Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Side 9
• CCI ^ííV'ÍI^r: *(• y LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 9 Partímatur á gamlárskvöld Miðnætursnarl á gamlárskvöld er afar vinsælt. Hins vegar eru kannski ekki allir með uppskrift að slíkum réttum á takteinum. Hér koma nokkrar uppskriftir sem eiga vel viö upp úr miðnætti eftir að menn hafa skálað fyrir nýju ári. Heitbrauðterta Fyrir fjóra 4 sneiðar langskorið brauðtertu- brauð 6 stórir tómatar 150-200 g skinka 5- 4 dl rifinn ostur Stillið ofninn á 250 gráður Skolið tómatana og sneiðið þá í þunn- ar sneiðar. Leggið eina sneið af brauðinu á bökunarplötu og leggið tómata, skinku og ost yflr. Leggið þá næstu sneið ofan á og setjið sama ofan á. Gerið þetta koll af kolli þar til brauðið er á enda. Bakið síðan brauðið í ofninum þar til osturinn er vel bráðinn. Berið brauðið fram heitt, t.d. með góðu salati. Ofnskúffupitsa Fyrir fjóra til sex 25 g pressuger 1 tsk. salt 2 msk. oha 2 /i dl volgt vatn 6- 7 dl hveiti Fylling 2- 3 laukar 1 paprika 1 msk. smjör Zi dl tómatpuré V.i dl chihsósa eða tómatsósa ansjósur ca 1 tsk. oregano 3- 4 dl rifinn ostur Aðferð Myljið gerið í skál. Bætið í salti, ohu og vatni. Hrærið. Bætið hveitinu í smátt og smátt en búið þó ekki til of hart deig. Látið lyfta sér á hálfri klukkustund. Skrælið og sneiðið laukinn. Skerið kjarnann úr paprik- unni og sneiðiö hana. Bræðið smjör á pönnu og steikið lauslega laukinn og paprikuna. Blandið saman tóm- atpuré og chifl- eða tómatsósu. StilUð ofninn á á 225 gráða hita. Hnoðið deigjð og fletjið það þannig að það passi í ofnskúffuna. Betra er að setja smjörpappír undir deigiö. Smyrjið tómatsósunni ofan á pitsuna og leggið papriku og lauk yfir. Þá eru anjósurnar settar á víð og dreif. Strá- ið oregano yfir og loks ostinum. Bak- ið pitsuna í um það bil tuttugu mínút- ur. Skerið í mátulega bita og berið fram með góðu salati. Fyllt tortillabrauð Fyrir fjóra 4 mjúk hveititortiUabrauð túnfiskur /i dl léttur sýrður ijómi Vi dl majónes 'A dl saxaöur púrrulaukur 1 msk. kapers 1 paprika ísbergsalat 8-10 svartar ólífur Látið renna af túnfiskinum. Hrær- ið hann síðan saman við sýrða rjóm- ann og majónesið ásamt lauknum og kapers. Hreinsið paprikuna og skoUð hana. Leggiö salatblaðið á tortilla- brauðið og setjið túnfiskblönduna, paprikusneið og óUfu ofan á. Brjótið brauðið saman og setjið álpappír ut- an um þannig að það haldi. Grísasteik með ana- nas og jarðhnetum Fyrir flóra 500 g grísafiUet 2 tsk. smjör 1-1 Vi dl rjómi 1 tsk. sínnep 1 tsk. soja Ofnskúffupitsa, heitt brauð og túnfiskur í tortillabrauði. Gott salat. Sveppa- og ostasósa. Góðir síldarréttir. salt og pipar 4-6 ananas skífur ca /i dl saltaðar hnetur Skerið fiUet í ca 2 cm breiðar sneið- ar. Brúnið í smjöri á pönnu við með- alhita. Hrærið rjómann með sinnepi og soja. Saltið og piprið. Hellið yfir kjötið og látið maUa í fimm mínútur. Skerið ananasinn í bita og bætiö á pönnuna ásamt salthnetunum. Berið réttinn fram með hrísgrjónum og góðu hrásalati. Veislukartafla Fyrir fjóra 4 stórar bökunarkartöflur 100-150 g skinka 2 dl rifinn ostur Vi dl hökkuð steinselja Þvoið kartöflurnar vel og gerið holur í þær með t.d. gaffii. Bakið síð- an kartöflurnar í venjulegum ofni við 225 gráðu hita í 50-60 mínútur eða í örbylgjuofni í 8 + 8 mínútur. Setjið síðan ofninn á 250 gráður. Skerið lok af hverri kartöflu og hreinsið aðeins úr með skeiö. Stappið það sem úr kemur og bætið fínt sax- aðri skinku, rifnum osti og steinselju út í. Setjið stöppuna í holuna á kart- öflunni og gratínerið í ofninum í tíu til fimmtán mínútur. Borið fram með salati. Síld í sinnepssósu 4-6 flök af kryddsíld 4 msk. venjulegt sinnep 4 msk. ljóst franskt sinnep 4-5 msk. sykur nýmalaður hvítur pipar 2 eggjarauður 2 msk. hvítvínsedik 1 dl lögur af niðursoðnum agúrkum 1 Vi dl oha 2 dl fínsaxað dill Leggið sfldarflökin í kalt vatn í hálfa til eina klukkustund. Skohð og þerrið flökin og skerið síðan í htla bita. Hrærið saman aht það sem fer í sósuna og setjiö síldaflökin út í. Má berast strax á borð en rétturinn geymist í þrjá daga. Tómatsíld 4 kryddsíldarflök 1 laukur 2 msk. tómatpuré dl vatn Vi dl rauðvínsedik 1 dl sykur 1 Vi tsk estragon Leggið sfldaflökin í vatn í hálfa til eina klukkustund. Skolið síldina síð- an, þerrið og skerið í litla bita. Skræl- iö og skerið laukinn í þunna hringi. Blandið saman tómatpuré, vatni, ed- iki, sykri og estragon. Hrærið þar til sykurinn er losnaður upp. Leggið síld og lauk í sósuna og látið standa í ísskáp nokkra tíma áður en borið er fram. Síldin getur geymst í nokkra daga. Síldarsalat 4-6 kryddsíldarflök 6 stórar kaldar, soðnar kartöflur % kg niðursoðnar rauðbeður 2-3 epli 1 krukka niðursoðnar agúrkur ca 5 msk. saxaður laukur ca /i dl rauðrófukraftur Punt Þeytikrem og harösoðin egg Leggið síldina í kalt vatn í hálfa til eina klukkustund. Þerrið vel á eftir. Skerið allt sem í salatið fer í litla ten- inga og blandið rauðrófukrafti. Berið salatið fram kalt og puntið með þeyti- kremi og harðsoðnum eggjum. Sveppa-og ostajafningur Þennan góða jafning er hægt að nota á margvíslegan hátt. Ein hug- myndin er að setja hann á eggjaköku eða í pönnuköku. Einnig má setja hann í brauðkollur eða nota sem sósu með villibráð. 200 g sveppir 2-3 msk. sipjör 3 msk. hveiti 2 dl kraftur 2 dl rjómi 2 dl fínrifinn ostur salt og pipar Þvoið sveppina vel og þerrið. Sneiðið þá niður og steikið á þykk- botna pönnu í smjöri. Stráið hveitinu yfir. Hrærið upp með ijómanum og kraftinum. Hrærið vel og bætið rifn- um ostinum út í. Gott er að láta jafn- inginn malla í þijár mínútur en hann er bestur ijúkandi heitur. Ostasalat Hér er frískt salat með osti, skinku og köldu soðnu pasta, sem bragðast sérlega vel. Vel er hægt að nota af- ganga af svínasteikinni í salatið. Heitt brauð er gott með þessu salati. Vi kínakálshaus 2 dl soðið pasta 4 tómatar 1 lítið höfuð hvítkál eða annað kál eftir smekk /i agúrka 1 gul eða rauð paprika 1 búnt graslaukur eða steinselja 100 g ostur Dressing 2 dl léttmajones 1 dl hrein jógúrt 2 msk. sítrónusafi 1 tsk. sykur 2-3 msk. tómatsósa Sjóðið pasta eins og segir á pakkan- um. Kæhð undir kaldri vatnsbunu. Látið renna vel af því. Þvorið vel aht grænmetið. Strimhö kálið, skerið tómatana í bita, skerið agúrkuna í htla teninga og paprikuna í sneiðar. Osturinn og skinkan er einnig skorið í teninga. Klippið graslaukinn eða steinseljuna yfir. Setjið aht sem í salatið á að fara í stóra skál. Hrærið saman aht sem á að fara í sósuna og berið hana með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.