Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. F YLLIN G AREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýrnun, frostþoliö og þjappast vel. Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum gróíleika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 JÓLATRÉSSKEMMTUN Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 5. janúar kl. 1 5.00 á Hótel íslandi. Miðaverð fyrir börn kr. 550 og fyrir fullorðna kr. 200. Miðar eru seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Upplýsingar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA 0G FATLAÐRA Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavik Dregið var í símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þ. 24. desember. Vinningar komu á eftir- talin númer: 1. vinningur, bifreið, Ford Explorer 93-11904 2. vinningur, bifreið, Saab 9000 CD 91-22158 3. vinningur, bifreið, Citroén BX 19 91-679598 4. vinningur, bifreið, Citroén AX 91-611335 5. vinningur, bifreið 91-44061 6. vinningur, bifreið 91-642083 7. vinningur, bifreið 92-12975 8. vinningur, bifreið 94-4217 9. vinningur, bifreið 96-22842 10. vinningur, bifreið 96-61515 Styrktarfélagið þakkar veittan stuðning KA \ arrfy ÓSí^KA ' ||r^3ERÐAR arryósi ] Matgæðingur vikuimar Kryddleginn hörpufiskur Elín Helgadóttir, matgæöingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti „Ég hef alltaf mest gaman af að elda fisk,“ segir matgæðingur vik- unnar, Elín Helgadóttir, en hún er matreiðslumeistari á Hótel Loft- leiðum auk þess sem hún er gjald- keri í Félagi matreiðslumanna. „Vegna þess að nú eru áramótin framundan valdi ég góðan forrétt enda allir alltaf í vandræðum með hann,“ sagði Elín. Hún ætlar að gefa lesendum upp- skrift af marineruöum hörpufiski sem ætti að vera vel þeginn fyrir áramótaveisluna. Elín sagðist hafa mjög gaman af að elda heima þegar hún ætti von á gestum en þar sem hún og maður hennar væru tvö í heimili nennti hún síður að taka vinnuna með sér heim dagsdag- lega. Það var ekki algengt að konur útskrifuðust sem kokkar árið 1981 þegar Elín lauk námi. Hún segir að þeim fari þó mjög fjölgandi. Elín starfaði áður á hóteli í Englandi við svokallað Bed and Breakfast og fékk þá áhuga á öllu sem viðkemur hótelrekstri þar á meðal matar- gerð. Það varð til þess að hún sótti um inngöngu í kokkaskóla hér á landi. En hér kemur uppskriftin en hún er ca fyrir fjóra. 750 g hörpufiskur Kryddlögur 3 dl hvítvín 1 dl matarolía 1 msk. sítrónusafi Vi rauð paprika Zi púrrulaukur 1 laukur 3 hvítlauksrif 1 msk. sítrónupipar 2 kvistar dill salt Grænmetið er skorið í fína bita. Öllu blandað saman í skál og lögur- inn látinn þekja hörpufiskinn. Gott að láta fiskinn marinerast í einn dag. Þá er kryddlögurinn sigtaður frá. Hörpufískurinn og grænmetið er svissað í smjöri á heitri pönnu og saltað örlítiö. Dilli stráð yfir. Rétt- urinn er kældur áður en hann er borinn fram. Sósa 100 g majones 100 g sýrður ijómi 1 tsk. aromat 1 msk. hvítvín 1 tsk. rósapipar Öllu þessu er hrært saman og sósan borin fram með hörpufískin- um. Með réttinum er gott að bera frá hvítlauksbrauð og sítrónubáta. Ehn sagðist aðeins vilja halda matgæðingnum innan stéttarinnar og ætlar að skora á félaga sinn og kollega, Þorvarð Óskarsson mat- reiðslumeistara, að vera næsti matgæðingur. „Hann er aíbragðs- kokkur," sagði Elín. -ELA Hinhliðin Fjallapríl og útivist helstu áhugamálin - segir formaður Hjálparsveitar skáta Eyjolfur Valtýsson, formaður Hjálparsveitar skáta, sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Eyjólf- ur hefur verið í Hjálparsveitinni í fimmtán ár en skáti hefur hann verið síðan hann var ellefu ára. Mestan hluta desembermánaðar hafa sveitarmenn veriö að und- irbúa flugeldasölu fyrir áramótin en starfsemi sveitarinnar ræðst af því hvað sú sala gefur. Að sögn Eyjólfs æfa sveitarmenn mikið og regluiega allt árið. Á vet- uma er farið í þijár helgarferðir í mánuði. Reyndar mæta ekki alltaf pllir í hvert skipti en flestir reyna aö komast á æfingu tvisvar í mán- uði. Á sumrin er æft eina helgi í mánuði. Fullt nafn: Eyjólfur Vilbergur Val- týsson. Fæðingardagur og ár: 3. ágúst 1955. Maki: Guðrún Matthíasdóttir. Böm: Tinna, 11 ára, Hrafnhildur, 7 ára, og Bryndís, 2 ára. Bifreið: Mitsubishi, árgerð ’87. Starf: Vélstjóri. Laun: Iðnaðarmannalaun. Áhugamál: Fjallapríl og útivist og starf fyrir hjálparsveitina. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hvað fínnst þér skemmtilegast að gera? Að vera til fjalla eða heima í sófanum. Hvað fínnst þér leiðinlegast að Eyjólfur Valtýsson. gera? Að vaska upp og ryksuga. Uppáhaldsmatur: Mér þykir flestur matur góður. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Bjami Friö- riksson júdómaður. Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Linda Pétursdóttir. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Enga sérstaka. Uppáhaldsleikari: Sigurður Sigur- jónsson. Uppáhaldsleikkona: Tinna Gunn- laugsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Egill Ólafsson. son. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hall- dór Ásgrímsson er ágætur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés önd. Uppáhaldssjónvarpsefni: Nýjasta tækni og vísindi og góðar bíómynd- ir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Andvíg-' ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer aldrei á skemmtistaði. Uppáhaldsfélag i íþróttum? Stjam- an. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að reyna að vera skuldlaus. Hvað gerðir þú i sumarfriinu? Ég fórvesturáfirði. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.