni ekki
að miklum notum alveg á næstunni.
Hún fékk hins vegar leikfangaritvél
í jólagjöf og hamast alsæl á henni,“
sagði Ásdís Hafsteinsdóttir, móðir
Iðunnar Ó. Grétarsdóttur, tveggja
ára hnátu úr Kópavogi, þegar hún
tók við fyrsta vinningi í jólgetraun
DV á ritstjórn blaðsins í gær.
Nafn Iðunnar Ó. Grétarsdóttur,
Fagrahjalla 1, Kópavogi, kom upp
þegar dregið var um Macintosh
Classic einkatölvu frá Apple-umboð-
inu, að verðmæti 99.980 krónur, í
jólagetraun DV. Þátttaka í jólget-
rauninni hefur sjaldan verið meiri
en þúsundir lausna bárust alls staðar
af landinu.
Önnur verðlaun, Panasonic Gl
myndbandstökuyél frá Japis, að
verðmæti 59.950 krónur, hlaut Aðal-
heiður Þórarinsdóttir, Nestúni 21,
Hellu.
Þriðju verðlaun, sambyggt úf-
varps- og segulbandstæki með geisla-
spilara frá Japis, að verðmæti 23.900
segja upp aðild að Alþjóða hvalveið-
iráðinu þar sem það sé ekki lengur
raunhæfur vettvangur fyrir alþjóð-
legt samstarf um verndun og hagnýt-
ingu hvalastofna við Norður-Atlants-
haf. Eftir sem áður mun ríkisstjórnin
virða alþjóðlegar skuldbindingar
sínar og virða markmið og tilgang
hafréttarsamnings Sameinuðu þjóð-
anna varðandi samstarf ríkja um
stjórnun hvalveiða. Samstaða var í
ríkisstjórninni um þessa ákvörðun.
Að sögn Þorsteins Pálssonar er það
krónur, hlaut Ragnheiður Svein-
þórsdóttir, Engjaseli 33, Reykjavík.
4.-6. verðlaun, Nasa leikjatölvur
frá Radíóbúðinni, að verðmæti 14.900
krónur hver, hlutu:
Katrín Anna Eyvindardóttir, Hest-
hömrum 19, Reykjavík.
Jónína Ósk Kristjánsdóttir, Njarðar-
grund 2, Garðabæ.
Ingunn Sighvatsdóttir, Tunprýði,
Stokkseyri.
6.-12. verðlaun, Sony kassettutæki
frá Japis með hljóðnema, að verð-
mæti 6.950 krónur hvert, hlutu:
Jóhanna Bjamadóttir, Meistaravöll-
um 7, Reykjavík.
Helga og Höður, Nönnugötu 7, Þórs-
höfn.
Elsa Hrönn Búadóttir, Nönnugötu 12,
Reykjavík.
Símon Rúnarsson, Víðigrund 16,
Sauðárkróki.
Sverrir Friðbjömsson, Staðar-
hvammi 1, Hafnarfirði.
Sigurður Bogason, Kjartansgötu 15,
Borgarnesi.
Fyrstu þrír vinningarnir hafa verið
sóttir en vinningar 4-12 verða sendir
vinningshöfum í pósti við fyrsta
tækifæri.
DV þakkar þeim þúsundum sem
tóku þátt í jólagetraun DV aö þessu
sinni og vonar aö þeir verði allir með
um næstu jól. -hlh
mat ríkisstjómarinnar að hvalveiði-
ráðið sé orðið úrelt og óvirk stofnun.
Starfshættir þess á undanfornum
árum bendi ekki til að breyting verði
á afstöðu þess til friöunar hvala og
stjórnunar hvalveiða. Þá sé það
ófært um að nota nútímaaðferðir við
stjórnun sjávarauðlinda.
Þorsteinn segist ekki óttast refsiað-
gerðir af hálfu friðunarsamtaka
vegna þessarar ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar enda feli hún sem slík
ekki í sér að hvalveiðar verði hafn-
ar. Hann útilokar með öllu að hval-
veiðar geti hafist næsta sumar
hvernig sem mál annars þróist.
Að sögn Þorsteins mun ísland
starfa áfram innan hvalveiðiráðsins
um nokkurra mánaða skeið þrátt
fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar,
eða þar til úrsögnin tekur gildi, 30.
júní næstkomandi. Því muni fulltrú-
ar íslands sitja upphaf næsta árs-
fundar. Aðspurður útilokar hann
ekki að ísland dragi úrsögn sína til
báka breyti ráðið starfsháttum. -kaa
Dollarinn endaði um áramótin í fyrra
í kringum 55,47 krónur. Eftir miklar
sveiflur innan ársins virðist hann
ætla að enda á svipuðu róli.
Dollarinn
í 55,49 kr.
Sölugengi dollarans var í gær kom-
ið niður í 55,49 krónur. Kaupgengið
var 55,33 krónur. Búist er við að doll-
arinn lækki enn meira á næstunni
vegna hækkandi vaxta í Evrópu og
lækkandi vaxta í Bandaríkjunum.
Afsögn Gorbatsjovs hafði sáralítil
áhrif á dollarann.
Dollarinn endar á þessu ári á mjög
svipuöu róli og um áramótin í fyrra.
31. desember'í fyrra var sölugengi
hans 55,47 krónur.
Dollarinn fór niður í um 53,65 krón-
úr um miðjan febrúar á þessu ári.
Síðan tók hann að hækka hratt í
verði og var snemma í júlí kominn
upp í um 63,90 krónur.
Þau fyrirtæki sem skulda mikið í
dollurum eða hafa miklar tekjur í
dollurum sýndu eítir þessa hækkun
dollarans fremur slæma útkomu í sjö
mánaða uppgjörum.
Síðan hefur dollarinn lækkað niður
í um 55 krónur og við það hefur
skuldastaða margra íslenskra fyrir-
tækja stórbatnað. Þeir sem flytja út
til Bandaríkjanna hafa hins vegar
orðiðfyrirtekjutapi. -JGH
Búnaðarbankinn:
Andstaða við sölu
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
Gallup á íslandi hefur gert fyrir Bún-
aöarbanka íslands, er mikU andstaða
meðal landsmanna viö sölu bankans.
Könnunin var gerð dagana 8.-14.
desember. Úrtakið var 1000 einstakl-
ingar á aldrinum 15-75 ára. Svör
fengust frá 660 eða 66%.
Spurt var: Ertu fylgjandi eða and-
vig(ur) því að Búnaðarbanki íslands
verði seldur? 48,3% þeirra sem tóku
þátt í könnuninni voru andvíg sölu
á bankanum, 17,6% fylgjandi og
34,2% tóku ekki afstöðu. Af þeim sem
tóku afstöðu voru 73,3% andvíg sölu
en 26,7% fylgjandi.
Dregið úr þúsunum lausna 1 jólagetraun DV:
16 mánaða hnáta
f ékk fyrsta vinning
- „héldum að hún mundi veita okkur lukku“
Nafn Iðunnar Ó. Grétarsdóttur, 16 mánaða hnátu úr Kópavogi, kom upp
þegar fyrsti vinningur, Macintosh einkatölva, var dreginn út í jólgetraun
DV. Iðunn var á leið á jólaball þegar hún koma á ritstjórn DV ásamt móð-
ur sinni. DV-mynd Hanna
Biðraðir mynduðust hjá verðbréfafyrirtækjum í gær:
Sala hlutabréfa lif naði við
Sala hlutabréfa hefur tekið kipp
síðustu daga og voru miklar annir
hjá verðbréfafyrirtækjunum í gær
og mynduðust biðraðir. Flestir
kaupenda eru einstaklingar að
nýta sér skattafrádráttinn sem fæst
með kaupum á hlutabréfum. Mest
er selt af bréfum í svonefndum
hlutabréfasjóðum.
Hámarksskattafrádráttur fæst
við kaup á hlutabréfum fyrir um
100 þúsund krónur fyrir einstakl-
ing eða 200 þúsund fyrir hjón. Ein-
staklingurinn fær við þá upphæð
um 40 þúsund króna skattaafslátt.
Hjón fá helmingi meira eða um 80
þúsund krónur. Ef bréfm eru end-
urseld innan tveggja ára gengur
skattafrádrátturinn til,baka.
Tilboðsmarkaður
Kaupþings tifar glatt
Jón Snorri Snorrason, yflrmaður
verðbréfaviðskipta Kaupþings,
sagði að mikill straumur fólks hefði
þegar komið í gærmorgun þegar
opnað var og hefði svo verið allan
daginn. „Það ætlar að verða góður
endasprettur í sölu hlutabréfa og
síðustu bréfin í Marel-útboðinu
seldust í dag.“
Að sögn Jóns hefur tilboösmark-
aður Kaupþings, sem er eini hluta-
bréfamarkaðurinn sinnar tegund-
ar hérlendis, verið mikiö notaður
aö undanfomu.
„Á tilboösmarkaði okkar eru
núna kaupendur að hlutabréfum í
nánast öllum hlutafélögum, sem
eru með skráð gengi. Þeir sem eiga
hlutabréf og vilja selja þau geta
gengiö hér að kaupendum vísum.
Söluverð bréfanna ræðst svo af því
sem seljendur og kaupendur koma
sér saman um.“
Tilboðsmarkaður Kaupþings
virkar þannig að sá sem ætlar aö
kaupa hlutabréf sér hvaða bréf eru
til á markaðnum og á hvaða gengi
og gerir kauptilboð í framhaldi af
því. í tilboðinu kemur fram hversu
mikið magn bréfa hann vilji kaupa
og á hvaða gengi. Sami ferill er hjá
þeim sem ætlar að selja hlutabréf.
Upplýsingar um bæði kaup- og
sölutilboð eru síðan sendar daglega
til allra þeirra sem eru með tilboð
á markaðnum auk margra annarra
í fjármálaheiminum, eins og lífeyr-
issjóða.
Kippur hjá VIB
Svanbjörn Thoroddsen, yfirmað-
ur verðbréfaviðskipta VÍB, sagði í
gær að sala hlutabréfa væri öll að
lifna við og hefði salan tekið kipp
þegar á Þorláksmessu. VÍB stað-
greiðir fyrir hlutabréf í Hlutabréfa-
sjóði VÍB og Hlutabréfasjóðnum hf.
Gengi bréfa íToll-
vörugeymslunni hækka
Agnar Jón Ágústsson, yfirmaður
verðbréfaviðskipta Fjárfestingar-
félagsins, sagði í gær að sala hluta-
bréfa hefði aukist verulega í gær.
Fjárfestingarfélagið staðgreiðir nú
kaup á bréfrnn í fjórum félögum;
Almenna hlutabréfasjóðnum, Fjár-
festingarfélaginu, Skagstrendingi
og Tollvörugeymslunni.
„Við höfum hækkað kaupgengið
á bréfum í Tollvörugeymslunni þar
sem okkur vantar bréf í því fyrir-
tæki,“ sagði Agnar.
Góð sala Landsbréfa
Sigurbjörn Gunnarsson hjá
Landsbréfum sagði að sala hluta-
bréfa hefði gengið glatt í gær.
Landsbréf kaupa hlutabréf í þrem-
ur félögum gegn staðgreiðslu; ís-
lenska hlutabréfasjóðnum, OUs og
Tollvörugeymslunni. Önnur hluta-
bréf eru tekin í umboðssölu. Sigur-
björn segir að sala bréfa í íslenska
hlutabréfasjóðnum sé í desember
orðin svipuð og í desember í fyrra.
-JGH